Morgunblaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2004 B 7
ALESSANDRO Nesta, leikmaður AC Milan og
ítalska landsliðsins, sagði í viðtali við ítalska
fjölmiðla í gær að leikurinn gegn Íslandi væri
mjög mikilvægt skref í átt til þess að gleyma
óförunum á EM í Portúgal. „Ítalía verður að
endurbyggja samheldni og keppnisanda, eink-
um eftir slakt gengi í síðustu tveimur stórmót-
um. Leikurinn gegn Íslandi er mjög mik-
ilvægur þar sem hann gefur okkur tækifæri til
að byggja upp hið fræga Azzurri-andrúms-
loft.“
Leikurinn er fyrsti leikur Marcelo Lippi með
ítalska liðið og hlakkar Nesta til að spila undir
hans stjórn. „Lippi er svo sannarlega frábær
þjálfari, annars hefði hann ekki þjálfað Juv-
entus í svo langan tíma. Það er það eina sem ég
get sagt um hann. Ég veit ekki hvaða leik-
aðferð við spilum enda er það undir þjálf-
aranum komið,“ sagði Nesta.
Íslandsleikurinn
mikilvægur
Alessandro Nesta
JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er
með tilboð í höndunum frá rússneskum, ítölskum og spænsk-
um körfuknattleiksliðum en hann er samningsbundinn banda-
ríska NBA-liðinu Dallas Mavericks. Jón sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann ætlaði sér að skoða málin á
næstu dögum ásamt umboðsmanni sínum sem er í Bandaríkj-
unum. „Þetta er allt á frumstigi og ég er samningsbundinn
Dallas Mavericks eins og er. Ég þarf að fá mig lausan frá þeim
til þess að geta tekið næstu skref í þessum efnum. Ég hef nú
þegar fengið tilboð frá rússnesku liði frá Pétursborg en hef
ekki svarað því. Að auki eru lið frá Spáni og Ítalíu inni í
myndinni eins og er. Það er margt í gangi,“ sagði Jón Arnór
sem lék með Dallas í sumardeildinni vestanhafs og þótti
standa sig vel í þeim leikjum.
Jón Arnór lék ekkert með Dallas á síðustu leiktíð og þarf að
komast á ný í 12 manna hóp liðsins að loknu undirbúnings-
tímabilinu í haust. Hann gerði samning til fimm ára við Dall-
as, með því ákvæði að hann þyrfti að komast í leikmannahóp
liðsins á hverju hausti á samningstímanum.
Jón Arnór með tilboð
frá liðum í Evrópu
Jón Arnór Stefánsson
FÓLK
REAL Madrid er sagt eiga í við-
ræðum við ítalska liðið Inter Míl-
anó um kaup á ítalska varnarmann-
inum og landsliðsmanninum Fabio
Cannavaro. Madrídarliðið vinnur
hörðum höndum að því að styrkja
vörnina hjá sér og eftir að liðið
missti af Patrick Vieira sneri það
sér til Cannavaro, en fyrr í sumar
keypti liðið Walter Samuel frá
Roma. Cannavaro hefur mikinn
áhuga á að fara til Spánar þrátt
fyrir að Manchester United hafi
sýnt honum mikinn áhuga að und-
anförnu.
ÍTALSKA liðið Roma hefur í
hyggju að fá sænska framherjann
Zlatan Ibrahimovic, sem leikur
með Ajax í Hollandi, til liðs við sig.
Ibrahimovic, sem er 22 ára, sló í
gegn í sænska landsliðinu á EM í
Portúgal í sumar. Hann skoraði
meðal annars mark Svía gegn Ítöl-
um á EM, en leiknum lauk með 1:1
jafntefli. Viðræður hafa átt sér stað
milli félaganna, en Ajax vill ekki
sleppa hendinni af leikmanninum
nema fyrir 1,3 milljarða króna.
ÍTALSKIR fjölmiðlar sögðu frá
því í gær að Juventus væri að
ganga frá kaupum á Miguel frá
Benfica og ætlaði að greiða 10
milljónir evra fyrir kappann. Áður
hafði Benfica hafnað fimm milljóna
boði í kantmanninn snjalla.
MÓNAKÓ íhugar að kaupa
Nicholas Anelka frá Mancester
City. Raunar vill Mónakó annað-
hvort fá Anelka eða Javier Saviola
frá Barcelona og er líklegra að
hann fari því Börsungar segjast til-
búnir að lána hann í eitt ár.
LIVERPOOL hefur gengið frá
þriggja ára samningi við Antonio
Nunez. Nunez er 25 ára miðjumað-
ur og kemur til liðsins í skiptum
fyrir Michael Owen sem fór til
Real Madrid.
FIORENTINA hefur blandað sér
í baráttuna um Senegalann El
Hadji Diouf hjá Liverpool en nán-
ast var frágengið að hann færi til
Bolton að láni út tímabilið.
Fyrirliði íslenska landsliðsins, Eið-ur Smári Guðjohnsen, býst við
hörkuleik í kvöld og hann telur að ís-
lenska liðið gæti
varla mætt erfiðari
mótherja. „Ítalir hafa
á að skipa frábæru
liði og eru með eitt af
allra sterkustu liðum í heimi. Þó að
það vanti nokkra sterka leikmenn í
ítalska liðið hafa Ítalir það marga
góða leikmenn að þeir geta vel stillt
upp tveimur mjög góðum liðum,“ seg-
ir Eiður Smári en hann telur að það
verði sérstakt fyrir íslensku leik-
mennina að hlaupa inn á völlinn í
kvöld. „Það er útlit fyrir að það verði
um 18.000–20.000 áhorfendur á leikn-
um og það verður örugglega dálítið
sérstakt að leika fyrir svona marga
áhorfendur á Laugardalsvelli. Það
verður frábært að spila fyrir framan
svona marga Íslendinga og vonandi
sýnum við í hvað okkur býr og full-
komum daginn fyrir Íslendinga.“
Hefur þessi leikur meira gildi en
aðrir vináttulandsleikir?
„Þetta er mikilvægur leikur þó úr-
slitin hafa ekkert stigagildi. Ef við
náum góðum úrslitum verður það
mikilvægt fyrir sjálfstraustið hjá okk-
ur og myndi veita okkur meðbyr fyrir
leikina í september í undankeppni
HM, en þar erum við í mjög erfiðum
riðli. Á morgun (í kvöld) þurfum við
að rísa aftur upp eftir rothöggið í
Bretlandi þegar við töpuðum stórt
fyrir Englandi.“
Hvað þurfum við helst að leggja
áherslu á gegn Ítölum?
„Við þurfum alltaf að leggja mikið
upp úr varnarleiknum og beita hröð-
um skyndisóknum þegar tækifæri
gefst. Við þurfum að vera vel skipu-
lagðir í varnarleiknum og nýta föstu
leikatriðin vel. Það fer svo alveg eftir
því hvernig leikurinn þróast hvort við
pressum þá framarlega eða aftar-
lega,“ sagði Eiður Smári.
Þurfum að sanna okkur
Varnarmaðurinn Hermann Hreið-
arsson segir að íslenska liðið þurfi að
sýna sig og sanna gegn Ítölum eftir
stórtapið gegn Englendingum í júní.
„Síðasti landsleikur hjá okkur, sem
var gegn Englendingum, fór ekki vel
og við þurfum að sýna það og sanna
að við séum verðugir andstæðingar
fyrir Ítali. Þessi leikur er mikilvægur
í undirbúningi okkar fyrir undan-
keppni HM og við viljum koma okkur
á beinu brautina áður en undan-
keppnin hefst,“ segir Hermann.
„Við þurfum að nota leikinn gegn
Ítölum til að sýna öðrum þjóðum að
við erum erfiðir heim að sækja. Við
munum leggja áherslu á góðan og
skipulagðan varnarleik. Baráttan
þarf að vera til staðar og við verðum
að vera tilbúnir að vinna hver fyrir
annan en það þýðir ekki að liggja bara
í vörn. Þegar tækifæri gefst verðum
við að vera tilbúnir að sækja að marki
Ítala því eins fólk veit er miklu
skemmtilegra að spila til sigurs,“ seg-
ir Hermann.
Er liðið betur í stakk búið fyrir leik-
inn gegn Ítölum en gegn Englandi?
„Liðið er í betra ástandi núna en í
Englandi en þá voru margir leikmenn
þreyttir eftir langt og erfitt tímabil.
Núna erum til dæmis við leikmenn-
irnir, sem spilum á Englandi, allir
mjög hungraðir í að spila þar sem
tímabilið er nýhafið. Það er líka stutt í
að undankeppni HM hefjist og það er
mikilvægt að við slípum okkur vel
saman. Þó að við séum í mjög erfiðum
riðli í undankeppninni viljum við vera
með í toppbaráttunni. Til þess að það
geti gerst verðum við að vera mjög
sterkir á heimavelli og það er mik-
ilvægt að byrja vel í september því
það eru aðeins 10 leikir í undankeppn-
inni og hver leikur því mjög mikil-
vægur.“
Megum ekki misnota
þetta tækifæri
Logi Ólafsson landsliðsþjálfari seg-
ir að allir 20 íslensku leikmennirnir
séu í góðu ástandi og tilbúnir í leikinn
gegn Ítölum. „Ástandið á okkar leik-
mönnum er mjög gott og það eru allir
tilbúnir í leikinn. Ég og Ásgeir Sig-
urvinsson höfum ekki ákveðið hvort
við notum marga varamenn, það fer
alfarið eftir því hvernig leikurinn
þróast. Þó er ljóst að Birkir Kristins-
son mun taka þátt í leiknum á ein-
hverjum tímapunkti,“ segir Logi.
Hvernig verður leiktaktík Íslands?
„Megináætlunin verður að liggja
aftarlega á vellinum og reyna að fá þá
í gildrur sem við búum til. Varnarleik-
urinn verður þéttur og við færum
okkur fram á völlinn þegar tækifæri
gefst. Við höfum alltaf verið sterkir í
föstum leikatriðum, bæði í vörn og
sókn og við munum áfram reyna að
nýta þau,“ segir Logi sem segir að
þeir Ásgeir hafi notað sama leikkerfi
frá því þeir tóku við landsliðinu.
„Allt frá því við Ásgeir tókum við
landsliðinu höfum við notað sama
leikkerfi með ákveðnum útúrdúrum
en grunnskipulagið er alltaf það
sama. Við erum með þrjá aftast, fimm
á miðjunni og tvo framar á vellinum.
Ísland er í mjög erfiðum riðli í und-
ankeppni HM og þessi leikur er mik-
ilvægur undirbúningur fyrir þá
keppni. Ef við ætlum okkur að gera
eitthvað af viti í riðlinum er það okkar
mat að við getum aldrei leyft okkur að
vera með marga leikmenn inni á vall-
arhelmingi mótherjanna,“ segir Logi
sem telur að verkefnið í kvöld sé mjög
spennandi.
„Það sem gerir þetta svo spennandi
er að við erum að fara að leika gegn
einu besta knattspyrnuliði veraldar
og einnig verður hugsanlega slegið
aðsóknarmet á Laugardalsvellinum.
Þetta tvennt gerir það að verkum við
getum ekki verið værukærir og við
verðum að gera betur en gegn Eng-
landi. Við megum ekki misnota þetta
tækifæri því við verðum að sýna Ís-
lendingum að við erum í þessu til að
leggja okkur fram.“
Íslendingar og Ítalir eigast við í vináttulandsleik á Laugardalsvelli
ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu leikur vináttulandsleik
gegn Ítalíu á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn er liður í undirbún-
ingi fyrir undankeppni HM en fyrsti leikur Íslands í undankeppninni
er gegn Búlgaríu á Laugardalsvelli 4. september. Morgunblaðið
ræddi við landsliðsmennina Eið Smára Guðjohnsen og Hermann
Hreiðarsson en þeir telja báðir að íslenska liðið þurfi að nota leikinn
gegn Ítölum til þess að sýna í hvað því býr. Logi Ólafsson lands-
liðþjálfari segir að íslenska liðið muni nota sömu leiktaktík og áður
en áhersla verður lögð á að liggja aftarlega á vellinum.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Eftir
Atla
Sævarsson
Ætlum að sýna
hvað býr í liðinu