Sunnudagsblaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 2
194
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
kútter „Fríðu“f sem Edinborgar-
verzlun átti. Síðan var ég önnur
tvö úthöld á ,Ccgul‘, kútter, er Jón
í Ráðagerði og Duusverzlun gerðu
út. Þetta skip var síðar selt til
Færeyja, og er þar ennþá tiJ, að
því er ég bezt veit. — Þegar ég
var 16 ara var ég svo eitt sumar
í kaupavinnu hjá Jóhánnesi Helga-
syni bónda að Svínavatni í Svína-
dal, Húnávatnssýslo; að öð'ru leyti
hefi ég ckki unnið við sveitastörf.
Svo vann ég við hafnargerðiha hér
í Reykjavík, þegar hún hófst. Ég
yann m.a. að því að leggja veginn
undir járnbrautarsporin frá Ána-
naustum og upp í Skólavörðuhoit-
ið, cn þar Var sandurinn tekinn, er
settur var i uppfyllingu Granda-
garðsins. Grjótið var aftur á móti
sótt, suður i Öskjuhlíð. Járnbraut-
in þótti i þá daga hið mesta furðu-
verk og véltæknin ekkert smá-
ræði, þegar liinir másandi eim-
vagnár drógu alla vagnalestina
fulla af möí eða grjóti niður á
llÖÍJlI"
-— Var aunars ekk-i Iítið um at-
vinnu i Reyltjavik á þessmn árutn!
,,Jú, blessaður vertu. Þetta voru
inestti snöp. Eg man eflir því, að
það þótti mikið ranglœti, þegar
tveir menn írá sömu fjölskyldu
fengu vinnu samtímis. Þannig var
það einu sinni rétt fyrir jól, að
við fcögarnir fengum báðir vinnu
við uppskipun, og þetta þótti al-
veg hróplcgt rangiæti! — Þá var
alltaf býrjað að vinna við höfnina
kíukkan 6 á morgnana, og tóku
inenn þá að safnast niður að sjón-
um um klukkan 5 til þess að
vekja athygli verkstjórans á því
að þeir væru vinnufúsir. En oít
máttu þeir norpa þarna klukku-
stundum saman, án þess að fá
handtak. Og þá var nú ekkert
verkamannaskýh. Fengju menn
vinnu unnu þeir svo allan daginn
meðan vinnu var að fá, og þá var
enginn matavtími. Húsmæðurnar
íærðu mönnum sínum í vinnuna,
og menn gleyptu í sig matinn á
staðnum. Oft varð konunum leit
úr þeim, sem þær voru að færa
og urðu að ganga meðfrain allri
fjörunni, því að aldrei var að vita
hvar mennirnir væru niðurkomn-
ir þann og þann daginn, cf þeir
fengu vinnu. Kaupið var fýrst 25
aurar á tíman, en hækkaði í 35
aura, að mig minnir 1912—13.“
— Hvernig atvikaðist það, að þú
tókst að leggja fyrir þig íisksölu?
„Það var nú í fyrsta Iagi, af því
að mér leiddukt þessi snop,
langaði til þess að skapa mér sjálf-
stæða atyinnu. Þegar fækkað var
í hafnarvinnunni og-mér va-r sagt
þar upp, komst ég i kolavinnu hjá
Birni kaupmamii Jónssyni, og þar
liittumst við Óláfur Gríínsson, og
komum við okkur sánián uro að
hefja fisksölu í félagi. Oláfur stund
aði síðan fisksölu þar til hann varð
fyrir slvsi og missti sjónina,
og varð að hæ’tla fyrir nokkr-
um árum. Þannig var mál með
vexti, að þegar við Olafur unnuni
þarna saman í kolavinnunrii, sagði
hann n?ér frá því, að Guðrnundur
Grimsson bróðir sirrn (sá er nú
vinnur hjá mér í fiskbúðinni á
Snorrabraut 61), hefði byrjaö fisk-
sölu ásamt Jóhannesi Sveinssyni
skipstjóra á Bakkastíg 5, og sagði
Ólafur að þetta væri hin bezta
„forretning“ hjá þeim — en þá
voru auðvitað* allar tekjur miðað-
ar við 35 aura tímavinnu. Það
varð svo úr, að við lögðum út i
jietla, og var þá fyrsta verkefnið
að eignast handvagn og bát, en
bát urðum við að hafa til þess að
sækja fiskinn á út í togarana, en
fyrstu árin skiptum við aðallega
við erlenda togara, sem komu hér
á höfnina, því að þéir sem gerðu
út opna báta úr Reykjavík, vildu
ekki selja okkur fisk sinn, en þeir
seldu fiskinn beint úr vörunum,
og lögðum hann upp víðsvegar
meðfram ströndinni, t.d. í Birting-
arholtsvör, Byggðarenda, Selsvör
og víðar. Erlendu togararnir liirtu
alls ckki sjálfir smáfisk; smáýsu,
kola o.þ.h., en söltuðu einungis
stórfiskinn, ýmist í tunnur eða
stabbla. Við gátum því fengið smá-
í’iskinn keyptan, og voru það venju
lega fiskilóðsarnir sem við áttum
viðskipti við. Á þeim árum höfðu
flestir erlendu togararnir íslenzk-
an fiskilóðs um borð, og máttu
þeir hirða allan sináfisk, sem
veiddist. Að vísu voru sumir er-
lendu skipstjórarnir orðnir svo
kunnugir hér við land, að þeir
höfðu engan fiskilóðs og áttuíú
við þá bein viðskipti við þá. Það
voru þvi stundum all einkemiileg
tungumál töluð, þegar við fóruni
um borð í togarana, en þetta voru
jafnt franskir, þýzkir, enskir og
hoílenzkir togarar og þúrftum viö
að gera okkur skiljanlega öllum
þessum þjóöum! En þó að tungu-
málakunnáttan væri ekki upp á
marga fiska, þá bjárgaðist þetta
allt og við fcngum marga fiska!
Við kcyptum fiskinn ekki eftir
vigt heldur j körfumáli, og viss-
um við nokkurnveginn livað við
fengum úr körfúnum. Annars voru
þær misstórar; þær frönsku voru
stærstar, en minnstar þær ensku.
Við reyndum auðvitað alltaf að
hafa kúf á körfunum, en seljend-
urnir vildu helzt ekki hafa þær
nema sléttfullar. Þegar í land kom
seldúm við svo fiskinn eftir vigt.
Fyrst notuðum við gormavogir,
síðar lóðavigt (reislur, sem smíð'
aðar voru hér), en loks fengum
við danskar smjörvigtir frá danska
landbúnaðarráðunevtinu, og þótti
það mikil framför. Þá kostaði
pundið af fiskinum 5—10 aura,
eftir því um hvaða tegund var að
ræða. S’teinbítur var aftur á mótí
seldur í stykkjasölu, 15—30 aura
eftir stærð. Það var lítill markað-
ur fyrir hann í Reykjavík fyrstu
árin, þar til Vestfirðingar tóku að
flytjast hér suður; þeir kunnu bet-
ur að meta hann. Við urðum þvi