NT - 17.12.1985, Blaðsíða 4
Fiskvinnslan:
Tillögur um bætt
rekstrarskilyrði
■ Svo sem fram hcfur komið að
undanförnu stendur fiskvinnslan í
landinu nú mjög höllum fæti, og
áætlað er að um 8-9% tap sé nú á
frystingu og tap hefur einnig verið á
söltun á þessu ári. Samtök fiskvinnsl-
unnar telja að þessi vandi sé nú orð-
inn svo brýnn að þegar í stað verði að
hefjast handa um að bæta rekstrar-
skilyrði greinarinnar og í því augna-
miði kynntu fulltrúar fiskvinnslunn-
ar ríkisstjórninni ákveðnar tillögur
til úrbóta. Tillögur þessar eru í tíu
aðalliðum og fjalla bæði um aðgerðir
sem gera þarf strax eða fljótlega og
tillögur um lengri tíma markmið.
í fyrsta liö tillagnanna, sem fjallar
um almcnna efnahagsstjórn, er
megináherslan lögð á aðhald í láns-
fjár- og peningamálum og hallalaus
utanríkisviðskipti. Um gengismál
segir þar ennfremur: „Nú þegar
verði hafinn undirbúningur við að
koma á markaðsskráningu á gengi,
þannig að verð á erlendum gjald-
miðlum miðist við að jafna það magn
sem boðið er fram og spurt er eftir.
Tryggja þarf að framboð af erlend-
um gjaldeyri sé sem næst því, sem út-
flutningsgreinarnar framleiða fyrir
erlendan markað. Með hliðsjón af
því þarf að endurskipuleggja hlut-
vcrk Seðlabankans. Skipaður verði
starfshópur aðila atvinnulífsins og
ríkisins er móti reglur um fram-
kvæmd málsins. Starfshópurinn hefji
störf fyrir áramót og skili frumdrög-
um fyrir 15. janúar 1986.“
Annar liður tillagna fiskvinnsl-
unnar fjallar um fjármögnun grein-
arinnar og er þar meðal annars lagt
til að sett verði lög sem heimili fisk-
vinnslunni að taka afurðalán beint
frá erlendum bönkum. Einnig er
lögö til brcyting á samskiptareglum
milli fiskvinnslunnar og viðskipta-
bankanna, einkum í þeim tilfellum
þegar breytingar verða á útlána-
stefnu bankanna. Þá er lagt til að út-
lánastefnu fjárfestingasjóðanna
verði breytt, þannig að heimilt verði
að ráðast í fjárfestingu á vélum og
tækjum í formi leigukaupasamnings.
í tillögum fiskvinnslunnar er lagt til
að verðmyndun á sjávarafla verði
gerð frjálsari. Lýsir fiskvinnslan sig
reiðubúna til að taka þátt í útfærslu
hugmynda um uppboðsmarkað í
samvinnu við stjórnvöld og aðra
hagsmunaaðila.
Sjóðakerfi sjávarútvegsins á ekki
upp á pallborðið hjá fiskvinnslunni
og leggur hún til að það verði annað
hvort lagt niður eða stórlega dregið
saman. Sérstök áhersla er lögð á að
verðjöfnunarsjóður verði lagður
niður, en þess í stað komi sérstakar
heimildir í skattalögum fyrir hvert
fyrirtæki fyrir sig að leggja fjármagn
í sérstakan sveiflujöfnunarsjóð. Þá
mótmælir fiskvinnslan útflutnings-
og gengismunargjöldum á skreið.
Málefni fiskvinnslufólks ber nokk-
uð á góma í þessum tillögum og er
þar vakin athygli á starfi sem verið er
að vinna af aðilum vinnumarkaðar-
ins varðandi ráðningarfyrirkomulag
starfsfólk í fiskvinnslu. Þar er gert
ráð fyrir því að fiskvinnslan standi
sjálf straum af launakostnaði á tím-
um vinnslustöðvunar gegn mótfram-
lagi úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
„Þess er vænst að breytingin auki
ekki útgjöld Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs og að stjórnvöld greiði fyrir
framgangi málsins," segir í tillögun-
um. Þá er í tillögunum gert ráð fyrir
því, að mögulegt sé að koma á vakta-
vinnu í frystihúsum eða annars kon-
ar sveigjanlegu vinnufyrirkomulagi,
sem miðaðist við að ná fram betri
nýtingu á vélum og tækjum um leið
og meðferð hráefnis yrði bætt. Fisk-
vinnslan leggur til að fiskvinnslufólk
sem vinnur fullan vinnutíma eða um-
fram 1700 klst. á ári hafi skattfrjálsar
tekjur.
Þetta plagg með tillögum fisk-
vinnslunnar hefur þegar komið inn á
borð hjá ríkisstjórninni og ýmis atr-
iði þess hafa þegar verið tekin til at-
hugunar og undirbúnings.
Síldarvertíð lokið:
Lang mest
veiddist
af stórri
síld
■ Síldarvertíðinni er nú svo
gott sem lokið og nú fyrir
helgina voru aðeins tveir
nótabátar enn á veiðum.
Brúttóveiðin er orðin rúm 48
þúsund tonn (þ.e. síld + ís)
en nettó aflinn er rétt tæp 46
þúsund tonn. í reknet veidd-
ust rúm fjögur þúsund tonn
en í nót rúm 44 þúsund tonn.
Þessi afli hefur fengist í 866
veiðiferðum og var honum
landáð á 25 höfnum víðs veg-
ar um land. Aflahæsta ver-
stöðin var Grindavík með tæp
7 þúsund tonn og þar hefur
einnig verið fryst mest af síld
eða tæp 4.400 tonn. Síldin á
vertíðinni hefur verið góð, en
hún skiptist þannig eftir
stærðarflokkum: Af 25-27 cm
síld veiddist tæp 295 tonn; af
27-30 cm síld veiddust tæp
2.200 tonn; af 30-33 cm síld
veiddust rúm 16 þúsund tonn;
og af sfld stærri en 33 cm
veiddist langmest eða rétt
rúm 26 þúsund tonn.
í meðfylgjandi töflu má sjá
yfirlit yfir landanir á hinum
ýmsu verstöðvum, en tölurn-
ar sýna brúttó afla.
magn (kg) magn (kg) magn (kg)
Verstöö 1.-11.des allslandaö. þar af í frost
Vopnafjörður - 1.146.634 -
Borgarfjörður Eystri - 55.880
Seyðisfjörður 29.290 2.365.758 172.406
Norðfjörður - 2.518.466 559.255
Eskifjörður “ 4.871.520 227.070
Reyðarfjörður 45.400 2.597.137
Fáskrúðsfjörður - 2.983.134 468.235
Stöðvarfjörður “ 1.434.465 208.540
Breiðdalsvík - 1.400.730 232.240
Djúpivogur 230.298 3.666.545 808.778
Hornafjörður 101.880 4.200.659 2.758.449
Vestmannaeyjar 190.465 5.661.549 4.386.339
Þorlákshöfn 90.480 4.677.180 1.883.400
Grindavík 114.440 6.974.442 2.269.540
Sandgerði - 654.520 273.124
Keflavík - 805.040 85.800
Hafnarfjörður - 295.570 138.770
Akrancs - 1.124.450 -
Aðrarhafnir - 763.829 279.612
Samtals 802.753 48.197.508 14.753.558
■ Mímir RE-3 kemur til Reykjavíkur.
NT-mynd Árni Bjama
Rannsókna- og
kennslubátur
afhentur
■ Fiskifélagíslands.Hafrannsókn-
arstofnunin, og Líffræðistofnun Há-
skólans hafa fengið til afnota 15
tonna plastbát sem hlotið hefurnafn-
ið Mímir RE 3. Báturinn er ætlaður
til kennslu og rannsókna á vegum
þessara þriggja stofnana. Fiskifélag-
ið mun nota bátinn til sjóvinnu-
kennslu fyrir grunnskólanemendur
og verður farið í dagróðra með
u.þ.b. 10 nemendur í hvert sinn og
þeim kennd vinnubrögð til sjós og
helstu atriði í siglingafræði. Haf-
rannsóknarstofnunin mun nota bát-
inn til rannsókna á grunnsævi á skel-
fiski, krabba, þörungi og hrognkelsi,
en báturinn er heppilegur til rann-
sókna á því tagi. Líffræðistofnunin
mun nota bátinn til kennslu í sjávar-
líffræðigreinum og til rannsókna
sérfræðinga stofnunarinnar.
Það var skipasmíðastöðin Mána-
vör á Skagaströnd sem smíðaði
bátinn, sem er 11 metra langurogbú-
inn öllum helstu siglingar- og fiski-
leitartækjum, auk útbúnaðar til línu-,
neta-, og handfæraveiða. í bátnum
eru tog- og linuspil. Með kaupum
sínum á þessum bát hefur ríkissjóð-
ur, sem er eigandi hans, bætt úr
brýnni þörf áðurtalinna stofnana
fyrir bát af þessari stærðargráðu.
Félag íslenskra járniðnaðarmanna:
Breytið togurum innanlands
Áhyggjur af þróun Hafskipsmálsins
■ Félag íslenskra járniðnað-
armanna hefur áhyggjur af at-
vinnuástandi félagsmanna. Á fé-
lagsfundi voru samþykktar tvær
ályktanir, sem Iúta að atvinnuör-
yggi þeirra, sem og annarra.
Önnur ályktunin er varðandi
Hafskipsmálið svokallaða. Þar
lýsir félagið áhyggjum sínum
vegna óvissu um atvinnu og af-
komu hundruða starfsmanna
Hafskips. Þá væntir fundurinn
þess að við meðferð gjaldþrota-
máls Hafskips verði leitast við að
tryggja starfsmönnum fyrirtækis-
ins áframhaldandi atvinnu.
Seinni ályktunin varðar at-
vinnu félaga í Félagi járniðnað-
armanna. Þar lýsir fundurinn
furðu sinni á að stjórnvöld skuli
samþykkja að einnlapanstogar-
anna sé sendur utan til stækkun-
ar. breytinga og endurbóta á vél-
um og tækjaútbúnaði og að hinir
9 skuttogararnir, sem smíðaðir
voru í Japan verði sendir í sams-
konar breytingu og endurbætur á
næstu mánuðum. Járniðnaðar-
menn telja að auðvelt sé að leysá
þessi verk af hendi innanlands og
skilur ekki hversvegna verið er að
kaupa þessa vinnu erlendis á
sama tíma og skipasmíðastöðvar
og járniðnaðarfyrirtæki innan-
la.nds skortir verkefni.
Fundurinn skorar á stjórnvöld
að beita sér fyrir því að þessi
verkefni verði leyst af hendi hér á
landi. Þannig sparast gjaldeyrir
og stuðlað er að aukinni atvinnu.
Þá eru stjórnendur fyrirtækja í
járniðnaði og skipasmíðum
hvattir til að reyna að fá þessi
verkefni.