Morgunblaðið - 18.08.2004, Síða 4
ÓL Í AÞENU 2004
4 B MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KÚLUVARPSKEPPNI karla og kvenna á Ólympíu-
leikunum verður haldin á allsérstökum stað í dag eða á
ólympíuvellinum hinum forna í Olympíu sem er í um 300
kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Völlurinn var byggður árið
776 fyrir Krist og þegar kúluvarpskeppnin fer fram í dag
verður það í fyrsta sinn sem hann er notaður síðan 393 eft-
ir Krist. Þá verður þetta í fyrsta skipti sem konur ganga
inn á völlinn, bæði sem keppendur og áhorfendur.
Vésteinn Hafsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ís-
lands og keppandi á fernum Ólympíuleikum fyrir Íslands
hönd, verður viðstaddur kúluvarpskeppnina en hann er
landsliðsþjálfari Dana í kastgreinum og tekur lærisveinn
hans, Joachim Olsen, þátt í undankeppninni.
Völlurinn er, eins og gefur að skilja, fornaldarlegur og
til að mynda verða ekki neinar rafmagnsstigatöflur held-
ur verður notast við standa sem tölur eru færðar hand-
virkt á. Skipuleggjendur leikanna lögðu ríka áherslu á að
einhverjar keppnisgreinar færu fram á hinum forna leik-
vangi og það var samþykkt.
Vésteinn á ólympíu-
vellinum til forna
EINAR Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari íslenska
landsliðsins í handknattleik, sagði við Morgun-
blaðið að leikurinn við Slóveníu í dag væri upp á
líf og dauða. Hann hefst klukkan hálf níu að
morgni að íslenskum tíma í Sports Pavillion-
íþróttahöllinni í Faliro, hafnarhverfi Aþenu, þar
sem allir leikir í riðlakeppni Ólympíuleikanna
fara fram.
„Við vissum þegar við komum hingað að það
yrði á brattann að sækja í hverjum einasta leik.
Bæði liðin eru án stiga eftir tvo fyrstu leikina og
þetta er því lykilleikur ef við ætlum okkur að kom-
ast í átta liða úrslitin. En þó Slóvenar hafi tapað
tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni eru þeir
mjög öflugir og ég tel að þeir séu sterkari núna en
þeir voru þegar við töpuðum fyrir þeim í fyrsta
leik á Evrópumótinu í Slóveníu í janúar. Sú keppni
fleytti þeim ansi langt, það fer ekkert á milli mála
að þeir eru komnir í fremstu röð,“ sagði Einar.
Slóvenar sterkari
en á EM
STEFÁN Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson verða í hlutverki vara-
dómara í handknattleik í keppni
karla í dag. Þeir verða varadóm-
arar á leik Grikkja og Egypta í
B-riðli en báðar þjóðirnar hafa tap-
að báðum leikjum sínum. Þeir Stef-
án og Gunnar hafa dæmt tvo leiki
en sum dómarapörin aðeins einn og
það er ástæða þess að þeir dæma
ekki í dag. Þeir fengu aðra af
tveimur hæstu einkunnunum fyrir
frammistöðu sína þegar þeir
dæmdu leik Frakka og Bras-
ilíumanna en einkunn þeirra var
ekki eins góð í fyrrakvöld þegar
þeir dæmdu leik Þjóðverja og
Egypta.
Stefán og
Gunnar vara-
dómarar
UMDEILT atvik átti sér stað í leik
Íslands og Spánar í handknatt-
leikskeppni Ólympíuleikanna í
fyrradag. Þegar staðan var 19:19,
og Ísland átti möguleika á að kom-
ast yfir í fyrsta skipti, varði Jose
Hombrados, markvörður Spán-
verja, naumlega frá Ólafi Stef-
ánssyni en boltinn virtist hafa farið
inn fyrir marklínuna. Eftir að hafa
skoðað atvikið á myndbandi, segja
forráðamenn íslenska liðsins að það
sé augljóst að um mark hafi verið
að ræða. Þetta var á örlagaríkum
tímapunkti í leiknum því að í stað
þess að Ísland næði forystunni á
kafla þar sem leikur Spánverja virt-
ist vera að riðlast, skoruðu þeir
þrjú mörk á skömmum tíma og
gerðu síðan endanlega út um leik-
inn.
Áttu að
komast yfir
gegn Spáni
MERLENE Ottey spretthlaupari
segist stefna ótrauð á að komast í
úrslit í 100 m hlaupi kvenna í frjáls-
íþróttakeppni Ólympíuleikanna
þrátt fyrir að vera orðin 44 ára
gömul. Ottey, sem tekur nú þátt í
Ólympíuleikum í sjöunda sinn og
keppir í fyrsta sinn undir fána Slóv-
eníu, segist ala með sér þann draum
að verða fyrsti verðlaunahafi Slóv-
eníu í frjálsíþróttakeppni á Ólymp-
íuleikum. Ottey er fædd á Jamaíka
og keppti fyrir þá þjóð á sex ólymp-
íuleikum og vann átta verðlauna-
peninga en eftir að hafa búið árum
saman í Slóveníu ákvað hún fyrir
tveimur árum að sækja um slóv-
enskt ríkisfang og segist ekki sjá
eftir því.
Ottey setti slóvenskt met í 100 m
hlaupi í sumar, hljóp á 11,09 sek-
úndum. Hún segir nær ómögulegt
að spá fyrir um hver vinni 100 m
hlaupið, margir komi til greina þar
sem Marion Jones verði ekki með.
Ottey stefnir
á úrslitin
Þau geta orðið þung skrefin frá handknattleikshöllinni að lan
inni eftir leiki – þegar illa hefur gengið. Guðmundur Þórður
landsliðsþjálfari og Ólafur Stefánsson yfirgefa höllina í hita
GUÐJÓN Valur Sigurðsson er í úrvalsliði
mánudagsins hjá Bengt Johansson, fyrrum
landsliðsþjálfara Svía í handknattleik og sér
fræðingi IHF í keppninni á Ólympíuleikunu
Bengt segir í yfirliti sínu yfir aðra umferðin
karlaflokki að Guðjón Valur hafi verið besti
vinstri hornamaðurinn í leikjunum sex.
Aðrir í úrvalsliði dagsins hjá Bengt eru
vinstri skyttan Hyung-Min Yoon frá Suður-
Kóreu, miðjumaðurin Guillaume Gille frá
Frakklandi, örvhenta skyttan Petar Metlicic
frá Króatíu, hægri hornamaðurinn Karypid
frá Grikklandi, línumaðurinn Igor Vori frá
Króatíu og brasilíski markvörðurinn Vascon
elos.
Guðmundur Hrafnkelsson fær hrós
Svíinn hrósar mörgum markvörðum fyrir
frammistöðu sína, og telur upp nokkra sem
hafi staðið sig sérstaklega vel. Þar nefnir ha
þó ekki Guðmund Hrafnkelsson sem átti mjö
góðan leik gegn Spánverjum.
Bengt segir ennfremur að bestu dómarar
dagsins hafi verið landar hans frá Svíþjóð, þ
Hansson og Olsson. Leikur dagsins að hans
mati var viðureign Suður-Kóreu og Rússlan
sem Kóreubúarnir unnu óvænt en verðskuld
Guðjón
Valur í
úrvalslið
Bengts
KJARTAN Steinbach var eft-
irlitsmaður á leik Grikkja og
Frakka í handknattleikskeppni
karla í Aþenu í fyrradag. Grikkir
komu verulega á óvart og veittu
Frökkum harða keppni, voru
lengst af yfir, en héldu ekki út
og Frakkar sigruðu að lokum,
29:25.
Kjartan þurfti að grípa inn í
leikinn á örlagaríku augnabliki.
Grikkir voru þá tveimur mönn-
um færri og Frakkarnir höfðu
nýtt sér það til að vinna upp for-
skot þeirra. Mistök á vara-
mannabekk Grikkja leiddu til
þess að leikmaður, sem var rek-
inn af velli, fór alltof snemma inn
á, 38 sekúndum áður en hans
brottvísun átti að ljúka. Enginn
tók eftir þessu á ritaraborðinu en
Kjartan var snöggur að bregðast
við, greip flautu og stöðvaði leik-
inn. Grikkir misstu þar með
þriðja manninn af velli og Frakk-
ar gátu nýtt sér það enn frekar
til að innbyrða sigurinn.
Kjartan stöðvaði leikinn
Nokkrir leikmenn sem léku meðliðinu á EM eru ekki í Ól-
ympíuhópnum. Þar munar mest
um hinn reynda
Roman Pungartnik,
markahæsta leik-
manninn í sögu
slóvenska landsliðs-
ins og leikmann
Kiel í Þýskalandi. Þá er Zoran
Lubej frá París SG í Frakklandi
ekki heldur með að þessu sinni.
Sá leikmaður, sem vakti mesta
athygli með Slóvenum á EM, var
ungur, örvhentur hornamaður, Vid
Kavticnik, sem varð tvítugur
skömmu eftir keppnina. Kavticnik
var valinn í úrvalslið keppninnar
að henni lokinni. Hann náði sér
ekki á strik í fyrsta leik Slóvena
hér í Aþenu, skoraði ekki mark
gegn Rússum, og var síðan hvíldur
í leiknum gegn Króötum.
Slóvenar töpuðu fyrir Rússum,
28:25, í fyrstu umferðinni í Aþenu
og síðan naumlega fyrir Króötum,
27:26, í annarri umferð.
Matjaz Brumen skoraði 10 mörk
gegn Króötum og hefur gert 14
mörk í fyrstu tveimur leikjum
Slóvena á Ólympíuleikunum. Rut-
enka og Andrej Kastelic eru með 8
mörk hvor, Renato Vugrinec 6,
Uros Zorman 5, Ales Pajovic 4,
Tomaz Tomsic 2, Luka Zvizej 2,
Marko Ostir 1 og Zoran Jovicic 1.
Beno Lapajne hefur staðið mestan
tímann í markinu en hann varði 11
skot gegn Rússum og 13 gegn
Króötum.
Slóvenar eru nú með á Ólympíu-
leikum í annað skipti en þeir höfn-
uðu í áttunda sætinu í Sydney fyr-
ir fjórum árum. Vegur þeirra í
handknattleiknum hefur vaxið
geysilega hratt á undanförnum ár-
um. Eftir að Júgóslavía leystist
upp, voru þeir fljótir að gera vart
við sig á stórmótum og komust t.d.
í úrslitakeppni EM bæði 1994 og
1996, þótt þeir næðu ekki að kom-
ast ofarlega á þeim mótum þar
sem þeir enduðu í 10. og 11. sæti.
Slóvenar hafa þrisvar náð að kom-
ast í lokakeppni HM og náðu þar
sínum besta árangri í Portúgal á
síðasta ári, tólfta sæti. Silfurverð-
launin sem þeir fengu í EM í jan-
úar er þeirra langbesta frammi-
staða á stórmóti og festi þá í sessi
sem eina af fremstu handknatt-
leiksþjóðum heims. Þá hefur
þeirra besta félagslið, Celje Lasko,
verið eitt öflugasta lið Evrópu
undanfarin ár og sigraði einmitt í
Meistaradeild Evrópu í vor, vann
Flensburg samanlagt 62:58 í
tveimur úrslitaleikjum. Með Celje
leika margir slóvensku landsliðs-
mannanna.
Íslenska landsliðið í handknatt-
leik mætir Slóvenum í Aþenu
LIÐ Slóvena, sem mætir Íslendingum á Ólympíuleikunum í Aþenu
nú í morgunsárið, er nokkuð breytt frá því í janúar þegar það
hreppti silfurverðlaunin á Evrópumótinu á sínum heimavelli. Slóv-
enar töpuðu þá , 30:25, fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik, eftir að hafa
sigrað Króata, 27:25, í undanúrslitum. Slóvenar sigruðu jafnframt
Íslendinga á sannfærandi hátt, 34:28, í fyrsta leik keppninnar.
Þeir hafa fengið til sín öfluga, rétthenta skyttu frá Hvíta-Rússlandi,
Siarhei Rutenka. Hann hefur leikið í Slóveníu undanfarin ár og er
nýkominn með slóvenskt ríkisfang. Rutenka hefur skorað 8 mörk í
tveimur fyrstu leikjum Slóvena hér í Aþenu, gegn Rússum og Króöt-
um, en er reyndar ekki með góða skotnýtingu því 11 skot af 19 hafa
geigað hjá honum.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
frá Aþenu
Nokkrar
breytingar
á silfurlið-
inu frá EM