NT - 17.12.1985, Síða 3
■ Kjörnefnd telur atkvæðaseðla í allsherjaratkvæðagreiðslu Kí um aðildina að BSRB. NT-mynd: Árni Bjarna
Úrsögn kennara:
Sigur atvinnurekenda
- segir Kristján Thorlacius
iíi |7 ' Þriðjudagur 17. desember 1985 3
Lí Fréttir
Unnið að sam-
einingu kennara
í eitt félag
- segir Valgeir Gestsson, formaður Kl
■ Kennarar niunu ylírgefa BSRB
upp úr áraniótum, en |iað var niður-
staða atkvæöagreiðslu innan Kenn-
arasambandsins. Um 82% félags-
inanna tóku þátt i atkvæðagreiðsl-
unni og 72% þeirra voru hlvnnt úr-
sögniniii. Uni 25% voru andvígir.
Valgeir Gestsson, formaður KÍ,
sagði við NT að það hefði komiðsérá
óvart aðsvona mikill meirihluti hefði
verið með úrsögninni, einnig var
hann hissa á því hversu mlkil kjör-
sóknin var, eða mun betri en í at-
kvæðagreiðslunni í maí.
í framhaldi af þessu mun K1 eiga
viðræður við fjármálaráðhcrra á
næstunni. um hver staða kcnnara
yrði nú, þar sem þeir hafa ekki leng-
ur samningsrétt. Óttaðist Valgeir
ekki þá stöðu. því hér er um að ræða
hvort hægt er að starfrækja frjáls
verkalýðsfélög á íslandi, aö lians
sögn. Sagði hann að kennarar
myndu berjast fyrir því að ná fullum
samnings- og verkfallsrétti í framtíð-
in ni.
Þá sagði Valgeir að verið væri að
vinna að sameiningu kennara í eitt fé
lag og væri unnið að því innan
Bandalags kennarafélaga. Sagðist
hann eiga von á aö þær hugmyndir
yrðu kynntar félagsmönnum fljót-
lega upp úr áramótum.
■ „Úrslit allsherjaratkvæða-
greiðslunnar um aðild Kennarasam-
bandins að BSRB, eru að mínum
dómi sigur atvinnurekenda í land-
inu,“ sagði Kristján Thorlacius, þeg-
ar NT spurði hann álits á niður-
stöðunum, sem verða til þess að
kcnnarar segja sig úr BSRB um ára-
mótin.
Kristján sagði að þetta væri mun
alvarlegra áfall fyrir kennara í KÍ en
þeir gerðu sér almennt grein fyrir og
að þetta veikti samtök þeirra mikið í
kjarabaráttunni. Meðþessu hafi þeir
afsalað sér samningsréttinum og þar
með verkfallsréttinum, auk atvinnu-
leysisbóta og aðild að orlofshúsum
BSRB, en þeir hafa haft til umráða
12 af húsum BSRB.
Þá sagði Kristján að BSRB stæði
veikara eftir þessa niðurstöðu og
sama mætti segja unr launþegahreyf-
inguna í landinu í heild. Sagði hann
að svo virtist sem ný viðhorf væru nú
ráðandi meðal launþega, en það er sú
skoðun þeirra að betra sé að starfa í
minni hópum og jafnvel helst ein-
staklingarnir sér. Sagði hann að
þetta minnti á þá tíma þegar laun-
þegahreyfingin var í burðarliðunum
og atvinnurekendur gátu samið við
hvern einstakling sér. Því túlkaði
hann þessa niðurstöðu sem sigur at-
vinnurekenda í landinu.
Smjörlíkisgerð KEA Akureyri s:96-21400
■ Þau Guðlaug Björnsdóttir og maður hennar Holberg Másson eru að von-
um ánægð því Guðlaug hreppti stóra vinninginn 2 milljónir í Happdrætti Há-
skólans í síðustu viku. NT-mynd: Sverrir.
Viðskiptafræðinemi:
Tveim milljónum ríkari
GALLAR
í öllum stærðum.
Mjög gott verð, frá kr. 2.273.-
Einnig stakarglans-gallabuxur
frá kr. 1.027.-
SPORTmumSLUN
JNGOLFS
OSKARSSONAR
Á HORNIKLAPPARSJÍGS
OG GRETTISGÖTU
S:117S3
Heildsala-sími 10-3-30
•S enduntí*
PÓSTKRÖFU
■ Guðlaug Björnsdóttir við- manni hennar til hamingju með
skiptafræðinemi hreppti stóra vinn- þennan glæsilega „jólaglaðning".
inginn, 2 milljónir í Happdrætti Há-
skólans í síðustu viku.
Guðlaug var að vonum hress og
ánægð þegr NT hafði samband við
hana og sagðist hún hafa spilað í tvö
ár á einn miða og þetta er í fyrsta sinn
sem hún fær vinning í happdrættinu.
„Mér finnst þetta alveg ótrúlegt og
er varla farin að trúa því að þetta sé
veruleiki," sagði Guðlaug og þegar
hún var spurð hvað hún ætlaði að
gera við stóra vinninginn sagðist hún
ekki alveg hafa gert það upp við sig.
„Ætli ég og maðurinn minn reynum
ekki að borga upp íbúðina okkar og
svo sjáum við til," sagði Guðlaug og
brosti.
Hún sagðist ætla að spila áfram í
happdrættinu því „miði er svo sann-
arlega möguleiki," sagði hún síðan
himinlifandi og með það var hún
rokin ásamt manni sínum Holberg
Mássyni og ætluðu þau að fara að
kaupa sér eitthvað verulega gott í
kvöldmatinn.
NT óskar Guðrúnu og Holberg
PUffll'
GLANS - HETTU-