Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar VOLVO fór nokkuð aðrar leiðir en margir aðrir framleiðendur þegar fyrirtækið endurnýjaði minnsta bíl- inn sinn, S40, fyrir u.þ.b. ári. Í stað þess að bíllinn stækkaði, eins og yf- irleitt er raunin þegar nýjar kynslóðir líta dagsins ljós minnkaði hann í öll- um málum. Það var samt ekki stærsta breytingin og ekki heldur útlitsbreyt- ingin sem þó er umtalsverð. Nei, mesta breytingin er sú að með nýjum S40 hefur Volvo smíðað einhvern sinn besta alhliða bíl nokkru sinni. Dísil- vélin nýja frá Volvo er skemmtilegri en flestar mun stærri bensínvélar og boðar hún skemmtilega tíma, ekki síst að ári þegar þungaskattur hefur verið afnuminn og notkun nútíma- legra dísilvéla gerður raunhæfur kostur fyrir almenning hér á landi eins og annars staðar á byggðu bóli. Styrkur samrunans Styrkur samrunans skín af S40. Volvo er, sem kunnugt er, undir regn- hlíf PAG, (Premium Automotive Group), sem er lúxusarmur Ford. Undirvagninn kemur líka frá móður- fyrirtækinu og hann er aðalsmerki nýs S40 ásamt vélum. Áður hefur ver- ið fjallað hér um bílinn með nokkrum gerðum bensínvéla en nú víkur sög- unni að dísilvélinni, en fyrstu bílarnir með tveggja lítra olíubrennaranum eru komnir til landsins. Við fyrstu sýn virðist allt með felldu; vélin er rétt innan við tveir lítr- ar að slagrými og skilar 136 hestöfl- um, og fyrst um sinn fæst hann ein- göngu með fimm gíra handskiptingu. Vélin er fremur hávær í lausagangi, eins títt er um dísilvélar, en gangur- inn er samt ekki grófur. Sem sagt; allt eins og vera ber, nema eitt; togið í þessum fremur litla og létta bíl er hreint með ólíkindum. Hröðunin á fyrstu metrunum er ekkert til að hrópa húrra fyrir, frekar en í flestum dísilbíl- um, en það er samt ekkert hik – for- þjappan kemur strax inn, enda nýjustu dísilvélar- og forþjöpputækni beitt með svokölluðu breytilegu loftflæði forþjöppunnar og svo auðvitað nýjustu kynslóð samrásarinnsprautunar. En það er hið ótrúlega mikla togafl sem vélin skilar sem vekur ómælda ánægju. Togið er mælt 320 Nm strax frá 2.000 snúningum sem er litlu minna en frá 3ja lítra dísilvélum í millistórum jeppum. Það er líka hreint unaðslegt að finna stöðuga vinnsluna frá vélinni og þetta mikla tog gerir það að verkum að maður sleppur við mun færri gír- skiptingar en ella. Sem er kostur því ljóður á ráði þessa annars skemmti- lega bíls er fimm gíra handskipti kass- inn, sem mætti gjarnan vera liprari og styttra á milli gíra. Það getur verið pirrandi að þurfa að bisa við að koma bílnum í bakkgír. Lítil eyðsla Undirritaður er löngu kolfallinn fyrir nýjustu dísilvélunum og Volvo er þar einna fremstur í flokki með þessa hátæknivæddu vél, sem er öll úr áli og þess vegna léttari en vélar af svip- aðari stærð. Þrátt fyrir mikið afl er þetta með sparneytnustu vélum með meðaleyðslu upp á aðeins 5,6 líta á hundraðið. Þegar við jöfnuna bætist síðan undirvagn sem er með meiri hliðarstífleika og kvikari stýringu en keppinautarnir þá er útkoman ekkert annað en mjög athyglisverð. Það hefur áður verið fjallað um framsækna hönnun í S40, að utan en ekki síst að innan. Efnisvalið er í sér- flokki, eins og t.a.m. sætaáklæði og allt plastefni í mælaborði. Það er líka rúmt um ökumann og farþega í fram- sæti en með nýrri hönnun er pláss í aftursætum þrengra en í forveranum. Sérstaklega er áberandi hve lítið höf- uðrými er þar og þrengsli við að setj- ast inn í bílinn að aftan. En þetta eru smávægilegir gallar í samanburði við kosti bílsins; og ef út í það er farið þá eru það yfirleitt minnstu farþegarnir, börnin, sem sitja aftur í og ekki væsir um þau. Hagstætt verð Fyrir nokkrum árum skrifaði merkur Borgfirðingur um bíla í dag- blað á Íslandi og lauk hann jafnan pistlum sínum með því að svara spurningunni: „Myndi ég kaupa hann?“ Suma bíla myndi undirritaður aldrei kaupa en Volvo S40 með dís- ilvélinni er núna efstur á óskalistan- um og ástæðurnar eru aðallega þrjár; ómótstæðileg dísilvél, mikil smíða- gæði og falleg hönnun og loks hag- stætt verð. Volvo hefur nefnilega tek- ist það sem margir hafa áður reynt og flestir án árangurs; að smíða gæðabíl án þess að slá nokkuð af kröfunum en um leið að stilla verðinu í hóf. Ódýr- asta gerð S40 er með 1,8 lítra bens- ínvél og er stútfullur af nytsamlegum búnaði og kostar 2.495.000 kr. Dísil- bíllinn með fimm gíra beinskiptingu, (sögð sex gíra á upplýsingablaði frá Brimborg), kostar 2.920.000 kr. og fyrir þann pening fæst mikill aksturs- bíll, laglega hannaður og vel smíðað- ur. Dísilvél fyrir nýja tíma – á Íslandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Volvo S40 er með skemmtilegri akstursbílum og verðið er hagstætt. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Innanrýmishönnunin er öðruvísi; frískleg og vandað til verka. Það er líka stíll yfir lugtunum. Volvo S40 kostar tæpar 3 milljónir en fæst aðeins beinskiptur. REYNSLUAKSTUR Volvo S40 Guðjón Guðmundsson Þetta er ein aflmesta dísilvélin af þessari stærð; 320 Nm tog. gugu@mbl.is Vél: Fjórir strokkar, sam- rásarinnsprautun, breyti- legt loftflæði forþjöppu. Afl: 136 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 330 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Hröðun: 9,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 210 km/klst. Gírskipting: Fimm gíra handskipting. Lengd: 4.468 mm. Breidd: 1.770 mm. Hæð: 1.452 mm. Eigin þyngd: 1.433 kg. Hjólhaf: 2.640 mm. Eyðsla: 5,6 lítrar í blönduðum akstri. Staðalbúnaður: ABS, EBD, EBA, sex loftpúðar, SIPS-hliðarárekstrarvörn, WHIPS-bakhnykksvörn, spólvörn með stöð- ugleikastýringu, tölvu- stýrð loftkæling með hita- stýringu, lofthreinsikerfi, fjarstýring í stýri fyrir hljómtæki, rafdrifnar rúð- ur og útispeglar, upphituð framsæti, 16" álfelgur. Verð: 2.920.000 kr. Umboð: Brimborg. Volvo S40 2.0D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.