NT - 17.12.1985, Blaðsíða 1
Utilokað að VSI
tryggi kaupmátt
■ „Það cr útilokað fyrir at-
vinnuvegina að tryggja kaup-
máttinn," sagði Magnús
Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, við NT, þegar
hann var spurður um álit sitt á
samningsgrundvelli þeim sem
ASÍ lagði fyrir VSÍ í gær. í
þeim samningsdrögum er far-
ið fram á 8% kaupmáttar-
aukningu og að sú aukning
verði tryggð út samningstím-
ann.
Magnús sagði að gagnstætt
því sem oft áður hefði verið,
þá væri það ckki bara barlónt-
ur hjá fyrirtækjunum þegar
sagt er að þau beri ekki slíkar
hækkanir, þvf fjöldi fyrir-
tækja hefur orðið gjaldþrota
að undanförnu.
Þá benti Magnús á að það
þyrfti að semja á ákveðnum
grundvelli um þróunina í at-
vinnu- og efnahagsmálum
þjóðarinnar og væri þjóð-
hagsáætlun þar lögð til grund-
vallar, en sú áætlun Itefur
breyst mikið að undanförnu,
t.d. vegna gengisþróunar.
Viðskiptakjör hafa einnig
versnað og niðurstaðan í
ríkisfjármálum er mun verri
en búist var við. Allt þetta og
meira til gerir stöðuna fyrir
samninga mjög erfiða nú.
Magnús sagðist samt von-
ast til að samningar næðust án
þess að farið yrði í hart. Það
næsta sent gerist er að VSÍ
mun fara yfir hugmyndir ASÍ
og ráðgert er að þessir aðilar
hittist svo aftur strax upp úr
áramótum.
Þrotabú Hafskips:
Ýmsir sýna
skipunum
áhuga
■ Fresturinn til að bjóða' í
eignir þrotabús Hafskips
rennur út kl. 17 í dag. Þegar
NT hafði samband við Mark-
ús Sigurbjörnsson, skiptaráð-
anda í gær, haföi ekkert til-
boð borist, fyrir utantilboð
Eimskipafélagsins.
Markús sagðist hafa rætt
við Stefán Árnason í síma á
föstudaginn, en Stefán hafði
sýnt því áhuga að láta meta
skipin með það í huga að ætla
að bjóða í þau. Síðan hefur
ekkert heyrst frá Stefáni fyrr
en í gær að hann bað um að
fresturinn yrði framlengdur
til 15. jan. Þá barst skipta-
7dagar
til jóla
ráðanda fyrirspurn frá dönsk-
um skipamiðlara um hvort
skipin væru til sölu. Þá hefur
norskur aðili einnig haft
samband. Sagði Markús að
það kæmi til greina að bjóða í
hvert skip fyrir sig, slíkt yrði
síðan mctið, hvort hag þrota-
búsins væri betur borgið með
að taka slíku tilboði og reyna
að selja restina síðar, eða
taka pakkatilboði eins og
Eimskipafélagið hefur boðið.
Skiptaráðcndur hafa enn
ekkert byrjað að rannsaka
mál þrotabúsins, því mikil-
vægast er að koma eigunum í
verð, en strax og gengiö hefur
verið frá sölunni verður farið
að huga að rannsókninni.
Sagði Markús að því væri
erfitt að svara hversu langan
tímaslík rannsókn tæki, en þó
ætti hún ekki að taka neinn
óratíma, í mesta lagi nokkra
mánuði. Fær málið svipaða
afgreiðslu og önnur gjald-
þrotamál, en eftir því sem
gjaldþrotið er stærra verður
rannsóknin viðameiri.
Ragnar Hall, skiptaráð-
andi er í Bandaríkjunum að
kanna Hafskip USÁ.
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 6
Ágreinmgur um kvótann:
Matthías andvígur
stjórnarfrumvarpi
■ „Ég tel ekkert ósamrænti
í því að sitja sem ráðherra í
þessari ríkisstjórn og að
greiða atkvæði gegn þessu
stjórnarfrumvarpi. Ég skuld-
batt ntig aldrei í ríkisstjórn-
inni þar sem þetta mál er ann-
ars vegar," sagði Matthías
Bjarnason samgöngu- og við-
skiptaráðherra í samtali við
NT í gær. Þá var nýlokið at-
kvæðagreiðslu í neðri deild
Alþingis um hið svokallaða
kvótafrumvarp en Matthías
var meðal þeirra stjórnarliða
seni greiddu atkvæði gegn
fruntvarpinu.
„Ég hef tvisvar sinnum
samþykkt að reyna þetta
fyrirkontulag um stundarsak-
ir, en þegar á að festa þetta
svona þá leggst ég gegn því. í
Ijósi þess hversu slænt reynsla
hefur verið af kvótanum tel
ég þctta slæma ákvörðun,"
sagði Matthías. Þess má geta
að þingmenn Vestfjarðakjör-
dæmis voru meðal helstu
andstæðinga frumvarpsins en
samgöngu- og viðskiptaráð-
herra er einmitt einn þeirra.
Það hefur áður gerst hér-
lendis að ráðherrar Itafa opin-
berlega lagst gegn stjórnar-
frumvörpum án þess að
stjórnarkreppa fylgdi í kjöl-
farið. í lýðræðisríkjum er-
lendis er það algengt að mál-
efnaágreiningur innan ríkis-
stjórnar valdi afsögn þess
ráðherra sem ekki getur sætt
sig við stjórnarstefnuna í
einstöku máli.
Aðflugstæki Luxemborgarflugvallar í ólestri:
GEIR HALLGRIMSSON SEXTUGUR
■ Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra varð sextugur í gær. Af því tilefni tók hann á móti vinum og vandaniónnum á Hótel Sögu.
Forseti Islands heiðraði Geir með nærveru sinni. Og það eru líka ófá skiptin sem þau hafa ræðst við þegar um stjórnarmyndunarvið-
ræður hefurverið að ræða frá því að Vigdís tók við embætti sínu árið 1980 og á meðan Geir gegndi enn formennsku í Sjálfstæðis-
flokknuin. N'l -mynd: Árni Ujurnn
Milljónakostnaður
fyrir Flugleiðir
Miklar truflanir á Atlantshafsf luginu
■ Truflanir og seinkanir ltafa
orðið á flugi Flugleiða til og frá
Luxemborg frá því fimmtudag-
inn 12. desember. Að sögn Sæ-
mundar Guðvinssonar blaða-
fulltrúa Flugleiða voru aðflugs-
tæki flugvallarins sprengd í loft
upp í haust en án þeirra væri
ekki hægt að lenda flugvélum
við slærn véðurskilyrði og snjó-
komu, eins og verið hefur á síð-
ustu dögum.
Sæmundur sagðist vona að
tækin yrðu komin í lag um ára-
mótin því þessar truflanir á flug-
inu hefðu haft milljónakostnað í
för með sér. Flugleiðir hefðu
þurft að lenda vélum sínum á
Kölnarflugvelli, vista fleiri
hundruð farþega á hótelum og
flytja þá með bílum frá Lux-
emborg til Kölnar, þaðan sem
líka hefði verið farið í loftið
áleiðis til íslands. Ekki hefði
síðan bætt úr skák fyrir félagið
að síðastliðinn laugardagsmorg-
un hefði Flugleiðavél sem var að
koma frá New York ekki getað
lent í Keflavík vegna snjókomu
og kraps og þurft hefði að snúa
vélinni til Glasgow því ekki
hefði reynst unnt að lenda í Lux-
emborg.
Milljónakostnaðurinn sem
þessu væri samfara legðist síðan
ofan á 80 milljóna króna tap fé-
lagsins í ár en Sæmundur sagði
að svona ástand yrðu öll flugfé-
lög að þola og gera ráð fyrir.
Ekki hefði enn náðst í þann
eða þá sem sprengdu aðflugs-
tækin á Luxemborgarflugvelli í
loft upp, einn maður væri að
vísu grunaður en engar játning-
ar komið fram í því máli ennþá.
Sprengingar eins og þessi gerð-
ust alltaf af og til á Luxemborg-
arflugvelli.