Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 5
ÓL Í AÞENU 2004 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 5 DAGUR Sigurðsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, gekk nið- urlútur af leikvelli eftir tapleikinn á móti S-Kóreumönnum í gær. „Við komumst einhvern veginn aldrei inn í leikinn og vorum skrefinu á eftir þeim nær allan tímann. Það verður bara að segjast eins og er að Kóreumennirnir voru betri á öllum sviðum, hvort sem það var markvarsla, varnarleikur, sókn- arleikur eða hraðaupphlaup. Við fórum afar illa með færin en samt vorum við lengst af leiksins vel inni í honum. Við vorum búnir að stilla upp öllum leikjunum í riðlinum sem hálfgerðum úrslitaleikjum og ekki vantaði að menn ætluðu sér að standa sig. Þessi neisti, sem þú getur ekkert pantað, kviknaði því miður ekki hjá okkur Mér fannst þetta sísti leikur okkar í keppninni. Við áttum erfitt gegn hröðum hreyfingum þeirra og það var erf- itt að spila gegn framliggjandi vörninni.“ Nú er staðan sú að þið mætið Rússum í hreinum úrslitaleik. Get- ið þið rifið ykkur upp eftir þennan lélega leik af ykkar hálfu? „Já, það getum við alveg. Við er- um ólseigir og við ætlum að berjast til síðasta blóðdropa. Það er allt eða ekkert hjá okkur. Við erum búnir að sjá leiki þeirra í keppn- inni og þeir okkar svo það eru eng- in leynivopn eftir. Rússar hafa í gegnum tíðina reynst okkur erfiðir mótherjar. Þeir eru ólympíu- meistarar og við vitum alveg hversu sterku liði þeir hafa á að skipa. Þetta verður strembinn leik- ur gegn þeim en það er ómögu- legt.“ Voru betri á öllum sviðum seinni hálfleik og þegar svo er þá reynir maður að spila boltanum og opna fyrir félagana. Ég hefði kannski átt að byrja fyrr á að fara maður á mann en ég er einhvern veginn sú tegund af leikmanni sem geri meira af því að búa til færin heldur en að skjóta sjálfur á mark- ið.“ Nú liggur ljóst fyrir að þið mæt- Ólafur skilaði sínu og vel það enhann skoraði 10 mörk í 11 skotum og var langbesti leikmaður Íslands. Þú virtist eini maðurinn í lið- inu sem fann leiðina framhjá markverði Kóreumannanna. Maður spyr því: Af hverju skaustu ekki meira? „Þeir voru framarlega á mér í ið Rússum í úrslitaleik um að kom- ast áfram. Hverju verðið þið að breyta til að eiga möguleika gegn þeim? „Fyrst og fremst að nýta færin okkar og spila vörnina líkt og við náðum upp á móti Slóvenum. Nú verðum við bara að ýta þessum leik til hliðar og einblína á Rússaleik- inn. Við eigum varla skilið að kom- ast áfram miðað við frammistöðuna í dag en mér finnst að hver og einn leikmaður verði að hugsa þannig að við verðum að grípa tækifærið ef það gefst. Við þurfum allir að bæta okkur heilmikið og ef við gerum það þá eigum við alveg möguleika á að vinna Rússana,“ sagði Ólafur. Okkar aðal líf- æð er vörnin „VIÐ vorum að enda sóknir okkar alveg skelfilega og þar skildi helst á milli í leiknum. Menn verða bara að leggjast yfir myndböndin og sjá hvað þeir eru að gera. Við getum ekki ætlast til að vinna leiki ef við klúðrum færunum á þennan hátt. Þá var vörnin okkar mjög léleg og við réðum lítt við Yoon. Okkar lífæð er vörnin. Ef hún bilar eins og gerðist í dag þá fáum við engin ódýr mörk úr hraðaupphlaupum,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn S-Kóreu í gær. Guðmundur Hilmarsson skrifar Ólafur Stefánsson eftir leikinn gegn Suður-Kóreu m af r. mp- nn iða gn afði gri á it- æri ð n á - ti Morgunblaðið/Golli hindrun fyrir Kóreumenn: Rúnar Sigtryggsson, Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Jalesky Garcia. Það eru auðvitað margir samverk-andi þættir sem orsaka svona tap en við komum okkur ítrekað í prýðilegar stöður í sóknarleiknum, sköpuðum okkur fullt af góðum fær- um, en nýttum þau ekki. Þegar spilað er gegn andstæðingum í þessum gæða- flokki, sem Kóreubúar voru búnir að sýna að þeir væru í með því að sigra Rússa og standa í öðrum mótherjum sínum, er ekki hægt að leyfa sér þetta. Það er sama hvert liðið er, ef það skorar ekki úr dauðafærunum vinnur það ekki leikina. Síðan var markvarslan hjá okkur því miður af- ar lítil og það hafði líka mikið að segja,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst hafa haft góða til- finningu fyrir leiknum framan af. „Við fórum reyndar ekki vel af stað en ef undanskildar eru allra fyrstu mínúturnar, þá var byrjunin góð, við vorum með forystuna nokkrum sinn- um og fengum nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir. En við nýttum okkur það ekki, þegar við áttum möguleika á að stíga skrefin sem skiptu öllu máli, voru þau ekki stigin. Í staðinn létum við markverð- ina þeirra verja frá okkur í upplögð- um færum, og það kom síðan aftur í bakið á okkur. Kóreubúarnir byrj- uðu leikinn frekar hægt, keyrðu ekki upp hraðann eins og þeir gerðu í hin- um leikjunum, og þess vegna fannst mér að við værum með ákveðið tak á þeim í fyrri hálfleiknum.“ Grimmdin og viljinn ekki fyrir hendi „Svo var hræðilegt að fá á sig þrjú mörk, manni fleiri, seint í fyrri hálf- leiknum og sá kafli var ákveðinn vendipunktur í leiknum. Það var skelfilegur kafli, og við gátum ekki sakast við neina nema okkur sjálfa. Mér fannst að sumir leikmanna okk- ar væru ekki nægilega grimmir, ég var búinn að leggja á það áherslu að við yrðum að fara strax í gírinn á móti þessu liði og taka hraustlega á móti því, en grimmdin og viljinn voru greinilega ekki fyrir hendi. Ég er ekki að segja að menn hafi ekki ætl- að sér að spila þannig en einhvern veginn skiluðu þessir þættir sér ekki inn í leik okkar. Eftir Slóveníuleikinn hélt ég að við værum komnir á rétta braut, hann var mjög vel leikinn, og í raun voru leikirnir við Spán og Króatíu líka að miklu leyti prýðilega spilaðir af okk- ar hálfu. Þess vegna eru vonbrigðin yfir þessari frammistöðu enn meiri.“ Íslenska liðið þarf að sigra Rússa í síðasta leik sínum í riðlakeppninni til að komast í átta liða úrslitin og Guð- mundur sagði að þar yrði allt lagt í sölurnar. „Við erum búnir að skoða Rússana mjög vel og vitum að hverju við göngum. Þeir spila alltaf sína 5/1 vörn en hafa lent í sínum vanda- málum hérna í Aþenu, eins og gegn Kóreubúum sem leystu þeirra varn- arleik mjög vel og sigruðu þá. Við munum fórna öllu sem við eigum í þann leik,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson. Guðmundur Þ. Guðmundsson um tapleikinn gegn Suður-Kóreu Fórum afspyrnu illa með dauðafærin „ÞETTA eru gríðarleg vonbrigði, mér fannst við ekki nægilega grimmir í þessum leik og stærsti þátturinn sem fór úrskeiðis hjá okkur var sá hversu afspyrnu illa við fórum með dauðafærin okkar,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Suður-Kóreu, 34:30, á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær. Víðir Sigurðsson skrifar frá Aþenu Morgunblaðið/Golli Guðmundur Þórður Guð- mundsson í hita leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.