Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 J azzhátíð Reykjavíkur verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðviku- daginn kemur. Þetta er í fjórtánda skipti sem hátíðin er haldin og er hún nú um margt frábrugðin þeim fyrri, því nú verða Íslendingar í öndvegi, bæði Íslendingar sem búsettir eru er- lendis og koma með erlendum djasssveitum hingað og heimamenn sem fá til liðs við sig er- lenda djassmeistara. Eina hljómsveit hátíðar- innar þar sem enginn íslenskur hljóðfæraleik- ari er innanborðs er sveit Van Morrisons, sem einnig er eina sveitin sem ekki er djasssveit; heldur sig á slóð- um rýþmablúsins og er löngu uppselt á þá tón- leika. Árni Egilsson lék hér síðast djass með Út- lendingahersveitinni. Hann hélt ungur utan og eftir dvöl í Þýskalandi settist hann að í Banda- ríkjunum og komst í kynni við menn á borð við André Previn, sem stjórnaði honum í sinfóníu- hljómsveit á kvöldin og djammaði djass með honum þegar færi gafst. Árni settist að í Kali- forníu þar sem hann vann mest í hljóðverum, en lék djass þegar tækifærin gáfust og skrifaði tónlist jafnframt. Hann lék inn á plötu með bassasnillingnum Ray Brown og nú verður hann á djasshátíðinni í kompaníi við tvo aðra bassasnillinga, sjálfan Niels-Henning Ørsted Pedersen og Bandaríkjamanninn Wayne Darl- ing, en Bass Encounters – Bassarnir mætast, er hugarfóstur Darlings, sem búsettur er í Austurríki. Þaðan kemur píanisti hljómsveit- arinnar, Fritz Pauer, einn sá fremsti í Evrópu, en trommari er John Hollenbeck, sem þekktur er fyrir spilamennsku með mönnum á borð við Kenny Wheeler og Bob Brookmeyer. Bassa- leikararnir komu fyrst saman í Austurríki árið 2001 og er engum blöðum um það að fletta að íslenskir djassunnendur bíða með öndina í hálsinum eftir að heyra þá leiða saman hesta sína. Þetta verður þó enginn bassabardagi heldur tónlistin, hrein og tær, í öndvegi og á efnisskránni verk eftir þremenningana í bland við klassísk djasslög og söngdansa. Þeir spila á Hótel Sögu á föstudagskvöld, en kvöldið áður verða á sama stað Rodriquez-bræður, þeir Ro- bert píanóleikari og Michel trompetleikari, Hans Glawischnig leikur á bassann en á slag- verk hinn magnaði kólumbíski Samuel Torres og síðast en ekki síst slær Einar Valur Schev- ing trommusettið. Tónlistin er funheitt latínu- skotið bopp, sem vinsælt er hérlendis eftir að Tómas R. Einarsson spilaði latíndjassinn inn í hvers manns djasshjarta á Íslandi. Einar Val hef ég ekki heyrt spila í Reykjavík síðan 1999, er hann fór á kostum með fiðlaranum Finn Ziegler. Einar Valur hefur búið um árabil í Miami og leikið þar með mörgum heimsfræg- um djassleikurum auk þess að stunda kennslu. Hann er frábær trommari og löngu kominn tími til þess að hann láti landa sína njóta hryn- hita síns að nýju. Gulli Guðmundsson bassaleikari hefur lengi búið í Hollandi og getið sér gott orð ytra, leikið og hljóðritað með fjölda hljómsveita. Nýjasta skífan er með hljómsveit konu hans, söngkon- unnar Natöszu Kurek, en hún hefur sungið með honum hér heima. Gulli kemur á djasshá- tíðina með tríó sitt Binary Orchid þar sem Hollendingarnir Harmen Fraanje píanisti og Lieven Venken trommari leika með honum. Tónlist þeirra er í frjálsari kantinum og ýmis rafhljóð með í för. Tónleikar þeirra verða á Kaffi Reykjavík á fimmtudagskvöld. Fjórði Ís- lendingurinn er hingað kemur í fylgd útlendra er básúnuleikarinn Helgi Hrafn Jónsson, sem margir muna eftir sem básúnuundrabarninu í Bossanóvabandinu á Seltjarnarnesi eða bás- únueinleikaranum með Sinfóníunni við Haga- torg. Hann leikur nú og syngur með austur- rísku hljómsveitinni Beefólk, sem er þrusugóð heimsdjasssveit þar sem tónlist úr öllum átt- um blandast saman; balkantónlist og indversk tónlist, ekta djass og klassík með fönkhrifum. Þeir hafa einu sinni heimsótt Ísland og léku á Jómfrúartónleikum og gerðu allt vitlaust með sterkri heimssveiflu. Að þessu sinni er góður gestur í fylgd með þeim, austurríski gítarleik- arinn Wolfgang Muthspiel, sem er einstakur tónlistarmaður. Um hann hafa leikið alþjóð- legir vindar og honum tekst á undursamlegan hátt að blanda í djasstónlist sína jafnt klassík sem teknó á þann hátt að unnendur þessara tónlistarstefna hlusta dolfallnir. Hljómplötur hans hafa verið ótrúlega fjölbreyttar og skemmtilegar áheyrnar og efa ég að margir tónlistarmenn leiki eftir þá stílblöndun sem hann stundar – þar að auki er hann frábær gítarleikari. Beefólk gaf nýlega út geislaplötu, Place dramatique, sem fá má í 12 tónum við Skólavörðustíg og er hún hin fjölbreyttasta. Balkansveiflan er oft sterk, en stundum er skipt í fönkrýþma og er þá dálítið skrítið og skemmtilegt að heyra Helga Hrafn syngja á íslensku með þessari austurrísku sveit. Þeir félagar hans, Grantzer saxisti, Bittmann fiðl- ari, Bakanic nikkari, Wendt trommari og Habler bassaleikari, eru allir þrusuhljóðfæra- leikarar og fínir sólistar svo ekki er að efa að heitt verður í kolunum á Broadway á lokatón- leikum Jazzhátíðar Reykjavíkur á sunnudags- kvöldið þarnæsta. En það eru ekki bara Íslendingar sem koma með erlendum djassleikurum til Íslands sem eru í sviðsljósinu. Okkar menn á Fróni kalla á liðsauka að utan. Björn Thoroddsen hefur um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra djassleikara. Hann hefur gert garðinn frægan erlendis allt frá því hann hljóðritaði með Alex Riel og fleiri dönskum köppum í Kaupmanna- höfn 1988. Hingað hafa komið frábærir erlend- ir djassleikarar til að leika með honum s.s. Philip Catherine, Doug Raney og Dieter Lockwood og hann hefur farið víða að leika með útlenskum. Síðast á mikla djasshátíð í Frans þar sem hann lék með Givone-tríóinu sem endurgalt heimsókn Björns með tón- leikum í NASA nýlega. Í dómum í frönskum blöðum eftir þá hátíð var Björn m.a. kallaður Paganini gítarsins. Hann hefur leikið mikið í Kanada með trompetleikaranum Richard Gilles, sem er af íslenskum ættum, og stofnuðu þeir tríóið Cold Front þar sem bandaríski bassaleikarinn Steve Kirby leikur með þeim, en hann er einna þekktastur fyrir leik sinn með Elvin Jones og lék m.a. með Ellington- sveitinni undir stjórn Merchers. Þeir félagar hafa vakið mikla hrifningu vestanhafs og er ekki að efa að það sama verður upp á teningn- um hér. Tónleikar þeirra eru á miðvikudags- kvöld á Kaffi Reykjavík og í kjölfarið leikur þar kvartett skipaður Einari Vali og Gulla Guðmunds ásamt Jóeli Pálssyni og Agnari Má Magnússyni. Agnar er prímus mótor í tríóinu B3 þar sem leika með honum Ásgeir Ásgeirs- son og Eric Qvick. Þeir bjóða til sín banda- ríska saxófónleikaranum Seamus Blake, sem hefur verið einn helsti einleikari í Mingusar- stórsveitinni. Þess er skemmt að minnast að í fyrra lék kanadíski trompetleikarinn Ingrid Jensen með þeim félögum listavel. Það verður gaman að heyra Blake trylla með hammond- tríói í stað stórsveitar. Hér hefur verið rakin samvinna íslenskra og útlendra á fjórtándu Jazzhátíð Reykjavíkur en að sjálfsögðu leikur fjöldi alíslenskra hljóm- sveita á hátíðinni og eru söngkonur þar all- áberandi: Kristjana Stefáns, Margot Kiis (sem er að vísu frá Eistlandi en býr og starfar hér- lendis), Anna Pálína og Þóra Björk. Söng- flokkurinn Reykjavík 5 verður í Fríkirkjunni og Hildur Björk syngur með Jazzbandi Eyj- ólfs Þorleifssonar. Svo verða allt að þrír djass- klúbbar í gangi er nátta tekur um næstu helgi. Jazzhátíðir eru margskonar en að þessu sinni þykir mér hafa tekist einstaklega vel til um val tónlistarmanna. Það er nú einu sinni meginhlutverk hvers menningarríkis að efla eigin listamenn, hvort sem er heima eða á al- þjóðavettvangi, og er vel þegar þeir aðilar er að hátíðinni standa, Félag íslenskra hljómlist- armanna og Reykjavíkurborg, gera það af slíkum myndarskap. Þá er aðeins eftir hlutur áheyrenda og efa ég ekki að flestir þessara tónleika verða fjölsóttir, enda hvergi slegið af gæðakröfum og í hópi erlendu gestanna nokkrir af stórsnillingum djassins. Ég bíð spenntur eftir að hátíðin hefjist og vonandi er svo um fjölmarga. Gleðilega hátíð. Íslendingar í öndvegi á Jazzhátíð Reykjavíkur Íslendingar verða í öndvegi á Jazzhátíð Reykjavíkur sem sett verður í Ráðhúsi borg- arinnar á miðvikudaginn kemur. Eina hljóm- sveitin sem ekki hefur Íslending innanborðs er sveit Van Morrisons sem einnig er eina sveitin sem ekki leikur djass. Eftir Vernharð Linnet vernh@ismennt.is Wolfgang Muthspiel leikur í hljómsveit Helga Hrafns Jónssonar, Beefólk. Höfundur er djassgagnrýnandi á Morgunblaðinu. Cold Front Trio Richard Gilles, bandaríski bassaleikarinn Steve Kirby og Björn Thoroddsen. Van Morrison kemur með hljómsveit sína á Jazzhátíð Reykjavíkur en löngu er uppselt á tónleikana. Seamus Blake saxófónleikari frá Bandaríkj- unum leikur með tríóinu B3 á hátíðinni. ’Hér hefur verið rakin samvinna íslenskra og útlendra á fjórtándu Jazzhátíð Reykjavíkur en að sjálfsögðu leikur fjöldialíslenskra hljómsveita á hátíðinni og eru söngkonur þar alláberandi: Kristjana Stefáns, Margot Kiis (sem er að vísu frá Eistlandi en býr og starfar hérlendis), Anna Pálína og Þóra Björk. Söngflokkurinn Reykjavík 5 verður í Fríkirkj- unni og Hildur Björk syngur með Jazzbandi Eyjólfs Þorleifssonar. Svo verða allt að þrír djassklúbbar í gangi …‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.