Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Page 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 Kvikmyndagagnrýni hér á landi hefur þaðsérkenni að hún fjallar í langflestum til-fellum um erlenda framleiðslu. Aðeinsörfáar íslenskar kvikmyndir eru frum- sýndar á ári hverju. Bókmenntagagnrýni hér- lendis fjallar aftur á móti fyrst og fremst um ís- lenskar bókmenntir eða þýðingar sem eru jú hluti af ís- lenskum bókmenntum. Hið sama á að mestu við um leik- listargagnrýni, tónlistar- gagnrýni og myndlistargagnrýni. Þetta gerir það að verkum að nálgun kvikmyndagagnrýnenda er nokkuð önnur en annarra listgagnrýnenda. Þar skiptir mestu að þegar þeir skrifa um erlenda bíó- mynd eru þeir ekki að skrifa fyrir framleiðendur hennar eða listamennina sem að henni standa heldur umfram allt fyrir lesendur. Þetta er að vissu leyti afar gott. Listgagnrýni í dagblöðum er fyrst og fremst ætluð lesendum þeirra. Að vísu eru fagmiðlar afar fáir hér á landi og því gera listamenn stundum þá kröfu að gagn- rýni dagblaðanna tali ekki síður til sín en lesenda. Íslenskir kvikmyndagagnrýnendur eru hins vegar sjaldnast í samræðu við kvikmyndagerðarmennina á sama hátt og til að mynda bókmenntagagnrýn- andi á í samræðu við íslenskan rithöfund. Þetta hefur vissulega áhrif á það hvernig skrifað er. Þetta er líklega ástæða þess að kvikmynda- gagnrýni er talsvert stóryrtari en önnur gagnrýni, auk þess sem hún er eina gagnrýnin sem gefur stjörnur. Kvikmyndagagnrýnendur eru, að því er virðist, nánast algerlega óhræddir við að gefa verkum falleinkunn, afgreiða þau sem mistök, mis- heppnuð, vond, vonlaus, afkáraleg og þaðan af lé- legri. Vafalítið má að einhverju leyti rekja þessa hörðu dóma til þess að oft eru sýndar afar vondar myndir í bíóhúsum landsins en auðvitað á það sér einnig stað að út komi afar vond bók, upp sé sett afar vont leikrit eða myndlistarsýning. Í þeim til- fellum eru umsagnir þó iðulega ekki jafn harð- yrtar. Dómsúrskurðir eins og þessi væri til að mynda óhugsandi í bókmenntadómi: „Hins vegar standa leikstjóri og handritshöfundur sig ekki og árangurinn er vægast sagt ömurlegur.“ Í sama dómi segir ennfremur: „Sagan hefst strax, ef sögu mætti kalla, því þessi klisjukennda þvæla heldur hvorki vatni né vindum, þótt upphaflega hug- myndin sé kannski ekki svo vitlaus.“ Og niðurlagið er eftirfarandi en myndin tengdist Jesú með ákveðnum hætti: „En ég segi bara aumingja Jesús og Christopher Lee að láta blanda sér í þetta bull.“ Slíkt orðfæri þekkist ekki í neinni annarri gagn- rýni en um kvikmyndir hér á landi. Og það skal ítrekað að stundum kann það að vera réttlæt- anlegt. Þessi fjarlægð milli gagnrýnandans og lista- mannsins skapar ákveðið svigrúm sem er að vissu leyti gott en veldur kannski einnig ákveðnu kæru- leysi og í sumum tilfellum virðingarleysi. List- gagnrýnendur þurfa að bera virðingu fyrir við- fangsefni sínu. En kannski er það áðurnefndur skortur á samræðu við listamennina á bak við myndina sem er tilfinnanlegastur. Hér er ekki að- eins átt við faglegar athugasemdir heldur einnig umræðu um efni og inntak verksins sem rýnt er í. Gagnrýnandi þarf að setja sig inn í hugmyndaheim hvers verks og reyna að flytja hann til lesenda um leið og hann ræðir hann, heldur áfram með hugs- unina sem býr í verkinu. Í sumum tilfellum á efni myndarinnar brýnt erindi við lesendur en í öðrum tilfellum getur lestur á hugmyndaheimi verks af- hjúpað inntaksleysi þess eða undirliggjandi merk- ingu. Þegar þetta tekst verður gagnrýnin miklu betri leiðarvísir fyrir lesandann um viðkomandi verk. Gagnrýni úr fjarlægð ’Kvikmyndagagnrýnendur eru, að því er virðist, nánast al-gerlega óhræddir við að gefa verkum falleinkunn, afgreiða þau sem mistök, misheppnuð, vond, vonlaus, afkáraleg og þaðan af lélegri. ‘Sjónarhorneftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Milla Jovovich hefur ákveðið aðleika í nýrri mynd eftir Mich- ael Cristofer ásamt Billy Bob Thornton. Mynd- in heitir Fade Out og verður í leikstjórn Cristo- fers eftir handriti hans. Tökur hefj- ast 15. maí í Hali- fax í Nova Scotia. Thornton hefur verið bundinn verkefninu frá því snemma á árinu, ásamt Kate Beckinsale, sem nú hefur hætt við þátttöku. Mynd- inni er lýst sem spennutrylli í anda Hitchcocks og segir sögu handrits- höfundar (Thorn- ton) sem á við geðræn vandamál að stríða. Hann grunar að kona hans (Jovovich) haldi fram hjá hon- um en hún hverfur sporlaust. Hann byrjar að skrifa handrit um hvarf hennar en í kjölfarið missir hann allt veruleikaskyn. Cristofer hefur áður skrifað handritin að Nornunum frá East- wick og Bálkesti hégómans. Hann hefur áður leikstýrt myndinni Gia með Angelinu Jolie fyrir HBO frá árinu 1998.    Gavin O’Connor hefur samþykktað leikstýra myndinni Dexter- ity fyrir Paramount Pictures en myndin er með Jude Law í aðal- hlutverki. Mynd- in er gerð eftir bók eftir Douglas Bauer og segir frá tveimur starfsmönnum verksmiðjubæjar í New York. Kar- en Croner gerði handritið eftir bókinni. Law er sem stendur á hvíta tjaldinu í Bandaríkj- unum í myndinni Sky Captain and the World of Tomorrow. Í Dexter- ity leikur hann verkamanninn Ed King en myndin hefur verið í þróun í meira en áratug. Aðrar myndir eftir O’Connor eru m.a. Tumbleweeds og Miracle.    Kvikmyndagerðarmaðurinn Dav-id O. Russell hefur fundið dreifingaraðila fyrir nýja heimild- armynd sína gegn stríði. Upp- haflega átti myndin að vera á nýjum mynddiski ásamt Three Kings eftir Russ- ell og George Clooney lék í en Warner Bros. hafnaði því. Cinema Libre tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hygðist dreifa mynd Russells, Sold- iers Pay, ásamt annarri heimild- armynd, Uncovered: The War in Iraq. „Að hafa tvær myndir saman styrkir þær en myndirnar eru báðar með sterk rök hvað varðar afleið- ingar stríðs og lygarnar sem falla áður en við höldum í stríð,“ sagði Lauri Blue, talsmaður fyrirtæk- isins. Soldiers Pay er 35 mínútna mynd en í henni er rætt við íraska flótta- mann, starfsmenn mannréttinda- samtaka og hermenn sem hafa tekið þátt í yfirstandandi stríði gegn Írak. Warner Bros. sagði að þeir héldu að myndin fjallaði um fólk frá Mið- austurlöndum sem komið hefði fram í eða hjálpað við gerð Three Kings. Myndin sú var með Clooney, Mark Wahlberg og Ice Cube í aðal- hlutverkum. Þeir léku þrjá banda- ríska hermenn í Írak í Persaflóa- stríðinu. Cinema Libre sagði að Soldiers Pay og Uncovered færu brátt sam- an í sýningu um öll Bandaríkin en riðið var á vaðið í San Francisco í vikunni. Russell leikstýrði nýju gam- anmyndinni I (Heart) Huckabees með Jude Law, Naomi Watts og Dustin Hoffman. Milla Jovovich David O. Russell Jude Law Erlendar kvikmyndir S corsese og Allen minna mann sam- stundis á New York, líkt og Truffaut verður alltaf tengdur París, Wenders Berlín, Fellini Róm og Babenco Ríó. Þegar nafn Michaels Manns er nefnt kemur „Borg englanna“ hins vegar í hugann, Los Angeles. LA er borg að hans skapi og þar finnur hann sögum sínum gjarnan svið. Þar öttu kappi De Niro og Pacino í Heat og nú, í sinni nýjustu mynd Collateral, dregur hann upp jafnvel enn myrkari mynd af borginni. Kuldaleg Kalifornía Myndin gerist líka öll í myrkrinu, að næturlagi á kuldalegum breiðgötum og yfirgefnum húsasund- um Los Angeles-borgar. Engin steikjandi sól, eng- ar gylltar strendur, engar Kaliforníu-skutlur. Að- eins einmana sálir staddar í öngstræti lífsins; úrkula vonar um að geta upplifað þennan árans am- eríska draum. Enginn ætlaði heldur að verða það sem hann er. Leigubílstjórinn Max (Jamie Foxx) er hundleiður á djobbinu, stefndi alltaf hærra, skoðar limósínubæklinga milli túra og lætur hugann reika í ergelsi til limós- ínuþjónustunnar sem hann ætlaði alltaf að stofna. Kúnninn Vincent (Tom Cruise), sem síðan átti eftir að kollsteypa enn frekar þessari glötuðu tilveru hans, er ekkert betur á sig kominn í sálartetrinu, kaldrifjaður leigumorðingi sem leitar að und- ankomuleið, sér síðasta verkefnið í hillingum. Max hefur ekki grænan grun um hvaða mann hann hef- ur að geyma er hann sest í aftursæti bílsins, þessi kuldalegi kúnni, með grásprengt hárið, hvítt þriggjadaga skegg og augnaráð morðingja. Í ljós kemur að Vincent á eftir að draga hinn blásaklausa bílstjóra í tíu klukkustunda langt ferðalag um myrkan heim ofbeldis og siðblindu. Mann er maðurinn Það þurfti einhvern sérstakan til að fá sparidreng Hollywood, Tom Cruise, til að taka að sér hlutverk svona hrottafenginnar andhetju, sem Vincent leigumorðingi er. Og Mann er maðurinn. Hann er sá sem allir vilja leika fyrir, enda hafa fáir kvik- myndagerðarmenn upp á safaríkari rullur að bjóða, baneitraða karaktera á heljarþröm sem horfast í augu við örlög sín án þess að blikna, einir síns liðs. Þetta gerðu Brian Cox sem Hannibal Lecter í Man- hunter, fyrstu myndinni um þessa siðvöndu mann- ætu, Daniel Day-Lewis sem Síðasti móhíkaninn, Russell Crowe sem tóbaksframleiðendahrellirinn Dr. Jeffrey, Wigand í The Insider, Pacino og De Niro í Heat, Will Smith í Ali og nú þeir Jamie Foxx og Tom Cruise í Collateral. Þessi nýjasta mynd hefur að geyma öll helstu höfundareinkenni Manns, eins og um sé að ræða vissa fullkomnnun á ákveðnu sköpunarferli. Líkt og í fyrri myndum sínum skyggnist hann hér inn í heim atvinnuglæpamannsins og veltir upp áleitnum spurningum um siðferði þess sem lifir og hrærist í siðlausri veröld. Enn og aftur stefnir Mann saman tveimur einstaklingum úr gerólíkum heimum, sem halda í heiðri ólík gildi, afstöðu og væntingar til lífs- ins – leigubílstjóranum heiðvirta og jarðbundna og leigumorðingjanum siðblinda og fífldjarfa. Slíkt hið sama gerði Mann er hann stefndi saman þeim Pac- ino og De Niro í Heat, þar sem mættust tveir menn á svipuðu reki, annar virtur lögregluforingi, hinn virtur glæpaforingi – tveir líkir menn sem lifað hafa í gerólíkum heimum. Um leið eru bæði þessi LA- tvíeyki, Pacino og De Niro og Cruise og Foxx, svo greinileg afsprengi stórborgarinnar, skýr dæmi um þá úrkynjun sem slíkur suðupottur menningar og ómenningar getur af sér. Hold og blóð á hvítu tjaldi Mann leggur líka lag sitt við að fjalla um þrívíðar persónur, menn sem áhorfandinn skynjar að eru af holdi og blóði en ekki bara hluti af hreyfðri ljós- mynd sem varpað er á hvítt bíótjald. Hann leggur mikið upp úr að hér sé ekki um hetjur hvíta tjalds- ins að ræða heldur breyska einstaklinga sem með- vitaðir eru um eigin kosti – en þó einkum galla. Þótt þeir hafi verið ofursvalir lögregluforinginn Vincent (sama nafn og leigumorðinginn ber í Collateral – ír- ónía?) og glæpaforinginn Neil í Heat þá rennur upp fyrir áhorfandanum er hann sér þá mætast á kaffi- húsinu í hinu eftirminnilega spennuþrungna upp- gjöri þeirra á milli að þar fara menn sem meðvitaðir eru um eigin takmörk. „Þessir menn gera sér ekki lengur neinar væntingar, hafa engan metnað leng- ur, eru orðnir miðaldra og vita að þeirra bíður ekki mikil framtíð í þeim heimi þar sem þeir starfa,“ sagði Mann í blaðaviðtali á sínum tíma um þessa tvo breysku töffara. Af sama skapi eru Vincent og Max í Collateral af holdi og blóði, engar bíóhetjur heldur skaddaðir einangraðir karlmenn sem þurfa í sameiningu að horfast í augu við blákaldan raunveruleika Los Angeles-næturinnar. Fjölhæfni Cruise Það kann því að vekja undrun að Mann skyldi velja svo hreinræktaðar Hollywood-hetjur í hlutverkin – stórstjörnuna sjálfa hann Cruise og fyrrverandi uppistandarann og kameljónið Foxx – í þessi raun- sönnu hlutverk. En Mann er manna færastur í að koma auga á ólíklega kandídata sem einhvern veg- inn smella samt í hlutverkin. Hann vissi vel að menn myndu lyfta brúnum er þeir fréttu af vali hans á Cruise í hlutverk óþokkans. „Ég valdi Tom Cruise vegna þess að hann býr yfir þeim sjaldgæfa hæfileika að geta uppfyllt þrjár til fjórar æskilegar hæfniskröfur fyrir sama hlutverkið,“ sagði Mann í samtali við Empire-tímaritið. „Hann þarf að vera trúverðugur sem þrautþjálf- aður bardagameistari … og um leið raunveruleg persóna, sem á sér eðlilegan bakgrunn, en á líka við þessi ægilegu geðrænu vandamál að etja.“ Báðir hafa þeir hlotið einróma lof fyrir frammi- stöðu sína í Collateral, Cruise og Foxx, og hafa Óskarsraddir því vitanlega heyrst í tengslum við myndina. Þetta virðist því ætla að verða árið sem Foxx rís fyrir alvöru upp á stórstjörnuhimininn því hann þykir einnig fara á kostum í hlutverki Rays Charles í væntanlegri mynd um ævi þessa blinda blússöngvara. Og fáar myndir hafa fengið betri dóma það sem af er ári og eru þeir ófáir gagnrýnendurnir erlendu sem farið hafa þeim orðum um hana að glæpa- myndir gerist vart betri. Einkum þó og sér í lagi vegna þess að ólíkt öðrum slíkum myndum nú á tímum er hún ekki drifin áfram af hlutlægum hasar – skotbardögum og kappakstri – heldur miklu fremur af hinum mannlega hasar – togstreitunni milli tveggja ólíkra einstaklinga sem hafa það eitt að markmiði að lifa þessa Los Angeles-nótt af. Af hinum 51 árs gamla Michael Mann er það að frétta að hann er framleiðandi stórmyndarinnar The Aviator, ævisögu milljónamæringsins How- ards Hughes sem Leonardo DiCaprio leikur og Martin Scorsese leikstýrir. Næsta leikstjórn- arverkefni Manns verður hins vegar að öllum lík- indum Arms and the Man, mynd sem verður laus- lega byggð á sannri sögu sem gerist í háskalegum heimi vopnasmyglara. Enn og aftur saga um sið- ferðisveröld glæpamanna. Þá hefur einnig sú fregn verið á kreiki að Mann og Cruise ætli sér að vinna saman að nýju, við mynd sem gerast á í síðari heimsstyrjöldinni. Myrkraveröld Manns Í aftursæti á leigubíl. Cruise og Foxx takast á í næturmyrkri Los Angeles-borgar. Michael Mann er fremstur leiðsögumanna um skuggastræti Los Angeles-borgar. Þar kynnir hann okkur fyrir tveimur mönnum er gegna ólíkum þjónustustörfum, leigubílstjóra og leigu- morðingja. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.