Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 6
ÓL Í AÞENU 2004
6 B LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
Ólympíuleikarnir í Aþenu
HANDKNATTLEIKUR
A-riðill karla:
Suður-Kórea – Ísland 34:30
Faliro, Aþenu, riðlakeppni Ólympíuleik-
anna, mánudaginn 20. ágúst 2004.
Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 3:5, 5:6, 7:8, 9:8,
11:9, 11:11, 15:11, 15:13, 16:13, 17:13, 17:16,
18:17, 20:17, 21:19, 22:21, 25:21, 25:23,
26:24, 30:24, 30:26, 32:27, 34:30.
Mörk Suður-Kóreu: Kyung-Shin Yoon
12/5, Kyung-Min Yoon 6, Min-Chul Park 5,
Jae-Woo Lee 4, Tea-Young Lee 3, Won-
Chul Paek 3, Sung Heon Kim 1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 10/4, Jal-
iesky Garcia 6, Sigfús Sigurðsson 5, Gylfi
Gylfason 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3,
Dagur Sigurðsson 1, Snorri Steinn Guð-
jónsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1.
Utan vallar: 6 mínútur. (Sigfús rautt spjald
á 56. mín. vegna þriggja brottvísana)
Dómarar: Dragan Nachevski og Marjan
Nachevski frá Makedóníu.
Áhorfendur: Um 500.
Spánn - Slóvenía ....................................41:28
Rússland - Króatía ................................25:26
Staðan:
Spánn 4 4 0 0 132:107 8
Króatía 4 4 0 0 116:106 8
S-Kórea 4 2 0 2 125:122 4
Rússland 4 1 0 3 111:115 2
Ísland 4 1 0 3 113:124 2
Slóvenía 4 0 0 4 104:126 0
B-riðill karla:
Brasilía - Grikkland...............................22:26
Ungverjaland - Þýskaland ...................30:29
Frakkland - Egyptaland.......................22:21
Staðan:
Frakkland 4 4 0 0 108:86 8
Ungverjaland 4 3 0 1 106:102 6
Þýskaland 4 3 0 1 117:83 6
Grikkland 4 2 0 2 95:100 2
Egyptaland 4 0 0 4 88:106 0
Brasilía 4 0 0 4 79:111 0
KÖRFUKNATTLEIKUR
A-riðill kvenna:
Rússland - Japan ...................................94:71
Ástralía - Grikkland ..............................77:40
Nígería - Brasilía...................................63:82
Staðan:
Ástralía 4 4 0 334:250 8
Rússland 4 3 1 296:275 7
Brasilía 4 3 1 364:277 7
Japan 4 1 3 290:392 5
Grikkland 4 1 3 260:301 5
Nígería 4 0 4 277:329 4
B-riðill kvenna:
Nýja Sjáland - Kína...............................79:77
Bandaríkin - Spánn ...............................71:58
Tékkland - Kórea ..................................97:75
Staðan:
Bandaríkin 4 4 0 330:217 8
Spánn 4 3 1 304:273 7
Nýja-Sjáland 4 2 2 264:340 6
Tékkland 4 2 2 334:318 6
Kína 4 1 3 293:306 5
Suður-Kórea 4 0 4 259:329 4
BLAK
A-riðill kvenna:
Kórea - Japan ............................................3:0
Grikkland - Brasilía ..................................0:3
Kenýa - Ítalía .............................................0:3
Staðan:
Brasilía 4 4 0 12:2 8
Ítalía 4 3 1 11:3 7
Suður-Kórea 4 3 1 9:4 7
Grikkland 4 1 3 5:9 5
Japan 4 1 3 3:10 5
Kenýa 4 0 4 0:12 4
B-riðill kvenna:
Dóminíkanska - Kúba ...............................0:3
Kína - Þýskaland .......................................3:0
Bandaríkin- Rússland...............................2:3
Staðan:
Kína 4 3 1 11:4 7
Kúba 4 3 1 11:7 7
Rússland 4 3 1 11:5 7
Þýskaland 4 1 3 4:11 5
Bandaríkin 4 1 3 8:10 5
Dóm. Lýðveldið 4 1 3 3:11 5
KNATTSPYRNA
8-liða úrslit kvenna:
Mexíkó - Brasilía .......................................0:5
Þýskaland - Nígería ..................................2:1
Bandaríkin - Japan....................................2:1
Svíþjóð - Ástralía.......................................2:1
SUND
Konur:
200 m baksund:
Kirsty Coventry, Zimbabve ..............2.09,19
Stanisla Komarova, Rússland ...........2.09,72
Reiko Nakamura, Japan....................2.09,88
800 m skriðsund kvenna:
Ai Shibati, Japan ................................8.24,54
Laure Manaudou, Frakkland............8.24,96
Diana Munz, Bandaríkin....................8.26,61
Karlar:
100 m flugsund karla:
Michael Phelps, Bandaríkin .................51,25
Ian Crocker, Bandaríkin ......................51,29
Andriy Serdinov, Úkraínu....................51,36
50 m skriðsund karla:
Gary Hall, Bandaríkin ..........................21,93
Duje Draguna, Króatía .........................21,94
Mark Roland Schoeman, S-Afríku ......22,02
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
10.000 m hlaup karla:
Kenesina Bekele, Eþíópíu ...............27.05,10
Ólympíumet.
Silhesi Sihine, Eþíópíu .....................27.09,39
Zersenay Tadesse, Erítrea..............27.22,57
UNGVERJAR unnu Þjóð-
verja, 30:29, í B-riðli
handknattleikskeppni
karla á Ólympíuleikunum
í Aþenu. Þjóðverjar voru
einu marki yfir í hálfleik,
15:14. Þetta var fyrsta
tap Þýskalands í keppn-
inni en Ungverjar höfðu
fyrr í mótinu tapað einni
viðureign. Frakkar eiga
möguleika á að komast
upp í efsta sæti riðilsins leggi þeir
Egypta á eftir.
„Ég er óánægður með sóknarleik
okkar og hversu illa við fórum með
mörg upplögð marktækifæri. Þrátt
fyrir tapið þá eigum við enn mögu-
leika á að verða í efsta sæti riðils-
ins,“ sagði Heiner Brand,
landsliðsþjálfari Þýska-
lands.
Örvhenta skyttan
Laslo Nagy var marka-
hæstur Ungverja, skor-
aði 11 mörk og Carlos
Peres kom næstur með 5
mörk. Stefan Kretzschm-
ar gerði 8 mörk fyrir
þýska liðið og Florian
Kehrmann kom næstur
með 7 mörk. Nandor Fazekas,
markvörður Ungverja, reyndist
leikmönnum þýska liðsins óþægur
ljár í þúfu, hann varði 17 skot.
Þá komust Grikkir í 8-liða úrslit
þegar þeir lögðu Brasilíu, 26:22, en
áður höfðu þeir unnið Egypta.
Ungverjar bitu frá sér
gegn Þjóðverjum í Aþenu
KNATTSPYRNA
Laugardagur:
Efsta deild karla, Landsbankadeild:
Akureyri: KA - Fram .................................15
1. deild karla:
Húsavík: Völsungur - HK..........................14
Stjörnuvöllur: Stjarnan - Þór A. ...............16
2. deild karla:
Varmá: Afturelding - Tindastóll ...............16
Siglufjörður: KS - ÍR .................................16
Helgafellsvöllur: KFS - Leiftur/Dalvík....16
Garður: Víðir - Víkingur Ó. .......................16
3. deild karla, úrslitakeppni:
Ásvellir: ÍH - Skallagrímur .......................14
Grenivík: Magni - Reynir S. ......................14
Seyðisfjörður: Huginn - Hvöt ...................14
: Númi - Fjarðabyggð......................14
1. deild kvenna, úrslitakeppni:
Sindravellir: Sindri - ÍA.............................12
Valbjarnarvöllur: Þróttur R. - Keflavík ...14
Sunnudagur:
Evrópukeppni landsliða:
Laugardalsvöllur: Ísland - Rússland........14
Efsta deild karla, Landsbankadeild:
Kaplakriki: FH - ÍA ...................................17
Keflavík: Keflavík - ÍBV ............................18
Víkin: Víkingur R. - Fylkir ........................18
UM HELGINA
Jón Arnar sagði við Morgunblaðiðsem heimsótti hann í Ólympíu-
þorpið að hann væri mjög vel und-
irbúinn fyrir leik-
ana, „hrikalega vel“,
eins og hann komst
að orði. „Ég hef æft
og keppt á mínum
forsendum undanfarin 2–3 ár þó ég
hafi fengið aðstoð eins og hefur
þurft frá Guðmundi landsliðsþjálf-
ara. Ég hef oft á mínum ferli verið
óheppinn með meiðsli en núna er
ekkert að trufla mig, smá hnykkur
sem ég fékk á bakið í Götsiz í vor en
það er ekkert til að tala um.“
Þann hnykk fékk Jón Arnar í
sinni einu tugþrautarkeppni til
þessa á árinu. Hann hætti þá keppni
fyrir lokagreinina, 1.500 metra
hlaupið, en segir að það hafi bara
verið til vonar og vara. „Ég sleppti
1.500 metrunum af öryggisástæð-
um, ég þurfti ekkert sérstaklega á
því að halda að ljúka þrautinni og
tók ekki áhættuna á að verða verri.
Þetta var smá slynkur, hryggjarlið-
ur skekktist aðeins og það komu ein-
hverjar bólgur, en þetta fylgir bara
aldrinum og háir mér ekkert.“
En þó hann hafi ekki lokið tug-
þraut á þessu ári hefur verið nóg að
gera. „Já, ég hef verið á fullri ferð í
hinum og þessum mótum, keppt í
einstökum greinum og gengið mjög
vel. Ég hef verið í öllum greinunum
nema 1.500 metrunum, og þær eru
allar meira og minna að ganga upp.
Ég er ánægður með stangarstökkið,
langstökkið hefur verið mjög gott,
kringlukastið er komið upp aftur hjá
mér, eins kúluvarpið og spjótkastið,
þá er hástökkið að koma, svo þetta
er allt að smella saman. Svona er
þrautin, og málið er síðan að vera
ekki óheppinn, vera með hausinn á
réttum stað þegar í keppnina er
komið og hafa létt gaman af þessu
öllu saman.“
Áttunda til tíunda sæti
er raunhæft markmið
Íslandsmet Jóns Arnars er orðið
sex ára gamalt en það er 8.573 stig
og hann setti það í Götsiz í Aust-
urríki árið 1998. Hann hefur reynd-
ar náð 8.583 stigum en þá var of
mikill meðvindur í grindahlaupinu
til að það teldist gilt. Á Ólympíu-
leikunum í Atlanta var Jón Arnar
tólfti með 8.248 stig, og sá árangur
sem tryggði honum sæti á þessum
leikum, á síðasta ári, er 8.222 stig.
Það er tíundi besti árangurinn í ár
og í fyrra hjá þeim 43 keppendum
sem skráðir eru til leiks í tugþraut-
inni, en hinsvegar hafa aðeins sex af
þeim sem nú eru mættir til Aþenu
náð betri árangri frá upphafi en Jón
Arnar.
Hann metur út frá öllum forsend-
um að 8.–10. sætið sé raunhæft
markmið hjá sér. „Fyrst er að sjálf-
sögðu að komast í gegn, ljúka þraut-
inni, sem hefur ekki alltaf tekist, og
svo er að ná þessu markmiði. Fari
ég enn lengra er það mjög mikill
plús. Ég tel að til að ná þessu þurfi
ég að fá 8.200 til 8.300 stig. En ef allt
heppnast, veit maður ekki hvað get-
ur gerst. Íslandsmetið? Ja, það er
orðið dálítið gamalt og tími til kom-
inn að ná því. Nú ef það tekst ekki,
þá kemur bara einhver annar og
slær það einhvern tíma. Til þess er
það.“
Sebrle og Pappas eru bestir
Jón Arnar telur að Roman Sebrle,
heimsmethafinn frá Tékklandi, og
Tom Pappas frá Bandaríkjunum
muni berjast um gullverðlaunin í
tugþrautinni. „Þeir eru bestir, en
auðvitað getur allt gerst. Ein mis-
tök, og allt er farið, og í raun er
þessi keppni mjög opin. Þetta eru
mikið til sömu mennirnir sem hafa
verið að slást í þessu um árabil en þó
eru þrjú tiltölulega ný andlit í hópn-
um, þrír strákar sem eru framtíðar-
mennirnir í þrautinni. Þetta eru
Brian Clay frá Bandaríkjunum,
Aleksandr Pogorelov frá Rússlandi
og Dmitriy Karpov frá Kazakhstan.
Karpov er hrikalega efnilegur og ég
spái því að hann og Clay eigi fljót-
lega eftir að bera höfuð og herðar
yfir alla sem eru í þessu núna. Þess-
ir strákar taka við af Sebrle, Dvor-
ak, Nool, Lobodin, mér, þessum
gömlu sem höfum verið lengi í
þrautinni.“
Skiptumst á ef einhver
rífur gaddaskóna
Tugþrautarkapparnir hafa orð á
sér fyrir að vera meiri félagar en
gengur og gerist í öðrum greinum
frjálsíþrótta, eða í einstaklings-
íþróttum yfirleitt. Jón Arnar tekur
undir þetta og segir að félagsskapur
og vinátta ríki á vellinum þegar tug-
þrautin er í gangi. „Jú, þetta er allt
öðruvísi hópur en aðrir í frjálsum.
Menn eru boðnir og búnir að hjálpa
hver öðrum, ef einhver rífur gadda-
skóna sína eða gleymir einhverju, þá
kemur annar og lánar honum og
segir: Við skiptumst bara á. Ég held
að þetta stafi af hinni miklu samveru
sem fylgir tugþrautinni. Við erum
saman í 12–14 tíma á vellinum í senn
og þá þýðir ekkert að vera með ein-
hver bölvuð leiðindi eða baknag. Það
vita allir hversu erfið þrautin er og
Jón Arnar Magnússon er tilbúinn í
slaginn á sínum þriðju Ólympíuleikum
Þetta er allt
að smella
saman
JÓN Arnar Magnússon tekur þátt í sínum þriðju Ólympíuleikum
þegar tugþrautarkeppnin hefst í Aþenu, snemma á mánudags-
morguninn. Hann varð í 12. sæti í Atlanta fyrir átta árum en meidd-
ist og hætti keppni í Sydney fyrir fjórum árum. Að þessu sinni ætlar
hann sér að bæta fyrri árangur og skipa sér í hóp átta til tíu efstu
manna. Hann sér enga ástæðu til að hætta strax þó hann sé orðinn
35 ára en telur að hann verði varla með á Ólympíuleikunum í Peking
eftir fjögur ár.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
frá Aþenu
Heiner Brand
TALSMAÐUR grísku Ólympíu-
nefndarinnar sagði í gær að einn
keppandi gríska landsliðsins í lyft-
ingum hefði fallið á lyfjaprófi. „Við
getum ekki sagt frá nafni þess sem
um ræðir fyrr en niðurstöður úr B-
sýni liggja fyrir,“ sagði Giorgios
Gakis, en hann vildi ekki staðfesta
frétt grísku sjónvarpsstöðvarinnar
MEGA að um væri að ræða lyft-
ingamanninn Leonidas Sampanis.
„Við höfum ekki fengið upplýs-
ingar um hver þetta er og ég get
því ekki staðfest hver sé hinn seki,“
sagði Gakis en Sampanis varð þriðji
í 62 kg flokki sl. mánudag.
Alþjóða ólympíunefndin, IOC,
hefur ekki viljað staðfesta frétt
grísku sjónvarpsstöðvarinnar en á
þriðjudag bárust fréttir af því að
sjö lyftingamenn hefðu fallið á
lyfjaprófi. Tvær konur höfðu þá
þegar lokið keppni en fimm karlar
höfðu ekki hafið keppni er niður-
staða A-sýnis var ljós.
Sampanis er upprunalega frá
Albaníu en er með ríkisfang í
Grikklandi. Ef frétt grísku sjón-
varpsstöðvarinnar er á rökum reist
verður Sampanis fyrsti verðlauna-
hafinn á leikunum til þess að falla á
lyfjaprófi. Grísku spretthlaupar-
arnir Kostas Kenteris og Ekaterini
Thanou hafa nú þegar dregið sig úr
keppni eftir að þau mættu ekki í
lyfjapróf og tveir grískir hafna-
boltaleikmenn féllu á lyfjaprófi fyr-
ir leikana.
Grískur
harmleikur
Reuters
Leonidas Sampanis.