Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 6
598 SUNNUDAGSBLAÐIÐ landslagið ef landslag skyldi kalla. Við sjáum varla nokkurn stein. í tveggja km. fjarlægð þykjumst við sjá kletta og á þessum klett- um virðist vera lítilfjörlegur gróð- ur, en gróður samt. Mér þykir betra að ganga í ægisandinum en þar sem smásteinar eru í hverju spori. Þetta er ljós eyðimörk. — Þetta er Sahara. Mér finnst sem ég kannist aftur við hana. Nú getum við aðeins gengið 200 metra — þá leggjumst við fyrir upp- gefnir. Við verðum að halda áfi'am — að minnsta kosti að klettunum þarna framundan. Þar eru ystu landamærin, lengra komumst við alls ekki. — Þegar við viku seinna fórum þesáa leið til þess að finna flugvélarflakið komumst við að raun um, að leiðin, sem við höfð- um farið. var 80 km. Hvaðan fengj um við þrek til þessarar göngu? — í gær þrammaði ég algerlega vonlaus. í dag eru þessi oi’ð alveg meiningarlaus. f gær dreymdi mig aldingarða fulla af appelsínum, en í dag er ég hættur að trúa því að til séu appelsínur. Ég veit það nú, að innan stundar, muni ég steyp- ast framyfir mig og standa ekki upp aftur, en ég er samt sem áður ekki örværúr «'”'fullur. Ég er ekki einu sinri so"'rbitinn. Þegar maður svrgir. T0”kennir maður sjálfum s^r on ’irvgftist yfir sér eins og maður sjálfur sé einhver vinur manns. En éy á ekki framar nokkurn vin. Trpvar rnenn finna lík mitt °íá siol n”ð augu mín munu þeí ’ revn cð gera sér í hugarlund hvað ég hafi orðið að líða. Eyðimörk'n bún er ég sjálf- ur. Ég finn '’k’d framar neitt munnvatn, en ég get ekki heldur hugsað minningar, sem ég átti kærar. Sólin hefur þurrkað upp táralindir mínar ... Hvað er það, sem hefur vakið vitund mína? Allt er eins og áður var — og þó finnst mér einhver breyting hafa orðið. Þetta er eins og autt leiksvið, en allt er tilbúið til þess að sýningin hefjist og sviðið verði iðandi af lífi. Ég lít á Prévot. Hann er á- reiðanlega eins undrandi og ég. Ég sé það á honum, en hann skilur ekki neitt. Ég er sannfærður um, að þá og þegar muni eitthvað ske. Ég veit, að eitthvað hefur hreyft sig í eyðimörkinni. Ég veit það, þó að ég skilji það ekki, að þögnin í þessari eyðimerkurþögn hefur ver ið rofin. Eitthvað hefur hreyft sig . . . Við erum frelsaðir. Það eru fót- spor í sandinum. Við höfum misst af fótsporum mannkynsins, við höfum tapað þjóðflokk okkar. — Þjóðflutningar höfðu farið fram — við höfðum orðið eftir. Nú finnum við loksins þessi lífsteikn í sandinum . . . Prévot. Hér hafa tveir menn gengið samhliða“. „Já, hér hefur úlfaldi kropið í sandinum“. „Og hérna“. Og þó erum við enn ekki frels- aðir. Það er ekki nóg fyrir okkur að bíða. Eftir nokkra tíma mun hjálpin koma of seint. Þegar hóst inn kemur slær þorstabálið út í Ijósan loga . . . En ég trúi á þessi lífsteikn . . . 'Við héldum áfram, og skyndilega heyrði ég hanagal. Guillaume hafði sagt við mig: „Þegar ég var að dauða komin í Andesfjöllunum, heyrði ég hanagal. Ég heyrði líka í brautarlest . . . „Ég minnist orða hans á sömu sekúndu og ég heyri hanann gala og mér dettur í hug: „Fyrst var það sjónin, sem blekkti mig. Eyru mín hafa til þessa ekki blekkt mig. En nú grípur Prévot í handlegg mér: „Heyrðuð þér það?“ „Hvað?“ „Hanann“. „Já, en þá . . .“ Þetta skiljum við, báðir heyrt það sama. Þá erum við frelsaðir. Ég sá að lokum ofsjónir. Þrír hundar snerust í hringi. Prévot sá ekki neitt. Við réttum báðir fram hendurnar móti þessum Bed- úína. Við hrópuðum báðir á þenn- an Bedúína. Hamingjan ólgar í þornuðu hjarta okkai’, hamingjan og gleðin . . . En rödd okkar heyr- ist ekki lengra en 30 metra. Það var eins og við værum að hvísla. Bedúíninn með úlfaldann sinn þarna á sandhryggnum fjarlægð- ist í hægðum sínum. Ef til vill er þessi maður einn á ferð. 111 norn hefur leikið sér að okkur, sýnt okkur meðbróður og hrifið hann aftur burtu. Við getum ekki hlaup ið. Annar Arabi sést til hægri á klettinum. Við hrópum og við veif um handleggjunum. Okkur finnst sem við fylltum út í veröldina með handleggjunum einum sam- an. En Bedúinn horfir alltaf til hægri, ekki til vinstri. Nú loksins virðist hann vera að snúa sér við. Á sama augnabliki og hann liefur snúið sér við til fulls, vitum við að sigurinn er unninn. Og um leið og hann kemur auga á okkur mun hanh slökkva þorsta okkar og bjarga okkur frá bráðum bana. Nú hefur hann snúið sér við — og bjargað heiminum. Kraftaverk ið hefur skeð. Hann leggur af stað til okkar. Arabinn horfir á okkur án þess að mæla orð af vörum. Hann legg- ur hendur sínar á axlir okkar og þrýstir okkur niður og við hlýð- um honum. Við leggjumst endi- langir á sandinn. Fátækur hirð- ingi hefur lagt blessandi hendur á höfuð okkar. Við leggjumst á grúfu. Við drekkum úr keri hans eins og kálfar. Bedúininn verður óttasleginn við áfergju okkar og neyðir okkur til að hætta. En um leið og hann sleppir takinu á okk- ur hvolfum við okkur aftur yfir kerið. Þú frelsari okkar, þú fátæki líb- iski hirðingi, þú munt aldrei fram ar hverfi úr vitund minni. Hver andlitsdráttur þinn mun grópast *

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.