Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 4
  / 0,1 2        0234444 5 , 6 , -#, 78 , 9  .  :!, 7# ,  ,   ; <    = >  7 /) 2>5   9 0,1 2          0?<4444         0334444        033@444       AB44444        AA<0444      SÁ markaður sem hraðast vex um þessar mundir innan bílaheimsins er markaður fyrir jepplinga. Það er því ekki að undra að allflestir bílafram- leiðendur framleiði bíla af þessu tagi eða hafi þá á teikniborðinu. Hyundai hefur boðið fram Santa Fé í nokkur ár og hann er væntanlegur með and- litslyftingu seinna í haust. Og nú er kominn á markað Tucson, minni bíll, sem fellur betur inn á markaðinn sem keppinautur Toyota RAV4 og jafnvel hina stærri Honda CR-V, Nissan X- Trail og Ford Escape, og kemur þangað fullmótaður. Tucson er 4,32 m á lengd, eða 10 cm lengri en Toyota RAV4 en 10 cm styttri en Ford Es- cape, 13 cm styttri en X-Trail og 24 cm styttri en Honda CR-V. Meira innanrými en í Santa Fé Hann er auðvitað umtalsvert minni en Santa Fé en það kemur þó mest á óvart að innanrými fyrir farþega er meira, og var þó sjaldnast kvartað undan þrengslum í Santa Fé. Hið mikla farþegarými í Tucson er þó á kostnað farangursrýmisins, sem er langminnst af fyrrnefndum keppi- nautum. Í sölubæklingi er farangurs- rýmið gefið upp fyrir að vera 644– 1.856 lítrar (með 5 og 2 sæti í notkun). Þarna má láta blekkjast því gefið er upp mál á farangursrýminu sam- kvæmt bandarískum staðli en ekki evrópskum. Sjá má í Auto Katalog, sem Auto motor und Sport gefur út, að samkvæmt VDA-staðlinum evr- ópska er farangursrýmið 325–805 lítrar og munar þar allverulega á töl- um. Hyundai gerir sér vissulega grein fyrir því að Tucson og Santa Fé eru farnir að skarast og þess vegna er augljóst að Santa Fé, sem þó er ekki nema 18 cm stærri en Tucson, stækki í framtíðinni meðan sá síðarnefndi stendur þá líklega í stað. Skemmtilegur með V6 vél Tucson er boðinn með þremur gerðum véla, þ.e. 2,0 lítra bensín- og dísilvél og 2,7 lítra V6-bensínvél. Síð- astnefndi bíllinn var prófaður á dög- unum en hann er kannski sísti sölu- bíllinn hér á landi, en þó líklega sá skemmtilegasti. Tucson er laglega hannaður bíll og eftirtekt vekur mikið brot í vélarhlíf- inni, stórar rúður og svört plasthlíf sem umlykur allan bílinn og ver hann fyrir steinkasti og hnjaski. Á breiðum framstuðurum eru innfelld þokuljós og heildarsvipur bílsins er jeppaleg- ur og sterklegur. Að innan virðist allur frágangur og smíðagæði með besta móti en ennþá heldur Hyundai sig við hart og óspennandi plast í mælaborði. Ál- stokkur í kringum miðstöðvarrist og hljómtæki setur þó laglegan svip á innréttinguna og allir stjórnrofar virka sterklegir og traustir viðkomu. Ökumaður og farþegi í framsæti hafa gott pláss, ekki síst höfuðrými, og þá er mikið rými fyrir þrjá farþega í aftursætum. Það er síðan til fyrir- myndar hvernig fella má aftursætis- bökin flöt ofan í gólfið og búa þannig til slétt og mikið farangursrými, þar sem jafnvel má fleygja sér í svefn- poka yfir nótt. Bíllinn virkar allur mjög þéttur og stífur í akstri og fjöðrunin er stinnari en í Santa Fé stóra bróður. Vel hefur verið hugað að hljóðeinangrun í þess- um bíl, sem er með því besta í jepp- lingaflokknum. Tucson er ekki sér- lega þungur bíll eða stór og verður þess vegna fyrir vikið kvikur og þokkalega skemmtilegur akstursbíll með V6-vélinni. Hann er sagður 10,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km á klst. og við vélina er tengd fjögurra þrepa sjálfskipting með handskipti- vali. Vélin skilar bílnum skemmtilega áreynslulaust áfram og með henni verður hann afar þægilegur sem borgarbíll. Eini ókosturinn er sá að eyðslan er að meðaltali um 13,2 lítrar í borginni, sem er fljótt að telja í buddunni þegar bensínlítrinn er næstum helmingi dýrari en hann ætti öllu jöfnu að vera. Lágt undir lægsta punkt Eins og Santa Fé er byggður á sama undirvagni og Sonata-fólksbíll- inn er Tucson byggður á breyttum undirvagni Elantra. Fjórhjóladrifið er sítengt. Við venjulegar aðstæður fer mestallt aflið til framhjólanna en búnaður í drifkerfinu skynjar veg- grip og breytingu sem verður á því og getur þá miðlað aflinu til afturhjól- anna. En þar fyrir utan er hægt að læsa drifinu þannig að aflið dreifist jafnt á báða ása. Hann er þó tæpast til stórræðanna utan vega enda varla ætlað slíkt hlutverk. Það eru t.a.m. ekki nema 19,5 cm undir lægsta punkt bílsins en keppinautarnir eru með 20 cm veghæð eða þaðan af meiri. Hálfur cm er kannski ekki stóri munurinn en hann getur samt skipt sköpum. Miðað við búnað, ekki síst vél- og drifbúnað, er óhætt að segja að verð- ið á Tucson komi þægilega á óvart. V6 bíllinn er m.a. með diskabremsum allan hringinn, kældum að framan, spólvörn, sex líknarbelgjum, þoku- ljósum að framan og aftan, 16 tommu álfelgum, rafdrifnum rúðum að fram- an og aftan, hita í sætum o.sv.frv. V6 bíllinn kostar 2.690.000 kr., sem er 300.000 kr. lægra verð en á RAV4 með fjögurra strokka, 150 hestafla vél, og 652.000 kr. lægra en á Ford Escape með 200 hestafla V6 vél, en vissulega verður að taka með í reikn- inginn að Escape er umtalsvert stærri bíll. Og þar sem meira en helmingur af öllum nýjum bílum í landinu eru á leigusamningum af einhverju tagi skal þess getið að mánaðarlegar af- borganir af rekstrarleigu á Tucson V6 í 36 mánuði eru 48.480 kr. Fullmótaður í harða samkeppni REYNSLUAKSTUR Hyundai Tucson Guðjón Guðmundsson Sítengt aldrif en 19,5 cm eru undir lægsta punktinn. Morgunblaðið/Golli Tucson er 10 cm lengri en söluhæsti jepplingurinn, Toyota RAV4. Afturhlerinn opnast upp. Allt er slétt og fellt innandyra og rýmið meira en búast hefði mátt við. gugu@mbl.is V6 – sú sama og í Santa Fé, skilar bílnum sportlegum eiginleikum. 4 C MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: Sex strokkar, 2.756 rúmsentimetrar, 24 ventlar. Afl: 175 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 241 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Gírskipting: Fjögurra þrepa sjálfskipting með handskiptivali. Drif: Sítengt aldrif. Hröðun: 10,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 180 km/klst. Lengd: 4.325 mm. Breidd: 1.795 mm. Hæð: 1.730 mm. Eigin þyngd: 1.669 kg. Farangursrými: 325-805 kg. Burðargeta: 554 kg. Fjöðrun: McPherson gormafjöðrun að framan og aftan. Hemlar: Diskar að framan og aftan, kældir að fram- an, ABS með EBD. Eyðsla: 13,2 l innanbæjar, 10 l í blönduðum akstri. Lægsti punktur: 19,5 cm. Verð: 2.690.000 kr. Umboð: B&L. Hyundai Tucson 2.7 V6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.