Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ „HLUTVERK okkar er að sjá um al- menningssamgöngur á höfuðborg- arsvæðinu og það þýðir að við sjáum um meginlínur og ferðir milli fjölförn- ustu svæða en náum ekki að sinna hverri götu í hverju hverfi eða hverju sveitarfélagi,“ segir Ásgeir Eiríks- son, framkvæmdastjóri Strætós bs., í samtali við Morgunblaðið. Ásgeir segir að hugað verði að því hvort bjóða þurfi aðra samgönguþjónustu á jaðarsvæðum og nefnir skólaakstur sem hugsanlega lausn á stöku stað en hann segir hvert sveitarfélag um sig verða að huga að slíkum sértækum lausnum. Sem kunnugt er á að taka upp nýtt leiðakerfi hjá Strætó bs. með nýju ári. Í tilefni samgönguvikunnar sem nú stendur verða fulltrúar frá Strætó á skiptistöðvum í dag milli kl. 14 og 18 til að veita upplýsingar og dreifa bæklingi um nýja kerfið. Byggist á sex stofnleiðum Ásgeir segir að rauði þráðurinn í breyttu leiðakerfi sé að gera stræt- isvagna að raunhæfum valkosti og sveitarfélögin sjö sem standa að Strætó bs. vilji auka hagkvæmnina í rekstrinum og bæta þjónustuna. Nýja kerfið er byggt á sex stofnleið- um sem þjóna í stuttu máli miðborg- inni og svæðunum við háskólann og Landspítalann með tíðum ferðum á álagstímum úr Grafarvogi, Árbæjar- og Seláshverfi, Breiðholti og síðan Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Segir hann ætlunina að vagnar verði í för á 10 mínútna fresti kvölds og morgna virka daga. „Á þessum leið- um komast vagnarnir hratt yfir, bið- stöðvar eru ekki alltof þéttar og far- þegar eiga að geta treyst því að komast fljótt og vel á áfangastað. Fleiri leiðir eru síðan í boði en þar fara vagnar meiri útúrdúra og koma við á fleiri biðstöðvum.“ Telja raunhæft að fá fleiri í strætó Hlemmur verður endastöð fyrir stofnleiðirnar sex og er nú unnið að nýju deiliskipulagi þar og nokkrar breytingar fyrirhugaðar nái breyt- ingarnar fram að ganga. Segir Ásgeir að nú sé miðað við að kerfisbreytingin taki gildi í ársbyrjun en því geti hugs- anlega seinkað. „Það er alveg hugsanlegt að fólk sem hefur notið þess að búa nálægt biðstöð eða strætisvagnaleið missi eitthvað en við teljum að með þessu séum við að þjóna heildinni mun bet- ur og að með breytingunni sé raun- hæft að fá fleiri til að ferðast með strætó. Til að tryggja það þurfum við að fá meiri forgang í umferðinni fyrir strætisvagna og eru sveitarfélögin að kanna hvar og hvernig það geti orð- ið,“ segir Ásgeir og bendir á að við slíkar breytingar geti þurft að breyta gatnaskipulagi. Ásgeir leggur mikla áherslu á skipulag og segir að reynt hafi verið að hugsa allt leiðakerfið út frá áðurnefndu sjónarmiði og megi segja að það taki svolítið mið af lest- arsamgöngum í borgum, þ.e. stofn- leiðir eru skipulagðar milli fjölfarinna svæða og öll áhersla er á að kerfið geti afkastað sem mestum fjölda og á sem stystum tíma á þessum að- alleiðum. „Í rauninni þarf að hugsa almenningssamgöngur inn í allt skipulag borga og bæja. Þær snerta gatnakerfi, skipulag umferðarljósa, hringtorga og aðalleiða og slíkt skipu- lag þarf að hugsa saman til framtíðar. Þeir sem sinna almennings- samgöngum verða að geta treyst því að helstu leiðum sé ekki breytt á einni nóttu og að ekki verði meginbreyt- ingar á umferðarskipulagi án þess að tekið sé tillit til þeirra en auðvitað verður að laga þetta allt að byggða- þróun á viðkomandi svæðum.“ Auka þarf forgang Meðal staða sem Ásgeir segir brýnt að gefa strætisvögnum forgang sé Hverfisgata í báðar áttir, óskað hefur verið eftir sérakrein í Lækj- argötu sem hann segir að sé unnt að koma fyrir, að ein akreinin á þriggja akreina kafla Hringbrautar verði ein- göngu fyrir strætó og sömuleiðis þurfi að greiða leið strætó á kafla Miklubrautar milli Rauðarárstígs og Kringlumýrarbrautar. Einnig þurfi að veita strætó forgang í vinstri beygju frá Kringlumýrarbraut í vest- ur. „Hér þurfa Vegagerðin og lög- reglan að leggjast á eitt með borg- aryfirvöldum að finna þessu einhvern farveg.“ Í dag fara farþegar 8,5 milljónir ferða á ári með strætó á höfuðborg- arsvæðinu. Með einni ferð er átt við ferðalag milli tveggja staða og þurfi farþegi að skipta um vagn telst hvor leggur ein ferð. Ásgeir segir að sam- kvæmt rannsóknum sé þetta 4% hlut- deild allra ferða á svæðinu og er þá átt við akandi fólk, hjólandi og gang- andi. Tölurnar eru einkum byggðar á víðtækri umferðarkönnun frá árinu 2002 þegar 8 þúsund manns voru spurð um ferðavenjur. „Stærsti hóp- ur farþega okkar er aldurshópurin 16 til 25 ára, fólk í framhaldsskólum og háskólum og farþegar eru flestir í september og janúar og að jafnaði heldur færri yfir sumarið en að vetr- inum,“ segir Ásgeir. Hann segir þetta hlutfall langt undir því sem gerist hjá sambærilegum borgum erlendis. Skammtímamarkmið Strætós bs. er að auka ferðafjöldann með stræt- isvögnum þannig að markaðs- hlutdeildin fari í 6% eftir fimm ár sem þýða myndi kringum 12 milljónir ferða. Langtímamarkmið segir Ás- geir vera 8% markaðshlutdeild eftir 20 ár sem þýðir um 16 milljónir ferða. Hann segir seint hægt að búast við að fargjöld standi undir öllum rekstr- inum, í dag standi þau undir 40% af 2,1 milljarðs kostnaði og því greiði sveitarfélögin sex um 1,3 milljarða með rekstrinum. Markmiðið segir hann vera að fargjöldin standi undir að minnsta kosti 60% kostnaðarins. Er bjartsýnn „Ég er bjartsýnn á að okkur takist að lokka fleiri til að ferðast með strætisvögnum. Það er ódýrari sam- göngumáti en einkabíllinn, áhyggju- lausari og umhverfisvænni og með auknum forgangi vagnanna verður það einnig fljótlegra.“ Sex stofnleiðir í nýju leiðakerfi Strætós bs. Strætisvagnar verði raunhæfur valkostur Morgunblaðið/Golli Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætós bs., notar stundum meiraprófið og gríp- ur í akstur við sérstök tækifæri. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætós bs., telur að farþegum strætis- vagna fjölgi þegar búið verður að skapa vögnunum meiri for- gang í umferðinni. STRÆTÓ bs. hefur fengið um 500 fyrirspurnir, ábendingar, hrós og skammir og allt þar á milli vegna hins nýja leiðakerfis, segir Ásgeir Eiríks- son framkvæmdastjóri. Hann segir ábendingarnar í mörgum tilvikum gagnlegar og reynt hafi verið að nýta þær og að í öðrum tilvikum hafi tekist að eyða misskilningi, upplýsa fólk og ráðleggja því. Kortið sýnir stofnleið- irnar sex en Ingi Gunnar Jóhannsson hjá Hugarflugi ehf. teiknaði kortið. Fjöldi fyrirspurna í tölvupósti BRSB, BHM og KÍ munu standa sameiginlega að samningum um réttindamál í komandi kjarasamn- ingum, og meðal áhersluatriða sem samtökin boða er að dregið verði úr kynbundnum launamun, gerð er krafa um að tekjutenging við laun maka öryrkja og lífeyrisþega verði afnumin og atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga stór- auknar. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að aðildarfélög BSRB muni að öllum líkindum semja hvert í sínu lagi um launamál, en samningar um önnur réttindi verði sameiginlegir, og er það sama fyr- irkomulag og var haft í síðustu samningum. Flest aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið eiga lausa samninga í lok nóvember. „Auðvitað vildum við helst sjá það gerast að samningar væru frá- gengnir áður en nýtt samnings- tímabil hefst. Það er náttúrlega þannig sem ég held að allir vildu hafa hlutina. Þess vegna höfum við sett fram mjög vel undirbúnar, rökstuddar og vel unnar tillögur,“ segir Ögmundur. Dregið verði úr kynbundnum launamun Tillögur BSRB, BHM og KÍ voru afhentar viðsemjendum á föstudag, og voru fundir boðaðir milli viðsemjenda á gær og dag. Ögmundur segir að helstu atriðin sem félögin vilja ná fram lúti að bættri stöðu trúnaðarmanna, mál- efnum foreldra langveikra barna, tryggingarmálum starfsmanna, bættum veikindarétti, eflingu styrktarsjóða, lengingu uppsagn- arfrests, lífeyrismálum o.fl. Einnig verður lögð áhersla á að draga úr kynbundnum launamun og gerð krafa um að tekjutenging við laun maka öryrkja og lífeyr- isþega verði afnumin og atvinnu- leysisbætur og bætur almanna- trygginga stórauknar. BSRB, BHM og KÍ í samfloti Krefjast hækk- unar bóta ÞAÐ var mikið að gera í útibúum Ís- landsbanka í gærmorgun, en þá voru þau opnuð kl. 8.30 og var boðið upp á kaffi og léttan morgunverð af því til- efni. Þetta er í fyrsta skipti í rúma þrjá áratugi sem bankaútibú eru opnuð fyrr en kl. 9.15. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri ís- landsbanka, segir augljóst að við- skiptavinir kunni vel að meta þessa nýbreytni. Aðstæður í samfélaginu hafi breyst verulega og fólk virðist kunna að meta að geta skotist í banka á leið til vinnu sinnar. Nýr afgreiðslutími gildir fyrir öll útibú Íslandsbanka, nema í þjón- ustumiðstöðvum, sem oft eru opin lengur og á öðrum tímum. Morgunblaðið/Kristinn Sigríður Gunnarsdóttir, gjaldkeri í útibúi Íslandsbanka við Lækjargötu, tók á móti erlendum ferðamönnum kl. hálf níu og skipti fyrir þá gjaldeyri. Bankaútibú opnuð fyrr en áður UM HELGINA var brotist inn í félagsmiðstöðina Tópas við Hafnargötu í Bolungarvík en þar einnig grunnskóli bæjarins til húsa. Talsverðar skemmdir voru unnar þegar millihurðir voru brotnar upp á nokkrum stöðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Bolungarvík var stolið Hewlet Packard-borð- tölvu, Playstation-leikjatölvu, nýlegu myndbandstæki og af- ruglara fyrir Stöð 2. Þá var einnig stolið lítilræði af pening- um og tösku með aukafatnaði frá einu barnanna í grunnskól- anum. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir við félagsmiðstöð- ina á tímabilinu frá hádegi á laugardag til mánudagsmorg- uns eða hafa einhverjar upplýs- ingar varðandi þetta innbrot eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Bolungarvík. Brotist inn í Tópas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.