Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 C 5 bílar Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada - Allar tegundir bíla á sölu www.natcars.com SNJÓKEÐJUR FYRIR Dalvegur 16a • 201 Kópavogur Sími 544 4656 • Fax 544 4657 Vörubíla Traktora Vinnuvélar Pústþjónusta BJB ehf. Flatahraun 7 - 220 HAFNARFIRÐI - Sími 565 1090 Sala, smíði og ísetning á pústkerfumÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT Mikið úrval af notuðum dekkjum 13 - 14 - 15 - 16 - 17 og 18 tommu. Eigum einnig nýja og notaða sólaða hjólbarða Eldshöfða 6 s. 567-6860 BÍLLINN CITROËN hefur í samstarfi við Valeo í Frakklandi kynnt nýtt stopp-start- kerfi sem fyrst verður boðið í Citroën C3 en síðar meir einnig í Citroën C4. Menn muna kannski eftir slíku kerfi í VW Lupo með 3ja l dísilvélinni. Búnaðurinn er einnig þekktur úr tvinnbílum, eins og t.d. Toyota Prius, og er grunn- urinn að sparneytni þeirra. Prius er með japanskt stopp- start-kerfi frá Denso. Kerfið virkar þannig að það drepur á bílnum þegar vélin er í lausagangi, t.d. á rauðum umferðarljósum. Hún fer síð- an strax í gang aftur um leið og stigið er á eldsneytisgjöf- ina. Við þetta dregur úr elds- neytisnotkun um allt að 10% í dæmigerðum borgarakstri og dregur jafnframt úr loft- mengun, ekki síst í þéttri borgarumferð. Stop-start-kerfið er í raun sambyggður rafall og start- ari. Talið er að það hækki bíl- verð um u.þ.b. 50.000 kr. en það ætti að vera fljótt að borga sig í minni eldsneyt- iseyðslu og minni mengun, sem sums staðar er líka skattlögð. Citroën með stopp- start-kerfi Start-stop-búnaður frá Valeo. BJÖRN Sverrisson er einn af þekkt- ari þúsundþjalasmiðum þessa lands og hefur hann gert upp ófáa fornbíl- ana með handverki og þekkingu sem sumir telja að hætta sé á að glatist verði ekki gripið til aðgerða. Björn byrjaði fyrst að fást við bílaviðgerðir árið 1956 og hefur ver- ið mikið til að síðan. Nokkuð mörg ár eru síðan hann fór að gera upp gamla bíla. Nú síðast lauk hann við endursmíði á Studebaker bíl árgerð 1930 sem var í eigu afa Ólafs Arnar Haraldssonar, fyrrverandi alþingis- manns. Móðir Ólafs Arnar stóð fyrir því að bíllinn yrði gerður upp og studdu börn hennar hana í því. Björn var í mörg ár að gera upp bíl- inn og vann hann að endurgerðinni í frístundum. Bíllinn var afar illa far- inn þegar Björn fékk hann til sín. Það var ekkert hægt að kaupa í bíl- inn og varð hann því að handsmíða alla hluti sem þurfti að endurnýja, t.d. skottlokið og fleiri hluti í yfir- bygginguna. Pétur Jónsson, sem annaðist fornbíla fyrir Þjóðminja- safnið, tók upp vélina í bílnum. Hvernig yfirbygging er kúpuð Ólafur Örn hefur einmitt haft orð á því að verkkunnátta af því tagi sem Björn býr yfir sé á undanhaldi og hætt við því að hún glatist sé henni ekki haldið við með kennslu. Björn segir að það sé rétt að það séu ekki margir nú orðið sem kunni handtökin við þetta. „Þegar ég var að gera upp bíl Ólafs Arnar komu til mín tveir ungir bílasmiðir. Annar þeirra hafði heyrt talað um hvernig yfirbygging væri kúpuð, þ.e.a.s. hvernig búnir eru til kúptir hlutir, eins og t.d. skottlok. Hinn hafði aldr- ei heyrt minnst á það hvernig það væri gert. Aðferðin er sú að slá stál- ið til á þurrum sandi. Í dag er þetta ekki lengur gert, heldur eingöngu skipt um hluti. Ég hef gert þetta í fjölda ára og ef handverk af þessu tagi á ekki að týnast niður þarf að miðla þessu áfram,“ segir Björn, en bætir við að það séu vissulega fleiri en eingöngu hann sjálfur sem kunni handverkið. Sjálfur á Björn Ford 1930 árgerð og var hann því boði feginn þegar minjasafn í heimabæ hans, Sauðár- króki, falaðist eftir bílnum til að hafa hann þar til sýningar. Björn á líka Willys jeppa árgerð 1946 sem hann gerði upp og nýlega lauk hann við að gera upp fyrsta bílinn sem hann eignaðist sem er Chevrolet her- trukkur árgerð 1942. Björn seldi þennan bíl austur á Voga á Vatns- leysuströnd vorið 1957 en síðan var hann seldur austur á firði þar sem hann var notaður m.a. við síldarsölt- un. Björn fann bílinn austur á Hér- aði fyrir nokkrum árum og fékk hann gefins. „Þetta voru skemmti- legir endurfundir. Hann var orðinn æði mikið slitinn og nánast hand- ónýtur. Ég hef verið sjö til átta ár að eiga við hann. Bíllinn stendur inni á verkstæði hjá mér en ég veit ekki hvað verður um hann,“ segir Björn. Handverk sem er að glatast Chevrolet-hertrukkurinn var fyrsti bíllinn sem Björn eignaðist. Morgunblaðið/Björn Björnsson Það tók Björn sjö ár að gera upp hertrukkinn sem hann fékk gefins. Björn Sverrisson (t.v.) og Björn Jónsson við nýuppgerðan Studebaker 1930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.