Morgunblaðið - 18.08.2004, Page 8

Morgunblaðið - 18.08.2004, Page 8
ÞJÁLFARI norska úrvalsdeild- arliðsins Fredrikstad, Knut Thor- bjørn Eggen, hefur áhuga á að fá Tryggva Guðmundsson að láni til liðsins fyrir lokasprettinn í deild- arkeppninni. Eggen segir í viðtali Fredrikstadsbladet að hann hafi sett sig í samband við forsvarsmenn sænska liðsins Örgryte þess efnis að fá Tryggva til liðsins. Tryggvi lék með Stabæk og Tromsö í Noregi áð- ur en hann samdi við Örgryte sl. vor. „Við vitum hvernig leikmaður Tryggvi er, hann er hættulegur fyr- ir framan markið, fjölhæfur, enda getur hann leikið sem framherji og einnig á báðum köntunum ef svo ber undir,“ segir Eggen en hann leitar að framherja. Í fyrra fékk liðið Rík- harð Daðason, sem skoraði 5 mörk í 9 leikjum og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti í efstu deild. Fredrikstad hefur áhuga á að fá Tryggva ÞÓREY Edda Elísdóttir stangar-stökkvari kom til Aþenu í gær- kvöld, síðust íslensku ólympíu- faranna. Frjálsíþróttakeppni leikanna hefst á föstudag og er undankeppnin í stangarstökkinu á laugardaginn. Hinn fulltrúi ís- lenska frjálsíþróttafólksins, Jón Arnar Magnússon, kom á sunnu- daginn en hann keppir í tugþraut- inni á mánudag og þriðjudag. Guðmundur Karlsson, landsliðs- þjálfari í frjálsum íþróttum, sagði við Morgunblaðið að Jón Arnar hefði æft af kappi í Ólympíu- þorpinu síðan hann kom en þar væri mjög góð aðstaða fyrir kepp- endur. Ekkert væri hins vegar æft á Ólympíuleikvanginum sjálfum þar sem frjálsíþróttakeppnin fer fram. Þórey Edda Elísdóttir Þórey komin til Aþenu FÓLK  CRYSTAL Palace gekk í gær frá kaupunum á Ivan Kaviedes frá Ekva- dor. Kaviedes kemur frá Barcelona de Guayaquil í Ekvador en hann var áður á mála hjá spænska félaginu Celta. Hann er 26 ára framherji og hefur spilað með landsliði Ekvador.  KIERON Dyer, enski landsliðs- miðjumaðurinn í herbúðum New- castle, er að öllum líkindum á leið frá félaginu vegna ósættis við Bobby Robson, knattspyrnustjóra félagsins. Dyer var ekki sáttur við að vera á hægri kantinum gegn Middlesbrough síðastliðinn laugardag og var þess í stað tekinn út úr byrjunarliðinu. Newcastle vill fá rúman milljarð króna fyrir Dyer og er Manchester United líklegast til að gera tilboð í leikmanninn.  JURGEN Macho, austurríski markvörðurinn sem verið hefur á mála hjá Chelsea, hefur gengið til liðs við Rapid Vín í Austurríki á frjálsri sölu. Macho er annar markvörðurinn sem yfirgefur Chelsea á stuttum tíma en Marco Ambrosio var á dögunum lánaður til Grashopper í Sviss.  TOTTENHAM hefur mikinn áhuga á að kaupa bakvörðinn Steve Finnan frá Liverpool, en liðið leitar að eft- irmanni Stephen Carr sem seldur var til Newcastle á dögunum. Finnan gekk til liðs við Liverpool frá Fulham fyrir 450 milljónir króna í fyrra.  LIVERPOOL hefur gengið frá kaupum á spænska miðjumanninum Xabi Alonso frá Real Sociedad. Alonso, sem er 22 ára landsliðsmaður, mun fljúga til Liverpool í vikunni til að undirgangast læknisskoðun og ganga frá persónulegum málum. Liv- erpool er talið borga 1,4 milljarða króna fyrir leikmanninn.  EMILE Heskey, leikmaður Birm- ingham, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla, en enska liðið mætir Úkraínu í æfinga- leik í kvöld. Meiðsli hans eru ekki al- varleg en ekki gefst tími til að kalla nýjan mann í hans stað.  JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að írski miðjumaður- inn Damien Duff, sé ekki tilbúinn að hefja leik að nýju í ensku úrvalsdeild- inni. Duff hefur jafnað sig af axlar- meiðslum sem hann lenti í, en var ekki valinn í lið Chelsea gegn Manchester United síðastliðna helgi. Mourinho sagði að Duff væri ekki andlega tilbú- inn og skorti sjálfstraust.  MARTIN O’Neill, knattspyrnu- stjóri Celtic, hefur fengið grænt ljós frá stjórnendum félagsins til þess að gera tilboð í Brasilíumanninn Jun- inho sem er í herbúðum Middles- brough. Juninho virðist ekki eiga mikla framtíðarmöguleika á River- side eftir mikil innkaup í sumar.  BOSTON Celtic hefur samið við NBA-leikmanninn Tom Gugliotta sem er 34 ára gamall og hefur komið víða við. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í hné á undanförnum árum en hann var aðalmaðurinn í liði Washington Wizards á árum áður og skoraði þá yfir 20 stig að meðaltali í leik. ÓLYMPÍUMEISTARINN í 200 metra hlaupi karla, Grikkinn Kost- adinos Kenteris, hefur verið í kast- ljósi fjölmiðla að undanförnu þar sem hann mætti ekki í lyfjapróf sem hann var boðaður í. Kostadinos seg- ir í viðtali við gríska fjölmiðla í gær að hann sé ekki með óhreint mjöl í pokahorninu. „Ég hef mátt þola mikið óréttlæti á undanförnum dögum. Ég hef aldrei notað ólögleg efni á mínum ferli,“ sagði Kostad- inos í gær er hann var á leið af sjúkrahúsinu sem hann hefur dval- ið á undanfarna daga eftir að hafa lent í umferðarslysi á vélhjóli sem hann og Ekaterini Thanou voru saman á. Thanou er silfurhafi frá 100 metra hlaupinu í Sydney árið 2000 og er hún í sömu sporum og Kostadinos, en hún mætti heldur ekki í lyfjapróf sem hún var boðuð í. Umferðarslysið hefur vakið mikla athygli þar sem engin vitni hafa gefið sig fram sem sáu slysið né ökumaður bifreiðarinnar sem á að hafa ekið á vélhjólið. Slysið átti sér stað aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að þau áttu að mæta í lyfja- prófið. Aganefnd Alþjóðaólympíu- sambandsins mun taka málið fyrir á fundi sínum í dag. Kenteris hefur ekki gefið það út hvort hann muni taka þátt í 200 metra hlaupinu ef IOC gefur hon- um leyfi til þess að keppa. „Þeir að- ilar sem hafa krossfest mig í sjón- varpsviðtölum á undanförnum dögum eru þeir sömu sem hafa staðið fyrir aftan mig í myndatök- um eftir glæsta sigra mína,“ sagði Kenteris. Samkvæmt heimildum AFP- fréttastofunnar er haft eftir starfs- manni grísku ólympíunefndarinnar að Kenteris og Thanou hafi ekki átt von á því að vera boðuð í lyfjapróf í Ólympíuþorpinu þar sem þau voru stödd. Viðbrögð þeirra hafi verið að láta sig hverfa en þeir kepp- endur sem ekki mæta í lyfjapróf geta átt yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann líkt og þeir sem falla á slíkum prófum. Kenteris heldur fram sakleysi Reuters Costas Kenteris á ferðinni í Aþenu í gær. Ég veit hver Eiður Smári Guð-johnsen er en aðra leikmenn liðsins þekki ég lítið sem ekkert,“ segir Lippi. „Leikmenn íslenska liðs- ins eru líkamlega sterkir en við höf- um ekki náð nema þremur æfingum áður en við mætum íslenska liðinu. Undirbúningurinn er því ekki eins og best verður á kosið,“ segir Lippi. Það vakti mikla athygli þegar Lippi valdi ekki Alexandro Del Piero, fyrirliða Juventus oog fyrr- verandi lærisvein hans hjá liðinu, í landsliðshóp sinn. Lippi svaraði því til að Del Piero verði að bæta lík- amlegt ástand sitt áður en hann verði valinn í ítalska landsliðið á ný. „Ég hef rætt við leikmanninn og hann veit um hvað er að ræða. Ég er ekki að senda leikmönnum skilaboð um að þeir eigi ekki möguleika á að vera valdir. Enginn á öruggt sæti í liðinu og ég tel að allir sem standa sig vel með sínum liðum komi til greina í landsliðið. Það eru margir leikmenn sem ég hefði viljað taka með til Íslands meiddir, og að auki er nokkrir leikmenn að taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég fæ því tæki- færi til þess að velja aðra leikmenn sem ég get skoðað í leiknum gegn Ís- lendingum,“ segir Lippi, en Ítalía mætir Norðmönnum í fyrsta leik sín- um í undankeppni heimsmeistara- mótsins í byrjun september. „Við munum leika 4-3-1-2 gegn Íslending- um og ég krefst þess að leikmenn liðsins gefi allt sem þeir eiga í leik- inn. Þeir fá tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr, og ef þeim tekst það þá verða þeir eflaust valdir á ný í lið- ið. Þetta er hópurinn sem mér stend- ur til boða í dag og þessir leikmenn eru ítalska landsliðið. Leikmenn liðsins eru vanir ýms- um mismunandi leikaðferðum með sínum félagsliðum en leikaðferð landsliðsins á ekki að koma þeim í opna skjöldu.“ Lippi hefur rætt við markvörðinn Francesco Toldo um að hann verði til taks á ný, en Toldo sagði eftir Evrópumót landsliða í sumar að hann væri hættur með landsliðinu. „Hann er tilbúinn að koma á ný ef liðið þarf á honum að halda,“ segir Lippi. Morgunblaðið/Ómar Marcello Lippi stjórnar leikmönnum sínum á æfingu í gær á Laugardalsvellinum. Lippi vill fá hörkuleik MARCELLO Lippi, þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann þekki lítið til íslenska landsliðsins, en liðin mætast í vin- áttulandsleik á Laugardal í kvöld. Lippi tók við stjórn ítalska liðsins eftir Evrópukeppni landsliða í Portúgal í sumar er Giovanni Trapp- atoni hætti störfum. Ítalía komst ekki áfram úr riðlakeppninni eftir harða baráttu við Svía og Dani. Leikurinn gegn Íslandi verður fyrsti landsleikur Ítala frá því á EM. ■ Leikurinn/B7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.