Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Page 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 R agnar Bjarnason segist hafa farið raulandi í gegnum lífið. Frá því hann man eftir sér hefur hann verið raulandi og syngjandi, ýmist í hljóði eða upphátt. „Ég þarf stundum að passa mig þegar ég kem inn í búðir að byrja ekki að syngja upphátt einhvern lagstúf sem er að brjótast um í kollinum á mér þá stundina,“ segir hann. Raggi segist líka vera sannfærður um að söngur og tónlist lengi lífið, ekki síður en hláturinn, og oft er stutt í hlátur, grín og glens hjá þessum vinsæla söngvara, sem er nánast orðinn lifandi goðsögn í íslensku tónlistarlífi. Raggi er þó ekki þjóð- sagnapersóna af þeirri gerðinni sem sífellt er á milli tannanna á fólki. Hann er þvert á móti einn af þessum öðlingum sem öll- um þykir vænt um, að minnsta kosti þeim sem hafa kynnst honum, og flestum Íslendingum finnst sem þeir eigi eitthvað pínulítið í Ragga Bjarna. Hvar sem hann kemur fram til að syngja er honum tekið með miklum fögnuði og gildir þá einu hvort um er að ræða viðhafnardansleik með Millunum á Broad- way eða skólaball hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Það skemmtilegasta við þetta allt saman er kannski sú stað- reynd að karlinn er orðinn sjötugur. Því er erfitt að trúa, en þetta stendur svart á hvítu í kirkjubókunum. Raggi er ótrúlega unglegur, ekki bara í útliti heldur einnig í fasi, alltaf sami gamli góði töffarinn, í jákvæðustu merkingu þess orðs, brosandi og hress, grannur og spengilegur og varla sést grátt hár á höfði hans. Þakklátur fólkinu í landinu Hvernig stendur á því Ragnar að þú virðist ekki eldast eins og annað fólk? spyr blaðamaður og Bjarnason svarar að bragði: „Ég hef bara ekki haft tíma til þess. Ég hef sjaldan haft eins mikið að gera í skemmtibransanum og undanfarin ár og það virðist ekkert lát vera á. Ég stofnaði bílaleiguna þegar ég varð sextugur af því að ég hélt þá að fólk hlyti að vera búið að fá nóg af mér. „Nú er þetta búið!“ hugsaði ég með mér og til að hafa eitthvað að gera í ellinni ákvað ég að stofna fyrirtækið. En síð- an hefur söngurinn bara hlaðið utan á sig, sérstaklega eftir að ég fór að syngja með Millunum, og það endaði með því að ég seldi bílaleiguna í fyrra. Ég nennti hreinlega ekki að standa í þessu veseni sem var í kringum bílaleiguna, enda hef ég nóg að gera í skemmtibransanum. Og ef að líkum lætur á það eftir að halda áfram. Láttu það endilega koma fram að ég er ekkert að hætta, ég á nóg eftir enn. Ég kem ýmist fram einn, þar sem ég spila sjálfur undir á píanó, eða með fleirum. Ég syng mikið í brúðkaupum og við jarðarfarir og eins geri ég talsvert af því að spila dinnermúsík í veislum. Svo hefur það líka verið mikil lyfti- stöng fyrir mig að koma fram með Millunum og ég er þakk- látur strákunum fyrir að leyfa mér að vera með í þessu.“ Talandi um brúðkaup og jarðarfarir. Sú saga var sögð af þér að þú hafir einhverju sinni verið fenginn til að syngja við hátíð- lega athöfn í kirkju og andrúmsloftið verið mjög virðulegt, and- aktugt og allt að því þrúgandi, en þá hafi þögnin allt í einu verið rofin með taktföstum fingursmellum þegar þú varst að telja í fyrir undirleikarann, og eins og þungu fargi létt af kirkjugest- um … „Þetta hefur örugglega verið við jarðarför. Sagan er skemmtilegri þannig. En án gríns þá hef ég verið heppinn með minn söngferil og bara það að fólk skuli ennþá vilja hlusta á mig eru auðvitað ákveðin forréttindi. Og ég er afskaplega þakklátur fyrir hversu vel fólkið í landinu hefur tekið mér alla tíð, alveg frá því ég byrjaði að syngja.“ Í tónlist frá blautu barnsbeini Segja má að Ragnar Bjarnason hafi fengið tónlistargáfuna í vöggugjöf. Móðir hans, Lára Magnúsdóttir, söng talsvert, meðal annars í kórum, og faðir hans, Bjarni Böðvarsson tón- listarmaður og hljómsveitarstjóri, var einn af frumherjum ís- lenskra tónlistarmanna og fyrsti formaður FÍH. Raggi var ekki nema stráklingur þegar hann fór að fylgjast með á æfing- um og ferðast um landið með föður sínum og hinni frægu hljómsveit hans og frá blautu barnsbeini drakk hann í sig þá stemningu sem aðeins var hægt að upplifa í hinum sérstaka heimi dægurtónlistarinnar á þessum árum. Þarna hefur fræinu líklega verið sáð. Sem unglingur var Raggi farinn að spila á trommur, og innan við tvítugt var hann orðinn trommuleikari í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Söngurinn kom seinna, eig- inlega bara fyrir tilviljun, því það vantaði söngvara í hljómsveit sem Raggi spilaði þá með á Hótel KEA á Akureyri og hann var „skástur“ af þeim félögum, eins og hann orðar það sjálfur. Söngferill Ragnars Bjarnasonar verður ekki rakinn hér í smáatriðum, en sjálfur vill Ragnar nefna þrjá hljómsveit- arstjóra, fyrir utan föður sinn, sem hann segir að hafi haft mik- il áhrif á feril sinn: „Þegar ég var ráðinn í KK-sextettinn var það mjög stórt skref fyrir ungan söngvara, sem í rauninni kunni ekkert og vissi ekkert í sinn haus. Kristján (Kristjánsson) stjórnaði hljómsveitinni af mikilli fagmennsku og öll vinnubrögð voru pottþétt. Það var oftast æft fjórum sinnum í viku, oft komu menn með skrifaðar útsetningar og ég held því hiklaust fram að KK-sextettinn hafi á þessum tíma verið danshljómsveit á heimsmælikvarða. Þetta var rosalegt tækifæri fyrir mig og al- veg stórkostlegt ævintýri að komast í þessa hljómsveit. Eins lærði ég mikið af Birni R. Einarssyni, en ég söng með hljóm- sveit hans um tíma á Borginni. Bjössa-bandið var hörku- hljómsveit og valinn maður í hverju rúmi. Svo var það auðvitað Svavar Gests. Svavar var ekki bara hljómsveitarstjóri heldur var hann opinn fyrir öllu og var allt í öllu. Hann var leikstjóri og handritshöfundur, hann setti upp miðnætursýningar þar sem hann lét okkur leika og hann var með útvarpsþætti sem voru svo vinsælir að það sást ekki hræða á götunum þegar þeir voru sendir út. Svo var hann duglegur við að gefa út hljómplötur með hljómveitinni og stjórnaði öllu í því sambandi. Hljómsveit Svavars Gests var alveg sérkapítuli í íslenskri dægurtónlist- arsögu.“ Forréttindi að syngja með Ellý Ragnar söng með Hljómsveit Svavars Gests þegar Súlnasal- urinn á Hótel Sögu var opnaður 1961, en síðan fór hann til Skandinavíu ásamt Kristni Vilhelmssyni bassaleikara og sam- an léku þeir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku ásamt sænskum píanóleikara, Lennart Persson, við góðar undirtektir. „Þetta svínvirkaði. Lennart var frábær píanisti, spilaði dálít- ið í anda Erolls Garners, og Kristinn var líka bassaleikari í fremstu röð. Ég söng og stóð við trommusettið, notaði reyndar enga bassatrommu, en þetta virkaði svo vel að við vorum komnir með samning um að skemmta víðs vegar um Evrópu. Ég var næstum búinn að skrifa undir tveggja ára samning sem fól meðal annars í sér að við áttum að fara í skíðaparadísina St. Moritz til að spila fyrir ríka fólkið og kvikmyndastjörnurnar, allt hefðarfólkið með tilheyrandi veseni, smókingar og læti. Einnig áttum við að vera í eitt ár á skemmtiferðaskipum í Suð- ur-Ameríku og Vestur-Indíum. En þegar þarna var komið sögu hafði ég kynnst Helle, konunni minni, og mér fannst það ekki heppilegasta byrjunin á okkar sambandi að ég færi að skuldbinda mig í tvö ár á flækingi um allan heim. Ég var líka orðinn þrítugur og fannst ég vera orðinn of gamall fyrir þetta ferðatöskulíf. Ég ákvað því að hætta við allt saman og það sem gerði útslagið var að Svavar hafði haft samband við mig og Hef ekki haft tím Ragnar Bjarnason heldur upp á tvöfalt afmæli um þessar mundir, sjötugsafmælið sitt og hálfrar aldar söngafmæli. Hann lítur þó ekki út fyrir að vera orðinn sjötugur og röddin er enn á sínum stað, betri ef eitthvað er. Hann segir að það sé fyrst og fremst fólkinu í landinu að þakka að hann er enn í fullu fjöri. Morgunblaðið/Sverrir Ragnar Bjarnason Sjötugt afmælisbarnið við píanóið heima. Eftir Svein Guðjónsson svg@mbl.is ’Sagt er að hláturinn lengi lífið ogþess vegna er bæði þægilegt og skemmtilegt að vera nálægt Ragnari Bjarnasyni.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.