Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 20 árum var ákveðið að gera 21. september að alþjóðlegum hátíðisdegi Alzheimerssjúklinga. FAAS hefur haft þann sið að hefja vetrarstarf sitt ár hvert sem næst Alzheimersdeginum, og síðustu árin með fræðsludegi öllum opinn. Með aukinni þekkingu hefur kom- ið betur í ljós að með réttri vitrænni þjálfun og örvandi fé- lagslegri umönnun er unnt að bæta líðan, auka lífsgæði og tefja framgang sjúkdóms- ins. Þar gegna sér- hæfðar dagvistir mik- ilvægu hlutverki. Fjórar slíkar dagvistir eru nú starfandi í Reykjavík. Átján ár eru síðan dagvist var opnuð í Hlíðabæ, en dagvistir heilabilaðra að Vitatorgi og í Fríð- uhúsi eru talsvert yngri og í Eir var opnuð dagvist fyr- ir 20 manns í mars á þessu ári. Þess- ir staðir hafa allir sannað gildi sitt og aukið lífsgæði sjúkra og aðstand- enda þeirra umtalsvert, en einnig stuðlað að því að fólk geti búið leng- ur heima en annars væri unnt. Betur má ef duga skal Biðlistar eru langir og betur má ef duga skal, ennþá er engin dagvist minnissjúkra starfandi utan Reykja- víkur en þörfin er sú sama alls stað- ar. Það er mikið álag að annast minn- issjúkan ástvin vitandi það að sjúk- dómurinn getur aðeins versnað. Það er í raun stöðugt sorgarferli, sem oft stendur í mörg ár. Þessir að- standendur eru hetjur sem leita fyrst og fremst að björtu hliðunum sem vissulega eru margar en mættu vera fleiri með hjálp samfélagsins. Aðstandendur þurfa meiri stuðning en hægt hefur verið að veita hingað til. Fræðslu og hjúkrunarsetur Margir þekkja Rjóðrið, sem er stað- ur fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Það er draumur okkar hjá FAAS að sambærilegur staður verði til fyrir heilabilaða og fjölskyldur þeirra. Staður þar sem veittur er fjölþættur stuðningur og fræðsla. Þaðan yrði skipulögð liðveisla fyrir heilabilaða. Þar starfaði dagvist og sambýli með aðstöðu til hvíldarinn- lagna. Það þarf ekki að vera svo fjarlægur draumur ef við leggjumst öll á eitt og ákveðum að láta hann rætast. Samtakamátturinn skiptir máli. Norrænt samstarf Samstarf norrænna samtaka að- standenda minn- issjúkra hófst árið 1993 með ráðstefnu í Stokk- hólmi. Ári síðar var ákveðið að mynda nor- rænan samskiptavett- vang. Árlega eru haldnir fundir innan þessa samstarfsvett- vangs og skipst er á að halda þá í aðildarlönd- unum. Þegar kominn þótti tími til að halda stóra ráðstefnu þess- ara samtaka var við- eigandi að halda hana í Kalmar með skírskotun til Kalmar- sambandsins sem átti 600 ára minn- ingarhátíð um þær mundir. Ráðstefnan í Kalmar/Borgholm dagana 3. til 5. júní 1999 var afar mikilvægur áfangi en þá var fyrsta Kalmaryfirlýsingin samþykkt. Hún hefur nú verið endurnýjuð og er svohljóðandi: Til þess er mælst að ríkisstjórnir norrænu landanna og Norð- urlandaráð haldi áfram að taka tillit til þeirra miklu erfiðleika sem eru samfara minnissjúkdómum. Minnissjúkdómar eru lýð- sjúkdómur með þrálátu og ólækn- anlegu ferli og þeim fylgja hreyfi- hömlun, fatlanir og krafa um siðferðislega afstöðu. Þetta verða Norðurlönd og þær alþjóðlegu stofnanir sem málið varðar að við- urkenna. Minnissjúkdómar eru afleið- ingar sjúkdóma í heila og strax á fyrstu stigum þeirra er þörf fyrir nákvæma skoðun, rétta greiningu og meðferð. Viðeigandi lyf hafa bæði aukin lífsgæði og samfélags- legan hagnað í för með sér og sjúk- lingar með minnissjúkdóma verða að hafa aðgang að þeim. Einnig verður að veita meðferð vegna ann- arra sjúkdóma sjúklinganna. Norrænu ríkin verða á grund- velli þessarar yfirlýsingar að móta aðgerðaáætlun um að veita fólki með minnissjúkdóma og aðstand- endum þeirra rétt til lífsgæða að teknu tilliti til líkamlegra, andlegra, félagslegra og tilvistarlegra þátta. Það skal gert í samstarfi við samtök sjúklinga og aðstandenda. Allt starfsfólk við umönnun, heilsugæslu og heimilisþjónustu hefur mikla þörf fyrir menntun á sviði minnissjúkdóma. Gera þarf áætlun um grunnmenntun, starfs- þjálfun og gæðastjórnun. Við heilsugæslu fólks með minn- issjúkdóma er þörf fyrir sér- menntað starfslið. Gera þarf áætlun um sérhæfða menntun, starfs- þjálfun og gæðastjórnun. Til staðar skulu verða viðmið um fjölda starfs- fólks miðað við skjólstæðinga. Nauðsynlegt er að sýn á umönn- unina sem byggist á siðrænum grundvelli. Litið skal á ættingja og aðstand- endur sem góða samstarfsaðila við umönnunina. Þeir verða að fá bæði stuðning og sveigjanlega liðveislu í sínum erfiðu aðstæðum og á sínum eigin forsendum, einnig í sorg- arferli. Umönnun sjúklinga með minn- issjúkdóma krefst hópsamstarfs og góðra tengsla og samskipta þeirra sem málið varðar. Bæta þarf samfélagslega fræðslu um minnissjúkdóma. Norrænu ríkin verða að leggja meira fjármagn í rannsóknir um ástæður minnissjúkdóma, meðferð þeirra og mat á grundvelli heilsu- hagfræði ásamt samhæfðri og gæðastýrðri umönnun og hjúkrun. Styrkja þarf réttarstöðu fólks með minnissjúkdóma og aðstand- enda þeirra, ekki síst þegar um þvingunarinnlögn er að ræða og hvað varðar réttinn til góðrar umönnunar, sjálfsákvörðunar og að- lögunar á heimili. Alþjóðahátíðisdagur minnissjúkra María Th. Jónsdóttir skrifar um málefni Alzheimerssjúkra ’Aðstandendur þurfameiri stuðning en hægt hefur verið að veita hingað til. ‘ María Th. Jónsdóttir Höfundur er formaður FAAS – Félags aðstandenda Alzheimers- sjúkra og annarra minnissjúkra. ÞAÐ MÁ frú prófessor Helga Kress eiga, að henni hefur nú tvisvar heppnast að gera mig ómerkan orða minna. Hún var fyrst í vinnu við það mánuðum saman fyrir tvær dætur Halldórs Kiljans Laxness að taka saman skýrslu um alla þá staði í fyrsta bindi bókar minnar um skáldið, þar sem ég notfæri mér lýsingar þess á eigin ævi. Þegar frúin laumaði skýrslu sinni í blöðin, lagði ég til í fullri vinsemd, að hún fengi doktorsnafnbót fyrir vikið, enda hlýtur hún að vera eini pró- fessor Háskólans, sem ekki hefur lokið doktorsprófi. En því miður sá ég við frekari lestur skýrslunn- ar, að ég yrði að taka þá tillögu aftur, því að vondar villur eru í henni, auk þess sem vanþekking frúarinnar á efninu blasir víða við, eins og Pétur Pétursson fræða- þulur hefur líka bent á opinber- lega. Ég huggaði mig við það, að ég gæti þó lagt til við Nýsköpunar- sjóð atvinnulífsins að veita frúnni verðlaun fyrir þrautnýtingu efnis. Hún hefur fjórum sinnum sagt hið sama um verk mitt. Fyrst birti hún útdrátt úr skýrslu sinni í Les- bók Morgunblaðsins, síðan laum- aði hún henni í DV, þá kom hún henni endurskrifaðri á prent í Sögu, og loks endurtók hún alla tugguna í þætti þeim í Ríkisút- varpinu, sem gárungarnir kalla Hljóðviljann. En ég sé á frásögn Morgunblaðsins af fundi sagn- fræðinga á dögunum, að ég verð líka að taka þessa tillögu aftur. Frúin telur það stóran galla á bók- um, að almenningi finnist þær skemmtilegar. Þetta mun Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins þykja vondur boðskapur, því að þar á bæ telja menn, að venjuleg- ar bækur séu samdar fyrir lesend- ur, ekki skjallbandalög háskóla. Ég neyðist því til að sitja uppi með það, að frúin hefur tvisvar snúið á mig. Hvorugt getur orðið að veruleika, doktorsnafnbótin eða verðlaunaveitingin. Og mig grunar, að mér muni ekki heldur takast það, sem hún vill ólm, að ég geri (og hefur þar sjálf gengið á undan með góðu fordæmi), – að skrifa leiðinlegar bækur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ómerkur orða minna Höfundur er áhugamaður um skemmtilegar bækur. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið nokkrar umræður um skólamál og kennara. Sá sem þetta ritar hefur bent á það, hve vinnudeilur eru skaðlegar skólahaldi, og hvatt til þess, að menn fyndu leiðir til þess að koma í veg fyrir þær. Sumir menn tala oft um mik- ilvægi starfa kennara. En hefur slíkt tal ein- hverja merkingu, fylgir hér hugur máli? Menntun er jafn- mikils virði, að mati ráðamanna, og þeir fjármunir, sem þeir eru reiðubúnir að verja í kennslu og skóla. – Sumir menn tala t.a.m. um mik- ilvægi íslenskukennslu. Bent hefur verið á það, að í Svíþjóð og Dan- mörku sé varið töluvert meiri tíma í kennslu móðurmálsins en hér er gert. Vilja menn fara hér að þessu fordæmi norrænna frænda okkar? Líklega ekki. – Í fyrrahaust voru byrjunarlaun ungs móðurmálskenn- ara í framhaldsskóla, með BA-próf og uppeldis- og kennslufræði, um 186 þús. kr. Hann þurfti líklega að leggja til vinnuaðstöðu heima, svo og tölvu og prentara o.fl. – Er ís- lenskukennslan svona „mikilvæg“ í raun? Rétt er að nefna, að grunn- skólakennarar, sem nú eiga í vinnu- deilu við sveitarfélögin, eru enn verr launaðir en kennarar í fram- haldsskólum. Eitt sinn var þingfararkaup mið- að við byrjunarlaun kennara og þótti vel boðið. En menn eru löngu hættir slíkri viðmiðun með þeim rökum, að miklu máli skipti, að hæf- ir menn gefi kost á sér til setu á Al- þingi. Undir það má taka. En hvað um þau rök, að brýnt sé, að hæfir menn fáist til kennslu? Hverju svara menn þeim rökum? Líklega engu. Í forystugrein í Morgunblaðinu í fyrradag, 16. sept., segir m.a.: „Starf kennara er gífurlega mik- ilvægt ... .“ Undirritaður er sam- mála leiðarahöfundinum um þetta efni. En spyrja má: Ef störf eru gíf- urlega mikilvæg, þarf þá ekki að koma fram við starfsmennina í því ljósi? Þarf ekki að bjóða þeim við- unandi kjör og aðstæður og reyna að laða að vel menntaða menn til þessara starfa? – Á vefnum mbl.is stóðu þessi orð 20. ágúst sl.: „Í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sendi frá sér í morgun um arðsemi menntunar á Íslandi kemur fram að arðsemi há- skólamenntunar grunnskólakenn- ara er engin. Í skýrslunni segir að verkfræðingar, læknar, tæknifræð- ingar og viðskipta- og hagfræðingar fái prýðilegan arð af háskólanámi sínu. Einkaarðsemi þessara hópa er um eða yfir 20%. Hins vegar eru meðaltekjur grunnskólakennara ívið lægri en með- altekjur viðmið- unarhópsins, þ.e. fólks með stúdentspróf, og skilar háskólanám grunnskólakennara þeim þannig engum arði.“ Hér má spyrja: Er það farsælt fyrir fram- tíð íslensku þjóð- arinnar, að há- skólanám kennara sé metið með þessum hætti, það sé persónu- legt tap fyrir ungan stúdent að ákveða að gerast kenn- ari og stunda nám í háskóla til þess? Nám hans sé einfaldlega einskis virði! Hann sé fjárhagslega lakar settur með slíkt nám en ekk- ert nám eftir stúdentspróf! Er það þetta, sem menn eiga við, þegar þeir segja, að störf kennara séu gíf- urlega mikilvæg? Kannski er bara talið við hæfi að segja þetta, svona svipað því, að sumir þingmenn okk- ar sýna hver öðrum „virðingu“ í orðum, þegar þeir kalla sam- þingmenn sína „háttvirta“ eða „hæstvirta“ í samræmi við fund- arsköp, en kalla þá síðan ýmsum ónefnum. Mikil virðing það! – Það væri fróðlegt að fá það útskýrt, hvað átt sé við með orðunum: „Starf kennara er gífurlega mik- ilvægt.“ – Eða er merkingin kannski engin? Umfjöllun um skólamál í fjöl- miðlum að undanförnu hefur verið athyglisverð. Þar tala flestir um mikilvægi kennslu, en síðan er veist að kennaraforystunni. Þá eru kenn- arar sakaðir um að vera vondir við saklaus börn og það sem verra er: Þeir eru vondir við stórfyrirtæki! „Hvers vegna eiga fyrirtækin að líða fyrir þetta?“ spyr maður einn, og er honum greinilega heitt í hamsi. Þeir eru sagðir grimmir við þau kennararnir, og sumir kalla þá kommúnista og hryðjuverka- og gíslatökumenn. Og bráðum verður eflaust talað um „blóðbragð í munni“, líkt og áður. Undirritaður hefur hvorki tíma né vilja til að taka þátt í svona umræðum, en hann hvetur fólk til að íhuga þessi mál með gagnrýnum huga. Í nýlegri umfjöllun um mennta- mál segir m.a.: „Það verður að mis- muna kennurum eftir hæfni og frammistöðu. Kommúnískar hug- sjónir forystusveitar kennara eru úreltar og metnaðarfullir kennarar eiga að sjá hag sinn í því að stokka upp menntakerfið. ... Kommúnískur jöfnuður góðra og lélegra kennara drepur allan nauðsynlega hvata ...“ (Enn eitt kennaraverkfall, vefurinn deiglan.com). – Fólk getur sjálft lagt mat á slík orð, en undirritaður telur óheppilegt, að slíkur andi svífi hér yfir vötnunum í umræðu um skólamál, þ.e. þetta sé barátta við kennara og kommúnista! Bankar og fjármálastofnanir blómstra nú og græða sem aldrei fyrr, og er það vel. Slík starfsemi er mikilvæg. En á sama tíma eru dökkar horfur í menntamálum. Mörgum skólum verður líklega lok- að vegna verkfalla, e.t.v. í langan tíma. Jónas Hallgrímsson spurði í frægu kvæði: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Hugleiðum þessa spurningu skáldsins, góðir landsmenn. Eru störf kennara mikilvæg – eða hvað? Ólafur Oddsson skrifar um störf kennara ’Ef störf eru gífurlegamikilvæg, þarf þá ekki að koma fram við starfs- mennina í því ljósi? ‘ Ólafur Oddsson Höfundur er menntaskólakennari..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.