Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 9
varðveita á hinn ágætasta hátt
alla þá hluti er lagðir voru í kurg-
aninn. Á hinn bóginn olli klaka-
hellan hinum mestu erfiðleikum
fyrir þá, er að uppgreftrinum
stóðu. Þannig urðu þeir að dæla
heitu vatni niður í gröfina, til
þess að þíða hinn meira en tvö
þúsund ára gamla ís, áður en þeim
þýddi að koma til skjalanna með
graftól sín og rannsóknir. Nú var
ekkert vatn til á staðnum og varð
að sækja það um óravegu. En fyr-
ir þrotlaust erfiði og seiglu tókst
einnig að leysa þetta vandamál,
og nú var loks hægt að snúa sér
að því að ná upp hinu mikla og
margvíslega innihaldi grafarinn-
ar.
í einum hinna ríkmannlegustu
kurgana fundust lík af karli og
konu. Bæði voru líkin smurð, og
vegna þessarar „hraðfrystingar“
höfðu þau geymzt vel. Grafræn-
ingjar höfðu að vísu komizt nið-
ur í grafhýsið, fyrr á öldum, en
þeir höfðu greinilega haft hrað-
ann á, og því ekki náð að gera
teljandi skaða.
Augljóst var að konan hafði
verið af evrópskum kynstofni, en
karlmaðúrinn Mongóli. Hafði
hann verið drepinn með kylfu-
höggi, en auk þess hvirfilfleginn '
og höfuðkúpan opnuð. Liggur
beinast við að halda að hér hafi
verið um að ræða höfðingja er
fallið liafi í stríði. Hann var náuð-
rakaður, en svo einkennilega hef-
ur verið um búið, að við graf-
lag'ninguna heiur honum verið
bundið gerviskegg úr hrosshári.
Hitt var þó enn merkilegra, að
hann var búinn miklu og fjöl-
breyttu hörundsflúri. Þannig voru
báðir handleggir, hérðar, nokkuð
af brjósti hans og' annar fótur, al-
. sett einkennilegum dýramyndum.
Flest þeirra- -eru að-vísu úr liug-
myndaheiminum einum, en inn-
_anux±i;:'fiiiiiast eðli'Iégái? inynd-^i -
STJNNUDAGSBLAÐIÐ '
ir, m. a. af geithafri og þó ótrú-
legt megi virðast, er þarna mynd
af stórum fiski, sem auðsjáanlega
á að vera styrja.
Líkin höfðu verið lögð í kistur,
sem holaðar voru út úr risavöxn-
um lerkitrjám. Og þær hafa varð-
veitzt svo vel, að enn má sjá hvert
einasta axarfar í viðnum. Er því
líkast sem trén hefðu verið til-
höggin fyrir nokkrum mánuðum
síðan, en ekki tvö þúsund árum.
Bæði inni í timburgrafhýsinu og
utan við það var hrúgað upp alls
konar góssi, — og allt sem lík-
í’æningjarnir höfðu eftir skilið,
var svo áð segja alveg óskemmt.
Skrá yfir alla þessa muni,
myndi ná yfir’margar blaðsíður,
því til þessarar jarðsetningar
hafði ekkert verið sparað. Hér
voru vágiiar, húsgögn, hestar og
reiðtygi, klæðnaður og dýrindis
ábréiður. Hér lágu hlið við hlið
einföld og frumstæð áhöld og
glæsileg listaverk. Það var aðeins
ein tegund vöru, sem hér var spar
lega með farið, sem sé gripir úr
málmi'.
Gull og silfur höfðu ræningj-
arnir haft á brótt með sér, en yf-
ii-leitt vantar hér einnig alla ein-
' faldari hluti úr málmi. Ef klak-
inn hefði ekki varðveitt allt sem
hér er úr tré, beini, leðri, flóka
og fataefnum, væri naumast um
áð' ræðá éinn einasta hlut, er veitt
gæti fræðslu um jarðsetningu
þessa höfðingjá né mikla og merki
lega list Skýþa.
Munir ' úr tré eru langflestir.
Hér er að finna beizli, múla, söðla
og önnur reiðtygi, og eru þau
langflest prýdd snilldarlegum út-
skurði. í höfuðatriðum eru reið-
tygin af sömu gerð og þau, sem
enn erú notúð. Er ljóst af því, að
þegar frá eru 'táli-n ístöð og spor-
ar, hafa meiiri verið búnir að
finna upp og teknir að nota nærri
sams koriár reiðskap, þrjú til fjög-
-ur hundruð ániin fyrir fæðingu
“>■ 601
Krists, og reiðmenn vorra tíma.
En skreyting á þessum áhöldum
ofan úr Altaífjöllum er langtum
meiri.
Meðal þeirra muna einstakra
sem mest ber á, er marglitt vegg-
teppi afar stórt. Er það m rgir
metrar á hæð og hefur að líkind-
um hangið í tjaldi höfðingjans. Á
því getur að líta ríðandi mann.
Hann hefur svart og snyrtilegt
hár, laglegt og hermannlegt yf-
irskegg. Treyja hans er skærbiá,
en gulur hálsklútur með dökkum
deplum blaktir aftur af herðum
hans. Reiðbuxur og fótabúnaður
er hvort tveggja gulleitt með blá-
um röndum. Hesturinn er fagur-
vaxinn með vel klippt fax og
fléttað tagl. Hann er með beizli,
tauma, bringuólar, hnakk og
reiða. Fram undan þessum glæsi-
búa riddara og reiðskjóta hans
tígulegum, situr kona 1 hásæti. Er
hún klædd síðri skikkju í bláum
og gulum lit, og heldur á tré eða
grein í hendi sér, með bláum,
rauðum og grænum blómum.
Allt teppið er sett saman af
slíkum myndköflum og unnið úr
marglitum flóka, sem var aðal-
vinnsluefni hirðingjanna. ■
Annars eru marglitar flókasam-
setningar í tölu hinna fegurstu
og séi'kennilegustu listmuna, sem
fundizt hafa í ísgröfunum frá
Pasyrik. Þar má sjá dreka og
vængjuð tígi'isdýr, þar eru stíl-
gerð undradýr við hliðina á ná-
kvæmum myndum náttúrlegra
dýra. Hér víkja allar listastefnur
fyrir einföldum staðreyndum. Og
hér sjáum við í sömu gi'öf og úr
sama efni, dýriaskreytingar frá
ýmsum tímabilum og. ólíkum.
Einkum virðast elgur og hjört-
ur hafa verið uppáhaldsfyrir-
myndir listamanna þeirra. Oft eru
þeir myndaðir í voldugu stökki,
þar sein höfuðið með geysilegu
hoi'naflúri, er reist upp ogf aftur
.. . . Framh. á bls. 607.