Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004
B
ækurnar um Harry Potter hafa átt
fádæma vinsældum að fagna.
Joanne Rowling hefur skapað
heillandi og skemmtilegan heim
töfra og galdravera sem virðist
höfða til allra, óháð menningu eða
aldri. Þorsti fólks í ævintýri hefur ekki síst gert það
að verkum að bækurnar áttu auðvelt uppdráttar.
Áður en Harry leit fyrst dagsins ljós hafði raunsæi í
barnabókum ráðið ríkjum um skeið svo að galdrar
og ævintýri áttu greiða leið að hjörtum lesenda á öll-
um aldri eins og glöggt má sjá á
vinsældum Harry Potter-bókanna
og kvikmyndanna sem gerðar voru
upp úr Hringadróttinssögu Tolk-
iens. Það má ef til vill segja að Rowling hafi gefið
tóninn fyrir allan þann fjölda ævintýrabóka sem á
eftir fylgdi.
Í ágústmánuði 2003 sat ég í svitabaði við tölvuna í
hitabylgju í Amsterdam og kljáðist við Harry Potter
og Fönixregluna. Ég er ekki frá því að það hafi
flögrað að mér að konan væri manísk. Ég meina,
hver skrifar bók upp á 766 blaðsíður? Handa börn-
um? Á bjartari stundum fannst mér hver kafli bráð-
nauðsynlegur framvindunni og dramatískri upp-
byggingu. Rowling gefur sér þar að auki góðan tíma
í persónusköpun sem skilar sér í því að auðvelt er að
lifa sig inn í heim persónanna, samsama sig þeim og
sjá atburðarásina út frá sjónarhorni fleiri persóna
en Harrys. Frásögnin er líka afar myndræn og stíll-
inn lifandi og skemmtilegur. Þrátt fyrir mikinn
fjölda persóna tekst Rowling að halda utan um
hverja einustu og gefa henni líf og sterk persónu-
einkenni.
Hvað á þetta að þýða?!
Fyrir utan þau vandamál sem blasa við öllum þýð-
endum við þýðingu bóka, svo sem að vera trúr frum-
textanum en að gæta þess þó að þýðingin falli vel að
tungumálinu er ýmislegt því til viðbótar sem flækir
málin við þýðingu Harry Potter bókanna.
Eitt af fyrstu vandamálunum sem mætir þýðanda
er það að galdraheimur Rowling opnast honum um
leið og hinum almenna lesanda. Þýðandi hefur enga
umfram þekkingu á söguþræðinum og því geta orð
sem við fyrstu sýn virðast sakleysisleg haft leynda
merkingu sem kemur ekki í ljós fyrr en í seinni bók-
um. Sem dæmi um það má nefna kynferði Sinistra
prófessors sem er á huldu þar til í fjórðu bók, þegar í
ljós kemur að prófessorinn er kvenkyns. Leikurinn
Exploding snap var í mínum huga einhvers konar elt-
ingaleikur, þar til í fjórðu bók þegar í ljós kom að í
leiknum var notast við spilastokk og hlaut hann þá
snarlega annað nafn. Þannig tekst Rowling að halda
þýðendum bókanna ekki síður en hinum almenna les-
anda í stöðugri spennu. Heiminn hefur hún hugsað í
þaula allt niður í smæstu atriði en þýðandi hefur
enga hugmynd frekar en lesandinn um hvert sagan
mun leiða hann fyrr en á lokasíðu sjöundu bókar.
Hugmyndaauðgi Rowling virðist engin takmörk
sett. Hún er óþrjótandi brunnur þegar kemur að
orðasmíði og eru bækurnar stútfullar af nýyrðum af
ýmsum toga. Ýmis tilbúin orð af hendi höfundar hafa
valdið þýðendum bókanna höfuðverk, en þar er af
nógu að taka, svo sem nöfn á persónum, sælgæti,
húsum, heimavistum, skólum, verum, dýrum,
plöntum, kennslutilskipunum, galdrastofnunum og
heiti á göldrum og álögum sem dregin eru úr latínu
svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki er nauðsynlegt að
gæta varúðar við þýðingu orða sem ekki hafa ljósa
merkingu ef síðar kemur í ljós að þýðingin stangast á
við hlutverkið sem orðið gegnir.
Fljótlega var tekin sú ákvörðun að þýða það sem
hafði beina merkingu á ensku. Sem dæmi má taka
Mad-eye Moody en hann varð Skröggur illaauga,
önnur nöfn sem ekki höfðu sérstaka merkingu á
ensku sbr. Voldemort, Dumbledore og Gryffindor
fengu að halda sér. Bækurnar um Harry eru ekki
ætlaðar þeim allra yngstu og því ættu lesendur að
geta tileinkað sér og borið fram ensku nöfnin án telj-
andi vandræða.
Auðvitað eru alltaf áhöld um það hversu langt skal
ganga í þýðingum. Menningarlegt umhverfi í Harry
Potter bókunum er ákaflega breskt. Víða er sér-
breskur húmor og sérbresk fyrirbæri sem flókið get-
ur reynst að láta halda sér svo vel sé og á þann hátt
að íslenskir lesendur geti þó samsamað sig með sög-
unni. Lesandanum á þrátt fyrir allt að finnast hann
staddur í Bretlandi. Því kom aldrei til greina að stað-
færa bækurnar enda íslenskir lesendur vel með á
nótunum og veraldarvanir og hafa tileinkað sér heim
Harrys og félaga án vandkvæða. Þar að auki má leiða
líkur að því að staðfærsla hefði flækt fyrir aðdáend-
um Harrys eftir að söluvarningur tengdur honum fór
á markað og kvikmyndir eftir bókunum voru gerðar.
Orð og orðaleikir
Orðaleikir koma víða fyrir í bókunum, en að snara
þeim yfir á annað tungumál getur reynst þrautin
þyngri. Í fyrsta lagi er enska ákaflega ríkt tungumál,
og oft er til fjöldi orða yfir einn hlut eða hugtak. Þar
að auki er talsvert um orð sem borin eru fram á sama
hátt en hafa ólíka merkingu (homonyms). Þar má
nefna sem dæmi nafnið Diagon Alley eða Skástræti
sem er verslunargata galdramanna. Merking þess er
í raun þríþætt: Í fyrsta lagi má skilja það einfaldlega
sem götuheiti, í öðru lagi sem vísun í það hvernig
gatan liggur (diagonally – á ská/skáhallt) en með því
að lesa það upphátt má líka leggja annan skilning í
orðið (die agonally – að deyja á kvalarfullan hátt).
Knockturn Alley eða Hlykkjasund er annað nafn
sem hefur fleiri en eina merkingu. Nocturne vísar til
nætur og Knockturn gæti átt við eitthvað sem er
brenglað, barið eða snúið. Enn eitt dæmið er the
Knight Bus eða Riddaravagninn. Orðið knight þýðir
riddari en er borið fram líkt og night eða nótt sem
getur líka átt við Riddaravagninn sem ferðast að-
allega um í húmi nætur.
Önnur orð fengu á sig íslenskan blæ, Muggle varð
Muggi en það eru þeir sem sneyddir eru öllum
galdrahæfileikum. Muggi minnir á orðið mugga sem
merkir drungi eða deyfð og hæfir galdralausu fólki
ágætlega. Boggart (boggi), Squib (skvibbi
ral (vákur) eru einnig dæmi um orð sem ís
voru til hægðarauka fyrir lesendur. Marga
anna hafa sérstakt tungutak eða mállýsku
reynst hefur vandasamt eða blátt áfram hj
að reyna að koma áleiðis. Dæmi um það er
skógarvörður Hogwartskóla. Í frumtextan
Hagrid ljáð bresk mállýska en við þýðingu
sú leið að láta hann virðast vinalegan og dá
faldan. Stan, bílstjóri Riddaravagnsins, ta
ney-ensku en fær í þýðingu drafandi fram
unglingslegt orðfæri.
Í kappi við tímann
Galdraheimur Rowling er heil stúdía út af
hún hefur leitað fanga víða og sækir meða
innblástur í latínu, þjóðsögur, goðsagnir, g
Harry Potter hefur reynt svo á suma þýðendur
sína að þeir hafa lagst í rúmið eða jafnvel fengið
taugaáfall. Íslenski þýðandinn hefur haldið sál-
arheill sinni og þakkar það ekki síst hve sög-
urnar eru spennandi.
766 blaðsíður „Í ágústmánuði 2003 sat ég í svitabaði við tölvuna í hitabylgju í Amsterdam og kljáðist
Ég meina, hver skrifar bók upp á 766 blaðsíður? Handa börnum?“ Úr myndinni Harry Potter og fang
Eftir Helgu
Haraldsdóttur
hf@chello.nl
Harry Potter og sálarheill þ
T
úlkar innflytjenda eru kallaðir til und-
ir ýmsum kringumstæðum. Oftast er
um að ræða heilsugæslu, foreldra-
viðtöl í skólum, viðtöl hjá fé-
lagsþjónustu, lögreglumál, fjármál,
giftingar, skilnaði eða bílpróf. Túlk-
unin fer fram á ýmsum tímum dagsins og einnig ut-
an hefðbundins vinnutíma ef um neyðarútkall er að
ræða. Flestir eru túlkar að hlutastarfi og sinna
þjónustunni meðfram öðru, vinnu eða námi.
Tveir þessara túlka eru þau Wieslawa Vera Lup-
inska, sem túlkar úr og á pólsku, og
Magnús Björnsson, sem túlkar úr
og á kínversku. Wieslawa er inn-
flytjandi frá Póllandi og byrjaði að
túlka eftir að hafa lokið íslenskunámskeiði fyrir sex
árum. Þá var leitað til hennar þar sem skortur var á
pólskum túlkum. Magnús er Íslendingur sem lærði
kínversku í Kína og hefur verið túlkur í tæp fjögur
ár. Hann varð einnig túlkur vegna skorts á túlkum
og vegna þess að honum fannst hann geta gert
gagn, auk þess sem hann hefur gaman af starfinu.
Hlutverk túlks er að sögn Wieslöwu og Magnúsar
að byggja brú á milli samtalsaðila. Að þeirra mati
þarf túlkur að lágmarki að kunna þau tungumál sem
hann túlkar á, en auk þess þarf hann að vera fær í
mannlegum samskiptum. „Það þarf ekkert endilega
að fara saman,“ segir Magnús. „Menn geta vera
góðir í tungumálum en alveg vonlausir í mannlegum
samskiptum. Það geta komið upp alls konar að-
stæður þar sem fólk þarf að hafa svolítið sterk bein
til að geta haldið þessari línu allan tímann, að vera
hlutlaust og láta hvorugan málsaðilann hafa áhrif á
sig.“ Ýmiss konar aðstæður geti líka vakið upp hug-
leiðingar um hvað sé góður túlkur, eins og til dæmis
ef sjúklingur sem túlkað er fyrir deyr úr einhverjum
sjúkdómi. „Góður túlkur þarf að vera manneskja
líka,“ segir Wieslawa.
Þagnarskyldan er í augum Wieslöwu og Magn-
úsar grundvallaratriði túlkunar ásamt hlutleysinu.
En er erfitt að halda þagnarskyldu? „Nei, þetta er
eins og í öðrum fyrirtækjum, þú er bundinn þagn-
arskyldu. Þú talar ekki um hluti sem eru að gerast í
fyrirtækinu.“ Magnús tekur í sama streng og bætir
við: „Ef fólk treystir sér ekki til þess að undirgang-
ast þetta heit, sem er algjört grundvallaratriði, get-
ur það gleymt þessu strax. Tvímælalaust. Oft er
verið að tala um svo viðkvæm mál að það gengi aldr-
ei að túlkur blaðraði um þau út um allt, það væri
skelfilegt. Það er mikið traust sem er lagt á túlkinn
og aðstæður oft mjög erfiðar hjá fólki. Það opnar sig
oft algjörlega og túlkurinn fær í rauninni vitneskju
um ótrúlegustu hluti um einstaklinga.“
Wieslawa og Magnús eru einnig þeirrar skoðunar
að þeir sem panti túlk þurfi meiri upplýsingar um
hvernig eigi að nota hann. Auk þess sé þörf á meiri
menntun fyrir túlka, þau námskeið sem boðið hafi
verið upp á fyrir þá séu ekki fullnægjandi. Þess má
geta að túlkaþjónustur sjá um að halda slík nám-
skeið, þær eru nú fjórar á landinu öllu, þrjár í
Reykjavík og ein á Akureyri.
Að mati Wieslöwu og Magnúsar felst umbun
túlksins ekki síst í því hversu skemmtilegt starfið
geti verið. Það sé gaman að vera alltaf á n
um, hitta nýtt fólk og kynnast einhverju n
séu sum tilefnin skemmtileg, eins og til dæ
ingar, og fólk sé yfirleitt þakklátt fyrir stö
Á hinn bóginn geti túlkanir tekið á þegar
mál sé að ræða, eins og til dæmis hjá félag
Túlkurinn byggir brýr
Morgunblaðið/Árni Torfason
Magnús Björnsson „Fólk opnar sig oft algjörlega og túlk-
urinn fær í rauninni vitneskju um ótrúlegustu hluti ...“
Síðastliðin átta ár hafa túlkar verið í launuðu
starfi við að túlka fyrir innflytjendur við ýmsar
aðstæður. Áður var túlkað í sjálfboðavinnu. Túlk-
ar eru nú vel á annað hundrað og túlka á um 50
tungumálum. Algengast er að túlkað sé úr austur-
evrópskum og asískum málum yfir á íslensku og
öfugt. Hér er rætt við tvo starfandi túlka.
Morgunbla
Wieslawa Vera Lupinska „Það er minna að g
okkur núna en í fyrra því fólk lærir íslensk
Eftir Lárus
Valgarðsson
larus@ahus.is
Bandalag þýðenda og túlka myndar regnhlífasamtök allra þeirra sem starfa við þýðingar á Íslandi. Þet
að því í gegnum þau félög, gömul og ný, sem starfað hafa á Íslandi eða hafa verið stofnuð af þessu tile
sjónvarpsþýðenda, Félag þýðenda á Stöð 2, Félag þýðenda, Félag táknmálstúlka, Félag túlka, Hagþenkir, Blaðamannafélag Íslands. Önnur félög geta bæst við er fram líða stun
Bandalag þýðenda og túlka