Morgunblaðið - 13.10.2004, Side 3

Morgunblaðið - 13.10.2004, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 C 3 bílar PEUGEOT hefur hleypt af stokkunum hönnunarsamkeppni, þeirri þriðju sem fyrirtækið stendur fyrir. Í fyrstu keppninni fyrir fjórum árum voru fyr- irmælin þau að þátttakendur hönnuðu bíl fyrir árið 2020 og í hitteðfyrra áttu þátttakendur að blanda saman fram- tíðarsýn og afturhvarfi í tíma. Núna eru fyrirmælin þau að hanna bíl eða farartæki sem uppfyllir þarfir, drauma og fellur að smekk þátttakenda. Samkeppnin er fyrir áhugamenn á sviði bílahönnunar og fer hún fram á Netinu. Samkeppninni er ávallt hleypt af stokkunum á bílasýningunni í París en verðlaunatillagan er síðan framleidd í fullri stærð og sýnd á sýningarsvæði Peugeot á bílasýningunni í Frankfurt ári seinna. Samkeppnin naut strax mikilla vinsælda og bárust 2.000 til- lögur fyrsta árið en 2.800 síðast þeg- ar samkeppnin fór fram. Þátttakendur eru margir hverjir í hönnunarnámi eða starfa við grafíska hönnun eða annars konar hönnun en jafnframt er stór hluti þeirra eingöngu miklir áhuga- menn um bíla. Philippe Houy, yfirmaður hönnunar hugmyndabíla hjá Pegueot, segir að tillögurnar sem berist séu allflestar vel gerðar og í þeim sé tekist á við alvöru lausnir í tengslum við bílahönnun. Samkeppnin hafi auk þess ýtt undir þekkingu á Peugeot og sögu fyrirtæk- isins og bætt ímynd þess. Hann segir að eins og áður sé nú búist við djörfum hugmyndum í samkeppninni en þátt- takendur megi samt ekki gleyma því að það verði að vera hægt að smíða hugmyndabíla úr tillögunum, bíla sem eigi að sýna á bílasýningunni í Frank- furt eftir eitt ár. Fyrstu verðlaun eru þau að smíð- aður verður hugmyndabíll í fullri stærð en auk þess fjöldaframleiddur í stærð- inni 1:43. Höfundar þeirra þriggja hug- mynda, sem komast áfram í sam- keppninni, hljóta að launum 6.000, 3.000 og 2.000 evrur og höfundar 27 hugmynda, sem komast áfram, fá að launum 1.000 evrur. Samkeppnin hefst 15. október og skilafrestur er til 8. desember nk. Til- lögum er skilað inn á vefslóðinni www.peugeot-concours-design.com. Frá 16. til 23. desember tilkynnir dóm- nefnd hvaða 30 hugmyndir komast áfram og í framhaldi af því getur al- menningur valið sína hugmynd á Net- inu fram til 20. janúar 2005. Á þenn- an hátt verða valdar tíu hugmyndir sem dómnefnd fer síðan yfir og velur úr bestu hugmyndina. Tilkynnt verður hvaða hugmynd ber sigur úr býtum á www.peugeot-concours-design.com um miðjan febrúar. Í mars 2055 af- hendir Saint-Geours, stjórn- arformaður Peugeot, La Griff- verðlaunin til hönnuðar verðlauna- tillögunnar á sýningarsvæði Peugeot á bílasýningunni í Genf. Verðlaunabíllinn verður síðan afhjúpaður á bílasýning- unni í Frankfurt næsta haust. Moonster var hugmyndin sem bar sigur út býtum árið 2001. Hugmyndin sem varð hlutskörpust í fyrra. Þriðja hönnunar- samkeppni Peugeot TENGLAR ..................................................... www.peugeot-concours-design.com Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. Mazda6 SDN TS sjálfskiptur verð 2.430.000kr. Gerðu samanburð ABS-diskahemlar EBD-hemlajöfnun DSC-spólvörn og stöðugleikakerfi Sjálfvirk loftkæling Aksturstölva Sóllúga Hraðastillir (cruise control) Rafdrifnar rúður að framan og aftan Rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar Fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn Velti- og aðdráttarstýri Útvarpsstillingar í stýri Upphituð framsæti Leðurklætt stýri Þriggja punkta öryggisbelti og stillanlegir hnakkapúðar í öllum sætum Fjórir öryggisbúðar að framan ISOFIX-barnastólsfestingar í aftursæti Öryggispúðar við hliðarglugga Armpúði milli framsæta með tvískiptu hólfi Armpúði í aftursæti með glasahaldara Farmfestingar í farangursrými Útvarp/geislaspilari, 4 hátalarar 16" álfelgur Mottur Staðalbúnaður í Mazda6 TS Komdu við hjá okkur og prófaðu Mazda6 Opið laugardaga frá kl. 12-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.