Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 | 15 SÆNSKA djasstríóið Daisy, sem saxófónleikarinn Joakim Rolands- son veitir forstöðu, hefur starfað síðan árið 1996, gefið út hljómdisk og leikið heima og erlendis. Ég býst þó við að leikur tríósins á Hótel Borg hafi verið um margt ólíkur því sem heyra má venjulega því bassa- virtúósinn Lars Jansson hljóp í skarðið fyrir bassaleikara tríósins Håkan Gustafsson. Það verður varla hjá því komist þegar jafnsterkur persónuleiki og Janson stendur við bassann að hann setji sinn svip á tónlistina. Annars var öll tónlistin utan loka- lagið eftir Rolandson, sem blés í altósaxófón í upphafinu. Tónn hans er breiður, sterkur, voldugur, eins- og manna á borð við Adderley og Woods. Þó má merkja ýmsar nýrri hugmyndir í spuna hans þótt aldrei verði hann nútímalegri en Ornette Coleman á Atlantic-skeiðinu. Lögin, sem öll voru eftir Rolandson utan eitt, voru flest grípandi og hér var ekkert torf á ferð. Sérdeilis var gaman að síðasta lagi fyrir hlé: African Daisy, þar sem Höfðaborg- arstemmning Abdullah Ibrahims/ Dollar Brandts ríkti og altósólóinn fylltur af trillum og skemmtilegheit- um og Larson trommari með páku- kjuða. Ballaðan sem þeir félagar léku þar á undan var heldur ekkert slor, í ekta norrænum stíl og nefnd- ist Själatvätt. Þar blés Rolandson í sópran og bassasóló. Jansons var ævintýralegur sem oftar þetta kvöld með miklum hlaupum, endurteknum rýþmafígúrum og sterkum hljómum og slegið á strengi og bol a la Bjössi Thor þegar mest gekk á. Kannski hefði hann átt að sleppa því í sál- arþvættinum því ég hefði kosið að í þessari ballöðu hefði hann haldið ró sinni út sólóinn. Annars minnti Jansson stundum á Þórð okkar Högnason, sem illu heilli getur sjaldan leikið sökum sjúkleika. Sló sterkt á bassann flötum lófa og leiddi okkur á vit ævintýra handan NHØPS. Larson tók fáeina sólóa smekklega og burstaði vel í ballöðu hefðbundinni sem leikin var eftir hlé. Oft var mikið að gera hjá Ro- landsson hann blés í sópraninn með altóinn um hálsinn og steig bassa- trommupedal sem ýmist var tengd- ur kúabjöllu eða tambórínu og var þá fjórði maður tríósins. Sópr- anleikur hans var sterkur ekki síður en altóblásturinn. Coltrane skein auðvitað í gegn einsog hjá flestum sópransaxófónleikurum djassins, því merkilegt nokk; þeir tveir djass- meistarar sem helguðu sópr- ansaxófóninum nær alla sína krafta hafa átt fáa lærisveina þótt þeit telj- ist ásamt Coltrane til hinnar heilögu sóprandjassþrenningar: Sidney Bechets, sem gerði sópraninn að djasshljóðfæri og Steve Lacy sem nýti hann mest og best í fram- úrstefnudjassi. Rolandson er skemmtilegur saxisti og líðandi lín- ur hans þar sem tónunum var hrúg- að inn og örlaði á ýlfrandi falsettu voru príma. Svo var endað á What is the thing called love og það er nú alltaf gaman að heyra í það minnsta eitt lag sem maður þekkir, einsog Þórir heitinn Guðmundsson vinur minn var vanur að segja. Daisy kom svo sannarlega á óvart, en sorglega fáir voru mættir til að hlýða á tríóið á fyrsta djass- kvöldi Múlans þetta haust. Givone-tríóið Það var enginn skortur á áheyr- endum á tónleika Givone-tríósins í boði Alliance francaise og fleiri á NASA þetta laugardagskvöld. Stað- urinn var troðfullur og ókeypis inn. Efa ég þó að miklu færri hefðu kom- ið þótt selt hefði verið inn á sann- gjörnu verði. Þetta er í annað sinn sem hinn hugumstóri fram- kvæmdastjóri Alliance francaise á Íslandi, Oliver Dintinger, hefur for- ustu fyrir slíkum tónleikum á NASA, og hefur hann þarmeð bæst í hóp hinna hugumstóru erlendu sendimanna er unnið hafa íslenskri tónlist ómetanlegt gagn á und- anförnum árum. Hver man ekki Henning Rovsing Olsen hjá danska sendiráðinu? Fyrri tónleikarnir All- iance á NASA voru með franska harmonikkusnillingnum Daniel Mille. Þessir tónleikar voru kannski ekki eins sterk listræn upplifun og þeir fyrri, en það skorti ekkert á leikgleðina, færnina og mús- íkalítetið hjá þeim fjórmenningum. Tríóið hóf leikinn með blönduðu efni, frönskum söngvum, Brams og Django auk laga eftir Daniel og I cańt give you anything but love, en þar kom vel í ljós hversu frábær Daniel er í túlkun klassískra söng- dansa. Hrynleikurinn er veiki hlekkurinn í tríóinu, Jean-Claude þyrfti að hafa kontrabassa og bæta þyrfti öðrum hryngítarista í hópinn. Það kom berlega í ljós er Björn Thoroddsen steig á sviðið og eftir frábært tónlistarskemmtiatriði þar sem hann fór fram úr sjálfum sér í bankgítarleiknum var Lady be good á dagskrá. Tríóið lifnaði við og bros- ið fór ekki af andliti Daniels sem eft- ir var kvölds. Þeir Björn skiptust á einleiksköflum hverjum öðrum betri og voru skemmtilega ólíkir. Daniel dálítið gamaldags með tón sem hæfði Selmergítarnum hans frá 1946 og Django hefði getað spilað á, en Björn með nútímalegri tón og hugmyndir þótt aldrei yrði stílbrot á þeim bæ. Django var að sjálfsögðu á dagskrá, bæði Nuages og Minor swing og Daphne er tríóið lék Bjössalaust, en bestir voru þeir fé- lagar samt í bandarísku klassíkinni: Caravan eftir Juan Tizol var uppfull af gleði og sveiflu og Bjössi bauð hinni fögru Georgíu Brown í heim- sókn og trylltist þá salurinn. Við fengum að heyra lög eftir Björn og svo komu Svörtu augun, leikin af ekta sígaunahita þótt enginn væri sígauninn á sviðinu. All of me var aukalagið, frábær sveifla þar, en þá varð að hætta enda ball með Ný danskri að skella á. Þetta voru einstaklega skemmti- legir tónleikar og nærvera Björns hrakti einhæfnina á flótta, en það er hættulegur óvinur tríóa af þessari gerð. Givone-fjölskyldunni eru færðar þakkir fyrir komuna og von- andi á Björn, sem lék með þeim á djasshátíðinni í Nantes í sumar, eft- ir að leika með þeim að nýju. Í það minnsta lýsti Jean-Claude því yfir á tónleikunum að hefði hann þekkt Björn þegar tríóið tók upp nýjustu plötu sína hefði hann verið þar með. Frá Svíaríki á franska grund Vernharður Linnet DJASS Daisy Joakim Rolandson, altó og sópran saxó- fón, slagverk, Peter Janson bassa og Tommy Larsson trommur. Hótel Borg fimmtudagskvöldið 9.9.2004 kl. 21.00 Givone-tríóið ásamt Birni Thoroddsen Daníel Givone sólógítar, Christine Givone hryngítar og Jean-Claude Givone raf- bassa. Sérstakur gestur: Björn Thorodd- sen gítarleikari. NASA laugardagskvöldið 11.9. 2004 kl. 21.00. Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Collateral Man on Fire  (HL) The Girl Next Door  (HL) Pokémon 5 Á Saltkráku Háskólabíó Collateral Wicker Park The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy  (SV) Man on Fire  (HL) Ken Park  (HL) Before Sunset  (SG) Coffee and Cigarettes  (SV) The Village  (SV) Shrek 2  (SV) Laugarásbíó Collateral Anchorman Man on Fire  (HL) Pokémon 5 Á Saltkráku Grettir/Garfield  (SV) Fahrenheit 9/11  (HJ) Regnboginn White Chicks Dís  (HJ) Pokémon Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Collateral The Princess Diaries 2 Anchorman Wicker Park Harold and Kumar go to white castle  (HJ) The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy  (SV) Thunderbirds  (SG) Catwoman  (SV) Shrek 2  (SV) Gauragangur í sveitinni  (SV) Smárabíó White Chicks Man on Fire  (HL) Dís  (HJ) Notebook  (HL) Grettir/Garfield  (SV) The Girl Next Door  (HL) Myndlist Gallerí Kambur: Lone Mertz – Frá Himalaja til Heklu. Til 3. okt. Gallerí Sævars Karls: Ingibjörg Hauksdóttir sýnir óhlutbundnar myndir. Gerðuberg: Alþýðulistamað- urinn Sigurður Einarsson sýnir olíumálverk í Bog- anum. Náttúra og þjóðtrú. Til 30. okt. Grafíksafn Íslands: Salur ís- lenskrar grafíkur. Benedikt S. Lafleur opnar myndlist- arsýningu kl. 15 undir nafn- inu: landslag í mótun. Þar sýnir Benedikt myndaskúlp- túra sína og glerverk. Hafnarborg: Valgerður Hauksdóttir, Deborah Corn- ell, Paolo Ciampini og Rich- ard Cornell sýna grafík, inn- setningar og hljóðverk. Sýningin opnuð kl. 15 og stendur til 11. okt. Hallgrímskirkja: Haustsýn- ing Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í fordyri kirkjunnar. Til 25. nóv- ember. Íþróttahúsið Eiðum: Dieter Roth. Til des. Kjarvalsstaðir: Ragna Ró- bertsdóttir – Kynngikraftur. Til 31. október. Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2, Akureyri: Ul- rike Scoeller. Til 21. okt. Listasafn Akureyrar: Boyle- fjölskyldan. Til 24. okt. Listasafn ASÍ, Freyjugötu: Þorri Hringsson, málverk frá 2003–2004. Þórunn Hjartardóttir, innsetning. Til 10. október. Listasafn Ísafjarðar: Sara Vilbergsdóttir. Til 1. október. Listasafn Íslands: Tilbrigði við stef : Guðmunda Andr- ésdóttir – yfirlitssýning. Sýning á forvörslu í Lista- safni Íslands. Til 31. okt. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlits- sýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ný safnsýning á verkum Errós. Kenjarnar – Los Caprichos. Finnur Arn- ar. Til 3. október. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Græn- eða hugmyndir um að allt sé blekking, að efnisheimurinn sé fullkomlega hverfull.“ Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Salur íslenskra myndlist- armanna: Jónas Bragi Jón- asson. Ný og eldri verk. Skálholt: Staðarlistamenn eru Þórður Hall og Þor- björg Þórðardóttir. Til 31. sept. Slunkaríki: Jón Óskar, blönduð tækni á pappír. Til 17. okt. Leiklist Borgarleikhúsið: Chicago, lau. Lína, sun. Paris at night, sun. Geitin – eða Hver er Sylvía?, sun. Loftkastalinn: Hinn útvaldi, sun. Vetrargarðurinn, Smáralind: Fame, laugardag. Þjóðleikhúsið: Þetta er allt að koma, lau. Dýrin í Hálsa- skógi, sun. Svört mjólk, sunnudag. lenska listakonan Isle Hessne. Listhús Reykjavíkur: Bergur Thorberg málari. Norræna húsið | Norður og niður, samsýning norrænna listamanna. Til 31. okt. Nýlistasafnið | Grasrót #5, ungir íslenskir listamenn sýna. Einnig í sal Orkuveitu Reykjavíkur. Stendur fram í nóvember. Ráðhús Reykjavíkur: Jóhann G. Jóhannsson, Tindar og pýramídar. Stendur til 10. okt. Safnasafnið: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Ívar Valgarðsson, blönduð tækni. Pieter Holstein, grafík og málverk. Til 24. okt. „Á of- ureinfaldan máta líkt og tíðkast hefur frá örófi alda leikur Ívar sér með skynjun mannsins og tilfinningu okk- ar fyrir hinum efnislega heimi í kringum okkur. Þessar vangaveltur má einn- ig yfirfæra á hugleiðingar um eðli listarinnar og jafn- vel ganga svo langt að láta sér detta í hug eðli heimsins að þótt flestir byggju þröngt og sífellt væri kvartað undan hús- næðiseklu var í raun mikið byggt. Bærinn þandist út og teygði sig lengra og lengra út eftir Oddeyri og upp á brekkuna. Í atvinnusögulegu tilliti var þetta tímabil einnig merkilegt í sögu Akureyrar. Við upphaf þess var kaupstaðurinn enn á mörkum bæjar og sveitar. Bæjarbúar höfðu flestir viðurværi sitt af sjáv- arútvegi og kaupmennsku, með landbúskap til styrktar. Í lok tímabilsins var þetta breytt. Iðn- aður hafði skotið rótum og Ak- ureyri var orðin að iðnaðarbæ. Þar munaði mest um iðnrekstur á vegum samvinnumanna, en einnig komu við sögu iðjuhöldar, sem nú eru flestum gleymdir, Esphol- ínbræður, Jakob Kvaran o.fl. Þessi bók er öðru fremur vaxt- arsaga og framþróunin var hröð á fleiri sviðum en þeim, sem hér hafa verið talin. Jón Hjaltason segir þessa sögu afbragðs vel. Eins og í fyrri bindum tekur hann þann kost að segja söguna af sjón- arhóli bæjarbúa, ef svo má að orði kveða. Þetta er ekki stofnanasaga eða fyrirtækja, þótt vitaskuld komi hvers kyns stofnanir og fyr- irtæki víða við sögu. Það er hins vegar fólkið í bænum, sem ávallt er í fyrirrúmi. Þetta er saga þess, hvernig upplifði það bæinn, hvern- ig horfði lífið við því í öllum sínum margbreytileik. Þessi aðferð er ekki auðveld söguritaranum, en Jóni tekst vel til og úr verður afar læsilegur og skemmtilegur texti. Allir hljóta að hafa gaman af, ekki síst gamlir Akureyringar, sem þekkja nokkuð til en munu flestir komast að því að þeir vissu miklu minna um gömlu Akureyri en þeir töldu. Margar myndir prýða bókina og er að þeim góður fengur, auk þess sem margar hafa mikið heim- ildagildi og mikla sögu má lesa úr vönduðum myndatextum. Allur frágangur bókarinnar er með miklum sóma. Glæsileg Akureyrarsaga BÆKUR Sagnfræði Útgefandi: Akureyrarbær, 2004. 426 bls., myndir. Höfundur: Jón Hjaltason: Saga Akureyrar IV. Vályndir tímar 1919–1940. Jón Þ. Þór TÍMABILIÐ, sem þetta rit tekur til, millistríðsárin, var býsna við- burðaríkt í sögu Akureyrar. Bæj- arbúum fjölgaði mikið, þeir voru 2.256 í upphafi tímabilsins, en 5.310 er því lauk. Af þessu leiddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.