Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Qupperneq 16
192
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
JAPÖNSK FLUG-
FREYJA.
Næturgestur nr. 1.000,-
000 á Hótel Víking 1 Osló
innritaóist á hóteli'ð kl.
18.00 iaugardaginn fyrir
páska og var það japönsk
flugþerna, Naomi Tokiwa
að nafni. Mikill viðbún-
aður var á hótelinu til
þess að taka sem bezt á
móti milljónasta gestin-
um, en hann átti að hljóta
ókeypis fæði og gistingu
og ýmsa aðra fyrirgreiðslu
sem óskað væri. Það kom
líka í ljós að japanska
flugfreyjan, sem starfar
á flugleið SAS um Norð-
urpólinn, ætlaði að þessu
sinni að dveljast í Osló
vikutíma.
—o—
DJÖFULLINN ER
DAUÐUR.
Agnar Mykle hefur
skrifað leikrit, er hann
nefnir „Djöfullinn er
dauöur“ og verður það
sýnt í Kaupmannahöfn á
næstunni. — Sjálfur er
Mykle nú farinn til Jap-
an þar sem hann ætlar
að kynna sér brúðuleik-
hús. Áður en hann lagði
upp í Japansförina dvald
ist hann um tíma í Kaup-
mannahöfn vegna vænt-
anlegra sýninga á leik-
ritinu „Djöfulinn er dauð
ur“.
—o—•
FERÐAÚTVÖRP BÖNN-
UÐ í FLUGVÉLUM-
Loftferðaeftirlitið í
Kaupmannahöfn hefur
aðvarað flugmenn um að
þeir leyfi farþegum sín-
um að hafa meðferðis
ferðaútvörp í flugvélarn-
ar. í tilkynningu loft-
ferðaeftirlitsins segir
meðal annars, að komið
hafi í ljós, að ferðatækin
geti haft truflandi áhrif
á leiðsögutæki flugvél-
anna, og því ruglað loft-
siglingafræðingana í rím-
inu. Ekki er kunnugt um
að slík aðvörun hafi ann-
ars staðar komið frarp og
í Svíþjóð og Noregi er því
meira að segja haldið
fram, að þetta sé tilefnis-
laus ótti hjá Dönum, enda
séu ferðaútvörpin það lít
il, að þau geti á engan
hátt truflað leiðsögutæki
flugvéla.
—o—
ALLT LOKAÐ f
5 DAGA.
Það er víðar langt
páskafrí en á íslandi. í
Noregi er laugardagurinn
fyrir páska orðinn lög-
boðinn frídagur, og þar
er nú 45 stunda vinnu-
vika gengin í gildi. Marg
ir munu hafa orðið fyrir
óþægindum núna um
páskana, því að þetta var
í fyrsta sinn, sem verzl-
anir voru lokaðar þar all-
an laugardaginn fyrir
páska og sömuleiðis veit-
ingahús. Einungis voru
opnar nokkrar brauða- og
mjólkurbúðir ' stuttan
tíma, svo og lyfjabúðir.
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ingólfur Kristjánsson.
Stórholti 17. Bími 16151. Boz 1127.
AFGREIÐSLA: Hverfisfötu 8—10. Sími 14900.
Prentsmiðja AlþýOublaOsixu.