Sunnudagsblaðið - 26.01.1958, Side 11
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
39
ÞEGAR. ég var aö alast upp í
Re.ykjavík bjó amma mín hjá okk
ur mömmu og var hún alltaf
heima við, en mamma varð að
vinna úti fyrir heimilinu við kola-
burð og vatnsburð.
Eitt kvöld um vetur kom ég
heim klofvotur úr Læknum, en
amma sat við prjóna sína og raul-
aði eíns og hún var vön. Vísan,
sem hún raulaði að þessu sinni,
vor svona:
Ævi mín er undra rík
armæðunni vaíin
færi betur ég lægi lík
leir og moldu grafin.
Amma leit upp frá prjónunum
og sagði við mig:
„Mikið ertu blautur, Söfli minn.
bú he'fur vaðið í Tjörninni núna.“
. „Nei, amma mín, í Læknum, en
ekki Tjörninni,“ ansaði ég. „En
segðu mér nú sögu, amma mín.“
„Ég skal segja þér sögu, ef þú
kemur þurr heim á morgun.“
Ég lofaði því, en stóð nú samt
ekki við það.
Og svo hóf amma söguna, sem
var á þessa leið:
Þegar ég var ung stúlka í sveit
a Norðurlandi, var stúlka á sama
bæ og var hún vinkona mín. Á
bænum var myndarlegur maður
°g 1‘elldu þau hugi saman. Þau
giftust og fóru að búa austur á
Héraði og byrjuðu að búa þar á
sem vísbendingu um almætti bæn-
arínnar.
Það geraist margir furðulegir
blutir á öllum tímum og alls stað-
ar ~ en sagan um Alice Keppel
°f: konungshjónin er án efa eitt
því furðulegasta, sem dænrii eru
um.
Frásögn éftir SÖRLA
iítilli jörð inni við afrétt. Þau
eignuðust dreng, sem . Ilaraldur
hét. Þegar liann var tíu ára, dó
faðir hans, en móðir drengsins
reyndi að basla fyrir honum um
sumarið, en um haustið andaðist
hún líka, svo að hann stóð uppi
einn og allslaus.
Þá kom hrepspsnefndin til skjal
anna og seldi búið, en það hrökk
ekki fvrir skuldum. Þá var erfitt
að ráðstafa Haraldi og var hann
boðinn upp og sleginn þeim, sem
lægst bauð, og þangað var farið
með hann, en þar leið honum illa.
Vorið eftir var hann sendur í
smalamennsku, og mun það ekki
hafa verið nein sældarvist, því að
þá raulaði hann þessa vísu:
Rennvotur á rassinum
rölti ég eftir kindunum,
fáklæddur á fótunirm
finnst mér borð á maganum.
Þegar hann kom heim fékk
hann sinn vanálega löðrung. Um
þetta leyti var margt um mann-
inn á bænum, því að Ameríku-
aaenf ar, sem voni að koma fólkl
frá 'íslandi. voru þar á ferð. Har-
aldur spurði dóttur bóndans, hvað
væri um að vera. Hún sagði, að
þau ætluðu öll til Ameríku. Hann
spurði þá, hvort hann ætti að fara
líka, en hún sagði, að það væri
aldrei farið með sveitarómaga til
Ameríku!
Nú var Haraldur orðinn vega-
laus á ný, og varð hreppsnefndin
að ráðstafa honum. En riú gerði
enainn böð í hann, svo að hrepps
stiórinn varð að taka hann heim
tll sín. Þar lefð lionum vel ogfékk
rióg áð ‘böfða, én 'líka rióg að
vinna.
Þegar Haraldur átti að fermast,
voru engin föt til á hann, og .voru
þá fengin að láni föt frá næsta bæ,
Þegar hann var komirm í fötin,
voru þau alltof lítil á hann, en
hann varð að vera ,í þeim samt.
En nú vantáði skóna á fæturna.
Þá kom dóttir hreppstjóraris og
gaf honum sauðskinnsskó með
rósaleppum, sem hún hafði prjón-
að sjálf, og var þetta fyrsta gjöf-
in, sem Haraldur fékk.
Þegar búið var að ferma Harald
fór hann að vinna alla vinnu og
var bráðduglegur, svo að hrepp-
stjórinn fór að greiða honum
kaup. Hreppstjónrm hét Ólafur,
en dóttir hans Guðrún. Á bænum,
sem hét Gil, var vinnumaður, sem
hét Tjörfi og vinnpkona, sem Pál-
ína hét, en húsmóðurin hét Eríða.
Þegar Haraldur var tvítugur var
hann trúlofaður Guðrúnu hrepp-
stjóradóttur, en Ttjörfi vinnumað
ur hafði ætlað sér hana, því að
hann var bóndasonur en ékki sveit
arómagi.
Vorið sem Haraldur vatð 20 ára,
en Guðrún 19 ára, kom Tjörfi að
þeim í faðmlögum og hljóp! þegar
með það í húsbóndann, sem varð
æfareiður Haraldi fyrir j það, að
hann sltyldi láta sér detta í hug
annað eins og það að hann fengi
hreppstjóradótturina, — hann sem
alinn væri upp á sveitinni; hann
skyldi strax hypja sig brott af
heimilinu og aldrei framar koma
f jmir hans augu!
Haraldur gat náð tali af unn-
ustu sinni og sagt henni hvemig
komið var. Þau hétu hvort öðru
tryggðum allt til dauðani eg o&i
þau skýldu ná saman þótt síðar
.yrði, hvað sem Jiað kostaði. Svo
skildu þáu.
Nú hugsar Haraldur sér að fara