Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 1
2004  LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A  Þórey Edda keppir í undankeppni stang- arstökksins í dag í Aþenu /B2  Jón Arnar Magnússon er tilbúinn í slag- inn skeggjaður eða skegglaus / B7  Helena Ólafsdóttir ætlar íslenska liðinu að ná árangri gegn Rússum / B8 Bekele ætlar sér að sigra í 5.000metra hlaupi en það hefur eng- um tekist frá því að Eþíópíumaður- inn Miruts Yifter sigraði í báðum greinum á ÓL í Moskvu. Bekele sem einnig er heimsmeist- ari í greininni sýndi hvers hann er megnugur á lokasprettinum er hann reif sig frá öðrum keppendum með gríðarlegum endaspretti og kom í mark á 27.05,11 mínútum. Sileshi Sihine frá Eþíópíu varð annar og Zersenay Tadesse frá Erítreu varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem íþróttamaður frá Erítreu vinnur til verðlauna á Ólympíuleikum. „Ég er ekki aðeins glaður yfir því að hafa lagt Gebrselassie að velli, ég vann alla sem tóku þátt og ég var staðráðinn í því að fara síðasta hring- inn á miklum hraða. Og það tókst,“ sagði Bekele í gær. Gebrselassie bar sig vel eftir hlaupið og hrósaði tvöföldum sigri þjóðarinnar en hann hefur verið meiddur á hásin undanfarnar vikur og sagðist Gebrselassie einfaldlega ekki hafa verið í stakk búinn fyrir átök sem þessi. „Ég fann fyrir meiðslunum sem hafa verið að hrjá mig og það kom í ljós að ég hef ekki æft mikiðundanfarnar vikur. En ég óska þjóðinni til hamingju með gullið og silfrið,“ sagði Gebrselassie. Reuters Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele fagnar sigrinum í 10.000 metra hlaupinu í Aþenu. Bekele vann Gebrselassie EÞÍÓPÍUMAÐURINN Kenenisa Bekele rauf sigurgöngu landa síns síns Haile Gebrselassie í 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær en hinn 22 ára gamli Bekele kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti. Gebrselassie sigraði í greininni á ÓL í Atlanta árið 1996 og í Sydney fyrir fjórum árum en hann varð fimmti í hlaupinu. KIRSTY Coventry tryggði Zimb- abve sín fyrstu gullverðlaun í sund- keppni á Ólympíuleikum í gær þeg- ar hún kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á 2.09,19 mínútum. Fyrr á leikunum hafði Coventry unnið silf- ur og bronsverðlaun í sundkeppn- inni en það voru jafnframt fyrstu verðlaun Zimbabve í sundi á Ól- ympíuleikum. Stanislava Komarova frá Rúss- landi varð í öðru sæti á 2.09,72 og síðan voru Reiko Nakamura, Japan, og Antje Buschschulte, Þýskalandi, jafnar í þriðja sæti á 2.09,88. Coventry stundar nám í banda- rískum háskóla þar sem hún æfir jafnframt sund með háskólaliði. Árið 2000 var hún útnefnd íþrótta- maður ársins í heimalandi sínu. „Ég er gríðarlega ánægð og vik- an hefur verið yndislegt. Ég trúi þessu varla, ég er stolt að hafa komið fram fyrir þjóð mína með þessum hætti, enda fékk ég tæki- færi frá þjóðinni, sem gerði mér kleift að æfa og búa mig undir keppnina. Ég vona að íbúar Zim- babve séu eins spenntir og ég er. Markmiðið var að ná gulli eftir fína uppskeru í vikunni. Mér líður eins og ég sé stödd á tunglinu, þetta er óraunverulegt, ég á gull, silfur og brons frá sundkeppninni. Ég stapp- aði stálinu í sjálfa mig þegar ég vissi að ég ætti möguleika á að vinna til gullverðlauna,“ sagði Cov- entry í gær. Hún vildi ekki ræða mikið um stjórnmálasambandið í heimalandi sínu. „Mér finnst að það eigi ekki að blanda saman stjórn- málum og íþróttum. Það er erfitt að fylgjast með öllu því sem gengur á í heimalandi mínu þar sem ég stunda nám í Bandaríkjunum. En það eru mismunandi vanamál sem allar þjóðir eiga við að glíma,“ sagði Coventry. Kirsty Coventry kom Zimbabve í gullflokkinn Reuters Kirsty Coventry kyssir gull- verðlaunin í Aþenu. HEIMSMEISTARALIÐ Króatíu í handknattleik átti í vandræðum með lið Rússa á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag en Króatía vann leik- inn, 26:25. Staðan var 14:10 Rússum í vil og í síðari hálfleik náðu Rússar mest 5 marka forskoti sem þeir misstu niður á lokakafla leiksins. Það virtist sem lykilmenn Rússa misstu móðinn er líða fór á leikinn á meðan Króatar söxuðu á forskotið. Rússar eru þar með í sömu stöðu og Íslendingar í riðlinum, með 2 stig en liðin eigast við á sunnudag í hreinum úrslitaleik um hvort liðið kemst áfram úr riðlinum ásamt Króatíu, Spáni og S- Kóreu. Rússum nægir jafntefli gegn Íslendingum á sunnudag. „Leikurinn var gríðarlega erfið- ur en niðurstaðan er mikil von- brigði. Við áttum möguleika á sigri en vorum óþolinmóðir í sóknar- leiknum. Við verðum að vinna næsta leik gegn Íslendingum á sunnudag. Ég hef trú á því að okkur takist að leggja þá að velli og kom- ast áfram. Það er markmiðið hjá okkur að komast áfram,“ sagði Rúsinn Krivoshly- kov. Rússum dugir jafntefli gegn Íslendingum HEIÐAR Davíð Bragason úr GKj lék þriðja hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari á Evrópumóti einstaklinga í Skövde í Svíþjóð og komst hann í gegnum niðurskurðinn. Hinir þrír íslensku keppend- urnir á mótinu; Örn Ævar Hjart- arson, Magnús Lárusson og Stef- án Már Stefánsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn og eru úr leik. Heiðar Davíð var á parinu eft- ir fyrstu tvo hringina, en var kominn tvo yfir eftir fyrri níu holurnar í dag. Hann lék hins vegar vel á seinni níu, eða 34 höggum og er því samtals á tveimur höggum undir pari á 214 höggum, en 70 efstu kylfingarnir eftir þrjá hringi halda áfram og leika lokahringinn í dag. Rigning í Noregi Birgir Leifur Hafþórsson lék ekki í gær á áskorendmótinu sem fram fer í Noregi en keppni var frestað í gær vegna veðurs. Birg- ir er á 2 höggum yfir pari í 62.- 85. sæti af alls 153 keppendum. Heiðar Davíð komst áfram í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.