Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Dodge Ram 3500 Gummings TD, árg 2003, ek. 29 þ. km, rauður, ssk., dísil, hlaðinn aukabúnaði. Verð 4.390 þús. Suzuki Grand Vitara XL-7, 03/04 ek 20 þ. km, silfur, 5-gíra, 7-manna, dísil turbo, krókur o.fl. Verð 2.890 þús. Nissan Patrol Gr diesel turbo, árg 1995, ek. 265 þ. km, d-grænn, 5-gíra, 33" álf., mikið yfirfarinn. Verð aðeins 990 þús. Jeep Grand Cherokee Limited, árg 2002, ek. 40 þ. km, silfurgrár, ssk., 4,7 l, leður, krókur, cd. Einn með öllu. Verð 3.600 þús. VW Golf Comfortline 1600, 12/98, ek. 75 þ. km, silfur, 5-dyra, 16" álfelgur, saml., r-r. Verð 790 þús. Toyota Land Cruiser 90 GX New 07/03, ek. 29 þ. km, kampavínsbrúnn, 5- gíra, 8-manna, álf. o.fl. Verð 4.200 þús. SP-Fjármögnun býður, eins og fleiri fjármögnunarfyrirtæki, upp á rekstrarleigu, einkaleigu eða bíla- samninga. Rekstrarleigan hefur einkum hentað fyrirtækjum en einkaleiga og bílasamningar einstak- lingum. Í fyrra voru 47% allrar ný- bílasölunnar fjármögnuð með þess- um gerðum samninga. Nú hefur SP-Fjármögnun riðið á vaðið með að útvíkka einkaleigu- samningana með því að taka iðgjöld lögbundinna ökutækjatrygginga og kaskótrygginga inn í mánaðarlegar greiðslur. Samstarf hefur tekist með SP-Fjármögnun og Tryggingamið- stöðinni á þessu sviði, en nýlega breytti TM allri uppbyggingu á ið- gjaldaskrá sinni sem gerir útreikn- inga einfaldari. Breytingin býður upp á að einfalt sé að láta trygginga- iðgjöldin fylgja mánaðarlegum leigu- greiðslum, leigutökum til hagræðis og sparnaðar. Við breytingu á ið- gjaldauppbyggingu TM voru allir bónusar afnumdir og breytast ið- gjöld því ekki þótt tryggingataki verði fyrir óhappi á bíl sínum. Þess í stað er innheimt viðbótariðgjald að fjárhæð kr. 15.000 sem dreift er á 12 mánuði í einkaleigusamningnum. Þetta viðbótariðgjald er innheimt einu sinni fyrir hvert tjón sem verð- ur í skyldutryggingunni. Margir eru nú með sín trygginga- iðgjöld í útgjaldadreifingu hjá sínum banka og jafnvel enn fleiri á greiðslukorti. Vaxtakostnaður leggst ofan á iðgjöldin ef þeim er dreift á greiðslukort, sem er frá 6 til 12%, en enginn aukakostnaður er ef iðgjaldið fylgir einkaleigusamningn- um. Þannig má komast hjá 4.200- 7.257 kr. kostnaði af tryggingaið- gjaldi sem er 70.000 kr. á hverju ári. Tryggingar inn í mánaðargreiðslur Morgunblaðið/Þorkell Nú er hægt að fella tryggingar inn í mánaðargreiðslur í einkaleigu.                                             !"# $ %  #& ' ! ()%  (  #  #  !  )#*##+ ' '   !#' !,*# -! !# .#                                    B&L frumsýnir um næstu helgi nýju BMW 1 línuna, sem er jafn- framt fyrsti fimm dyra bíllinn frá BMW eða Sport hatch. Nýja línan markar því að vissu leyti tímamót hjá BMW, sem hefur fram að þessu ekki sótt orðspor sitt til fjölskyldu- vænna 5 dyra bíla. Fyrir breiðan hóp BMW sækir innblástur fyrir 1 línuna fyrst og fremst til fólks á aldrinum 20 til 40 ára. Þar sem þessi aldurshópur er afar breiður hvað lífsstíl og áherslur varðar, þá var einstaklingurinn í öllum sínum fjölbreytileika hafður til hliðsjónar við hönnun línunnar. „Þetta er fyrst og fremst ósvikinn BMW, tækni- lega fullkominn og með framúrskar- andi aksturseiginleika,“ segir Karl Óskarsson, sölustjóri BMW. „En þetta er jafnframt fjölskylduvænn bíll. ISOFIX festingar geta fylgt öllum farþegasætum bílsins, farang- ursrýmið er rúmt auk þess sem 1 línan er á „flat-run“ öryggisdekkj- um, en hægt er að aka á þeim allt að 250 km á 80 km/klst þótt springi.“ Með verulega sérstöðu Tengi fyrir iPod MP3 spilara og sérstakur start/stopp hnappur sem kemur í stað bíllykils er meðal þeirra nýjunga sem BMW kynnir með nýju 1 línunni. „Tengið er jafn- framt hægt að nýta fyrir aðra MP3 spilara eða fartölvu. Af öðrum stað- albúnaði má nefna DSC stöðug- leikastýringu með spólvörn og akst- urstölvu. Þá er úrval aukabúnaðar afar breitt, en hugsunin þar að baki er sú, að kaupandinn ákveði sjálfur hvernig endanleg útfærsla verður, en ekki framleiðandinn í óteljandi undirgerðum. Megin-sérstaða 1 lín- unnar liggur þó eins og hjá öðrum línum frá BMW í afturhjóladrifinu og jafnri 50/50 þyngdardreifingu,“ bendir Karl á. „Hvort tveggja er lykilatriði fyrir aksturseiginleikana, auk þess sem jöfn þyngdardreifing skiptir miklu fyrir akstursfærni í snjó og hálku.“ Í þremur útgáfum Ólíkt öðrum BMW línum, þá keppir nýja 1 línan ekki eingöngu við aðra lúxusbíla í sínum stærð- arflokki, eins og t.a.m. Audi A3, heldur einnig við bíla úr öðrum flokkum, eins og. VW Golf Comfort- line eða Sportline og sambærilegar útgáfur af Toyota Corolla. Fyrst um sinn verður 1 línan í þremur út- gáfum eða 116i (115 hö) og 120i (150 hö) og 120d (163 hö) sem er með dísilvél. 120 útgáfurnar eru jafn- framt 6 gíra eða með 5 þrepa sjálf- skiptingu. „Það er síðan til marks um styrk BMW í rannsóknum og þróun að dísilvélin er aflmeiri en bensínvélin í 2,0 ltr. vélarstærðinni. Bráðlega munu síðan 118i og 118d útgáfurnar bætast við,“ segir Karl og bætir við að verðið á BMW 1 lín- unni sé frá 2.490 þúsund kr. Ný BMW 1 lína frum- sýnd A. WENDEL ehf. hefur um langt skeið boðið uppá úrval vinnuvéla og verk- færa á borð við jarðvegsþjöppur, valt- ara, malbikunarvélar og vatnsdælur fyrir jarðvegsverktaka, en einnig salt- dreifara og snjótennur fyrir þá aðila sem eru í vetrarþjónustu á vegum. Á dögunum var Vegagerðinni af- hent tæki sem ekki hefur sést áður hér á landi en það er steinbrjótur af gerðinni Kirpy BPS 200. Brjóturinn er festur aftan á dráttarvél og drifinn af aflúrtaki vélarinnar sem þarf að vera um 150 hestöfl með skriðgír. Í brjótnum er tromla með áfestum hömrum sem snýst á móti aksturs- stefnu vélarinnar. Þegar hamrarnir lenda á grjótinu og þeyta því upp á móti steðja sem er inni í tromluhús- inu, molnar grjótið niður. Með því að stilla bilið á milli steðjans og hamr- anna má ráða brotstærð steinanna. Einnig hefur ökuhraði töluverð áhrif á stærð efnisins aftur úr brjótnum. Notkun brjótsins er mjög hagkvæm þar sem oft má notast við það efni sem fyrir er, t.d. grjót úr vegköntum og úr yfirborði vega þar sem það er malað á staðnum. Kirpy-steinbrjót- urinn er fáanlegur í fjórum stærðum. Steinbrjótur fyrir dráttarvél VALDIR hafa verið sjö bílar sem berjast um titilinn Bíll ársins í Evr- ópu 2005. 58 manna dómnefnd hafði úr vöndu að ráða þegar skor- ið var niður úr 32 bílum í úrslitabíl- ana sjö, en þeir eru: BMW 1-línan, Citroën C4, Ford Focus, Opel/ Vauxhall Astra, Peugeot 407, Ren- ault Modus and Toyota Prius. Til- kynnt verður um Bíl ársins í Evr- ópu 2005 um miðjan nóvember. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Ford Focus. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Citroen C4. Morgunblaðið/Jim Smart Toyota Prius. 7 í úrslitum um Bíl ársins í Evrópu Morgunblaðið/Golli Fyrstu BMW1 eru komnir til landsins. BANDALAG íslenskra bílablaða- manna kynnir nk. föstudag hvaða bíll hlýtur titilinn Bíll ársins 2004 á Íslandi. Tólf bílar keppast um tit- ilinn í fjórum flokkum og hefur dómnefnd haft þá til prófunar og skoðunar. Tilkynnt verður um valið í Ásmundarsafni í Sigtúni kl. 17 og afhendir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra verðlaunin, hið svo- nefnda Stálstýri, sem er farand- gripur til vörslu í eitt ár. Bandalag íslenskra bílablaða- manna heldur úti vef um kosningu á Bíl ársins 2004. Slóðin er billars- ins.is. Þar geta áhugasamir valið sinn bíl sem Bíl ársins og þar er ennfremur að finna ýmsar upplýs- ingar um valið, samstarfsaðila, dómnefnd og tilnefnda bíla, svo fátt eitt sé nefnt. Val á Bíl ársins á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.