Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Side 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 | 13 Blómaskeið íslenskrar framúrstefnu írokki, þess sem menn kalla progressiverock eða bara prog, var í upphafi átt-unda áratugarins. Af þeim plötum sem út hafa komið hér á landi eru fáar eftirsóttari en plötur sem komu út á árunum 1972 og ’73; Magic Key með Náttúru og What’s Hidden There með Svanfríði sem komu út 1972 og Ice- cross með samnefndri sveit sem kom út 1973. Segir sitt um gæði tónlistarinnar að ytra hafa menn verið iðnir við að gefa þessar plöt- ur út í fullkomnu leyfisleysi. Kóreskt fyrirtæki hefur gefið út Magic Key, Icecross hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum, á vínyl og diskum, af ítölskum og enskum fyrirtækjum, og Svan- fríður er til í ýmsum útgáfum líka, tveimur á disk og einni nýrri á vínyl. Svanfríður var stofnuð snemma árs 1972 af þeim Pétri Kristjánssyni, Birgi Hrafnssyni gít- arleikara, Sigurði Karlssyni trommuleikara og Gunnari Hermannssyni bassaleikara. Hljóm- sveitin þótti villt á tónleikum og fékk mikinn með- byr, nóg að gera, enda segir sagan að árið 1972 hafi Svanfríður leikið á 265 tónleikum og böllum. Öll spilamennskan skilaði sér þegar haldið var í hljóðver því ekki tók það sveitina nema 36 tíma að taka upp breiðskífu í Majestic-hljóðverinu í Lund- únum. Takkamaður var Roger Wilkinson, en sér- legur aðstoðarmaður og aukameðlimur í sveitinni á plötunni var Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, sem spilaði á fiðlu, píanó, flautu og Moog- hljóðgervil. Hljóðfæraleikur á plötunni er til fyrirmyndar, trommuleikur í hæsta gæðaflokki, enda Sigurður talinn einn besti trommuleikari landsins á þeim tíma, bassaleikur Gunnars líka og Birgir fer á kostum á gítarnum, eins og heyra má til að mynda í upphafslaginu, The Woman of Our Day, sem er með einkar súrum kaflaskiptum og glimrandi skælifetlagítarsólóum, en einnig er hann í miklu stuði í What Now People Standing By svo dæmi séu tekin. Framlag Sigurðar Rúnars er líka mik- ilsvert, til að mynda fiðluleikurinn í Please Bend, píanóleikur í Give Me Some Gas og fleiri lögum og svo leikur hans á Moog-flautu sem gefur mikinn prog-keim. Það heyrist glöggt á skífunni að þeir félagar hafa verið vel með á nótunum með það sem var að gerast í rokki vestan hafs og á Bretlandseyjum, heyr til að mynda raddirnar í The Mug og hippa- legan millikaflann. Þeir voru þó ekki bara að pæla í „proggi“, því eins og þeir muna sem sáu Svan- fríði á tónleikum og böllum var oft stutt í hrein- ræktaða rokkkeyrslu eins og heyra má í laginu My Dummy áður en Sigurður Rúnar birtist með Moog-inn. Lokalagið, sem heitir einfaldlega Fin- ido, er eftir Sigurð, frjálslegt spunalag, heldur laust í reipunum kannski, en prýðis endir á magn- aðri plötu. Textar á plötunni eru allir eftir Róbert Árna Hreiðarsson og býsna góðir. What’s Hidden There kom út haustið 1972 og þótt henni hafi verið illa tekið á Gufunni voru menn hrifnir af henni uppi á Velli og þar hafði Svanfríður vinninginn í vinsældakeppni milli What’s Hidden There og Magic Key Náttúru. Vorið 1973 gaf hljómsveitin svo út smáskífu með tveimur lögum eftir Gylfa Ægisson sem varð gríð- arlega vinsæl, en þá var annars konar tónlist spil- uð. Eins og getið var er plata Svanfríðar fáanleg á Netinu á vínyl og geisladisk, en rétt að benda áhugasömum á að þeir sem gerðu plötuna fá ekki krónu fyrir seld eintök, enda útgáfan í óþökk þeirra. Pétur Kristjánsson vann að endurútgáfu plötunnar meðal annarra verka áður en hann féll frá svo sviplega. Vonandi taka félagar hans úr Svanfríði upp þráðinn og koma þessu meist- araverki íslensks prog-rokks út að nýju. Íslensk framúrstefna Poppklassík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Ellefu lög sem aldrei hafaheyrst áður opinberlega verða meðal efnis á væntanlegri tíu ára afmælisútgáfu Matador á plötu bandarísku hljómsveitarinnar Pavement, Crooked Rain, Crooked Rain. Platan, sem kemur út 26. október, verður tvö- föld og mun innhalda 14 viðbót- arútgáfur af lögunum á plötunni, auk upptöku sem Pavement gerði fyrir útvarpsþátt Johns Peels á BBC Radio 1. Þá mun fylgja út- gáfunni 40 blaðsíðna bæklingur. „Maður hefði nú örugglega sett sig upp á móti þessu, ef ekki hefði verið fyrir metnað þeirra hjá Matador. Þeim virðist mikið í mun að gera úr þessu einhverja klassík. Ég meina 40 blaðsíður. Ekki vissi ég að hægt væri að skrifa svona mikið um okkur,“ sagði Stephen Malkmus, fyrrverandi forsprakki Pavement. Crooked Rain, Crooked Rain er mest selda plata Pavement en hún hefur selst í 234 þúsund eintökum í Bandaríkjunum einum. „Sumt af þessu efni fór ekki á plötuna vegna þess einfaldlega að það var ekki nógu gott, og er það ekki heldur í dag,“ segir Malkmus hreinskilinn. „En svo er annað þarna sem er ansi svalt, lög sem hefðu alveg átt heima á plötunni.“ Pavement hætti 1999, eftir Terr- or Twilight. Malkmus segir að ekkert standi í vegi fyrir því að sveitin taki aftur upp samstarf, en efast þó um að það eigi eftir að gerast á næstunni. Malkmus segir að Matador-útgáfan gæti hæglega gefið út aðra eins endurútgáfu af Brighter Than Corners frá 1997, enda sé til mikið af góðum lögum frá þeim tíma.    Breska grallaratríóið Super-grass ætlar að hefja vinnu á nýrri plötu í næsta mánuði, sem verður þeirra fimmta í röð- inni. Upp- tökur fara fram í hljóð- veri sem sveitin er að láta koma upp fyrir sig í Norður- Frakklandi. „Við höfum áhuga á því að búa til okkar eigin hljóm og viljum ekki lengur að það sé greinilegt í hvaða hljóðverum við tökum upp plötur okkar.“ Sup- ergrass komst í lagasmíðagírinn er hún samdi tvö lög fyrir safnplöt- una Supergrass is 10 sem kom út fyrr á árinu.    Hægt er að nálgast nýjustuplötu REM í heild sinni á vefsetrinu MySpace.com. Með því að fara inn á myspace.com/rem má heyra öll lögin af plötunni Around the Sun tvær næstu vikurnar, eða allt þangað til hún kemur formlega út. Þetta er í fyrsta sinn sem heil plata er gerð aðgengileg með leyfi- legum hætti á Netinu. Aðstand- endur MySpace.com halda fram að þetta sé einhver áhrifaríkasta aug- lýsing sem listamenn geta hugsað sér en um 4 milljónir eru skráðir notendur að umræddri síðu. Er spáð að þessi kynningarleið á nýj- um plötum eigi eftir að ryðja sér til rúms í miklum mæli í framtíð- inni. Pavement R.E.M. Supergrass Erlend tónlist S viplegt fráfall Péturs Kristjáns- sonar kom öllum í opna skjöldu enda maðurinn með afbrigðum fjörmikill og líflegur; það datt eng- um í hug sem hitti hann á förnum vegi annað en hann ætti eftir verða allra karla elstur, svo mikil var lífsgleðin. En þó ekki hafi hann náð háum aldri skiluðu fáir öðru eins dagsverki og hann í íslenskri rokksögu, sté fyrst á svið tíu ára gamall og var í fjölda hljómsveita upp frá því. Pétur var þekktastur fyrir fjör- ið, hann var mikill stuðbolti og hafði gaman af að skemmta fólki, syngja fjöruga skemmtilega tónlist. Hann var líka gefinn fyrir alvarlegri tónlist, meiri framúrstefnu, og var til að mynda í tveimur af helstu framúrstefnusveitum átt- unda áratugarins á Íslandi, Náttúru og Svan- fríði, þótt rokkið hafi jafnan verið í hávegum. Með tónlist í blóðinu Pétur Wigelund Kristjánsson var með tónlist í blóðinu; sonur Kristjáns KK Kristjánssonar, saxófónleikara og leiðtoga KK Sextettsins, einnar helstu og vinsælustu hljómsveitar Ís- lands á sjötta áratugnum, og Erlu Wigelund. Það var einmitt fyrir faðernið sem hann var fenginn til að spila með hljómsveit í fyrsta sinn, spilaði á gítar á skólaskemmtun tíu ára gamall, enda fannst mönnum að sonur KK hlyti að kunna eitthvað fyrir sér. Pétur ólst því upp við tónlist en féll gersam- lega fyrir henni þegar Bítlaæðið barst til Ís- lands, safnaði hári og var síðhærður upp frá því. Fjórtán ára gamall var hann kominn í fyrstu alvöru hljómsveitina sína, var bassaleik- ari í Pops, sem spilaði í fyrsta sinn í pásu hjá hljómsveitinni Strengjum í Laugalækjarskóla vorið 1966 og síðar í pásum hjá frægari hljóm- sveitum eins og Hljómum og svo einir síns liðs. Eftir því sem meira var spilað veturinn 1966/67 fóru einkunnir Péturs dalandi, en fram að því hafði hann verið fyrirmyndar nemandi. Á fræg- um tónleikum Bendix og Tóna í Austurbæj- arbíói vorið 1967 varð uppþot er rafmagnið var tekið af húsinu til að stöðva bítlið. Lögregla var kölluð á vettvang og handtók hóp ungmenna, þar á meðal Pétur, og foreldrar hans urðu að sækja hann á stöðina. Þótt Pétur hafi verið saklaus af óeirðum varð þetta til þess að hann var sendur til Danmerkur í sumarskóla og síð- an í Núpsskóla um haustið. Rokkvika í Lundúnum Áður en haldið var vestur í Dýrafjörð fékk Pét- ur að eyða viku í Lundúnum þar sem hann sökkti sér í músíkina, sá Frank Zappa spila, John Mayall, Spooky Tooth, Vanilla Fudge, Traffic og fleiri framúrstefnusveitir. Það varð bara til að æsa upp í honum tónlistaráhugann og vorið 1968, er hann sneri aftur í bæinn, var hann ekki lengi að endurvekja Pops með fé- lögum sínum. Á þessum tíma var mikið spilað, Pops spiluðu til að mynda í herstöðinni á Kefla- víkurflugvelli á hverju föstudagskvöldi allan veturinn 1968/69. Fyrsta útgáfan sem Pétur gaf út og í raun eina sólóskífan, því honum auðnaðist ekki að ljúka við plötu sem hann var með í smíðum er hann lést, var sjötomma sem hann tók upp með Einari Vilberg og Gunnari Jökli Hákonarsyni, Pétur spilaði á bassa og söng, Einar, sem samdi lögin, á gítar og Gunnar Jökull á tromm- ur. Sú plata var tekin upp á átta tímum í Lund- únum, fjögur lög tekin upp en aðeins komu tvö þeirra út, Vitskert veröld og Blómið sem dó. Pétur lýsti því sjálfur svo eitt sinn að Nátt- úra, Trúbrot og Ævintýri hafi verið í efstu deildinni, en menn hafi verið á einu máli um að Pops væri efnilegasta sveitin. Hann gat heldur ekki staðist það þegar honum var boðið í fyrstu deild, boðið að verða söngvari í Náttúru 1970. Hann sló til og var í sveitinni næstu tvö árin því að hann langaði að spila meira rokk. Aftur leitaði hann til gamalla félaga og nú varð til hljómsveitin Svanfríður sem spilaði framúrstefnulegt rokk í ætt við það sem Pétur hafði heyrt úti í Lundúnum og í Radio Luxem- burg vestur á Núpi. Svanfríður, sem fékk nafn sitt frá barstúlku í Glaumbæ, þótti villt sveit, kraftmikil rokksveit, og fékk yfrið nóg að gera. Hljómsveitin tók upp breiðskífu á mettíma sumarið 1972, eins og greint er frá hér á síð- unni, og svo smáskífu skömmu eftir áramót 1973. Pelican, Paradís og Póker Svanfríður leystist upp vorið 1973, á hátindi vinsældanna, en Pétur var ekki lengi að stofna aðra hljómsveit, kallaði á gamlan félaga, Björg- vin Gíslason, og Pelican varð til. Sú sveit varð snemma gríðarlega vinsæl og fyrsta platan, Uppteknir, sem tekin var upp í Bandaríkjunum í mars 1974, seldist metsölu, 11.000 eintök seld- ust sem þótti býsna mikið á þeim tíma og þætti reyndar harla gott í dag. Enn var haldið út í upptökur í janúar 1975, en þá voru amrískir umbar komnir í spilið, fannst sveitin fantagóð, og gerðu henni ýmis gylliboð. Pétur var þó með fætur á jörðinni, vildi að sveitin ræktaði heimamarkað í stað þess að bíða bara eftir að hjólin færu að snúast úti. Svo fór að hann var rekinn úr sveitinni vor- ið 1975 og þótti mikil tíðindi. Hann var þó ekki af baki dottinn; daginn eftir að hann var rekinn var hann farinn að æfa með nýrri hljómsveit, Paradís. Paradís var ekki lengi að vinna sér orð, 1976 var sveitin orðin vinsælasta hljómsveit landsins og hélt þeim sessi fram á vetur 1977 að nokkur uppstokkun varð á sveitinni í takt við hug- myndir um sókn inn á erlendan markað. Úr varð hljómsveitin Póker og hélt til Bandaríkj- anna haustið 1978 með útgáfusamning í hönd- unum en fyrir ýmsar sakir varð ekkert úr. Tónlistin verður aukastarf Eftir þetta varð tónlistin aukastarf hjá Pétri, það er spilamennska með hljómsveitum, því hann tók að selja tónlist sem hann sinnti meira og minna til dauðadags, en einnig stýrði hann útgáfumálum hjá Skífunni og Steinum og rak um tíma eigin útgáfu, p.s. músík. Þrátt fyrir annir í kaupmennsku söng Pétur alltaf öðru hvoru með hljómsveitum, Pops hélt til að mynda tónleika á hverju ári, og einnig söng hann með hljómsveitinni Start frá áramót- unum 1978/89 til 1983, en í þeirri sveit voru auk hans Eiríkur Hauksson, Sigurgeir Sigmundsson og Jón Ólafsson. Eins og getið er í upphafi var Pétur Krist- jánsson frægur fyrir það að vera skemmtilegur og lífsglaður maður og gleymdist þá stundum að hann var líka merkilegur músíkant. Hann samdi kannski ekki lögin eða útsetti þau, en hann var hvatinn að svo mörgu, hrinti verk- efnum af stað og knúði menn áfram. Á langri tónlistarævi kom hann að talsverðu af merki- legri músík sem verður vonandi aðgengileg í nánustu framtíð. Merkilegur músíkant Pétur Kristjánsson var frægur fyrir það að vera skemmtilegur og lífsglaður maður og gleymdist þá stundum að hann var líka merkilegur mús- íkant. Hér er rifjaður upp tónlistarferill Péturs. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.