Sunnudagsblaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 4
106
voru ákveðin fisksöluhorn, og voru
beztu staðirnir taldir vera á horn-
inu hjá Óla norska, en svo var hús
kallað á horni Klapparstígs og
Laugavegar; hjá Jóni á Hjalla var
annað fisksöluhornið en það var
á mótum Laugavegs og Frakka-
stígs, og loks var þriðji staðurinn
inn við Vitastíg, en heldur þótti
hann lélegur, því að þegar svo
innarlega var komið, var orðið svo
strjálbýlt og umferð lítil. Síðar
mynduðust svo torg, þar sem fisk-
salar voru með vagna sína, t.d.
Óðinstorg og Káratorg.“
— Hve lengi höfðuð þið aðset-
ur á fisksöluplaninu við Hafnar-
straeti?
,,Til 1015, en þá misstum við
allt, som við áttum á malarkamb-
irnnn framan við Edinborg. Það
var í brunanum mikla, þegar Hót-
el Reykiavík, Landsbankinn. Hafn
arhvoll, Edinborg og fleiri hús
brunnu í miðbænum. Þá fór eld-
urinn yfir Hafnarstrætið, svo að
girðingin umhverfis fisksöluplan-
ið og allt. sem þar var, brann. Þá
fengum við svæði niður af verzl-
un Ellingsen, upp af gömlu Stein-
bryggjunni, og þar vorum við í
nokkur ár, en þá byggði bærinn
fisksölutorg framan við Haupnes-
pakkhúsiðn, cða þar sem nú er
þvot.taplan RP neðan við Borgar-
bílastöðina. í>etta fisksölutorg var
básað niður í 8 bása, sem skipt var
milli fisksalanna í bænum. Þarna
ætlaði bærinn að láta byggja þak
yfir torgið, en þá fór Haupnes-
verzlun í mál út af því, að missa
útsýnið til sjávar úr pakkhúsirtu,
og vann málið, svo að bærinn varð
að hætta við áform sitt að byggja
yfir fisksölutorgið. Við stóðum því
úti eftir sem áður. —
Nokkru eftir að vjð Ólafur
Grímsson byrjuðum félagsverzlun
okkar, bættist þriðji maður í fyrir-
tækið, en það var Benoný Beno-
nýsson, og þegar við höfðum ver-
ið þrír nokkur ár, þættust enn í
SUNNUDAG S B L A ÐIÐ
félag okkar þeir Jón Guðnason og
Eggert Brandsson, en þeir höfðu
áður haft á hendi forstöðu fisksölu
á vegum alþýðusamtakanna, og
vorum við þá orðnir fimm í fé-
lagi. Okkur tókst nú að ná yfir-
tökum yfir öllu fisksölutorginu,
að undanteknum einum bás, en
þá tilheyrði þetta athafnasvæði
höfninni og vorum við leig'jendur
hennar. Fórum við nú sjálfir að
láta byggja yfir torgið 'í áföng-
um, enda var Haupnisverzlun þá
hætt störfum og höfðum við feng-
ið pakkhús hennar. En þó að þak
kæmist yfir fisksölutorgið, vár
það þó alltaf opið að framan, og
var næðingurinn þar oft svalur,
þegar hann var á norðan.
Árið 1935 átti Þórarinn heitinn
Kristjánsson þáverandi hafnar-
stjóri tal við mig, og sagði hann
mér, að þar sem við værum elztu
leigjendur hafnarinnar, teldi hann
skyldu hennar að sjá okkur fyrir
framtíðarathafnasvæði, og bað mig
svipast um eftir hentugum stað
við höfnina fyrir fisksölumiðstöð.
Var hugmynd hans sú, að höfnin
kostaði bygginguna, og yrðum við
þrír aðilar að leigunni, — það er
að segja við Jón Guðnason, Haf-
liði Baldvinsson og JCristinn Magn
ússon. Ég festi fljótt auga á stað,
þar sem pakkhús Lofts LoftSson-
ar var, og nú eru bílaverkstæði
Eimskipafélagsins og járna-
geymsla H. Ben., beint gegnt
Fiskhöllinni. Lét ég svo gera riss
að fyrirhugaðri fisksölumiðstöð,
með afgreiðslu — og verkunar-
stöð, fiskbúðum og frystihúsi, og
lagði þessa hugmynd fyrir hafn-
arstjóra. Honum þótti ég helzt
til bjartsýnn, og kvað slíka bygg-
ingu myndi kosta 140 þúsund
krónur, en ég hafði raunar reikn-
að með henni allt að 200 þús-
und krónum. Spurði hann þá,
hvort við treystum okkur til að
bera.svo mikla leigu, sem höfnin
þyrfti að fá til ávöxtunar á svo
miklu fé, og tjáði ég, að við Jón
myndum reiðubúnir að greiða í
leigu allt að 10 prósent, þótt bygg*
ingin kostaði um 200 þúsund krón-
ur. — Nú leið og beið og ekkert
gerðist í málinu, og 1938 var ekk-
ert farið að bóla á framkvæmd-
um, en óðum gengu úr greipum
öll hentug athafnasvæði við höfn-
ina. Þá hafði um langt skeið stað-
ið autt og ónotað hús það, þar sem
nú er Fiskhöllin, en það var upp-
haflega byggt sem sláturhús árið
1906 af Gunnari Einarssyni, og
var nú eign Sigfúsar Blöndal. Ég
frétti að húsið væri til sölu, og
hefði Útvegsbankinn umráð með
því. Dag einn hitti ég svo Elías
Halldórsson, starfsmann Útvegs-
bankans, á götu, og spurði hann
um þessa eign. Hann kvaðst skyldi
færa málið í tal við Ilelga Guð-
mundsson bankastjóra, og er ekki
að orðlengja það, að daginn eftir
fór ég á 1‘und bankastjórans og
tókust samningar greiðlega. Hann
sagði, að húsið ætti að kosta 75
þúsund krónur, en ég bað um að
fá að gera tilboð í það. Bauð ég
65 þúsund krónur í eignina, með
þeim skilyrðum að ég fengi 25
þúsund króna lán hjá bankanum
til nauðsynlegra breytinga og end-
urbóta á húsinu. Þetta varð svo
úr og við Jón Guðnason undir-
skrifuðum samninga, og þá konist
ég loks undir þak með fisksöluna
eftir 25 ára norp úti undir beru
lofti í öllum veðrum. Eftir þetta
spruttu svo upp fiskverzlanir víða
um bæinn og höfðum við Jón 12
útsölustaði, þegar þeir voru flestir,
en alls munu nú vera um 40 fisk-
verzlanir í bænum.
Annars er Fiskhöllin alls ekki
útbúin á þann hátt, sem ég hafði
ætlað mér í fyrgtu. Ég ætlaði a®
hafa þar frystihús og ýmislegt
haganlegra fyrirkotnulag. I þein*
tilgangi keypti ég húsið Vestur-
götu 18, sem er beint upp af,
ætlaði að leggja samfellt miili