Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Síða 11

Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Síða 11
Höfuðsmaðurinn deplaði augun- um til Grúsnitskís, en hann hélt að ég segði þetta af ragmennsku og setti upp mesta yfirlætissvip, þótt hann hefði verið náfölur fram að þeirri stundu. Hann leit framan í mig, í fyrsta sinni eftir að ég kom. Af tilliti hans mátti greinilega sjá hve órólegur hann var, og bar það þess vott að hann átti í harðri baráttu við sjálfan sig. — Já, látið mig heyra kosti þá, er þér setjið. Þér megið vera viss- ir um, að ég mun ganga svo langt til móts við yður, sem mér er framast unnt, yðar vegna. — Jæja, skilyrði mín eru þau, að þér takið aftur slúður yðar, í votta viðurvist þegar í dag, og biðjið mig afsökunar ... — Nei, heyrið þér nú, herra minn. Mig stórfurðar á að þér skulið dirfast að koma fram með slíka uppástungu. — Hvað höfðuð þér búist við að ég færi fram á? — Þá berjumst við. Ég yppti öxlum. — Sem.yður sýnist. Ég vil að- eins biðja yður að hugleiða það, að annar hvor okkar hlýtur óhjá- kvæmilega að deyja. — Já, og ég vonast til að það verðið þér . .. — Og ég er jafn viss um hið gagnstæða . .. Hann varð utan við sig og roðn- aði. svo hló hann uppgerðarhlátri. Höfuðsmaðurinn greip hönd hans og þeir gengu ofurlítið af- síðis. Þar töluðu þeir lengi sam- an í hálfum hljóðum. Ég hafði ver ið í allfriðsamlegu skapi þegar ég kom, en nú fór ég að verða ergi- legur af þessu öllu saman. Læknirinn kom til mín. — Heyrið þér, sagði hann og var auðheyrt að hann var óró- legur. — Maður gæti haldið að þér hefðuð steingleymt því, að þeir hinir eru með strákapör í SUNNUDAGSBLAÐIÐ huga . .. Sjálfur kann ég ekki svo mikið sem að hlaða byssu, en því fremur . .. Þér eruð einkennileg- ur maður. Segið þeim að minnsta kosti að þér vitið hvað þeir ætla sér .. . þá þora þeir það ekki... Þér ætlið þó ekki að láta yður lynda að þeir skjóti yður niður, blátt áfram eins og maður smell- ir af á fugl? ... — Verið þér nú rólegur, lækn- ir, bíðið þér bara við .. . Ég skal koma þv'í öllu þannig fyrir, að þeir njóti engra forréttinda. Lof- um þeim bara að hvísla og pískra, allt hvað af tekur ... — Herrar mínir! Mér er farið að leiðast þetta, mælti ég hátt til þeirra. — Ef við eigum að berj- ast, skulum við gera það. Þið höfðuð nægan tíma í gær til að ræða saman. — Við erum tilbúnir, svaraði höfuðsmaðurinn. — Takið vkkur stöðu, herrar mínir. Gjörið svo vel að mæla sex skref, læknir... — Já, takið yður stöðu! át Iv- an Ignatjevitsj upp eftir honum skrækróma. — Leyfið mér aðeins, sagði ég. — Það er enn eitt skilyrði til við- bótar. Þar sem hér verður barist upp á líf og dauða, tel ég okkur skylda til að gera allt sem í okk- ar valdi stendur til þess að þetta fari allt fram með hinni mestu leynd, og til þess að aðstoðarmenn okkar verði ekki kvaddir til á- byrgðar á neinu. Erum við sam- mála? — Fullkomlega sammála. — Jæja, þá skal ég segja yður hvað ég hef hugsað mér. Sjáið til, þarna uppi á þverhnýptum hamr inum er dálítil flöt. Niður af hon- um er að minnsta kosti þrjátíu faðma fall, og fyrir neðan er stór- grýtisurð. Við tökum okkur stöðu fremst frammi á brúninni, sinn í hvort skipti, og á þann hátt hlýt- ur jafnvel hið minnsta sár að valda bana. Það hlýtur að vera í _____________________________603 samræmi við óskir yðar, þar sem þér ákváðuð sjálfur að bilið skyldi vera sex skref. Sá er særist, hlýtur óhjákvæmi- lega að falla niður fyrir og möl- brotna. Síðan nær læknirinn kúl- unni út, og það verður hægur vandi að kenna slysi um hið skyndilega dauðsfall. Svo vörpum við hlutkesti um hver fyrst skal skjóta. Loks skal ég geta þess, að ég berst ekki upp á aðra skilmála en þessa. — Eins og yður þóknast, sagði höfuðsmaðurinn og leit ábúðar- fullur til Grúsnitskís, en hann hneigði höfuðið til samþykkis. Hann skipti í sífellu um svip. Ég hafði komið honum í ákaflega slæma klípu. Hefðum við barist að venjulegum hætti, gat hann miðað á fætur mér, sært mig smá- sári og hefnt sín þannig án þess að íþyngja samvizku sinni um of. Nú var honum hins vegar nauð- ugur einn kostur, annaðhvort að skjóta út í loftið eða gerast hel- ber morðingi, eilegar hætta alveg við ráðagerð sína og mæta hætt- unni á jafnréttisgrundvelli við mig. Ég. hefði ekki viljað vera í hans sporum á þessari stundu. Hann dró höfuðsmanninn til hliðar og tók að segja honum eitt- hvað af miklum ákafa. Ég sá að bláar varir hans skulfu, en höf- uðsmaðurinn sneri baki við hon- um með lítilsvirðandi glotti. —■ Þú ert meira flónið, sagði hann hálfhátt við Grúsnitskí. — Þú skilur heldur ekki neitt... Við skulum koma þangað upp, herr- ar mínir! Lítill stígur lá um kjarrið upp á klettinn. Hellusteinar mynduðu óstöðug þrep í þessum sjálfgjörða stiga. 'Við tókum að klifra upp stíginn og héldum okkur í hrísl- urnar. Grúsnitskí gekk fremstur og þá aðstoðarmenn hans, við læknirinn og ég, gengum síðastir. — Ég dáist að yður, sagði lækn-

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.