Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ GYLFI Þ. GÍSLASON síðast þurfum við að rækta þá mann- kosti, sem gera okkur kleift að lifa auðugu menningarlífi, því að einhvers staðar á þeim slóðum er hamingjunn- ar að leita. Með orðum hans sjálfs: „Ef hófsemi og heiðarleiki ásamt virð- ingu fyrir sannleika og réttlæti eru hornsteinar stjórnmálalífs, verður ár- angurinn gott þjóðfélag.“ Þannig talaði hinn mikli húmanisti í stjórnmálalífi Íslendinga á tuttugustu öld. Þannig talaði stjórnmálamaður, sem var frjór í hugsun og ungur í anda, til hinsta dags. Slíkur maður „magnast við slit og auðgast við ör- læti“. Jón Baldvin Hannibalsson fv. formaður Alþýðuflokksins. Gylfi Þ. Gíslason skilur eftir ein- staka arfleifð í stjórnmálum sem verðskuldar meiri athygli en sagan hefur enn gefið henni. Hann var hinn upplýsti og fágaði foringi sem hafði framsýni og kjark til að brjóta nýjum og umdeildum hugmyndum braut. Margar þeirra bergmála enn í póli- tískri umræðu dagsins. Við jafnaðar- menn lítum svo á að Gylfi hafi með vissum hætti verið faðir nútíma- stjórnmála á Íslandi. Hann kom ung- ur hagfræðingur frá námi í hinni upp- lýstu Evrópu millistríðsáranna. Í farteskinu hafði hann ferskar hug- myndir um frelsi í atvinnulífinu og af- nám viðskiptahafta en hélt um leið fast um hin klassísku gildi evrópskra sósíaldemókrata um virka samhjálp og stéttlaust samfélag. Sýn hans var sýn heimsborgarans sem skildi að frelsi með ábyrgð í samskiptum ein- staklinga og þjóða var lykillinn að far- sæld beggja. Það var því gæfa hins kornunga lýðveldis að fá til starfa í ríkisstjórnum menntaðan hugsjóna- mann sem færði með sér nýjan al- þjóðlegan andblæ frelsis og jöfnuðar. Í pólitískri arfleifð Gylfa Þ. Gísla- sonar má greina þrjá þætti sem bæði þjóðin og ekki síst íslenskir jafnaðar- menn búa ríkulega að í dag. Gylfi hafði ótvíræða forystu um frelsisbylt- inguna í atvinnulífinu sem var helsta framlag viðreisnarstjórnarinnar 1959–1971. Afnám viðskiptahafta fór einsog hressandi gustur um atvinnulíf Íslands og sleit viðjar af framtaki fjöl- margra þróttmikilla Íslendinga sem fundu krafti sínum viðnám í sköpun nýrra verðmæta. Á sama tíma stóð Gylfi líka fyrir mestu byltingu menntakerfisins á lýðveldistímanum. Hann var menntamálaráðherra tveggja ólíkra ríkisstjórna í samtals 15 ár, 1956–71, lengur en nokkur ann- ar í sögunni. Hann setti á stofn Lána- sjóð íslenskra námsmanna sem var upphafið að fullu frelsi ungra Íslend- inga til háskólanáms án tillits til efna- hags eða uppruna. Samhliða réðst hann í stórfellda uppbyggingu fram- haldsskólastigsins og nýir mennta- skólar urðu til vegna pólitískra ákvarðana hans, meðal annars sá við Hamrahlíð í Reykjavík og á Ísafirði. Þetta tvennt, Lánasjóðurinn og fram- haldsskólinn, er líklega mikilvægasta skrefið sem nokkur íslenskur stjórn- málamaður hefur stigið til að tryggja jafnræði til mennta. Fyrir það munu jafnaðarmenn og allir Íslendingar ávallt minnast hann með hlýju og þakklæti. Framsýni Gylfa birtist þó einna skýrast í viðhorfi hans til Evr- ópu. Strax árið 1957, árið eftir að hann settist fyrst í ríkisstjórn, virtist hann orðinn sannfærður Evrópusinni og skildi manna best að leið lítillar þjóðar til bjargálna lá í gegnum aukið viðskiptafrelsi við umheiminn. Árið 1961 hóf hann sem viðskiptaráðherra að skoða hugsanlega aðild að því sem nú heitir Evrópusambandið. Hann stóð fyrir víðtæku samráði um mögu- lega aðild við helstu hagsmunasamtök í landinu, auk þess sem hann átti við- ræður við flesta leiðtoga sambandsins og frændþjóða okkar á Norðurlönd- um. Gylfi komst að þeirri niðurstöðu að aukaaðild að sambandinu væri besti kostur fyrir Íslendinga. Málið tók aðra stefnu þegar de Gaulle Frakklandsforseti hafnaði aðild Breta að sambandinu 1963, og vægi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, jókst, meðal annars vegna ákvarðana Norðurlandaþjóða um að sækja um aðild að EFTA. Upp úr því var aðild Íslands að EFTA talin ákjósanleg sem fyrsta skref. Þrátt fyrir harðvítugan mótbyr pólitískra andstæðinga tókst Gylfa með dyggri aðstoð annarra ráðherra viðreisnar- stjórnarinnar að stýra Íslandi í frí- verslunarhöfn EFTA. Það varð lykill- inn að gjöfulli utanríkisverslun Íslendinga allar götur síðan. Sú um- ræða sem nú er í gangi um hugsan- lega aðild Íslands að ESB sýnir því betur en flest annað hversu lifandi hugmyndir Gylfa Þ. Gíslasonar eru enn í dag, röskum aldarfjórðungi eftir að hann hætti virkri þátttöku í stjórn- málum árið 1978. Frelsi í viðskiptum, fjárfesting í menntun, þróun skynsamlegs vel- ferðarkerfis og sterk tengsl við Evr- ópu eru hornsteinar þess sem Sam- fylkingin hefur skilgreint sem nútímalega jafnaðarstefnu. Þegar horft er yfir pólitískt lífshlaup Gylfa Þ. Gíslasonar er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hann hafi sann- arlega verið fyrsti nútímalegi jafnað- armaðurinn hér á landi. Ýmsar aðrar hugmyndir sem færðu honum storm- inn í fangið á sínum tíma hafa sömu- leiðis orðið hornsteinar í stefnu Sam- fylkingarinnar. Áhersla hans á auðlindagjöld í sjávarútvegi til að koma í veg fyrir rányrkju og hámarka afrakstur greinarinnar er dæmi um það. Annað dæmi eru hugmyndir hans um úrbætur í landbúnaði sem á tímum hefðbundinnar vanahugsunar í stjórnmálum mættu mikilli andstöðu en engum dylst að staða bænda og neytenda væri önnur og betri í dag hefði Gylfi ráðið meiru í þeim efnum. Gylfi Þ. Gíslason skildi frá fyrstu tíð nauðsyn þess að sameina jafnaðar- menn í einum flokki og á fyrstu dög- um Samfylkingarinnar var hann ós- ínkur á ráð og uppörvun, auk þess að taka heiðurssætið á framboðslista Samfylkingarinnar í höfuðborginni 1999 og 2003. Það skipti mig miklu máli þegar hann hringdi í mig meðan óvíst var hver tæki að sér formennsku fyrir Samfylkinguna eftir að hún varð að formlegum stjórnmálaflokki og hvatti ekki bara mig til að taka það kóngsins járn og arbeið að mér heldur bað Árnýju konu mína eindregið að hvetja mig hins sama. Það skipti ekki minna máli þegar á móti blés fyrstu árin að fá frá honum uppörvandi sím- töl þar sem hann rifjaði upp andbyr af sínum eigin ferli og spáði því að fyrr en seinna skipti úr skúrum í sólskin. Það reyndust orð að sönnu. Gylfi Þ. Gíslason ólst upp á mót- unarskeiði íslensks borgarsamfélags í Reykjavík. Faðir hans var þekkt skáld og ritstjóri, meðal annars Morgunblaðsins, en líka þýðandi söngljóðs sósíalista: Sjá roðann í austri. Þetta umhverfi hafði efalítið rík áhrif á Gylfa. Í honum varð til fín- gerður listamaður. Á annasömum ferli fann Gylfi sér hvíld og svölun við að semja einstaklega falleg lög sem lengi munu lifa. Ást hans á tónlist birtist þjóðinni líka með öðrum hætti. Á efri árum flutti hann frábær erindi um tónsnillinga sögunnar í útvarp svo tekið var eftir. Listamaðurinn birtist líka í því ástfóstri sem hann tók sem stjórnmálamaður við listir og menn- ingu landsmanna. Í röðum listamanna er tíma hans sem menntamálaráð- herra enn minnst með söknuði og enginn eftirmaður í því embætti hefur stutt af jafnmikilli einlægni og tilfinn- ingu við listalíf okkar Íslendinga. En hinn fágaði listunnandi birtist ekki síst í málflutningi sem var byggður á þekkingu og yfirsýn, ræðum sem voru fluttar af listrænum þokka og næmi, og voru á stundum ögrandi í hugsun sinni. Það á við um ræðuna sem Gylfi flutti í nóvember 1959, þeg- ar Ríkisútvarpið fékk nýtt húsnæði fyrir starfsemi sína á Skúlagötu. Að sjálfsögðu hélt hann til haga því meg- inhlutverki útvarpsins að bæta og fegra þjóðlífið, en í þjóðfélaginu þyrftu einnig að rísa háar öldur og blása vindar í andlegu lífi þjóðarinn- ar: „Vitibornir menn hafa alltaf og alls staðar skiptar skoðanir á ótal hug- myndum og fyrirbærum. Það er að- alsmerki frjáls þjóðfélags að menn geti greint á og deilt, án þess að þurfa að óttast afleiðingar skoðana sinna. Og deilur á að heyja með heiðarleik og hófsemi, annars varpa þær ekki ljósi heldur skugga. Það er trú okkar sem aðhyllumst andlegt frelsi og lýð- ræði í stjórnmálum að einmitt slík skoðanaskipti og jafnvel deilur á öll- um sviðum mannlegra vitsmuna og tilfinningalífs séu enn besti sporinn á vaxandi andlegan þroska og þar með framþróun mannsins. Og hvernig gæti þá útvarp gegnt hlutverki sínu í þágu framfara, ef það héldi öllu slíku ölduróti, öllum slíkum stormsveipum utan veggja sinna?“ Niðurstaða Gylfa Þ. Gíslasonar við þetta tækifæri var í stíl við það stef sem hann söng inn í þjóðina með lífi sínu og pólitískum störfum, um heilbrigð skoðanaskipti og um nauðsyn frjálslyndis og um- burðarlyndis. Að leiðarlokum þakkar Samfylk- ingin honum fyrir einstakt framlag í þágu íslenskrar jafnaðarstefnu og ekki síður einlægan stuðning á bernskuskeiði flokksins. Við Árný sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur og óskum henni Guðs blessunar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Með andláti Gylfa Þ. Gíslasonar er horfinn af sviðinu einn þeirra manna sem mestan svip settu á þjóðlíf Ís- lendinga á síðara helmingi síðustu aldar. Þegar hann kom heim til Ís- lands sumarið 1939 að loknu háskóla- námi, aðeins tuttugu og tveggja ára gamall, lét hann fljótlega til sín taka á þeim tveimur sviðum sem hann átti eftir að helga starfskrafta sína það sem eftir var ævinnar: háskóla- kennslu og stjórnmálum. Það var eitt af hans fyrstu verkefnum að skipu- leggja nám í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands, og var hann fyrsti fasti kennarinn í þeim fræðum við skólann, fyrst sem dósent en síðan prófessor frá árinu 1946. Jafnframt lét hann fljótlega til sín taka í stjórnmálum, var kosinn í miðstjórn Alþýðuflokks- ins 1942 og á Alþingi 1946 þar sem hann sat síðan samfleytt til vorsins 1978. Eftir að ég hóf störf sem hagfræð- ingur Landsbankans 1954 hófust náin kynni og síðar samstarf okkar Gylfa sem síðan féll aldrei nokkur skuggi á. Gylfi var að eðlisfari örlyndur hug- sjónamaður en hafði þann eiginleika umfram flesta slíka menn að festast aldrei í kreddum heldur vera sífellt leitandi að bestu leiðum að þeim markmiðum sem honum voru kær. Eins og svo mörgum öðrum blöskr- uðu honum þær ógöngur sem þjóð- arbúskapur Íslendinga var enn fastur í á sjötta áratugnum þrátt fyrir batn- andi ytri skilyrði, og hann gerði sér miklar vonir um að vinstri stjórnin sem hann tók sæti í sem mennta- og iðnaðarráðherra sumarið 1956 gæti ráðið hér bót á. Þegar þær vonir brugðust með öllu var hann reiðubú- inn að endurmeta stöðuna í ljósi reynslu annarra þjóða og taka upp gjörbreytta stefnu í efnahagsmálum, þar sem markaðsbúskapur kæmi í stað miðstýringar, jafnvel þótt það fæli í sér stjórnarsamstarf Alþýðu- flokksins við Sjálfstæðisflokkinn sem Gylfi hafði lengi átt í hörðum deilum við. Nú meira en fjörutíu árum síðar, á tímum einkavæðingar og alþjóðlegs markaðsbúskapar, kann mörgum að reynast erfitt að skilja hve mikið póli- tískt átak þurfti til að koma á þeirri róttæku stefnubreytingu sem við- reisnarstjórnin beitti sér fyrir og festa hina nýju stefnu í sessi á tólf ára valdatímabili þrátt fyrir nauman þingmeirihluta og harða stjórnarand- stöðu. Hversu farsællega þetta tókst var öðru fremur að þakka því gagn- kvæma trausti og virðingu sem skap- aðist milli forystumanna stjórnar- flokkanna. Á þessum árum vorum við Gylfi í nánast daglegu samstarfi og er á engan er hallað þótt ég minnist nú sérstaklega á ómetanlegan þátt sem ég tel Gylfa hafa átt í þeim mikla ár- angri sem ríkisstjórnin náði á tólf ára ferli sínum. Allir bestu eiginleikar hans, góðvild, sanngirni og skyldu- rækni, nutu sín hér til fulls, og hann lét einskis ófreistað til þess að ná góðri sátt og samstöðu um öll þau mál sem hann átti aðild að. Starfa hans í viðreisnarstjórninni verður líka lengi minnst vegna forystu hans um lausn tveggja stórmála í samskiptum Ís- lendinga við aðrar þjóðir, handrita- málsins við Dani og samningsins um inngöngu Íslands í EFTA. Þótt Gylfi hefði sem viðskiptaráð- herra og eini hagfræðingurinn í rík- isstjórninni ærin verkefni á sviði efna- hagsmála, var honum þó áreiðanlega ekki síður kært að geta sem mennta- málaráðherra unnið að framgangi lista, vísinda og menntunar, enda var hann sjálfur bæði skólamaður og ein- lægur unnandi tónlistar og annarra fagurra lista. Á þeim fimmtán árum sem Gylfi sat samfleytt í embætti menntamálaráðherra, sem er reynd- ar einsdæmi, fékk hann tækifæri til að beita sér fyrir margvíslegum um- bótum í skóla- og menningarmálum sem við enn búum að. Þótt hér hafi verið drepið á fáeina þætti á langri og farsælli starfsævi Gylfa Þ. Gíslasonar er mér nú að leið- arlokum minnisstæðastur maðurinn sjálfur, vinátta hans, drenglyndi og tryggð. Fáum á ég jafnmikið að þakka fyrir stuðning og hvatningu í lífi mínu og starfi og dýrmætar eru þær minningar sem við Dóra eigum frá góðum og glaðværum samveru- stundum með Gylfa og Gurru á heim- ilum okkar og annars staðar. Megi sú bjartsýni og heiðríkja sem einkenndi afstöðu Gylfa til hinstu raka tilver- unnar verða ástvinum hans leiðarljós um ókomin ár. Jóhannes Nordal. Við Gylfi Þ. Gíslason vorum sam- tíma einn vetur í Menntaskólanum í Reykjavík, og er mér enn minnisstætt hve þungt mér féll, þá nýkomnum í skólann, að nokkur atkvæði skyldi skorta til þess að hann yrði kjörinn in- spector scholae haustið 1935. Náin kynni okkar á milli tókust þó ekki fyrr en ég kom heim frá námi í Svíþjóð að styrjöldinni lokinni, en þá var Gylfi orðinn prófessor við hina nýju við- skiptadeild Háskóla Íslands og stóð framarlega í röðum Alþýðuflokksins. Enda þótt ég hefði skipað mér í annan stjórnmálaflokk en hann, komumst við Gylfi fljótlega að raun um að fátt bar okkur á milli í skoðunum og lífs- viðhorfum. Við höfðum báðir mótast af þeim nýju sjónarmiðum innan hag- fræðinnar sem litu á eindregin af- skipti ríkisins af efnahagsmálum sem brýna nauðsyn og aðhylltumst hug- myndir jafnaðarmanna í Vestur-Evr- ópu um uppbyggingu atvinnulífs og eflingu velferðar að styrjöldinni lok- inni. Við Gylfi ræddumst mikið við á þessum tíma og sátum saman í hag- fræðinganefndinni svokölluðu, ásamt þeim Klemensi Tryggvasyni og Ólafi Björnssyni, auk þess sem við héldum samræðum vakandi í fámennum fé- lagsskap hagfræðinga. En hér heima var við ramman reip að draga. Snögg aukning þjóðartekna á styrjaldarár- unum hafði leitt til upplausnar og verðbólgu og pólitísk sundrung kreppuáranna reyndist djúpstæð og langvinn. Ég er enn þeirrar skoðunar Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Vær saa god Flatöbogen, sagði Helge Larsen menntamálaráðherra Dana er hann færði Gylfa Þ. Gíslasyni Flateyj- arbók árið 1971 við hátíðlega athöfn sem fram fór í Háskólabíói. Fyrstu handritin voru þar með komin heim. Gylfi Þ. Gíslason heilsar Hannibal Valdimarssyni á flokksþingi Alþýðu- flokksins 1986, en þeir gegndu báðir embætti formanns á síðustu öld. Á milli þeirra er Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.