Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Page 11
187
af andlitinu á henni; hún neri sam
an höndunum í örvæntingunni.
Loks kom læknirinn með lyfja-
flösku í hendinni.
— Fáið húsbónda yðar þetta,
mælti hann og rótti stúlkunni
flöskuna.
— Fn ég, hvað á ég að fá! hróp-
aði stúlkan í dauðans angist.
— Fáið yður eitt glas af vatni,
það mun nægja. Þér eruð veikar
af hræðslu. Eiturkökur hafið þér
engar þórðað.
Hafðu aldrej hönd á því, sem
þú ekki átt.
Smælki
„Heimilisfang yðar?“ spúrði
dómarinn.
„Það er breytt, er nú Langiveg-
ur 25 í stað Langivegur 10“.
„Og fæðingardagur yðar?“
„Hann er sá sami og áður“.
—o—•
„Góðan daginn, langt síðan við
höfum sézt, kunningi“.
„Það læt ég vera“, svaraði hinn.
»Ég sá þig með konunni þinni í
bíó í gærkvöldi'*.
„Má vera — en góði segðu ekki
konunni minni frá því“.
—o—
Á ökuferð: „Nú sitjum við lag-
lega í því! Bíllinn er benzínlaus
og að minnsta kosti 10 kílómetrar
að næstu benzínstöð. Ég veit sann-
arlega ekki hvað við eigum að
taka okkur fyrir hendur!“
Hún: „Þú ætlazt þó ekki til
Þess að ég geri sjálf uppástungu
um það“.
„Þú getur sjálf ákveðið brúð-
kaupsdaginn okkar“, sagði ungi
maðurinn, „nema hann má bara
ekki vera að föstudegi“.
„Ertu hjátrúarfullur?“ spurði
brúðarefnið.
!>Nei, en þá þarf ég að mæta í
bridgeklúbbnum".
BUWNUPAGS1LA8IB
Farið vel með magann
Greinin byrjar á bls. 183.
gegna, hafa vísindamenn ekki enn
þá orðið fullkomlega áskynja um
alla þýðingu hans. Ýmsir menn
hafa komizt mætavel af þótt megn
ið af magapoka þeirra hafi verið
skorið burtu. Og þúsundir manna,
einkum krabbameinssjúklingar,
hafa lifað góðu lífi um langan
tíma við hæfilegan aðbúnað, eftir
að allur magapokinn hefur verið
numinn brött.
Af öllum „maga“ sjúkdómum
er magasárið hinn kunnasti og sá
er menn óttast mest. Flestir lækn-
ar setja nú orðið þessa veiki í sam-
band við andlega vanlíðan. Maga-
sárin eru að úlíti líkt stækkuð
mynd af sárum þeim, er stundum
koma í munnhol manna. Þau eru
frá fimm til tuttugu millimetrar
að þvermáli, og fylgja þeim oftast
sárar þrautir milli brjóstbeins og
nafla.
Stundum koma sárin í sjálfan
magapokann. En oftast verða þau
þó á skeifugörninni, rétt utan við
mynni magapokans, magaportið.
Talið er að þau orsakist af starf-
semi magapokans.
Magapoki sjúklings með maga-
sár hefur starfað of ört. Hann hef-
ur framleitt of mikinn magasafa
og dregið sig saman tíðara en heil-
brigt er. Þessar samdráttarhreyf-
ingar opna magaportið of ört og
við það berst mikið magn af sýr-
um út í þarmana. Nú hefur skeifu
görnin ekkert slím sem heitið get-
ur, sér' til verndar og er því auð-
velt fyrir sýrurnar að éta sig inn
í slímhúð hennar og mynda sár.
Eirtkum eru það tvenns konar
aðferðir, sem viðhafðar eru til
þess að lækna magasár. Algeng-
asta aðferðin er sú, að draga úr
ofstarfi magapokans með tilteknu
mataræði og lyfjum sem ónýta
sýrurnar. Hin er á þann veg að
hindra ofstarfið með uppskurði,
lyflækningu eða ráðleggingum, en
þó er hvorug aðferðin örugg.
Áhrifaríkasta aðferðin til þess
að varna magasafanum að erta
slímhúð skeifugarnarinnar er sú,
að neyta mikillar fæðu sem sýr-
urnar hefðu nóg að gera að fást
við í staðinn. Danskir læknar eru
þeirrar skoðunar að bezt sé að
gefa magasárssjúklingum græð-
andj fæðu. Frá fornu fari hefur
þeim verið ráðlagt að drekka mik-
ið af mjólk, því hún þynnir og ó-
nýtir sýrurnar.
í seinni tíð hafa ýmsir erlendir
læknar hallazt að þeirri skoðun
að enn betra sé að borða oft en
lítið í einu, af venjulegum mat,
heldur en að stunda sultarfæði.
Tilraun var nýlega gerð í Englandi
á hópi magasársSjúklinga og varð
reyndin sú, að þeir sem fengu tíð-
ar máltíðir af venjulegu fæði
læknuðust fljótar en hinir sem
einnig voru látnir borða oft, en
aðeins léttmeti.
Sjúklingur með sár í skeifu-
görninni getur að minnsta kosti
huggað sig við eina staðreynd, sem
er sú, að hann fær að líkindum
aldrei magakrabba. Því þótt eng-
um sé ástæða til þess kunn, er það
vissa, að minnst sjötíu af hundr-
aði magakrabbatilfella verða í
magapoka með of litlum sýrum
og of litlum samdráttarhreyfing-
um, sem vitanlega eru gagnólíkir
magapokum þeim, er valda garna-
sárum.
Ef til vill væri það ekki ófyrir-
synju að vísindamenn þeir, er
leggja sig í líma við að finna að-
ferðir til að lækna magasjúkdóma,
vildu kynna sér háttu sægúrkunn-
ar nokkru nánar. Því hún kann
eina óbrigðula aðferð. Hún lætur
sem sé engin andleg áhyggjumál
valda sér magameinum. S'é hún
ert, fleygir hún bara magapokan-
um frá sér og syndir sína leið.
Síðar meir fær hún sér nýjan
maga.