Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 12
604
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
irinn og þrýsti hönd mína inni-
lega. — Leyfið mér að þreifa á
slagæðinni. .. Sjáum til! Þér
hafið sótthita ... en þó er ekki
hægt að sjá það á svip yðar. Að-
eins meiri gljái í augum yðar en
venjulega.
Allt í einu kom skriða af lausa-
grjóti niður fyrir fætur okkar
með miklum hávaða. Hvað var
nú þetta? Grúsnitskí hafði hras-
að. Grein er hann hélt sér í, hafði
látið undan og hann hefði fallið
aftur yfir sig, ef aðstoðarmenn
hans hefðu ekki gripið í hann og
stutt hann.
— Gætið yðar! kallaði ég til
hans. — Fallið nú ekki of snemma
niður fyrir. Þetta var illur fyrir-
boði. Minnist Júlíusar Sesars.
Loksins vorum við allir komnir
upp á þennan þverhnípta klett.
Staðurinn var þakinn fínum
sandi og kjörinn til einvígis. Allt
í kringum okkur hófust fjalla-
tindarnir eins og ótölulegir her-
skarar, huldir gullinni morgun-
þoku til hálfs. Og í suðurátt reis
Elbrús, hið mikla hvíta bákn og
lokaði síðasta hlekknum í keðju
ísi bryddra brúna, en milli þeirra
hrönnuðust skýin á hægri ferð til
vesturs.
Ég gekk fram á brúnina og
gægðist niður. Það lá við að mig
sundlaði, niðri í gjánni var allt
dimmt og kalt, eins og í dauðra
manna gröf. Mosavaxnir urðar-
jaxlarnir sem óveður og líðandi
stund hafði dreift út, um allt þar
niðri, virtust bíða bráðar sinnar.
Staður sá, er einvígið skyldi
fara fram á, var svo að segja rétt-
ur þríhyrningur. Frá horni því er
að gjánni vissi, mældum við sex
skref og ákváðum að sá er fyrr
ætti að mæta skoti andstæðings-
ins, skyldi standa fremst á klett-
nefinu og snúa baki að gjánni.
Svo framarlega sem hanp félli
j. ,',.Tíf!>.Ú'Iv
ekki, áttum við að skipta um
stöður.
Ég hafði einsett mér að láta
Grúsnitskí hafa öll forréttindi.
Ég ætlaði að reyna hann. Verið
gat að í huga hans kviknaði
neisti af göfuglyndi, og færi svo,
myndi allt snúast á hinn bezta
veg .. . Ég ætlaði að ávinna mér
fullan rétt til að sýna honum
enga vægð, ef hamingjan yrði
mér hliðholl. Og myndu þeir ekki
vera fleiri, sem hefðu hugsað
máiið á sama hátt? ... En hégóma
girnin og skapleysi hans sátu í
fyrirrúmi, því var nú verr.
— Viljið þér varpa hlutkesti,
læknir? sagði höfuðsmaðurinn.
Læknirinn tók silfurpening upp
úr vasa sínum og hélt honum á
loft.
— Töluna! kallaði Grúsnitskí
fljótmæltur, eins og maður, sem
vakinn er með vinsamlegu hnippi.
— Krónuna, mælti ég.
Peningurinn flaug upp í loft-
ið og féll glamrandi niður, allir
þyrptust utan um hann.
— Þér höfðuð heppnina með
yður, sagði ég við Grúsnitskí. —
Þér eigið að skjóta fyrst. En
minnist þess, að ef þér ekki drep-
ið mig, þá mun mínu skoti ekki
geiga, — það legg ég' drengskap
minn við.
Hann roðnaði, hann skammað-
ist sín fyrir að skjóta niður vopn-
lausan mann, Ég horfði hvasst í
augu honum, og andartak virtist
hann vei’a að því kominn að
fleygja sér fyrir .fætur mér og
biðja mig fyrirgefningar. En
hver skyldi geta komið sér að
því að kannast við svo forsmán-
arlega fyrirætlan?
Hann átti þess eins úrkosta, —
að skióta út ídoftið: Ég' var sanm;.
færðpr um a.ð. hann myndi taka
þann þost.' Það vár ekki nema
áðeins eitt, sem varnað gát hon-
um þess, að beita slíkri aðferð.
Óttinn við að ég myndi þá krefj-
ast nýs einvígis.
— Nú er tækifærið, hvíslaði
læknirinn og kippti í ermi mína.
— En ef þér segið þeim nú ekki
að okkur séu kunnar fyrirætlanir
þeirra, er allt glatað. Sjáið þér,
nú er hann farinn að hlaða byss-
una ... Ef þér segið ekkert sjálf-
ir, þá geri ég það .. .
— Nei, ekki fyrir nokkra muni,
læknir, svaraði ég og hélt hendi
hans fastri. — Þá mynduð þér
eyðileggja allt saman. Þér hafið
lofað mér því að viðlögðum dreng
skap, að blanda yður ekki í þær
sakir ... Skiptið yður ekkert af
því. Hver veit nema ég óski þess,
að vera skotinn? ...
Hann leit forviða á mig.
— Já, það væri annað mál! . • •
En þá rriegið þér ekki áfellast mig
í öðrum heimi...
Höfuðsmaðurinn var nú búinn
að hlaða skammbyssurnar og fékk
Grúsnitskí aðra, um leið og hann
hvíslaði einhverju brosandi að
honum. Hina fékk hann mér.
Ég tók mér stöðu á klettnefinu, *
spyrnti vinstri fæti fast í klett-
inn og laut ofurlítið áfram, til þess
að falla ekki aftur á bak, ef svo
kynni að fara að ég særðist að-
eins lítið eitt.
Grúsnitskí tók sér stöðu and-
spænis mér og þegar merki var
gefið, tók hann að lyfta byssunni-
Knén skulfu undir honum. Hann
miðaði beint á enni mér.
Það sauð nið'ri í mér ósegjan-
leg heift.
Alit f einu iækkaði hann byssU-
hlaupið' og sneri sér að einvígiS'
votti sínum, en andlit hans Val'
náhvítt sem kalkaður veggur.
—Ég get það ekki, mælti hann
með hljómlausri röddu.
— Ragmenni, svaraði höfuðS'
maðuripn.
Allt í einu hljóp' skotið úr bysS'
unni;. Kúlan stráukst "við hnéð
á mér. Ég steig ósjálfrátt eitt’ eða
í