Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 B 5
GYLFI Þ. GÍSLASON
Á SJÖTUGSAFMÆLI dr. Gylfa Þ. Gísla-
sonar, 7. febrúar 1987, ritaði Matthías Johann-
essen, ritstjóri Morgunblaðsins, grein um af-
mælisbarnið. Hér fara á eftir tveir kaflar úr
greininni. Matthías er nú staddur á bókahátíð-
inni í Edinborg í Skotlandi:
Leiðir okkar dr. Gylfa lágu saman þeg-ar ég fylgdist með störfum hans semmenntamálaráðherra ungur viðreisn-arritstjóri og tókst með okkur góð
vinátta upp úr því.
Það var gaman að fylgjast með stjórnmálum í
þá daga, svo margt viturlegt sem þá var gert til
að losa um höft og opna þjóðfélagið, eins og nú
er komist svo fjálglega að orði. Það var okkur
sem ólumst upp við höft og skömmtunarkerfi og
margvíslega aðför að frelsi einstaklingsins nán-
ast opinberun að upplifa loks og eftir langa
mæðu, hvernig unnt er að njóta þess besta sem
lýðræði getur boðið þegnum sínum. Þess vegna
var Viðreisnin vel metin breyting frá því sem
verið hafði og fagnaðarefni.
Ungt fólk nú á dögum sem þekkir ekki
skömmtunarkerfi og því síður nánasarlega
gjaldeyrisúthlutun til ferðalaga sem jaðraði við
átthagafjötra getur varla gert sér í hugarlund,
hvílík lausn þessi breyting var okkur og raunar
fagnaðarefni.
Nú um skeið hefur verið reynt að sverta þetta
tímabil í augum þeirra sem þekkja ekki til og er
það miður. En það sýnir einungis það lágkúru-
lega plan sem stjórnmálaumræður eru á hér
heima – og kannski eru þær ekkert betri er-
lendis, ég efast um það! Þetta loðir einhvern
veginn við pólitískar umræður og engu líkara en
til þess sé ætlast.
Engum datt víst í hug að Viðreisnarstjórnin
héldi velli á annan áratug og var það raunar ein-
stætt í íslenskum stjórnmálum. Ein aðalástæða
þessa langlífis voru heilindi og gagnkvæmt
traust milli þeirra sem beittu sér fyrir þessari
breytingu, bæði þeirra sem mótuðu stefnu Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokksins, en þar var dr.
Gylfi í fylkingarbrjósti, eins og kunnugt er. For-
ystumenn þess tíma voru sterkir og ábyrgir
brautryðjendur. Þeir horfðu af háum sjónarhóli,
en ekki persónulegum eða flokkslegum hunda-
þúfum, eins og oft vill verða í návígi.
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfðu
borið gæfu til að slíðra sverðin eftir væringar og
illvígar deilur á fjórða áratugnum og naut þjóð-
in þess í ríkum mæli um og eftir miðja öldina.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa
reynt að feta þetta einstig gagnkvæms trausts,
en gengið heldur brösuglega, þótt ýmislegt hafi
unnizt í þeim efnum. Nú eru jafnvel farnar að
heyrast ábyrgar raddir um samstarf milli Al-
þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks og er það
vel, svo hættulegt sem það er lítilli þjóð að vera
sjálfri sér sundurþykk til eilífðarnóns, einungis
til að þóknast skammsýnum og metnaðarfullum
leiðtogum sem telja að meira geti á unnizt með
ópum og ólátum, en manneskjulegu viðmóti og
heiðarlegum samtölum manna á milli.
Þegar Gylfi Þ. Gíslason var á hátindi stjórn-
málaferils síns, töluðu forystumenn Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks hver við annan af
gagnkvæmri virðingu og nærgætni, sem var ný-
lunda í stjórnmálabaráttu hér á landi. Að vísu
höfðu flokkarnir orðið svo lík sjónarmið að þeir
hefðu nánast getað sameinazt þess vegna! Það
var mikill léttir eftir hræðslubandalag og illindi
á sjötta áratug, sem hjuggu nærri rótum þing-
ræðisins, og er mér nær að halda, að dr. Gylfi
hafi ekki kunnað eins vel við sig á þeim pólitíska
fleka og margir héldu. Kannski hélt hann líka
sjálfur að þessi fleki væri eftirsóknarvert björg-
unartæki, svo lítið sem við þekkjum sjálf okkur í
raun og veru! En á því er þó enginn vafi að hann
naut sín ekki til fulls fyrr en á sjöunda áratugn-
um, þegar hann varð einlægur talsmaður þeirr-
ar öryggisstefnu sem hefur dugað okkur jafn
vel og raun ber vitni og þess frelsis ein-
staklingum til handa sem er lágmarkskrafa í
lýðræðisþjóðfélagi. Og kannski mátti hann og
félagar hans þakka sínum sæla að lifa hræðslu-
bandalagsprammann af og komast heilir á húfi
til lands. En það var þeim mikil og þroskandi
lexía, á því er enginn vafi. Og dr. Gylfi kunni að
meta þennan lærdóm og draga ályktanir af hon-
um. Hann varð einn helsti talsmaður þjóð-
arinnar í baráttunni fyrir frjálsum við-
skiptaháttum og verzlunarfrelsi sem okkur er
sæmandi.
Það er engin tilviljun, hvað ég hef staldrað við
þennan þátt og minnt á hann. Niðurlægingin
var með þeim hætti að hún verður okkur lýð-
veldiskynslóðinni ævarandi áminning. Þegar
minn árgangur lauk stúdentsprófi 1950, var
okkur gefinn kostur á að kaupa ein spariföt og
efni í stúdentshúfur, en sækja þurfti um inn-
flutningsleyfi fyrir herlegheitunum og bannað
að fara yfir kvótann! Síðan hefur þetta orð verk-
að illa á mig.
Gylfi Þ. Gíslason átti ekki minnstan þátt í því
að þetta ríkisbákn var brotið niður. Fyrir það
mun hans ekki sízt minnzt. Og þá ekki síður eld-
heitrar og einlægrar forystu í mennta- og
menningarmálum á sjötta áratugnum. Að vísu
greindi okkur Morgunblaðsmenn eitthvað á við
hann um skeið, þegar við gerðum harða atlögu
að skólakerfinu, sem hafði gengið sér til húðar,
en þá gerði dr. Gylfi sér lítið fyrir og hóf forystu
um breytingar á kerfinu sem voru til bóta, þótt
sumt hafi farið úrskeiðis og margt mætti enn
taka til gagngerrar endurskoðunar.“
Tilfinningamaður
„Gylfi Þ. Gíslason er tilfinningamaður mikill
eins og raunar allt hans fólk. Þá er gripið til
þeirrar skeljar sem náttúran ætlazt til að sé
slíku fólki hlíf og skjöldur í óvægnu umhverfi.
En það er líka mikið listamannsblóð í þessu
fólki eins og sjá má á „músíkalíteti“ afmæl-
isbarnsins án þess að ég sé að krefjast þess
beinlínis að hann semji lag við eitthvert af ljóð-
um mínum!
Aftur á móti vil ég ekki láta undir höfuð
leggjast að minnast hér í lokin á Gunnlaug
Scheving, frænda dr. Gylfa, þann öðling, sem
bar listrænum hæfileikum ættar sinnar það
vitni sem aldrei fyrnist. Ég átti því láni að fagna
að kynnast honum og njóta vináttu hans og
hann kom oft á heimili okkar Hönnu og þá var
alltaf hátíð.
Þegar hann lézt langt um aldur fram, vorum
við í Kaupmannahöfn og líkaði mér ekki, hve
þessa andlega risa var lítið minnzt hér heima,
svo ég strengdi þess heit að skrifa um hann bók,
þótt síðar yrði, enda höfðum við Gunnlaugur
það á prjónunum. Ég stóð við fyrirheitið, sendi
dr. Gylfa ritið, þegar það kom út, og fékk frá
honum þakkarbréf sem ég geymi og met mikils.
Þegar slíkir menn sem Gylfi Þ. Gíslason
senda mann þakkir og hlýjar kveðjur, þarf ekki
annan ritdóm.“
Heilindi og gagnkvæmt traust
að ríkja traust milli þeirra. Þá mega
engin brögð vera í tafli.“ Minning mín
um þetta farsæla, langvinna samstarf
ólíkra manna úr ólíkum flokkum er á
þennan veg. Fjölskyldur okkar
tengdust einnig öðrum böndum og vil
ég enn á kveðjustundu þakka Gylfa
og Guðrúnu Vilmundardóttur, eigin-
konu hans og stoð hans og styttu, þá
samfylgd alla, sem á stundum hefur
snortið okkur mjög djúpt.
Ég flyt frú Guðrúnu, sonum þeirra
hjóna og öllum ástvinum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Gylfa Þ. Gísla-
sonar.
Björn Bjarnason.
Einn merkasti stjórnmálamaður
liðinnar aldar á Íslandi er látinn. Með
Gylfa Þ. Gíslasyni hverfur úr hópi lif-
enda síðasti ráðherra viðreisnar-
stjórnarinnar, farsælustu ríkisstjórn-
ar, sem Ísland hefur átt. Sú
ríkisstjórn varð fyrst til þess að brjóta
fjötra einangrunar og leysa helsi
ófrelsis af viðskipta-, atvinnu- og
efnahagslífi þjóðarinnar. Sagt er, að
Ísland sé eitt af síðustu ríkjum Evr-
ópu til þess að losa sig við hagkerfi
austantjaldslanda – ef sú niðurstaða
hefur þá náðst að fullu enn sem komið
er, sem um má deila. Sú þarfa breyt-
ing hefði gerst mun fyrr og gengið
greiðar ef sjónarmiða viðreisnar-
stjórnarinnar hefði lengur gætt en
raunin varð. Ekki síst ef áhrifa Gylfa
Þ. Gíslasonar hefði lengur notið við
um landsstjórnina.
Breskir jafnaðarmenn kenna flokk
sinn við „nýja jafnaðarstefnu“ og telja
sig hafa endurnýjað og endurskapað
stefnu jafnaðarmanna í Evrópu til
móts við breytta tíma. Sú „nýja jafn-
aðarstefna“ er löngu til orðin hér á Ís-
landi. Hana skapaði Gylfi Þ. Gíslason.
Vilmundur, sonur hans, festi hana svo
í sessi. Sá, sem þetta ritar, átti því láni
að fagna að fá að fylgjast með þeirri
vegferð. Hún var ekki fyrirhafnarlaus
og því síður átakalaus; hvorki innan
flokks né á hinum pólitíska vettvangi
yfirleitt. En þvílík umbreyting! Var
sú umbreyting í anda „hægri“ eða
„vinstri“ stefnu? Svipa merkingar-
lausra orða í samtímanum! Gylfi Þ.
Gíslason bar ekkert pólitískt stein-
barn undir sínu belti. Hans styrkur
var sá, að hann gat ekki aðeins metið
heldur ávallt endurmetið afstöðu sína
í ljósi nýrrar þekkingar, reynslu og
breyttra aðstæðna. Leiðarljós hans
voru annars vegar skynsemi hans,
gáfur og þekking og hins vegar sam-
úð, góðvild og djúpstæð virðing fyrir
manngildi. Greind og góðvild gerðu
hann að jafnaðarmanni. Sem slíkur
var hann maður allra tíma, allra nýrra
strauma í heimsmynd jafnaðarmanna
á sínum lífsferli.
Mikil ritverk liggja eftir Gylfa Þ.
Gíslason. Jafnt á sviði hagvísinda,
menningar, mennta og stjórnmála.
Eins má þó sakna. Hann ritaði fátt
frásagna um eigið æviskeið. Um
kynni sín af mönnum og málefnum.
Enga palladóma um samferðamenn,
sjálfan sig, og verk sín eins og margra
stjórnmálamanna er siður við starfs-
lok. Bókin hans um viðreisnarárin er
fróðleg. En hún veitir ekki slíka inn-
sýn. Hún greinir frá staðreyndum en
hvorki frá persónulegum samskiptum
né áliti höfundar á frammistöðu leik-
enda á sviði viðburðanna. Af nógu
hefði þó verið hægt að taka. Gylfi
hafði náin kynni af öllum stjórnmála-
foringjum Íslendinga um margra ára-
tuga skeið. Að honum var sótt harðar
og af meiri heiftrækni en flestum öðr-
um samtímamönnum. Margir hefðu
freistast til þess að gera upp þá tíð.
Lýsa viðburðum og samskiptum við
samferðamenn frá sínu sjónarhorni.
„Réttlæta“ sig og verk sín í skjóli eft-
irlaunaáranna. En ekki Gylfi. Skorti
hann þó hvorki til þess ritfærni né
minni.
Eftir að margra ára langt samstarf
okkar hafði þróast upp í góða vináttu
sagði hann mér oft frá atburðum og
samskiptum við fólk, sem sannarlega
hefði verið forvitnilegt að sjá einhvers
staðar skráð. Þó ekki væri nema til
þess að varpa ljósi á viðburði, sem án
þess verða ekki skýrðir rétt. Ég
spurði hann einhverju sinni hvort
hann ætlaði ekki að skrifa ævisögu
sína og skilja þessa fjársjóði frásagn-
ar eftir fyrir síðari tíma áhugamenn
um stjórnmálasögu landsins. Svar
hans var afdráttarlaust nei. Ævisögu
sína vildi hann ekki skrifa. Hvers
vegna ekki? Vegna þess, sagði hann,
að oft verður rás viðburða, sem leiddu
til markverðra atburða í stjórnmála-
sögu Íslendinga, ekki skýrð nema út
frá persónulegum samskiptum milli
einstaklinga, vildar eða óvildar milli
manna, geðslags þeirra eða annars
þess, sem „ekki er vert að segja frá“,
eins og hann orðaði það. Gylfa Þ.
Gíslasyni var það víðs fjarri að skilja
eftir sig slík ummæli um annað fólk.
En hvílíkur hafsjór af fróðleik um
menn og málefni hann var! Einhverju
sinni á síðari samstarfsárum okkar
vorum við á ferð í ferju milli Hels-
ingjaeyrar í Danmörku og Helsingja-
borgar í Svíþjóð ásamt eiginkonum
okkar á leið á norræna samkomu en
við störfuðum þá saman á þeim vett-
vangi; hann sem formaður Norræna
félagsins og ég sem framkvæmda-
stjóri þess. Þá hóf hann að segja mér
frá samskiptum sínum við stjórn-
málaforingja á frumbýlingsárum Al-
þýðuflokksins; frá mönnum eins og
Jóni Baldvinssyni, Jóni Blöndal, Jóni
Axel Péturssyni, Stefáni Jóhanni
Stefánssyni, Ásgeiri Ásgeirssyni – og
síðan barst talið að forystumönnum
annarra flokka af þeirra kynslóð. Svo
hugfangin vorum við hjónin að hlusta
og svo hugfanginn var hann að segja
frá að fyrr en varði var ferjan komin
til Helsingjaborgar og lögð af stað
þaðan aftur til fyrra lands og urðum
við því að fara leiðina fram og til baka
til þess að ná í áfangastað. Þessar frá-
sagnir og fleiri, sem ég naut í sam-
fylgd okkar, voru aldrei og verða ekki
festar á blað. Það var ekki hans vilji
og því réð góðgirni hans. Gylfi var ein-
staklega orðvar maður og vildi heldur
liggja „óbættur hjá garði“ eða leyfa
sagnfræðingum að túlka atburðarás
eftir „heimildum“ en að bæta sinn
hlut með því að skrá atburðarás, sem
ef til vill myndi smækka aðra. Góð-
girni hans skóp honum vini langt út
fyrir raðir eigin flokksmanna og ekki
síst sakir þeirrar vináttu og virðing-
arinnar sem hann naut var hann ein-
róma valinn sem forseti Alþingis Ís-
lendinga á þjóðhátíðinni 1974; fulltrúi
minnsta þingflokksins, sem þá var, og
auk þess í stjórnarandstöðu.
Mér hæfari menn munu skrifa um
stjórnmálaferil Gylfa Þ. Gíslasonar;
framlag hans, sigra hans og töp í
stjórnmálum. Fræðimenn í hagfræði
eru mér fremri í að skrifa um störf
hans á þeim vettvangi. Listamenn og
menningarfrömuður munu gera betri
skil en ég get gert menntamanninum
og listelskendanum; menntamálaráð-
herranum, sem allir seinni mennta-
málaráðherrar verða að miða sig við
svo vitnað sé til orða Jóns Baldvins
Hannibalssonar, sem snerist á þá
sveifina eftir að hafa fengið saman-
burðinn. Ég skrifa þessi minningar-
orð því einungis til þess að kveðja
góðan vin. Okkar kynni hófust fyrir
hartnær 40 árum. Kornungur var ég
þá gerður að ritstjóra Alþýðublaðsins
fyrir tilverknað Benedikts Gröndals
og Gylfa. Sá síðarnefndi var þá búinn
að vera ráðherra viðreisnarstjórnar-
innar í átta ár og var önnum kafinn.
Síminn var hins vegar jafnan mikið
notað samskiptatæki hans. Þannig
hélt hann sambandi við flokksfólk
víða um land; ekki síst Ísafjarðar-
krata, enda voru þeir í þeim armi
flokksins, sem þeir leiddu saman,
Gylfi og Hannibal. Síminn varð raun-
ar bæði upphaf og endir okkar löngu
samskipta. Þannig hófust þau; með
því sem næst daglegum samtölum
ráðherrans og ritstjórans um símalín-
una. Og þannig lauk þeim með síma-
samtölum milli fyrrum stjórnmála-
manna, sem báðir höfðu lagt
stjórnmálastörfin á hilluna að eigin
frumkvæði; annar aldraður og nær
þrotinn líkamlegum kröftum og hinn
skemmra kominn á sama vegi. Á milli
þessa upphafs og endis samskipta
fyrir tilverknað símalínunnar lágu
mörg ár náins samstarfs fyrst á
stjórnmálasviðinu og síðan á vett-
vangi Norræna félagsins og norrænn-
ar samvinnu; samstarfs, sem þróaðist
í djúpa og einlæga vináttu.
Mér eru kærar minningarnar um
samstarf okkar Gylfa á stjórnmála-
vettvangi. Sem ritstjóri Alþýðublaðs-
ins öðlaðist ég sæti í þingflokki Al-
þýðuflokksins þegar árið 1968, þegar
enn lifðu rúm þrjú ár eftir af tímabili
viðreisnarstjórnarinnar. Sæti á þingi
tók ég 1974 og sat þar í þingflokknum
undir stjórn Gylfa til ársins 1978 þeg-
ar hann dró sig í hlé. Saman beittum
við okkur þá um haustið gegn mynd-
un hinnar ógæfusömu samstjórnar
Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags, en lentum í minni-
hluta í miðstjórn Alþýðuflokksins.
Draumurinn um nýja viðreisn varð
ekki að veruleika fyrr en 13 árum síð-
ar en varð þá því miður ekki nægilega
farsæll okkur báðum til vonbrigða.
Atvikin urðu hins vegar þau, að þetta
ár; árið 1978; tók ég við þingflokks-
formennskunni af Gylfa og átti síðar
eftir að gegna ýmum þeim störfum,
sem hann hafði áður sinnt á stjórn-
málavettvangi. Á allri þeirri vegferð
naut ég eindregins stuðnings hans,
velvildar og hollra ráða. Einna vænst
þótti mér þó um stuðning hans í að-
dragandanum að stofnun Samfylk-
ingarinnar, sem okkur var báðum
ljóst að ef tækist myndi hafa í för með
sér brotthvarf Alþýðuflokksins af
vettvangi stjórnmálanna – flokksins,
sem við höfðum báðir helgað lífsstarf
okkar í stjórnmálum. Þegar Jón Bald-
vin Hannibalsson flestum á óvart tók
þá ákvörðun að draga sig í hlé frá
stjórnmálum árið 1996 og bað mig að
taka við Alþýðuflokknum og leiða
hann til loka sameiningarferilsins leit-
aði ég álits Gylfa eins og svo oft áður.
Hann vissi, að mér var þá næst skapi
að hætta stjórnmálastarfi; var búinn
að fá nóg.
– Þér ber engin skylda til þess að
taka þetta verk að þér, sagði hann, en
ef þú samt gerir það þá skal ég styðja
við bakið á þér. Það gerði hann af ein-
lægni og áhuga. Þann stuðning þakka
ég sérstaklega nú að leiðarlokum.
Gylfi Þ. Gíslason átti marga strengi
í hörpu sinni. Hann var óvenjulega
fjölhæfur. Maður búinn svo mörgum
og ríkulegum hæfileikum naut lífsfyll-
ingar á mörgum sviðum utan stjórn-
málanna. Hann naut lífsins í heimi
lista og menningar; var enda sjálfur
maður lista og menningar. Þessa
heima; heim stjórnmála og heima
lista og menningar; sameinaði hann í
störfum sínum sem menntamálaráð-
herra en í daglegu starfi sem stjórn-
málaforingi hélt hann þeim aðgreind-
um. Hann flíkaði ekki listrænum
hæfileikum sínum í vafstri stöðu-
stjórnmálanna. Með vaxandi vinfengi
okkar fékk ég tækifæri til þess að
kynnast einnig þeim hliðum. Mér er
minnisstætt þegar frú Svava Storr
bauð Gylfa og Guðrúnu, konu hans,
ásamt okkur hjónunum og nokkrum
öðrum í heimsókn á glæsilegt heimili
sitt við Laugaveg eftir fund í Nor-
ræna félaginu. Gylfi settist þá við pí-
anóið og lék nokkur af þekktustu lög-
unum sínum; kátur og glettinn og
ljómaði af gleði. Það var eftirminnileg
og skemmtileg stund.
Gylfi Þ. Gíslason varð minn póli-
tíski „mentor“. Reyndar miklu meira.
Hann var einlægur vinur og reyndist
mér ávallt vel. Gamlir stjórnmálafor-
ingjar eru eins og gamlir herforingj-
ar. Þeir deyja ekki. Þeir líða burt. Nú
líður hann Gylfi burtu. Eftir situr far-
sælt og eftirminnilegt lífsstarf, sem
verður skráð í sögubækur og gleym-
ist því aldrei. Eftir situr hjá okkur,
sem vorum vinir hans og lifum hann,
minningar um góðviljaðan mann, sem
var glaður og skemmtilegur á góðri
stund, kunni frá mörgu að segja, var
óvenjulega ríkum hæfileikum búinn,
sáttfús og heiðarlegur og vildi engum
manni illt – jafnvel ekki þeim, sem
vildu honum illt á því tímabili ævi-
skeiðins þegar harðast var að honum
sótt. Góðgjarn maður og öllum velvilj-
aður. Þannig er mín geymd um Gylfa.
Við hjónin sendum Guðrúnu, ekkju