Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 | 5
boðið mér að koma aftur og syngja með hljómsveit sinni í
Súlnasalnum. Ég hætti því við heimsreisuna og ég man að um-
boðsmaðurinn varð svo reiður að hann braut skrifborðið. Þetta
var stór rumur og hann barði svo fast í skrifborðsplötuna að
borðið hrundi. En ég hafði tekið ákvörðun og hélt heim til Ís-
lands, með Helle með mér, og fór að syngja með Svavari vestur
á Sögu. Ellý var líka í hljómsveitinni, en Svavar var að búa sig
undir að hætta sem hljómsveitarstjóri og vildi enda ferilinn
með okkur Ellý.“
Þú hefur einhvern tíma sagt frá því að það hafi verið forrétt-
indi að fá að syngja með Ellý?
„Já, það var rosalega gaman að syngja með henni. Bæði var
hún frábær söngkona, ein sú besta sem fram hefur komið hér á
landi, og eins vorum við líka mjög góðir vinir. Hún var svo ljúf
og þægileg og hún gerði þetta allt eins og drottning. Okkur
kom vel saman og töluðum mikið saman um heima og geima.
Ég tileinka Ellý eitt lag á nýju plötunni minni, Heyr mína
bæn.“
Röddin þroskast með aldrinum
Ragnar heldur upp á tvöfalt afmæli um þessar mundir, sjö-
tugsafmælið og fimmtíu ára söngafmæli, og verða afmælistón-
leikar á Broadway nú um helgina og einnig er væntanlegur nýr
geisladiskur sem spannar fimmtíu ára söngferil Ragnars:
„Já, ég verð með afmælisveislu á Broadway nú um helgina
þar sem ég tek nokkur lög frá ferlinum ásamt góðum vinum og
samstarfsmönnum í gegnum árin. Afmælisveislan verður
svona eins og óformlegir tónleikar og ég vonast til að sjá sem
flesta. Reyndar er uppselt á þessa afmælistónleika og við ætl-
um að endurtaka leikinn föstudaginn 1. október. Ég vil ekkert í
afmælisgjöf nema kannski það að fólk kaupi nýja diskinn þeg-
ar hann kemur út. Að minnsta kosti vona ég að sem flestir
hlusti á hann því ég er mjög ánægður með hvernig til hefur
tekist.“
Með Ragnari á þessum nýja geisladiski eru ýmsir val-
inkunnir hljómlistarmenn og gamlir félagar í gegnum tíðina:
„Þegar ég fór út í þetta hafði ég ekki hugmynd um hvað ég
ætlaði að gera eða hverjir ættu að vera með mér í þessu. Svo
kom þetta bara smátt og smátt og ég er mjög ánægður með út-
komuna. Þetta er fjölbreytt tónlist og á þessari plötu eru bæði
ný lög og eldri frá ferlinum, flest þeirra í nýjum útsetningum,“
segir Ragnar um leið og hann leyfir blaðamanni að heyra
hljóðupptökur af nýju plötunni.
„Finnst þér þetta ekki bara ágætlega sungið af karli sem
orðinn er sjötugur?“ spyr hann eftir að við höfum hlustað á
plötuna og undirritaður verður að játa, í fyllstu hreinskilni, að
hann hefur sjaldan eða aldrei heyrt Bjarnason syngja betur og
hefur orð á því:
„Já, Ómar [Ragnarsson] hlustaði á þetta um daginn og hann
sagði það sama. Ætli það sé ekki bara að röddin hefur þroskast
með aldrinum. Maður er allur orðinn mýkri og afslappaðri og
það kemur sjálfsagt fram í röddinni.“
Hláturinn lengir lífið
Ragnar var með eigin hljómsveit árum saman og spilaði lengst
af í Súlnasalnum enda sögðu gárungarnir að gert hefði verið
ráð fyrir honum í teikningunum að Hótel Sögu.
„Við vorum í nítján vetur í Súlnasalnum, á þeim tíma sem
hann var vinsælasti skemmtistaðurinn í bænum. Og fimmtán
sumur vorum við með Sumargleðina, sem var alveg sérkapítuli
út af fyrir sig. Það eru til myndbandsupptökur af fimm síðustu
dagskrám Sumargleðinnar og við félagarnir vorum að ræða
það hvort við ættum ekki að gefa þetta út á DVD-diskum.
Þetta er svo bráðfyndið, eða það finnst okkur sjálfum að
minnsta kosti, enda var mikið hlegið þegar við vorum að semja
þetta rugl. Við sömdum og sömdum og svo var þessu efni hrúg-
að inn á æfingar og þar var þetta lagað. Þegar við vorum búnir
að hlæja á tíu fyrstu æfingunum gátum við farið að gera eitt-
hvað. Svo var maður að reyna að leika, en Bessi sagði reyndar
að ég gæti ekkert leikið nema bóndann, sem ég var alltaf látinn
leika í Sumargleðinni. „Þú ert flottur í því hlutverki, en þar
með er það upptalið,“ sagði Bessi.
Og Raggi fer að segja sögur frá Sumargleðinni og við hlæj-
um eins og vitleysingar. Þessar sögur skila sér ekki á prenti því
frásagnargáfa hans er einstök og kímnigáfan sömuleiðis. Fasið
og taktarnir alveg óborganlegir og það eru einmitt þessir eig-
inleikar sem gera Bjarnason alveg einstakan í huga þeirra sem
þekkja hann.
Sagt er að hláturinn lengi lífið og þess vegna er bæði þægi-
legt og skemmtilegt að vera nálægt Ragnari Bjarnasyni. Hann
er einn þeirra manna sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og hann
segir að það sé hluti af galdrinum við að halda sér ungum í
anda að vera ekki að taka sjálfan sig of hátíðlega, enda eru
bestu sögurnar af honum þær sem hann hefur sagt sjálfur. Ein
þeirra er í stuttu máli á þessa leið:
Ragnar var einhverju sinni í fríi á Flórída ásamt Helle konu
sinni og lá í makindum í sólbaði, á lítilli rólegri baðströnd, þeg-
ar hann heyrir tónlist hljóma úr næstu vík við hliðina. Bjarna-
son ákveður að kanna málið og syndir fyrir nesið og upp í flæð-
armálið við hótelið þaðan sem tónlistin kom og sér að þar er
hljómsveit að spila í hótelgarðinum og fólk, nokkuð við aldur,
situr þar við sundlaugarbarinn að hlusta. Raggi stígur renn-
blautur upp úr flæðarmálinu, gengur að sviðinu og segir við
hljómsveitarstjórann: „My way í cís.“ Svo byrjar hann að
syngja og þegar laginu er lokið gengur hann þegjandi og
hljóðalaust aftur niður í flæðarmálið og syndir út víkina og fyr-
ir nesið, en ellilífeyrisþegarnir störðu steinþegjandi í for-
undran á eftir honum og eru sjálfsagt enn að furða sig á hvað-
an þetta fyrirbæri kom eiginlega.
„Ég held að þetta hafi komið til af því að ég hafði ekkert
sungið í þrjár vikur og þurfti bara að fá útrás,“ segir söngv-
arinn aðspurður um þessa sögu.
En hver er galdurinn við að halda röddinni svona góðri og
yfir höfuð að vera svona ungur í anda, kominn á þennan aldur?
„Hluti af skýringunni gæti verið þessi léttleiki sem hefur
fylgt mér alla tíð, alveg frá því ég var krakki. Að vera mátulega
kærulaus og taka sjálfan sig ekki of hátíðlega, án þess þó að
það komi niður á öðrum. Geta hlegið að sjálfum sér og tilver-
unni. Ég hef líka farið raulandi í gegnum lífið og ég held að það
sé gott fyrir fólk að raula, þó ekki sé nema bara innra með sér.
Það fá allir sína ágjöf í lífinu, en galdurinn er að taka slíkt ekki
of mikið inn á sig. Þegar ég tala um kæruleysi meina ég að
draga ekki allt sem miður hefur farið á eftir sér í gegnum lífið.
Að sitja ekki endalaust og væflast yfir því sem er búið og gert.
Ég held að þessi léttleiki, ásamt velvild fólksins í landinu, eigi
stóran þátt í því að ég er enn að syngja og er að standa í þess-
ari afmælisveislu og útgáfu á nýrri plötu þótt ég sé nú orðinn
löglegt gamalmenni. Mér finnst ég bara ekki vera orðinn neitt
gamall og á meðan svo er eru mér allir vegir færir.“
a til að eldast
Morgunblaðið/Sverrir
Hjónin Ragnar Bjarnason og Helle Birthe Bjarnason.
KK-sextettinn árið
1958 Frá vinstri:
Guðmundur Stein-
grímsson, Kristján
Magnússon, Ellý
Vilhjálms, Kristján
Kristjánsson, Ólafur
Gaukur, Ragnar
Bjarnason, Árni
Scheving og Jón
Sigurðsson.
Kornungur trommari á
fyrstu æfingunni með
Hljómsveit Bjarna
Böðvarssonar. Frá
vinstri: Guðjón Pálsson,
Óskar Cortes, Raggi
Bjarna, Bjarni Böðv-
arsson, Jósep Felzmann,
Jónas Dagbjartsson,
Vilhjálmur Guðjónsson
og Einar Waage.
Ragnar stjórnaði eigin hljómsveit í tvo áratugi á Hótel Sögu. Hér er ein fyrsta útgáfan, frá vinstri: Árni Scheving, Guðmundur
Steingrímsson, Sigurður Þ. Guðmundsson, Grettir Björnsson, Ragnar og Jón Sigurðsson.
Hljómsveit Svavars Gests um 1960 Frá vinstri: Reynir Jónasson, Magnús
Ingimarsson, Ragnar, Örn Ármannsson, Gunnar Pálsson og Svavar Gests.
Tríóið sem var ráðið til að skemmta
fræga fólkinu í St. Moritz. Fremstur er
píanistinn Lennart Persson, þá
Kristinn Vilhelmsson og Raggi.