Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ GYLFI Þ. GÍSLASON um. Gylfi skildi vel að það var ekki nóg að endurheimta handritin, heldur þurfti jafnframt að gera þau að lifandi afli í íslenskri menningu. Nokkur töf varð á því að fyrstu handritin væru af- hent, og þann tíma notaði Gylfi dyggi- lega til að undirbúa jarðveginn. Hann setti á fót nýja stofnun, Handritastofnun Íslands, og réð til hennar hóp sérfræðinga til að vinna að rannsóknum og útgáfu fornrit- anna. Og í samvinnu við Háskólann reisti hann yfir handritin stórhýsi sem ber nafn Árna Magnússonar, hins mikla handritasafnanda. Handritunum hefur verið líkt við skartgripaskrín sem geyma mestu andleg verðmæti Íslands, hinar fornu bókmenntir okkar. Þessum skrínum þarf að ljúka upp til þess að íslenska þjóðin – og heimurinn allur – fái notið þess sem þar er geymt. Nú er Ísland komið inn í hringiðu heimsins, og mjög rætt um það að þjóðleg menning okkar sé í hættu. Þá eru bókmennt- irnar og tungan okkar helsta vörn, og handritin sem Gylfi og kynslóð hans sótti til Danmerkur eru undirstaða sjálfstæðis okkar og nútímamenning- ar. Þegar ég settist í Menntaskólann í Reykjavík fimmtán vetra sveinn fyrir hálfum sjöunda áratug, var Gylfi Þ. Gíslason meðal minna fyrstu kennara við skólann; og nú yfirgefur hann þetta líf síðastur minna menntaskóla- kennara. Við hjónin byrjuðum búskap okkar í einu herbergi í húsi þeirra Gylfa og Guðrúnar á Aragötu 11, en þar hafði Sigríður búið um skeið og notið skjóls og velgjörða þeirra hjónanna. Æ síðan hefur verið milli þeirra og okkar gróin og traust vin- átta, og við eigum þeim báðum ómælt að þakka. Nú sendum við Guðrúnu og drengjunum þeirra okkar hlýjustu hugsanir og biðjum þeim allrar bless- unar í bráð og lengd. Jónas Kristjánsson. Íslenskir listamenn hafa aldrei átt traustari talsmann eða tryggari vin í hópi stjórnmálamanna en dr. Gylfa Þ. Gíslason. Það var mikil gæfa fyrir ís- lenska menningu þegar hann, ungur maður fullur áhuga og umbótavilja, tók sæti menntamálaráðherra, sem á þeim tíma þótti ekki sérlega eftir- sóknarvert, 1956 og sat þar síðan samfellt í 15 ár, lengst í viðreisnar- stjórninni svonefndu 1959-71. Áhugasvið hans var vítt, og munu flestar greinar lista og mennta hafa notið einhvers góðs af störfum hans. Þó mun tónlistin hafa staðið hjarta hans næst. Hann var afar tónnæmur eins og faðir hans, Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld hefur líka verið. Það má ráða af mörgum ágætum þýðing- um hans á söngtextum frá fyrstu ára- tugum 20. aldar. Gylfi hefði eflaust orðið ágætur tónlistarmaður, hefði hann lagt það fyrir sig. Það gerði hann ekki, en hann var „amatör“ í bestu merkingu þess orðs, iðinn við tónleikasókn jafnt hér heima sem á námsárum sínum og síðar ferðum er- lendis, og hafði næman smekk og til- finningu fyrir því sem gott var og vandað. Í tómstundum sínum lengst af æv- inni fékkst hann sjálfur við sönglaga- smíð við texta sem honum voru kærir, einkum ljóð Tómasar Guðmundsson- ar. Að frumkvæði sameiginlegs vinar, Ágústs heitins Bjarnasonar, kom það í minn hlut að fullvinna mörg af þess- um lögum Gylfa og koma þeim í fram- bærilegan búning. Árangur þeirrar sérstæðu samvinnu er nokkuð á þriðja tug laga sem birst hafa bæði á prenti og á plötum og hljómdiskum, sum í mörgum upptökum og hafa náð mikilli hylli. Um stjórnmálastörf Gylfa Þ. Gísla- sonar munu aðrir rita sem betur kunna en ég. Þó vil ég hér víkja að ör- fáum atriðum sem ég tel mjög mikils- verð, en grunar að kunni að hafa verið vanmetin. Árið 1959 gaf Gylfi út reglugerð um stofnun söngkennaradeildar (síðar nefnd tónmenntakennaradeild) við Tónlistarskólann í Reykjavík til þess að bæta úr kennaraskorti sem þá, og raunar bæði fyrr og síðar, var mjög til baga. Á næstu árum voru þar einnig stofnaðar hljóðfærakennaradeildir. Tónlistar- og tónmenntakennarar úr þessum deildum teljast nú í hundr- uðum, og hafa margir orðið þjóðkunn- ir af störfum sínum. Um 1960 voru tíu tónlistarskólar á Íslandi, allir í einkarekstri og sum- staðar reknir við svo bág skilyrði og slíkt öryggisleysi, að skólahald gat fallið niður, ef illa áraði. Allir nutu skólarnir einhvers stuðnings sveitar- félaga og styrkja úr ríkissjóði, en eng- ar reglur giltu um það. Haustið 1962 lét menntamálaráðherra boða skóla- stjórana til tveggja daga fundar í Reykjavík. Fundurinn var mjög gagnlegur, ekki síst fyrir skólastjór- ana sjálfa sem áður höfðu lítið sem ekkert samráð haft sín á milli, og hon- um lauk með ályktun í tíu liðum, þar sem mörkuð er í höfuðatriðum sú stefna sem fylgt var næstu áratugi í þróun tónmenntakennslu í landinu. Í framhaldi af fundinum beitti Gylfi sér fyrir setningu hinna fyrstu laga um fjárhagslegan stuðning við tón- listarskóla af hálfu ríkisins (1963). Með lögunum var skólunum skapaður öruggur rekstrargrundvöllur að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Árang- urinn lét ekki á sér standa. Á allra næstu árum fjölgaði skólunum um helming og þeir sem fyrir voru efldust til muna. Mér hafði verið falið að und- irbúa fund skólastjóranna, og heim- sótti ég þá alla skólana, kynnti mér starfsemi þeirra og aðstæður. Næstu árin sinnti ég svo eftirliti með skól- unum og skilaði árlega skýrslum um gang mála í ráðuneytið. Hafði ég því hið besta tækifæri til að fylgjast með fyrstu áhrifum hinna nýju laga. Nú lætur nærri að skólarnir séu tífalt fleiri en þeir voru þegar lögin voru sett, allir miklu betur búnir en þá var og margir með frábært kennaralið. Það orkar vart tvímælis að með þessum ráðstöfunum var plægður sá jarðvegur og ræktaður sá frumgróð- ur sem er lífsskilyrði þess tónlistarlífs sem nú blómstrar í þessu landi, þrótt- mikið og fjölbreytilegt svo að af ber. Þess er vert að geta þegar Gylfi Þ. Gíslason er kvaddur. Ég minnist með þakklæti meira en hálfrar aldar persónulegra kynna og vináttu við þau öðlingshjón Guðrúnu Vilmundardóttur og Gylfa Þ. Gíslason. Við Sigurjóna Jakobs- dóttir þökkum margar góðar stundir á heimili þeirra og annars staðar á góðra vina fundi, og sendum Guðrúnu og fjölskyldu hennar innilegar sam- úðarkveðjur á þessum saknaðardegi. Jón Þórarinsson. Þá hefur Gylfi Þ. Gíslason „stýrt sínu fari heilu heim í höfn á friðar- landi“ eins og segir í fögrum sálmi Valdimars Briem. Við ferðalok sækja í hugann minningar um hálfrar aldar samfylgd með góðum manni. Mér finnst ég hafi notið leiðsagnar fram- úrskarandi fararstjóra á lífsleiðinni, manns sem vakti fólk til vitundar um göfug markmið sem stefna beri að. Viðhorf Gylfa mótuðust af hugmynd- um jafnaðarmanna en eins og allir vita er kjarni þeirra frelsi, jafnrétti og bræðralag. Ég met það sem forrétt- indi að hafa notið samfylgdar þessa góða drengs sem Gylfi var og þakka af hjarta öll þau góðu áhrif sem hann hafði á líf mitt. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur með síðasta erindi Ferðaloka Jónasar Hallgrímssonar: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Megi hið eilífa ljós lýsa Gylfa Þ. Gíslasyni. Hann hvíli í friði. Gunnar H. Eyjólfsson. Gylfi Þ. Gíslason var ungur maður þegar leiðir okkar lágu saman. Það var á tímamótum í minni skólagöngu þegar ég las utanskóla einn vetur undir fjórða bekk í menntaskóla og var skylt að gangast undir próf í bók- færslu sem lá einna fjærst áhugamál- um mínum. Þá komst ég í tíma hjá Gylfa og það er til marks um ágæti hans sem kennara og persónutöfra að honum tókst að laða mig til að hnekkja um sinn fyrirtekt minni um andúð á reikningi; hann er eini mað- urinn sem hefur getað kennt mér talnareikning, og sú kennsla hefur leynst í afkimum hugans og dugað þegar ekki varð undan því komist að reikna. Þá var Gylfi ungur maður, hæv- erskur og hámenntaður, og þá hófust kynni sem aldrei féll á skuggi í okkar samskiptum. Þá fann ég strax hversu hlýr hann var og gáfaður, og marg- þættur persónuleiki. Eftir því sem ég kynntist honum nánar og lengur undraðist ég oft hversu fjölhæfur hann var og margvíslegum kostum gæddur. Hann var yfirlætislaus heimsmaður, þjóðrækinn höfðingi og alþýðlegur; öðlingur, vel borinn viti; góðgjarn og forvitinn um allt sem mátti vel fara; fús að færa til hins betra flest. Þótt ég væri oft ósammála Gylfa í stjórnmálaviðhorfum efaðist ég aldrei um heilindi hans. Og hugsaði oft með sjálfum mér hve áhrifaríkur mála- fylgjumaður hann mundi vera og gott dæmi um það sjónarmið að stjórnmál væru list hins mögulega. Ekki hafði ég dálæti á viðreisninni sem var að mínu mati erfiður tími á andlega svið- inu, fyrir listsköpun og það sem mér var kærast. En í okkar samskiptum þá sem endranær naut ég vináttu við Gylfa, og þess hversu skemmtilegur maður hann var, listelskur og list- næmur, hugulsamur, frjór og örvandi í hugsun. Það var unaður að sækja hann heim og njóta gistivináttu í þeim menningargarði sem heimili hans og Gurru var, þar sem þrír efnilegir syn- ir þeirra uxu upp og áttu allir eftir að marka spor, hver á sínu sviði, í þjóðlífi okkar og menningu. Það var mikið jafnræði með þeim hjónunum, þau voru samstillt þótt ólík væru, Gylfi orðvar og stilltur vel, Gurra skarp- greind og snöggvirk, fyndin og óvænt, en fundvís bæði hvort með sínum hætti. Á heimili þeirra prýddu lista- verkum eftir helstu jöfra myndlistar, ómaði af andríki og tónaleik, og ást á fögrum listum. Gylfi var tónelskur maður, samdi lög sem eru á margra vörum, gædd og glóðu af elskulegu geðfari og ljúfmennsku. Þar var mannúðin tilgerðarlaus og eðlisborin. Aldrei verður ofmetinn þáttur Gylfa í því að handritamálið leystist, Dönum til sóma og okkur Íslending- um ómetanleg endurheimt menning- argersema sem ættu að vera okkur örvun og hvöt um aldur. Þetta var ein- stakt í viðskiptum þjóða og til marks um lagni Gylfa og það hve hann var virtur og metinn að verðleikum af for- ystumönnum í stjórnmálum Dana, og raunar af hinum mætustu stjórn- málaleiðtogum á Norðurlöndum öll- um. Og það var líka unun að fylgjast með því þegar Gylfi kom fram fyrir hönd þjóðar sinnar, orðhagur, vand- aði mál sitt, og talaði til að segja eitt- hvað, og þá brást ekki ef hann talaði á erlendum tungum var það lýtalaust í framburði, orðfæri og hugsun. Þeir sem fjalla um sögu stjórnmála og menningar á 20. öldinni, og horfa frá hinni nýju öld, eiga eftir staldra við persónu Gylfa Þ. Gíslasonar, og upp- götva hve ríkur hans þáttur er í heilla- sporum þess tíma. Gylfi var í vinfengi við marga af helstu listamönnum þjóðarinnar; meðal heimilisvina voru menn einsog Kjarval, Jón Helgason skáld og vís- indamaður, Gunnlaugur Scheving, náfrændi Gylfa, Ragnar í Smára, og margir fleiri sem Gylfi og Gurra ræktu innilega. Gylfi naut ríkulega eðliskosta sinna og var dáður af öllum sem nutu kynna við hann og þau hjón. Hann var ham- ingjumaður í einkalífi og reis drengi- lega undir áföllum og duldi sára harma þegar örlög hjuggu nærri í missi ástvina. Í hug mér er söknuður, með fögn- uði yfir að hafa kynnst slíkum manni og átt hann að vini. Thor Vilhjálmsson. Gylfi Þ. Gíslason komst þannig að orði, þegar hann ávarpaði Dani við af- hendingu handritanna vorið 1971, að með lausn þessa síðasta deilumáls í aldalangri sambúð Dana og Íslend- inga þætti okkur Íslendingum, að við værum að stíga spor í áttina til himna- ríkis – og hann bætti því við, að við hefðum sannarlega ekkert á móti því, að Danir kæmust þangað líka. Til þessara orða vitnaði ég á hátíðarsamkomu til heiðurs Gylfa Þ. Gíslasyni áttræðum og geri það á ný í hinstu kveðju til hans. Þegar Gylfi tók á móti handritunum var komið að lok- um 15 ára farsæls ferils hans sem menntamálaráðherra. Í því embætti stuðlaði hann mjög að hinni farsælu lausn handritamálsins. Dr. Gylfi Þ. Gíslason sameinaði for- tíð, samtíð og framtíð, flutti með sér hið góða og skilaði því heilu til spor- göngumannanna. Faðir hans Þor- steinn Gíslason fæddist árið 1867 og starfaði við blaðamennsku og rit- stjórn samfellt í 43 ár. Hinir áhrifa- miklu feðgar hafa með ævistarfi sínu sett svip sinn á Íslandssöguna í meira en heila öld, og víða lagt gott lóð á vogarskálina. Enginn hefur lengur verið mennta- málaráðherra á Íslandi en Gylfi. Var flest í föstum og traustum skorðum í skólakerfinu, þar til undir lok ráð- herratímans, þegar viðhorf, sem síð- an eru kennd við umrótið ’68, fóru að gera vart við sig. Áhugi Gylfa á menn- ingu og fögrum listum hefur verið öll- um ljós. Glæsileg framganga hans á þeim vettvangi hefur orðið mörgum góðum listamanni hvatning til frekari dáða. Dr. Gylfi var ekki heimóttarlegur einangrunarsinni heldur taldi hann Íslendinga standa menningarlega jafnfætis fjölmennari þjóðum og þyrftu þeir þess vegna ekki að óttast náin samskipti við þær. Á meðan heilsa og kraftar leyfðu var hann óþreytandi við að kynna íslenska menningu á erlendum vettvangi og rækta fjölbreytt tengsl við aðrar þjóð- ir. Sem viðskiptaráðherra vann dr. Gylfi markvisst að því, að íslenskt hagkerfi þróaðist til þátttöku í alþjóð- legu fríverslunarsamstarfi, hvort heldur á vettvangi GATT eða EFTA. Var á þann hátt lagður grunnur að þeirri efnalegu hagsæld, sem frjáls heimsviðskipti hafa skapað okkur Ís- lendingum eins og öðrum þjóðum. Öll mótunarár mín í framhalds- skóla og háskóla ólst ég í foreldra- húsum upp við náið pólitískt samstarf föður míns og Gylfa. Voru þau til dæmis ófá símtölin, sem þeir áttu, ut- an hins hefðbundna vinnutíma. Hefur Gylfi gefið þá réttu megin- skýringu á langlífi viðreisnarstjórnar- innar, hve gott persónulegt samstarf tókst með ráðherrum hennar. Eða eins og hann orðaði það, að „þá beri samstarf flokka og manna beztan ár- angur, ef það mótast af heiðarleika og gagnkvæmum trúnaði. Vinni einn stjórnmálamaður með öðrum, verður Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Gylfi Þ. Gíslason ásamt skáldunum W. H. Auden og Tómasi Guðmundssyni. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Gylfi Þ. Gíslason og Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra ræðast við í Alþingishúsinu við Austurvöll. Gylfi Þ. Gíslason afhendir Kristjáni Eldjárn forseta eintak af plötu með lögum sínum. Á þriðja tug laga Gylfa hafa birst á prenti og hljómdiskum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.