Morgunblaðið - 29.09.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 29.09.2004, Síða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn B ílaframleiðendur hafa ávallt lagt mikla áherslu á að hafa sem glæstasta umgerð við sitt sýningarsvæði og á því var engin breyting nú. Margir voru samt á því að fátt óvænt hefði borið fyrir sjónir að þessu sinni. Allt sner- ist um frumsýningu á nýrri kynslóð Ford Focus, sem er einn mesti sölu- bíllinn í Evrópu. Breytingin er minni en búast hefði mátt við en þeim mun meiri í undirvagni, sem hann deilir nú með Volvo S40 og Mazda3. Fram- endinn minnir orðið á Mondeo en snotur frágangur á afturhluta bílsins vekur athygli. Það var líka vitað að Mazda ætlaði að kynna Mazda5 fjölnotabílinn og Honda sömuleiðis sex sæta FR-V fjölnotabílinn. Mazda var sá fram- leiðandi sem átti mestum vexti að fagna á árinu 2003 og það sem af er árinu er salan á Mazda í heiminum meiri en á sama tíma í fyrra. Mazda5 er óvenjulegur að því leyti að hann er með rennihurðum á báðum hlið- um, sem yfirleitt er ekki að finna nema í stærri gerðum fjölnotabíla. Hann er með breytanlegu sætafyr- irkomulagi og verður fáanlegur sex til sjö sæta eftir mörkuðum. Hann verður fáanlegur með tveimur bens- ínvélum og tveimur dísilvélum sem eru sérstaklega hannaðar fyrir Evr- ópu. Mazda5 er lítið eitt stærri en helstu keppinautarnir; VW Touran, Toyota Corolla Verso og Renault Grand Scenic. Mazda5 kemur vænt- anlega á markað hérlendis næsta sumar. Fyrir tveimur árum kynnti Mazda aflmikla gerð af Mazda6 í hugmyn- daútfærslu og núna var bíllinn sýnd- ur í endanlegri gerð. Hann kallast Mazda6 MPS. Bíllinn er fjórhjóla- drifinn og með forþjöppuvél. Hann er aflmesti fólksbíll sem Mazda hef- ur sett á markað. Vélin er 2,3 lítra og skilar 260 hestöflum og 380 Nm togi. Hann er sagður hraða sér í hundr- aðið á 6,6 sekúndum. Honda sýndi FR-V sem er fjöl- notabíll í sama stærðarflokki og Mazda5. Fyrir er Honda Stream sem er öllu stærri. FR-V er byggður á sama undirvagn og CR-V jeppling- urinn og er rennilegri en títt er um fjölnotabíla í þessum stærðarflokki. Óvenjulegt er líka að hann er sex manna með tveimur sætaröðum og fetar þar í fótspor Fiat Multipla. Miðjusætið fram í er á sleða og hægt að renna því aðeins aftar og það er jafnframt með festingum fyrir barnabílstól. Kosturinn við sex sæta bíl er að hann dugar flestum fjöl- skyldum og skilur eftir dágott far- angursrými að auki. Bíllinn verður fáanlegur með 1,7 l, 125 hestafla vél, og 2,0 lítra, 150 hestafla ásamt 2,2 l dísilvél, 140 hestafla. Eins og við mátti búast var mest umleikis hjá frönsku framleiðendunum, Renault, Peugeot og Citroën. Renault kynnti smábílinn Modus, sem nýlega fékk fimm stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP, og Peugeot kynnti 1007 smábílinn með tveimur raf- stýrðum rennihurðum. Citroën var hins vegar með frumkynningu á mikilvægum bíl í C-flokki, Citroën C4. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta bíll mitt á milli C3 og C5 og er því í sama stærðarflokki og Ford Focus, Toyota Corolla og VW Golf. Línurnar í bílnum minna á C3 en bíllinn er allur stærri um sig. Hann er líka með ýmsar nýjungar sem virðast spennandi. Þannig er stýr- ismiðjan í raun hluti af mælaborði bílsins. Ástæðan er sú að þótt stýr- inu sé snúið stendur stýrismiðjan kyrr og þar með hinir ýmsir stjórn- rofar sem eru í stýrinu. Bíllinn var kynntur í þriggja og fimm dyra út- gáfum sem eru ólíkar innbyrðis. Fimm dyra bíllinn er með dropalaga formi en þriggja dyra bíllinn er með þverhníptan afturenda og stóra vindskeið. Honum er líka ætlað að taka við af Xsara sem rallíbíll Citro- ën. Einnig má búast við honum í spennandi götuútfærslum. Citroën sækir líka aftur á bak í tíma hluti eins og framljósin, sem fylgja hreyf- ingum stýrisins og lýsa betur í beygjum. Slík ljós voru fyrst kynnt í DS bílnum fyrir áratugum. C4 verð- ur boðinn með 4 útfærslum af bens- ínvélum frá 90 til 180 hestafla og þremur dísilvélum, frá 92 til 138 hestafla. Brimborg mun væntanlega kynna bílinn í byrjun mars á næsta ári. Búast má við að hann verði á svipuðu verði og Ford Focus. Miklar breytingar hafa orðið á framleiðslulínu Audi á síðustu mán- uðum. Menn muna eftir nýjum A6 og A8 og nú var komið að því að kynna nýjan A4 með samskonar framsvip og á stærri bílunum. Jafn- framt eru framljósin ný sem og aft- urljósin og bíllinn er orðinn 4 cm lengri og farangursrýmið að auki meira. Þá er komin ný vélalína í A4 sem byrjar á 1,6 l bensínvél, 2,0 og 1,8 Turbo (163 hestafla) og tvær FSI-vélar, 2,0 lítra, 200 hestafla og 3,2 lítra, 255 hestafla. Flaggskipið S4 er sem fyrr 344 hestafla. Þrennra dyra útgáfan af C4 er sportleg og ólík fimm dyra bílnum. Mazda5, fjölnotabíll með tveimur rennihurðum. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Sex sæta Honda FR-V er í sama stærðarflokki og VW Touran. Mikið um dýrðir í París Þessi Jeep Rescue er sérhannaður fyrir björgunarsveitir. Hann er með inn- rauðu leitarljósi, sem skynjar hita, og alls kyns útbúnaði. Hummer hugmyndabíll – pallbíll með hurðum á pallinum vakti athygli. Ferrari F430 er arftaki 360 Modena. Hann er með V8 vél, 490 hestafla og á að ná 100 km hraða á 4 sekúndum. Bílasýningin í París stendur nú sem hæst en hún er haldin annað hvert ár. Fjölmargar nýjungar voru kynntar sem skipta máli hér á landi og Guðjón Guðmundsson grein- ir hér frá því helsta. Nýr hugmyndabíll frá Alfa, Competizione, var sýndur í París.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.