Morgunblaðið - 18.08.2004, Page 3
ÓL Í AÞENU 2004
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2004 B 3
ENGINN bandarískur sundmaður
verður með í úrslitum 100 m skrið-
sunds karla í dag vegna rangrar
„hernaðaráætlunar“ í undan-
keppni. Að bandarískur sundmaður
verði ekki með í úrslitum grein-
arinnar þykir sæta allmiklum tíð-
indum því það hefur aðeins átt sér
stað tvisvar sinnum áður í sögu nú-
tíma Ólympíuleika, árið 1896 og
1980 þegar Bandaríkin sniðgengu
leikana. Keppni í 100 m skriðsundi
karla þykir hápunktur sundkeppni
hverra leika og hafa bandarískir
sundmenn unnið gullverðlaun í
greininni í tólf skipti af þeim 24
sem keppt hefur verið í henni á ÓL.
Ástæðan fyrir því að Bandaríkja-
menn eru ekki með er sú að Ian
Crocker og Jason Lezak höfnuðu í
17. og 21. sæti í undankeppninni
þrátt fyrir að báðir væru fyrirfram
taldir öruggir um sæti í úrslitum
hið minnsta. Lezak er sá sem á
besta tíma ársins í greininni af öll-
um sundmönnum í heiminum.
Einn þjálfara bandaríska sund-
liðsins segir sökina liggja hjá sér.
Hann hafi lagt upp keppnisáætl-
unina fyrir þá Lezak og Crocker.
Þeir hafi átt að synda hægt, spara
sig fyrir átökin í úrslitunum en því
miður hafi hann misreiknað sig og
því hafi tími þeirra ekki nægt til
þess að komast lengra. Ekki þarf að
taka fram að þessi staðreynd er
bandaríska sundliðinu á Ólympíu-
leikunum mikil vonbrigði.
Bandaríkjamenn
ekki með í skriðsundi
BANDARÍKIN fögnuðu sigri í
4x200 skriðsundi eftir ævin-
týralega keppni við áströlsku sveit-
ina í gær en aðeins munaði 13/100
úr sekúndu á þeim þegar upp var
staðið. Ian Thorpe synti síðasta
sprettinn fyrir áströlsku sveitina en
náði ekki að vinna upp þriggja
metra forskot sem bandaríska
sveitin hafði þegar lokaspretturinn
hófst. Ítalska sveitin varð þriðja á
7.11,83. Michael Phelps synti fyrsta
sprettinn fyrir Bandaríkin sem kom
talsvert á óvart þar sem hann er
sterkasti sundmaður landsins um
þessar mundir en sterkasti sund-
maðurinn er yfirleitt látinn synda
síðasta sprettinn. Hann skilaði inn
góðri forystu sem félögum hans,
Ryan Lochte, Peter Vanderkaay og
Klete Keller tókst að halda. „Þetta
sund verður skráð í sögubækurnar
sem eitt besta sund í sögu ÓL,“
sagði Phelps.
Klochkova varði titilinn
Yana Klochkova varði ólympíu-
meistaratitilinn í 200 m fjórsundi
kvenna í gær en hún vann einnig til
gullverðlauna í greininni á leikun-
um fyrir fjórum árum. Klochkova
synti vegalengdina á 2.11,14 mín-
útum. Amanda Beard frá Banda-
ríkjunum varð önnur á 2.11,70 og
Kirsty Coventry frá Zimbabve kom
þriðja í mark á 2.12,72.
Bandaríkin komu á óvart
Jakob synti á fjórðu braut í 3. riðliþar sem hann var skráður með
besta tímann en kom þriðji í mark.
Jakob var ævareiður
út í sjálfan sig að
loknu sundinu en
hann hefði ekki þurft
að bæta Íslandsmet
sitt nema um 0,52 sekúndur til að
komast áfram og á góðum degi hefði
honum átt að takast það en Bretinn
Christopher Cook náði síðasta und-
anúrslitasætinu með því að synda á
tímanum 2.14,68 mín.
„Þetta var bara algjör aumingja-
skapur og ferlega lélegt. Mér leið
ekki vel, fór ekki hratt og ég er meira
en óánægður út í sjálfan mig. Ég veit
hreinlega ekki hvað fór úrskeiðis hjá
mér. Mér leið vel í upphituninni og
vel á fyrstu 50 metrunum en svo var
eins og ég kæmist ekki hraðar. Þetta
er einn lélegasti tími sem ég hef farið
á og ég get gleymt þessum Ólympíu-
leikum sem allra fyrst. Ég hef ekki
farið svona hægt á stórmóti í tvö ár.
Ég hef verið í undanúrslitum á öllum
sumarstórmótum frá síðustu Ólymp-
íuleikum en tímabilið í ár hefur verið
það versta hjá mér frá upphafi. Ég
hef samt aldrei æft betur,“ sagði
Jakob Jóhann Sveinsson við Morg-
unblaðið skömmu eftir 200 metra
bringusundið.
Hvað tekur nú við hjá þér?
„Ég veit það ekki en það er ljóst að
ég þarf að hugsa minn gang og fara í
rækilega naflaskoðun. Ég klára
stúdentinn um næstu áramót og síð-
an hef ég tekið stefnuna á að fara ut-
an. Næstu dagar fara hins vegar að
svekkja sig á þessum árangri. Ég er
mikill keppnismaður og svona aum-
ingjaskapur fer óskaplega í taugarn-
ar á mér,“ sagði Jakob Jóhann, sem
lokið hefur þátttöku á sínum öðrum
Ólympíuleikum.
Ungverjinn Gyurta Daniel náði
besta tíma í undanrásunum, 2.11,29,
og heimsmethafinn Brendan Hansen
kom fimmti í mark á 2.12.77 mín en
heimsmet hans í greininni er 2.09,04,
sett í júlí á þessu ári. Íslandsmets-
tími Jakobs Jóhanns hefði dugað
honum í 18. sæti í undanrásunum í
gær.
Morgunblaðið/Golli
Jakob Jóhann Sveinsson stingur sér til
sunds í 200 m bringusundi í ólympíu-
sundlauginni í Aþenu í gær. Á myndinni
hér til hliðar er hann kominn á ferðina.
Jakob Jóhann Sveinsson hund-
óánægður út í sjálfan sig eftir 200
metra bringusundið í gær
Þarf að
hugsa
minn gang
JAKOB Jóhanni Sveinssyni tókst ekki ætlunarverk sitt í 200 metra
bringusundinu á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær. Jakob, sem
stefndi á að komast í úrslitin, varð að láta sér lynda 21. sætið af 46
keppendum og þar með fór helsta von íslensku sundmannanna til
að komast í úrslit á Ólympíuleikunum í vaskinn. Jakob fékk tímann
2.15,60 mínútur en Íslandsmet hans í greininni, sett í Barcelona í
fyrra, er 2.15.20 mín.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar frá
Aþenu
Hjörtur Már setti Íslandsmet í 50metra, 100 metra og 200 metra
flugsundi í vor en þá var hann í
miklum ham og setti
alls fjögur met á
rúmum þremur vik-
um. Met hans í 100
metra flugsundinu
er 55,46 sekúndur en það setti hann á
móti í Canet í Frakklandi snemma í
júní. Með þeim árangri er hann í 47.
sæti af 60 skráðum þátttakendum í
100 metrunum í fyrramálið og það er
því ekki raunhæft að reikna með
honum í baráttu um sæti í undan-
úrslitum. Þangað komast 16 fyrstu
og Hjörtur Már þyrfti að bæta sig
um hátt í þrjár sekúndur til að ná því.
Hann er hins vegar staðráðinn í að
bæta Íslandsmet sitt. „Ég hef mjög
góða tilfinningu fyrir keppninni
hérna og líður eins og ég sé að fara
aftur á mitt fyrsta meistaramót. Ég
finn fyrir fiðringi sem var löngu
hættur að gera vart við sig og það er
mjög skemmtilegt að vera hérna,
innan um þá bestu,“ sagði Hjörtur
Már við Morgunblaðið.
„Ég er viss um að ég á eftir að
synda mjög hratt hérna í Aþenu,
miðað við æfingarnar undanfarið
bendir allt til þess. Það er sérstak-
lega ánægjulegt að hafa náð að bæta
sig svona mikið í ár og náð að komast
á Ólympíuleikana því ég er tiltölu-
lega nýbyrjaður aftur að æfa og
keppa. Ég tók mér frí í hálft annað ár
en byrjaði aftur af krafti í janúar og
hefur gengið mjög vel. Það er því
mjög hvetjandi að fara síðan heim
eftir leikana, æfa meira og gera bet-
ur, og þátttakan hérna er því mjög
gott þrep fyrir mig. Því miður er ekki
keppt í minni aðalgrein, 50 metra
flugsundi, á leikunum en þar á eftir
legg ég mesta áherslu á 100 metr-
ana.“
Hjörtur sagði að hitinn í Aþenu
hefði engin áhrif á sig. „Nei, alls ekki
og ég bjóst í raun við að það yrði heit-
ara. Maður var fljótur að venjast
þessu og þegar ég hafði verið hér í
fimm daga eða svo fannst mér kalt að
koma út í 24 stiga hita snemma á
morgnana,“ sagði Hjörtur Már
Reynisson.
Hjörtur Már Reynisson á meðal keppenda í 100 m flugsundi
Líður eins og á mínu
fyrsta meistaramóti
HJÖRTUR Már Reynisson, 21 árs gamall KR-ingur, bíður lengst
allra íslensku sundmannanna eftir því að taka þátt í sinni grein á
Ólympíuleikunum. Hans tími rennur upp í fyrramálið, um áttaleytið
að íslenskum tíma, þegar hann keppir í 100 metra flugsundi.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
frá Aþenu
CAMELIA Potec tryggði Rúmenum
fyrstu gullverðlaun sín í sundkeppni
Ólympíuleikanna þegar hún kom fyrst í
mark í 200 metra skriðsundi kvenna á
1.58,03 mínútum. Sigur Potec kom á
óvart, ekki síst henni sjálfri, sem enn
hafði ekki áttað sig fullkomlega þegar
verðlaunaafhending fór fram um hálf-
tíma eftir að sundinu lauk. Potec var á
fyrstu braut sýndi gríðarlega keppnis-
skap og ákveðni á síðustu 50 metrunum
og uppskar samkvæmt því.
Ólympíumeistarinn frá því fyrir fjór-
um árum, Franzica van Almsick frá
Þýskalandi varð að gera sér fimmta sæt-
ið að góðu. Federica Pellegrini frá Ítalíu
varð önnur á 1.58,22 og Frakkinn Sol-
enne Figues hafnaði í þriðja sæti á
1.58,45 mínútum.
Rúmenar fengu
gull í skriðsundi