Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gestur Guð-mundur Þorkels- son fæddist í húsinu er kallað var Skál- holt á Hellissandi 26. desember 1933. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 12. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir frá Brimilsvöllum í Vallnahreppi á Snæ- fellsnesi, f. 12. ágúst 1899, d. 27. maí 1995 og Þorkell Sigurgeirsson sjómaður frá Skarði í Neshreppi, f. 6. febrúar 1896, d. 28. október 1981. Sigurást var elsta dóttir hjónanna Jóhönnu Hansdóttur og Friðgeirs Friðriks- sonar. Foreldrar Þorkels voru Guðríður Ólafsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson. Þau Sigurást og Þorkell eignuð- ust tólf börn og eru systkin Gests þau: Sigurvin, f. 1922, d. 1973; Karl, f. 1924, d. 1995; Ólafur, f. 1925, d. 1942; Guðríður, f. 1928; Sigurgeir, f. 1930; Gestur, f. 1931, d. 1931; Kristján, f. 1936; Haukur, f. 1936; Margrét, f. 1936, d. 1936; Friðgeir, f. 1941; Lundberg, f. dóttir. 4) Helena Rut, f. 24. júní 1971. Gestur fluttist 11 ára ásamt foreldrum sínum og systkinum í bæinn Laufás á Hellissandi. Hann var nokkur sumur ungur drengur í sveit að Barðastöðum, Snæfells- nesi. Þar undi hann hag sínum vel og minntist oft á þann stað. Gestur reri nokkrar vertíðir frá Sandi en síðar frá Vestmannaeyjum á ung- lingsárum. Gestur kynntist Gerði eiginkonu sinni í Stykkishólmi, en þar ólst Gerður upp hjá þeim Guð- mundi Jónssyni móðurafa sínum, er kenndur var við Narfeyri, og Kristínu Vigfúsdóttur ljósmóður, seinni konu hans. Leiðir Gests og Gerðar lágu aft- ur saman í Reykjavík um 1954. Gestur hóf nám í húsasmíði við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk sveins- prófi þaðan með fyrstu einkunn sumarið 1958 þá 24 ára að aldri. Meistararéttindi í húsasmíði öðlað- ist hann árið 1962. Þau hjónin byggðu í sameiningu einbýlishús í Árbæjarhverfi, en þangað fluttust þau 1966. Gestur var lengst af sjálf- stætt starfandi og kom að bygg- ingu margra merkishúsa í Reykja- vík og víðar. Ennfremur tók hann að sér ýmis verkefni við endurbæt- ur og breytingar á húsum síðari ár- in. Síðustu tæpu 15 starfsárin var Gestur umsjónarmaður fasteigna hjá Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Útför Gests fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1942, d. 1995. Gestur kvæntist í Reykjavík Gerði Brynhildi Ívars- dóttur (Jellý) 15. sept- ember 1957 og hófu þau sinn búskap þar. Gerður lést 23. maí 2000. Foreldrar Gerð- ar voru Gunnlaug Guðmundsdóttir frá Stykkishólmi og Ívar Gíslason frá Gaul- verjabæjarhreppi. Hálfbróðir Gerðar er Jóhann Viðar Ívars- son, f. 1963. Börn Gerðar og Gests eru: 1) Ásta, f. 9. september 1955, maki Garðar Þorsteinsson, f. 4. september 1950. Börn þeirra eru Garðar Þór, f. 29. júlí 1986, og Tanja Bryndís, f. 11. desember 1991. 2) Kristinn, f. 9. september 1955, maki Sigríður Gröndal, f. 9. febrúar 1956. Börn þeirra eru Kristín Halla, f. 2. júlí 1984, og Atli Þór, f. 17. október 1992. 3) Gunn- laugur, f. 18. júní 1959, sambýlis- kona hans er Hulda Haraldsdóttir, f. 29. janúar 1962. Börn þeirra eru Alma, f. 18. nóvember 1982, og Ísak, f. 20. maí 1984. Sara Gabríella Gunnlaugsdóttir, f. 8. júlí 1992, móðir hennar er Katrín Magnús- Er afi dáinn? endurtók lítil 12 ára stúlka, vantrúa, þegar móðir færði henni sorgartíðindin. Með grátkökk í röddinni sagði hún: „Hann verður þá ekki við ferm- inguna mína …“ Í þessum orðum fólst mikil sorg. Það voru varla liðnar tvær vikur síðan við tvær, dóttir og dótturdótt- ir, höfðum kvatt afa á Íslandi. Og á sama tíma var lagður undirbúningur fyrir ferminguna að vori. Milli þeirra tveggja hafði alltaf verið einstaklega sterkur strengur. Það mátti sjá þegar þau horfðu sín- um aðdáunaraugum á hvort annað, hvenær sem þau hittust. Nú verður afi aldrei framar á flug- vellinum að taka á móti litlu stúlk- unni sinni með Ameríkuvélinni. Hann, sem eitt sinn var næstum bú- inn að keyra út í snjóskafl á Kefla- víkurleiðinni í stormi og byl, er hann gat ekki sleppt augunum af litla barnabarninu, sem bara horfði á móti úr barnastólnum, með sínum himinbláu aðdáunaraugum. Jú, þessi sérstaka tenging var til staðar alveg frá upphafi. Nú er stundaglasið hans afa runn- ið á enda. Það ber ótal gullkorn minninga, sem ætíð verða vistaðar í minningarbanka litlu stúlkunnar hans afa. Hljóðlega fór hún yfir hugsanir sínar í einrúmi, eftir að hafa með- tekið fréttirnar af láti hans. Eftir stutta stund kemur hún fram með blað í hendi og réttir móður sinni. Hún hafði þá ritað þær á blað, í formi ljóðs. Það var ritað á hennar eigin tungumáli „íslensk-amerísku“ og undir skrifar hún: In Honor of My Afi, With all my love, Tanja Thorsteinsson. Og svona ritar hún: “My Afi“ My afi was a great guy. It was hard to say good bye. But when the clock stroke 8:07, my afi went to heaven. He went to see my amma, my beautiful, wonderful amma. Just because he’s gone, doesn’t mean hés really gone. He will always be within me, all throughout my life. My afi was a great guy, but now it’s time to say good bye. Elsku faðir, tengdafaðir og afi, Hafðu þakkir fyrir ótal gleðistundir og allan þinn kærleik. Þín Ásta, Garðar, Tanja Bryndís og Garðar Þór. Mér er það ljúft að minnast tengdaföður míns, Gests Guðmund- ar Þorkelssonar sem við kveðjum nú í dag. Það var seint á sjöunda áratugn- um sem ég kom inn í fjölskylduna í Þykkvabæ 4, en þá hafði ég kynnst manninum mínum tilvonandi og við farið að búa saman. Gestur kom mér fyrir sjónir sem mikið ljúfmenni, lágvaxinn og svolítið þrekinn og með glettnisglampa í augum. Hann var hæglátur maður sem gerði ekki miklar kröfur til lífsins eða lífsgæða en undi vel við sitt. Barnabörnunum var hann sérstaklega góður og hændust þau mjög að honum, þau kunnu vel að meta hið ljúfa skap hans og rólyndi. Lífið fór ekki alltaf um hann mjúkum höndum en tengdamóðir mín heitin átti við mikil veikindi að stríða í mörg ár. Hjúkraði hann henni af stakri natni og ljúfmennsku svo aðdáunarvert þótti. Þrátt fyrir mikla erfiðleika kvartaði hann aldrei eða lét bugast. Síðastliðið haust veiktist Gestur af þeim sjúkdómi sem varð til þess að hann lést en á tímabili leit út fyrir að bati væri í sjónmáli en svo reyndist þó ekki vera. Gestur minn, ég vil þakka þér ljúfa samfylgd í gegnum þau 26 ár sem við höfum þekkst og ég mun ætíð minnast þín með hlýju og kær- leika, þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig að tengdaföður. Guð blessi minningu þína. Þín tengdadóttir, Sigríður. Elsku Gestur. Mig langar í fáum orðum að minn- ast þín og þakka þér samfylgdina sem tekur tæpan aldarfjórðung. Ég minnist þess í nóvember 1982 þegar Alma dóttir okkar Gulla fæddist, fyrsta barnabarnið þitt, hversu stoltur og glaður þú varst. Þið mynduðuð strax svo náin tengsl sem döfnuðu og uxu til þíns síðasta dags. Aðeins 18 mánuðum eftir fæðingu Ölmu, fæddist okkur Ísak og það var stoltur afi sem hélt honum undir skírn og hefur allar götur síðan hvatt hann til dugnaðar og dáða. Þegar skoðaðar eru gamlar myndir af þér á svipuðu reki og hann er núna kom það okkur skemmtilega á óvart hversu ótrúlega líkur þér hann er. Já, það er margs að minnast og þakka fyrir, þú varst svo stór hluti í lífi okkar að það leið nánast aldrei dagur án þess að við annaðhvort heyrðum í þér eða sáum þig og oftar en ekki fengum við okkur bita sam- an, einhvern íslenskan sveitamat eins og súrmat, svartfugl, hákarl og signa grásleppu eða gellur við mis- munandi fögnuð annarra á heim- ilinu. Við deildum einnig saman ást okkar á náttúrunni og landinu okkar og sömuleiðis áhuga okkar á dulræn- um málefnum, þú hafðir ekki haft hátt um hæfileika þinn á því sviði og oftar en ekki ræddum við drauma, kíktum í bolla eða rifjuðum upp ís- lenskar þjóðsögur. Nærvera þín var alltaf svo hlý og þú hafðir einstakt lag á því að láta öllum líða vel í ná- vist þinni. Þú varst bæði lítillátur og hógvær, börn og dýr hændust að þér og er skemmst að minnast ferða okkar í sumarbústaðarlandið í Ei- lífsdal þar sem systrabörn mín löð- uðust strax að þér og voru fljót að lauma lítilli hendi í lófa þér. Já, það er stórt höggvið skarð í til- veru okkar þar sem aðein eru um 4 ár síðan Jellý konan þín kvaddi þessa jörð. En við huggum okkur við að nú séuð þið saman á ný og laus úr viðjum sjúkdóma og sársauka. Þú varst mér sannur faðir, elsku Gest- ur, og ég kveð þig með virðingu og þökk og minnist þín með þessum texta sem minnir svo vel á þig: Þar sem hlý hönd er rétt til hjálpar og huggunar, þar er engill Guðs að verki. Þar sem bros breiðist yfir andlit og augu, ljóma í gleði og hláturinn streymir frá hlýju hjarta, læknandi, svalandi, þar standa hlið himinsins opin upp á gátt. Í kyrrð bænarinnar, í þögn hjartans, syngja englarnir lofsöng, höfugri kyrrð og hljóðlátum tærleik. Þar sem orð tjá hið ósegjanlega, mynd hrífur áhorfandann, tónlistin huggar þann sem syrgir, þar eru þeir í nánd, englar Guðs. (Höf. ók.) Og við sem syrgjum þig og sökn- um, skulum minnast þess, að við er- um sem englar með einn væng, við getum aðeins flogið með því að halda utan um hvert annað. Þín tengdadóttir, Hulda. GESTUR GUÐMUND- UR ÞORKELSSON  Fleiri minningargreinar um Gest Guðmund Þorkelsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Alma, Kristín Halla og Garðar Þór. Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar Faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR BJÖRNSSON trésmiður, Brú á Eskifirði, sem lést aðfaranótt þriðjudagsins 14. septem- ber, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju miðvikudaginn 22. september klukkan 14.00. Börn, tengdabörn og afabörn. Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, tengdadóttir og amma, HALLDÓRA INGIBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR, (Inga), Lyngbrekku 1, Kópavogi, sem lést mánudaginn 13. september, verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtudaginn 23. september nk., kl. 10.30. Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði, Biskupstungum. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Kr. Ragnarsson, Ásta Salný Sigurðardóttir, Viðar Snær Sigurðsson, Sonja Erna Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, Jónína Salný Stefánsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Garðar Ásbjörnsson, Ragnar Runólfsson, Gertrud Johansen og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, SOFFÍU ÞORKELSDÓTTUR, Bröttugötu 1, Hólmavík. Jóhann Guðmundsson og fjölskylda. Kæru ættingjar og vinir! Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS SIGURÐAR HARALDSSONAR. Sólveig Helga Björgúlfsdóttir, Haraldur Þór Halldórsson, Sigrún Halldórsdóttir, Ágúst Ármann Þorláksson, Björgúlfur Halldórsson, Halla Höskuldsdóttir, afabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.