Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 2
ÓL Í AÞENU 2004
2 B LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍKJAMAÐURINN Michael
Phelps bætti í gær fimmtu gullverð-
launum sínum á Ólympíuleikunum í
safn sitt þegar hann kom fyrstur í
mark í 100 m flugsundi á 51,25 sek-
úndum sem er Ólympíumet. Gamla
metið var 51,61. Þegar 25 metrar
voru eftir af sundinu virtist Phelps
ekki eiga möguleika á sigrinum, var
í þriðja sæti, en lokasprettur hans
var frábær.
Landi Phelps, Ian Crocker, var
annar á 51,29 sekúndum eftir að
hafa verið í forystu nær allt sundið.
Úkraínumaðurinn Andriy Serdinov
varð þriðji á 51,36.
Phelps á möguleika að vinna
sjöttu gullverðlaun sín á leikunum á
morgun í 4x100 m boðsundi. Hann
hefur þegar unnið fern gullverðlaun
í einstaklingsgreinum og hafa að-
eins fjórir sundmenn náð á Ólymp-
íuleikum til þessa, Alex Popov frá
Rússlandi, Roland Matthes, Austur-
Þýskalandi, Tamas Darnyi, Ung-
verjalandi að ógleymdum Marks
Spitz sem vann fimm gull í ein-
staklingssundum í München 1972.
„Það sem ég er að gera og upplifa
þessa dagan er eitthvað sem ég hef
verið að bíða eftir alla mína ævi,“
sagði Phelps eftir sundið í gær. „Ég
á eftir eitt sund og þetta er besta
vika sem ég hef upplifað á mínum
ferli. Crocker var með yfirhöndina
þegar skammt var eftir en ég náði
honum og ég elska endaspretti sem
skila mér gulli,“ sagði Phelps.
Michael Phelps krækti í
fimmtu gullverðlaunin
GARY Hall, frá Bandaríkjunum,
kom fyrstur í mark og tryggði þjóð
sinni enn ein gullverðlaunin í sund-
keppni Ólympíuleikanna þegar
hann kom fyrstur í mark í 50 m
skriðsundi. Króatinn Duje Drag-
anja varð í öðru sæti og Roland
Mark Schoeman, Suður-Afríku,
hreppti bronsið.
Þar með varði Hall tign sína í
greininni en hann varð einnig Ól-
ympíumeistari í 50 m skriðsundi á
leikunum í Sydney fyrir fjórum ár-
um.
Sigur Hall stóð glöggt því hann
var aðeins 1/100 úr sekúndu á und-
an Draganja, kom í mark á 21,93
sek. Schoeman synti á 22,02. Svíinn
Stefan Nystrand varð í fjórða sæti á
22,08 og bætti sitt eigið Norður-
landamet. Það var ekki mikill mun-
ur á fyrsta og áttunda sæti í úr-
slitasundinu en Salim Iles frá Alsír
varð áttundi á 22,37 sekúndum.
Shibata kom á óvart
Ai Shibata, frá Japan, vann gull-
verðlaun í 800 m skriðsundi kvenna
eftir æsilega keppni við Frakkann
Laure Manaudou. Shibata synti á
8.24,54 en Frakkinn var 32/100 úr
sekúndu á eftir. Manaudou var
fyrirfram talinn sigurstranglegri
og hafði ætlað sér að vinna sín önn-
ur gullverðlaun á leikunum í sund-
inu en hún vann 400 m skriðsundið.
Diana Munz frá Bandaríkjunum
hafnaði í þriðja sæti.
Gary Hall varði titilinn
frá því á ÓL í Sydney
ÞÓREY Edda Elísdóttir á 16. hæsta
stangarstökkið í heiminum á þessu
ári, 4,60 metrar sem hún vippaði sér
yfir á móti í Madríd um miðjan júlí.
Sjö konur hafa hins vegar stokkið
hærra en Þórey Edda í ár en þær
Jelena Isinbayeva og Svetlana Feof-
anva hafa hvað eftir annað skipst á
að setja nýtt heimsmet í greininni.
Isinbayeva bætti heimsmet sitt um 1
sentímetra í lok júlí þegar hún fór
yfir 4,90 metra á móti í London en
áður hafði Feofanova sett heims-
met, 4,88, á móti í Herraklion í
Grikklandi í byrjun júlí.
Besti heimsárangurinnn í ár er
eftirfarandi:
4,90 Jelena Isinbayeva
4,89 Jelena Isinbayeva
4,88 Svetlana Feofanova
4,87 Jelena Isinbayeva
4,83 Stacy Dragila
4,80 Svetlana Feofanova
4,80 Svetlana Feofanova
4,75 Stacy Dragila
4,71 Anna Rogowska
4,67 Kellie Shuttle
4,66 Caroline Hingst
4,62 Tatyana Polinova
4,60 Andrea Dutoit
4,60 Þórey Edda Elísdóttir
4,60 Jilian Schwartz
4,60 Monika Pyrek
KEPPANDI í kúluvarpi kvenna frá
Úsbekistan, Olga Shchukina, féll á
lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í gær
og hefur verið vísað úr Ólympíuþorp-
inu í Aþenu. IOC greindi frá þessu í
gær en hún reyndist hafa notað vaxt-
arhormón í lyfjaprófi sem hún fór í
hinn 14. ágúst sl.
KEPPNI í frjálsum íþróttum hófst
á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær-
morgun. Christine Arron, frá Frakk-
landi, og Latasha Colander, frá
Bandaríkjunum, komust auðveldlega
í aðra umferð í 100 metra hlaupi
kvenna, en þær eru taldar líklegar til
þess að hampa sigri í greininni. Þá
komust Merlene Ottey, frá Jamaíku,
og Gail Devers, frá Bandaríkjunum,
einnig áfram úr undanrásum, en þær
hafa oft keppt um sigur á stórmótum
áður. Devers, sem er 37 ára, og Ot-
tey, sem er 44 ára, eru hins vegar
ekki taldar eiga möguleika á sigri nú.
Devers hefur tvívegis borið sigur úr
býtum í 100 metra hlaupi kvenna á
Ólympíuleikum.
KIM Dong-Moon og Ha Tae-
Kwon, frá S-Kóreu, sigruðu í tvíliða-
leik karla í badminton á ÓL í Aþenu
en þeir áttu í höggi við landa sína Lee
Dong-Soo og Yoo Yong-Sung í úr-
slitaleiknum. Moon og Kwon unnu
tvær lotur, 15:11 og 15:4, en þeir
fengu bronsverðlaun á leikunum í
Sydney fyrir fjórum árum.
Eng Hian og Flandy Limpele, frá
Indónesíu, fengu brons í greininni en
þeir unnu danska parið Jens Eriksen
og Marti Lundgaard, 15:13 og 15:7.
BANDARÍKJAMAÐURINN Melv-
in Lister náði ekki að tryggja sér
sæti í úrslitum í þrístökki karla í gær
en hann stökk aðeins 16,64 metra en
keppendur þurftu að stökkva yfir 17
metra til þess að komast í úrslit.
CHRISTIAN Olsson frá Svíþjóð
stökk lengst allra í undankeppninni,
17,68 metra, en hann notaði aðeins
eitt stökk líkt og Marian Oprea frá
Rúmeníu sem stökk 17,44 metra.
Yoandri Betanzos, frá Kúbu, stökk
17,53 metra í fyrstu tilraun líkt og
Bretinn Phillips Idowu sem stökk
17,33 metra. „Það hvarflaði ekki að
mér að stökkva á ný er ég sá að 17
metrarnir voru í höfn. En keppnin í
úrslitunum verður gríðarlega jöfn
miðað við ástandið á keppendum í
undankeppninni,“ sagði Olsson.
VALENTINA Popova, frá Rúss-
landi, setti heimsmet í snörun í 75 kg
flokki kvenna á ÓL í gær en Popova
snaraði 120,5 kg.
Þetta eru aðrir Ólympíuleikarnirsem Þórey Edda keppir á. Hún
var meðal keppenda í Sydney fyrir
fjórum árum þar sem
hún sá Völu Flosa-
dóttur vinna til
bronsverðlauna með
4,50 metra stökki en
sjálf fór Þórey Edda yfir 4,00 metra
og komst ekki í úrslitin. Nú hefur
dæmið snúist við hjá íslensku stang-
arstökkskonunum. Völu tókst ekki að
vinna sér keppnisréttinn á Ólympíu-
leikunum í Aþenu en Þórey Edda hef-
ur bætt sig jafnt og þétt í greininni og
miðað við formið sem hún er í þá er
vel hægt að gera sér góðar vonir um
að hún keppi til úrslita.
„Undirbúningurinn fyrir Ólympíu-
leika hefur nánast gengið eins og ég
vildi hafa hann og ég er búinn að gera
allt sem ég get til að vera í sem bestu
formi fyrir þá,“ sagði Þórey Edda við
Morgunblaðið.
Þórey segir að fyrsta takmarkið
sem hún hafi sett sér sé að komast í
úrslitin. „Ég tel mig eiga góða mögu-
leika á að komast áfram. Ef það tekst
verð ég mjög ánægð en að sama skapi
mjög óhress ef það tekst ekki. Það er
búið að ganga vel hjá mér á árinu og
ég hef öðlast mikla og góða keppn-
isreynslu sem ég á að geta nýtt mér.“
Situr eitthvað eftir í minningunni
hjá þér, vonbrigðin í Sydney þegar
þér tókst ekki að komast áfram?
,,Ég veit það ekki en þegar ég
hugsa til baka þá var ég mjög von-
svikin að komast ekki áfram. Ég fékk
nett grátkast enda mikið spennufall
sem var í gangi hjá mér. Hins vegar
hefði verið hálf fáránlegt ef mér hefði
tekist að komast áfram. Undirbúning-
urinn fyrir Sydney var ekki góður. Ég
átti í meiðslum og gat nánast ekkert
æft um sumarið og það hefði ekki ver-
ið sanngjarnt að fara í úrslit.“
Finnur þú fyrir kröfum og vænt-
ingum heiman frá Íslandi eftir árang-
ur Völu í Sydney, að þú eigir að gera
eitthvað svipað?
,,Ég held að fólk geri sér grein fyrir
því að það verður erfitt að toppa ár-
angur Völu. Það er bara ekki hægt og
það er ekki inni í myndinni,“ segir
Þórey Edda og bætir því við að vissu-
lega hefði verið gaman ef Völu hefði
tekist að vinna sér keppnisréttinn.
„Ég hefði viljað hafa Völu hér í
Aþenu, hennar vegna og fyrir Ís-
land.“
Hvaða sæti ert þú að stefna á að ná
hér í Aþenu?
,,Ég yrði himinlifandi ef ég kæmist
í hóp átta bestu. Ég hugsa ekki beint
um sætið sem slíkt heldur að stökkva
vel og að komast í úrslit. Ef mér tekst
að komast í úrslitin þá vil ég reyna að
stökkva þar alla vega 4,50 metra. Allt
yfir það yrði bónus og auðvitað stefni
ég á að reyna að stökkva sem hæst.“
Þú settir Íslandsmet í júní þegar þú
fórst yfir 4,60 metra. Áttu meira inni?
,,Já, ég tel það og manni finnst allt-
af að maður geti gert meira. Það er
aldrei að vita hvað gerist hjá mér á
þessum leikum. Ég er alla vega klár í
slaginn og bíð bara spennt eftir því að
fá að byrja.“
Eru fyrstu sætin frátekin?
,,Þau eru það, í það minnsta fyrsta
og annað sætið. Isinbayeva vinnur,
Feofanova verður önnur og svo er
spurning um þriðja sætið, hvað Stacy
Dragila gerir.“
Stefni á að vera með í Peking
Þetta eru aðrir Ólympíuleikarnir
sem þú keppir á. Hefur þú tekið stefn-
una á að vera með í þriðja sinn í Pek-
ing 2008?
„Í dag stefni ég á að vera með í
Peking. Ég verð að vísu komin á
seinni árin. Ég tel mig ekki geta topp-
að þar. Ólympíuleikarnir hér í Aþenu
eiga að verða mínir toppleikar. Ég tók
alltaf stefnuna á að toppa hér. Leik-
arnir í Sydney voru meira til þess að
öðlast reynslu og kynnast þessum
heimi aðeins betur. Maður fékk hálf-
gert sjokk að koma í Ólympíuþorpið í
Sydney á sínum tíma og ég tala nú
ekki um að ganga inn á Ólympíuleik-
vanginn. Nú hef ég kynnst þessu og
það hjálpar mér mikið.“
Þórey Edda segist eiga eftir að
keppa á í það minnsta fjórum mótum
áður en tímabilinu lýkur. Hún segir
líklegt að hún taki þátt í gullmóti í
Brussel, keppi á tveimur minni mót-
um í Þýskalandi og vonandi í úrslita-
móti á lokamótið í Grand Prix móta-
röðinni sem haldið verður í Mónakó.
Þórey Edda keppir í undankeppninni í stangarstökki í dag
Verð himinlifandi
ef ég kemst í
hóp átta bestu
ÞÓREY Edda Elísdóttir tekur
þátt í undankeppni í stangar-
stökki á hinum glæsilega Ól-
ympíuleikvangi í Aþenu í dag.
Þórey verður í eldlínunni klukk-
an 19 á staðartíma, 16 að ís-
lenskum, og þarf að stökkva
4,45 metra til að komast í úrslit
en 12 bestu í undankeppninni
keppa til úrslita á þriðjudag. Ís-
landsmet Þóreyjar er 4,60 metr-
ar sem hún setti í Madríd á
Spáni um miðjan júlí á þessu ári.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar frá
Aþenu
Morgunblaðið/Golli
Þórey Edda er ekki svartsýn, þó að hún sé með sólgleraugu.
Sjö hafa stokkið hærra en Þórey í ár