Morgunblaðið - 27.08.2004, Síða 1
2004 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
UEFA ætlar að kanna tengsl Chelsea og
rússneska liðsins CSKA Moskvu / C4
Draumalið Bandaríkjanna lagði Spán-
verja og er komið í undanúrslit á ÓL / C4
Guðjón Valur Sigurðsson lék allar mín-
útur leiks landsliðsins í Aþenu / C3
FH vann glæsilegan sigur á skoska
liðinu Dunfermline í gærkvöld með
tveimur mörkum gegn einu og er
liðið komið í þriðju umferð Evr-
ópukeppni félagsliða, á sam-
anlagðri markatölu, 4:2, þar sem
liðin gerðu jafntefli á Laugardals-
vellinum í fyrri leiknum, 2:2. danski
leikmaðurinn Tommy Nielsen skor-
aði sigurmarkið FH í gærkvöldi á
síðustu mínútu leiksins.
Leikurinn í járnum
FH þarf því að komast í gegnum
þriðju umferð til að komast í riðla-
keppnina, sem er með svipuðu sniði
og Meistaradeild Evrópu. „Þetta
var auðvitað frábært. Þeir voru
töluvert betri fyrsta hálftímann en
eftir það var leikurinn í járnum.
Við höfum sýnt það, bæði í fyrra og
í sumar, að það er frábær karakter
í þessu liði og einnig í síðasta leik á
móti Skagamönnum þar sem við
lentum 2:0 undir og við sýndum það
aftur í kvöld.
Þetta er bara stórkostlegur ár-
angur fyrir FH-inga og alla Hafn-
firðinga. Skotarnir voru auðvitað
súrir, því í heildina voru þeir sterk-
ari í leiknum en á móti kemur að
við vorum óheppnir að vinna ekki
fyrri leikinn. Ég held að for-
ráðamenn þeirra hafi verið búnir
að panta sér miða á dráttinn á
morgun þannig að þetta gat ekki
verið betra,“ sagði Heimir í samtali
við Morgunblaðið að að loknum hin-
um frækilega sigri.
„Þetta eru eflaust stærstu úrslit
íslensks félagsliðs, alla vega í sögu
okkar félags. Þetta er bara stór-
kostlegt að fá fleiri leiki gegn al-
vöru liðum,“ sagði Leifur Garð-
arson, aðstoðarþjálfari FH-liðsins.
Stórkostlegur áfangi
fyrir Hafnfirðinga
Tommy Nielsen ■ Frábært/C2
Um tíu mínútna seinkun varð á því
að hægt var að hefja keppni í úrslit-
um 200 m hlaups karla á Ólympíu-
leikvanginum í Aþenu í gærkvöld.
Fjölmennur og hávær hópur áhorf-
enda neitaði með öllu að gefa hljóð
til þess að hægt væri að hefja
hlaupið. Vildu áhorfendur mót-
mæla því að þjóðhetjan og Ólymp-
íumeistarinn í 200 m hlaupi frá því
Sydney, Kostas Kederis, keppti
ekki í greininni. Hann mætti ekki
ítrekað í lyfjapróf fyrir leikana og
var því gert að gefa þátttökuna
frá sér eftir að leikarnir hófust.
Margir Grikkir höfðu keypt sér
aðgöngumiða á frjálsíþrótta-
keppnina í kvöld með margra
mánaða fyrirvara til þess að
verða vitni að því að Kenteris verði
tign sína sem þeir misstu síðan af.
Með framkomu sinni sýndi þessi
stóri hópur áhorfenda þátttakend-
unum í úrslitahlaupinu mikla óvirð-
ingu. Sumir keppenda létu þetta
fara í skapið á sér. Frankie Freder-
icks, Namibíu, sem keppti í síðasta
sinn á Ólympíuleikum var á meðal
þeirra sem líkaði ekki fram-
koma Grikkjanna.
Áhorfendur töfðu upphaf
200 m hlaupsins
JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri
Chelsea, mætir sínum gömlu fé-
lögum í Porto í riðlakeppninni í
Meistaradeildinni í knattspyrnu en
dregið var í riðlana í gær. Paris
Saint-Germain og CSKA Moskvu
eru með Chelsea og Porto í H-
riðli. Mourinho gerði sem kunnugt
er Porto að Evrópumeisturum á
síðasta tímabili en yfirgaf félagið í
sumar til þess að taka við Chelsea.
Riðlakeppnin hefst 14. og 15. sept-
ember. „Við verðum að vera
ánægðir með riðilinn okkar. Það
er ljóst að við eigum fyrir höndum
áhugaverða leiki og okkur hlakkar
til,“ sagði Peter Kenyon, stjórn-
arformaður Chelsea.
Forráðamenn Manchester Unit-
ed og Arsenal geta verið ánægðir
með mótherja sína í Meistaradeild-
inni en United og Arsenal ættu að
eiga greiða leið í 16-liða úrslitin.
Arsenal er með Panathinaikos,
PSV Eindhoven og Rosenborg í E-
riðli og Man. United er með Lyon,
Sparta Prag og Fenerbache í D-
riðli. „Ég er ánægður með riðilinn
okkar. Við sleppum við að þurfa
að ferðast mjög langt en við mæt-
um tveimur liðum sem United hef-
ur aldrei spilað við áður, Lyon og
Sparta Prague,“ sagði Sir Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri Unit-
ed. „Við höfum aldrei unnið Meist-
aradeildina og við verðum að gera
það til að sanna að við erum á
meðal bestu liða í heimi,“ sagði
Danny Fiszman, talsmaður Arsen-
al.
Liverpool er með Deportivo de
La Coruna, Mónakó og Olympia-
kos í A-riðli.
Sanchez kom í mark 47,63 sekúnd-um eftir að hann lagði af stað.
Danny McFarlane, Jamaíku, varð
annar á á 48,11 sekúndum og Frakk-
inn Naman Keita varð þriðji á 48,26.
Bandaríkjamenn sem lengi hafa átt
bestu menn í þessari grein og oftar en
aðrar þjóðir átt gullverðlaunahafa í
400 m grindahlaupi urðu að gera sér
fjórða og áttunda sætið að góðu.
„Þetta er stærsta stund lífs míns,“
sagði Sanchez eftir að hann hafði
kastað mæðinni. „Nú hef ég uppskor-
ið ríkulega eftir allt erfiði undanfar-
inna ára. Það er engu líkt að hafa náð
takmarki sem stefnt hefur verið að
árum saman. Þetta er ekki bara stór
stund fyrir mig heldur alla íbúa Dóm-
iníska lýðveldisins og það er frábært
fyrir mig að vita til þess að ég varð
fyrstur til þess að vinna gull á Ólymp-
íuleikum fyrir þjóð mína.“
Þrefalt í 200 metrum og
tvöfalt í langstökki
Bandaríkjamenn unnu þrefaldan
sigur í 200 m hlaupi karla á Ólympíu-
leikunum og var þetta í annað sinn
sem þeir hirða öll verðlaunin í frjáls-
íþróttakeppninni, það gerðist einnig í
400 m hlaupi karla. Bandaríski meist-
arinn Shawn Crawford kom fyrstur í
mark á 19,79 sek., sem setur hann í
áttunda sæti afrekslistans í greininni
frá upphafi. Um leið setti hann per-
sónulegt met. Berard Williams varð
annar á 20,01 og ólympíumeistarinn í
100 m hlaupi, Justin Gatlin, varð
þriðji á 20,03. Aldursforseti kepp-
enda, Namibíumaðurinn Frankie
Fredericks, nældi sér í fjórða sæti
með kröftugum endaspretti, kom í
mark á 20,14, sjónarmun á undan
Francis Obikwelu frá Portúgal sem
fékk sama tíma.
„Ég er að sjálfsögðu í sjöunda
himni með þennan sigur eftir að hafa
orðið í fjórða sæti í 100 metra hlaup-
inu. Þjálfari minn getur verið stoltur
því ég og landi minn Justin Gatlin æf-
um saman undir hans stjórn og nú
komum við heim með tvenn gullverð-
laun, þetta getur ekki verið betra,“
sagði Crawford.
Ekki nóg með að Bandaríkin ynnu
þrefaldan sigur í 200 m hlaupi heldur
vann þjóðin tvöfaldan sigur í lang-
stökki karla. Dwight Phillips hreppti
gullverðlaunin, stökk 8,59 metra.
John Moffit varð annar með 8,47 og
Joan Lino Martines, Spáni, hlaut
bronsverðlaunin með 8,32, einum
sentímetra lengra en James Beck-
ford, Jamaíku, er varð að gera sér
fjórða sætið að góðu. Moffitt skaust
upp í annað sætið í 5. umferð.
Ross Gall
FH vann glæsilegan sigur á skoska liðinu Dunfermline í gærkvöld, 2:1. Hér er Tommy Nielsen,
sem skoraði sigurmark FH á lokamínutu leiksins, í baráttu við Craig Brewster.
Sanchez
brást ekki
bogalistin
FELIX Sanchez frá Dóminíska lýðveldinu vann gullverðlaun í 400 m
grindahlaupi karla á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í gær. Sigur
hans kom fáum á óvart þar sem Sanchez hefur verið fremsti grinda-
hlaupari heims á þessari vegalengd undanfarin ár og bætti nú ól-
ympíugulli í safn sitt þar sem einnig er að finna gull frá heimsmeist-
aramóti og Ameríkuleikum. Sanchez skráði nafn sitt á spjöld
sögunnar með sigrinum því hann varð fyrsti íþróttamaður frá Dóm-
iníska lýðveldinu sem vinnur gull á Ólympíuleikum.
Mourinho fer til Porto
■ Drátturinn/C2