Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Page 13
■VNNUBAGSBLASI9
189
„Ég get ekki svarað þeirri spurn
ingu að því er Arthur Bentley
snertir“, svaraði Allan og settist
á bekkinn við hliðina á Bronson.
„Hann virðist hafa haft ýmugust
á mér frá upphafi. En okkur pró-
fessornum samdi allvel þangað til
í fyrra, er ég fékk verðlaun fyrir
ritgerð. Bróðir hans hafði lagt eins
mikið kapp á að ná í þessi verð-
laun eins og ég, og þeir voru báð-
ir mjög reiðir yfir að hann fór á
mis við þau. Síðan hefur prófess-
orinn ekki verið sem kurteisastur
við mig, en þó er bróðir hans
verri“.
„Lofum honum að gera og’ segja
hvað sem honum bóknast“, sagði
Bronson kæruleysislega. „Þessi
litla gola verður bráðum úti, og
gerir þér ekkert mein. En ég er
leiður yfir því að þú skyldir ekki
lúberja hann strax.
„Það geri ég ekki“, svaraði All-
an, „og þeir skulu ekki neyða mig
til þess, þó að þeir vilji engin mök
hafa við mig það sem eftir er árs-
ins“.
„Hvað er þetta!“ sagði Bron-
son. er skólaklukkan hringdi hátt
og skært; „frítími okkar er ekki
hálfnaður enn þá: það ei*u ekki
liðnar nema tíu mínútur af hon-
um“, bætti hann við um leið og
hann leit á úrið sitt.
„Hvað skyldi nú vera á seiði?“
„Það hlýtur að vera eitthvað
bogið við þetta“, sagði Allan, er
þeir gengu frá laufskálanum.
Fjöldi pilta, sem allir voru að
leiða ýmsum getum um það, hvers
vegna frítími þeirra var svona
stuttur, kom nú eftir hinum
mörgu götum, sem lágu heim að
skólanum. Sumir voru hlæjandi
en aðrir að skammast, en öllum
var þeim mesta forvitni á að vita
orsökina til þess óvanalega at-
viksýþví 'þeir, sem höfðu verið-
skólapiltar í Drayton árum sárri-
an, mundu ekki til þess, að nokk-
urn tíma hefði svona skyndilega
verið gerður endi á hinum vinsæla
miðdagsleiktíma þeirra.
Þegar Bronson og Allan höfðu
slegist í hóp hinna háværu félaga
sinna, korau þeir Bentley og Sea-
ton eftir hliðargötu eimii, og voru
lítið. eitt á eftir hinum. Á næsta
augnabliki. kom Seaton auga á All-
an, og benti Bentley á hann.
„Þgrna ér Állan“, sagði hann;
„við skulum gamna okkur við
hann áður en við komum heim
að skólanum.“
Þessari uppástungu var tekið
feginsamlega, því þarna gafst
Bentley hið eftiræskta tæki-
færi til að smána Allan að nýju
áður en kennslustundir byrjuðu
aftur, og jafnframt til að fram-
kvæma annað áform, sem hann
hefði aldrei þorað að segja S'ea-
ton frá.
Nú gekk hann til Allans og
sagði með ósvífni og hroka: „Nú,
fröken Haywood, svo þú ert undir
vernd herra Bronsons. Ha, hvaða
bók hefur þú þarna?“
Bronson sneri sér hvatlega við,
en Allan sagði rólega: „Skiptu
þér ekki af honum, Bronson“, og
dró hann með sér heim að skól-
anum.
„Stattu við, ég vil sjá bókina“,
sagði Bentley með sama hrokan-
um, gekk beint í veg fyrir Allan,
og hrifsaði af honum bókina.
Allra snöggvast stóð Allan og
starði á hann, er hann fletti hirðu
leysislega blöðunum í grísku les-
bókinni, en á næsta augnabliki
gekk hann að honum, greip í
flibba hans og buxnahald, hóf
hann fimlega á loft, og varpaði
hónum svo niður á götuna fyrir
aítán sig. Þessu óvænta afreki All
ans var tekið með glymjandi fagn
aðarópi og upphrópunum, svo sem
„Húrra fyrir Allan okkar!“ „Ég
vissi að hann mundi koma fram
e'inái" og-4>&zt • áttii.jvið!“ÁiHvernig.
líður þér nú, Bentley?“ o. s. frv.
En Bronson, sem hló hjartanlega
að falli Bentleys, beygði sig til
að taka upp aftur bókina og blöð-
in, sem dottið höfðu úr henni.
„Þú hefur þá þarna stærðar
handrit, sýnist mér. Átt þú alla
þessa blaðasyrpu?“ sagð'i hann
um leið og hann rétti að Allan
stóran bunka af blöðum, sem skrif
uð voru með blýanti.
Allan greip þau í flýti. „Já, ég
á þau; ertu viss um að ekkert af
þeim hafi orðið eftir?“ sagði hann,
og leit með órólegu augnaráði í
kringum sig á götunni, þar sem
bókin hafði dottið úr hendi Bent-
leys.
„Já, ég tók þau öll upp. En hvað
gengur að þér?“ sagði Bronson,
því Allan greip svo fast um hand-
Iegg hans, að hann næstum meiddi
hann. „Ertu lasinn?" spurði hann
áhyggjufullur, er hann sá, live ná-
fölur pilturinn var.
Krampadrættir fóru um andlit
Allans; hann beygði sig í keng
eins og hann hefði ekki viðþol fyr
ir kvölum. En á næsta augnabliki
leit hann upp, blóðrauður £ and-
liti, og sleppti handlegg Bronsons.
„Ég kenndi sársauka allt í einu;
annað var það ekki,“ sagði hann
með veikri röddu. „Segðu ekki
hinum piltunum frá þv. Bentley
var alltof þungur fyrir mig.
Komdu, við skulum halda áfram.“
Rétt á eftir náðu þeir félögum
sínum. Piltai’nir voru enn að ryðj
ast heim að skólanum. Nú var
tvennt janfríkt í huga þeirra:
spurningin um það, hvers vegna
kallað var á þá svona fljótt og
gleðin yfir ósigri Bentleys og
sjálfsvörn Allan.
IV.
En er piltarnir komu aftur inn í
stóra kennslusalinn, sáu þeir að
dr. Drayton sjálfur stóð við kenn-
araborðið. Það var jafn sjaldgæft
og það að stytta frítiraann.vEr þeir,
hver eftir annan, komu auga á
hinn hávaxna, magurleita mann,