Sunnudagsblaðið - 26.01.1958, Side 6

Sunnudagsblaðið - 26.01.1958, Side 6
34 hefðu séð stað, þar sem ef til vill væri hægt að brjóta sér leið upp. Við lögðum á ráð okkar og hóf- umst þegar handa. Hér var okk- ur hvort sem var dauðin vís. Vesalings hundarnir reyndu að fylgja okkur eftir, en þeir misstu fótanna hver á fætur öðrum og hröpuðu í sjóinn. Um hádegi vorum við komnir allangt uppeftir og farnir að hafa von. En þá virtist skyndilega sem öll sund væru lokuð. Fyrir okkur urðu snarbrattir klettar, og þeir voru ekki þaktir íslagi, sem hægt var að höggva í spor, heldur klepraðir glerhálu klakalagi. Framundan og lítið eitt neðar stóð klettasyila út úr hlíðinni. Þangað virtist ómögulegt að kom- ast. Áður en ég gat áttað mig, hafði Lappinn Savio tekið til sinna ráða. Hann hafði losað sig af tauginni, sem tengdi- okkur alla saman, hniprað sig saman og tiplaði nú þennan spotta eftir glerhálu svell- inu. Hann bar fæturna mjög ótt og var sem hann flygi frekar en gengi. Síðustu metrana rann hann frekar en gekk, en svo nákvæm- lega hafði hann reiknað stefnuna að hann lenti á syllunni og fékk haldið sér þar. Við komum nú endanum á taug- inni til hans. Hann festi hana rammlega og Fougner fikaði sig til hans og síðan Bernacchi. Það kom í minn hlut að leika sama leikinn og Savio. Við mig gat eng inn stutt, þar sem ég fór síðast- ur. En allt fór vel, og við vorum allir komnir heilu og’ holdnu á sylluna. Nú gekk ferðin mun betur. Eft- ir nokkra klukkutíma höfðum við náð upp fyrir mesta brattann, og vorum ekki lehgur í yfirvofandi lífshættu. Við þurftum að klífa 1700 metra háa brún hásléttunn- ar. Þangað náðum við um síðir og eftir það var leiðin greið til SUNNUDAGSBL Ai) 1Ð bækistöðyarinnar við Adarehöfða. Suðurhafsveturinn lagðist að. Við hættum að verða varir við dýr, en Suðurkrossinn varð þeim ínun kærari. Við bjuggumst til að halda 17. maí hátíðlegan. Það var í fyrsta skipti sem haldið var upp á hann á Suðurskautslandinu. Við dróg- um íallegan, norskan fána að hún og héldum skíðamót í tilefni dags ins. SLEÐAFEEÐ í SUÐURÁTT. í lok júlí bjóst Borchgrevink til að hefja fyrstu meiriháttar leið- angurinn á landi. I ferö með hon- um skyldu vera báðir Lapparnir og Evans, ásamt 29 hundum og þrem sleðum. Veðrið var ennþá óútreiknanlegt. Leið þeirra lá inn yfir ísinn í suðurátt. Þeir hrepptu mikil veður en miðaði allvel á- fram. Þeir fundu ey, sem þeir nefndu eftir hertoganum af York, og héldu við svo búið aftur til Adarehöfða. Þeir fóru í ýmsa leiðangra, — smærri og stærri, — til ýmissa átta og unnu stöðugt að vísinda- störfum. Þegar á leið veturinn veiktist dýrafræðingur leiðangursins, Ni- kolai Hansen. Það dró smátt og smátt af honum og hinn 15. okt- óber lézt hann. Hann var grafinn á Adarehöfðanum þar sem hann er hæstur. Það var fyrsta gröfin, sem tekin var á SuðurskautSland- inu. En nú fór að vora og með vor- inu jókst dýralífið. Fyrstar komu mörgæsirnar. Þær flyktust úr norðri í stóhópum. Eggin voru ekki einungis nýnæmi, heldur hin verðmætustu frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Og svo komu jólin um hásum- arið. í lok febniar kom ,;Suðurkross- inn“ aftur. Vetursetumenn tóku sig upp .frá Adarehöfða. En hlut- verkinu var enn ekki lokið. Borch- grevink hugðist kanna Rosshafið betur. Það var hin fyrsta veru- lega . rannsóknarferðin á strönd Suður-Viktoríulands. Þar eru t.d. eldfjöll mikil, Melbourne í híew- neslandi og Erubus og Terror lengra ipni í McMurdorflóanum. Eldfjallið Melhourne .er furðu- . lega:líkt Etnu að útliti um 3000 metra hátt. Eitt aðalmarkmið Borchgrevink var að kanna íshelluna miklu, sem Sir James Clark Ross hafði upp- götvað á ferð sinni árið 1841—42. „Við hefðum eins getað síglt gegn um klettana við Dover eíns og í gegnum hans“, skrifaði Ross í þann tíma, en Borchgrevink af- sannaði orð Ross gersamlega. — Hann „sigldi“—öllu heldur fann leið — í gegnum hana og ruddi þar með einum erfiðasta þrösk- uldinum úr leið annara suður- skautsfara. Borchgrevink sigldi til austurs með rönd íshellunnar á suðlægari breiddargráðu en nokkur hafði áður komið, og hinn 16. fébrúar skeði undrið: Rönd íshéllunnar opnaðist og við blasti mjótt en lygnt sund. Hvalaflóimi var fund- inn, hinn frægi bækistaður Am- undsens, þar sem síðar var „Little America” og þar sem nú hefst við deild úr leiðangri vísindamanna í sambandi við alþjóða-jarðeðlis- fræðiárið. Borchgrevink tókst að komast allt suður á 79. breiddargráðu. Þangað komst hann 17. febrúar. Þá leyfði tíminn honum ekki að halda lengra. Dapur í huga sneri hann stafni til norðurs. Hann gat ekki hætt lífi manna sinna í að dvélja lengur á þessum slóSum. Sumarið er stutt á þessum slóð- um og aftur fór vetur í hönd. Sjálfur segir hann: „Brautrvðj- endastarf eins og nlitt er beizkt. Ojörið svo vel að fletta á Ws. 43.

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.