Sunnudagsblaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 5
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 197 estui’götu og Ti'yggvagötu, en ÍHitla hef ég ckki fengið ennþá '’egua skipulags bífejarins. Það má ^ Segja, að draumur minn hafi 1 ®tzt að nokkru leyti, en ekki öllu.“ Hveixær liættu fisksalar að s°lja fisk á götum úti? »®g held það hafi vcrið um 1945, Annars fengu nokkrir elztu l'sksalarnir að halda áfram með vagna sína meðan þeir stunduðu fisksölu, en sumum þeirra hjálp- a®i ég til þess að koma upp búð- u,n> svo að þeir þyrftu ckki leng- Uv aö standa úti á götunni með "uinnhcrkju og naglakul, eins og °g hafði sjálíur reynt um aldar- ijórðungs skeið.“ ■— Það hefur auðvitaö orðið mik ’1 aukning á fisksölunni eftir því Sem bærinn stækkaði? »Já, að sjálfsögðu hefur salan aukizt mikið að magni til, en hlut- iallslcga hefur fiskneyslan minnk- aö í bænum, og stafar það fyrst og h'enist af því, hve kjötvörurnar ei'u nú orðnar miklu fjölbreyttari 0,1 áöur fyrr, svo og meira matar- Urval almennt. Fiskurinn er allt- aJ ódýrasta matvaran, sem völ er a' og fisksalan er mest. þegar auraráð fólksins eru minnst. -— i'-'U magnið, það hefur auðvitað aUkizt stórlcga. Það voru betta 200—500 pund af fiski, sem ég ók UPP á fjörukambinn í gamla daga, en nú fara út á markaðinn frá Fiskhöllinni 4—5 smálestir á dag uð nieðaltali, eða fi'á 1300—2000 l°stir á ári.“ ■=— Þú ert alltaf uppi fyrir allar uldir á morgnana, er ekki svo? »Kg vakna aldrei seinna en kl. °t en nú orðið fer ég oft ekki nið- Ul’ að höfriirini fýrr en rúmlega sox. Ég les oft í klukkutíma áður eu ég fer í vinnuna, það er aðal- losti'artími minn.. Ég byi'ja alltaf, á þvi að fára með höfninni, og Sæta þess hvaða skip hafa komið Uiri, og Hvár bezta fiskinn sé að fá. Annars opnum við ckki Fisk- höllina fyrr en ld. 7,30. Það þýðir ckki fyrr, fólk fer svo seint á fæt- ur. Ég held að hvcrgi í Evrópu sé sofið jafnlengi á morgnana og hér í Reykjavík. Aðalmarkaðstími morgunsins er ekki fyrr en milli kl. 10 og 12; og' svo á daginn fx'á kl. 4—6.“ — Ertu ckki lúginn þegar líður á daginn með þessari fótaferð? „Það læt ég vcra. Þetta er kom- ið upp í vana. Annars legg ég mig alltaf eftir hádegisverð, en svcfn- tíminn er mislangur, allt frá 10 mínútum til hálftima, en mér finnst þessi stund gera mér engu minna gagn en nætursvefninn. Ég endúrnærist alveg og hvílist. En morgnunum vildi ég ekki tapa. Þcir eru j’ndislegasti tími sólar- hringsins, ckki sízt á sumrin, og það fer margur á mis við mikla fegurð við það að fara seint á fætur. Hyergi held ég sumarmorg- uninn sé feguri’i en hér í Reykja- vík, og þá er kyrrðin og friðsæld- in svo mikil og loftið tært og hreint. Það cr venjulega allt kom- ið i ró fyrir klukkan 6 á morgn- ana hér, (þcgar aðrar borgir cru að vakna), cn um klukkan 5 mæt- ir maður oft fólki á ferli. — Jú, maður heíur svo sem séð sitt af hvei’ju í morgunlífinu hér í Rey’kjavík öll þessi ár — ég kalla það morgunlíf, en ekki næturlíf, því það er kominn morgun hjá mér, þegar sumum finnst kvöld eða nótt. — Þú fylgist með öllum hrær- ingum við höfnina og skipaferð- um allt árið um kring? „Já. maður veit um allar hreyf- ingar í liöfiiinni og hefur það orð- ið á tilfinriingunrii, þegar bátanna er von. Annars hjálpar síminn manni líka. Maður þarf að fylgj- ast jafnt méð á sunnudögum sem aðra dágá. óg raunar eru þeir mesti annadagur fisksálans, því að-þá fér mesti márkaðsdagur vik- unnar í liönd. Það er líka mikils um vert íyrir fisksalann, en^u síður cn sjómanninn, að vcra veð- urglöggur. Það hefur oft komið mér vel að vera veðurglöggur, Þegar gæítaley’si er í aðsigi er nauðsynlegt að byi'gja sig vel upp. Þegar ég var á fisksölutorginu viö Tryggvagötu þó hafði ég þar kassa, senx tók 5—6 tonn og ísaði ég oft í hann, þegar útlit var fyrir gæftaleysi, og voru sjómennirnir farnir að hafa þetta að orðtæki: ,,Nú, Stcingrímur er farinn að safna í kassann; þá megum við bráðurn búast við landlegu!" Það er gott að ráða veður hér í Reykjavík. Það cr fleira við Esj- una cn fegurðin; hún er veðurviti. Sérstaklega eru það skýin austur af henni, er draga má af ályktanir um veðurútlitið. Sama er að segja um Skarðsheiðina. Þegar norðan- átt cr í aðsigi, hranna skýjabólstr- arnir sig upp af henni, og því hærra, sem þeir stíga, því stydtra er.til vcðursins. Jó, fisksalinn þarf að vera veðurglöggur eins og gömlu sjómcnnirnir, ef hann vill hafa einhverja fyrirhyggju í stai'fi sínu. Auðvitað hjálpa veðurfrétt- ir útvarpsins mikið til, einkanlega nú eftir að veðurlýsingar fást orð- ið frá fleiri stöðum og hægt er að gera spá fyrir lengra tímabil í einu, en brjóstvitið hefur samt sitt að segja, og veðurglöggir menn eru alltaf betur settir en hinir, sem einungis treysta á vísindin og tæknina." Þannig fórust Steingrími Magn- ússvni orð að lokum. Þó að oft hafi nætt -svalt um hann meðan hann stóö úti á fisksölutorgunum, er hugarþelið hlýtt. Tíminn er svo undarlega fljótur að líða, og erfið- leikar liðinna óra gleymast fyrir ljúfum minriingum um bjarta og kyrrláta sumarmorgna við höfn- ina í Reykjavík, meðan ys og þys bcrgarlífsins og vélaglamur og hávaði hafnarinnar, hefur enn

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.