Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 15

Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 15
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 607 augnabliki, þegar hún segist hafa séð Leonardo þeysa með Brúðina á fáknum sínum, burt úr veizl- unni. Replik leikkonunnar var tæpast nægilega hrein og skýr, á fleiri stöðum. Frú Regína Þórðardóttir leik- ur Tengdamóðurina, og er sam- leikur hennar og frú Helgu, í öðru atriði, eini samleikurinn í öllu leikritinu, því hver leikandi virtist pínast einn og yfirgefinn í sínu horni. Frú Regínu tókst að gæða lífi, bögguþnn sem hún bar, svo maður trúði því að um barn væri að ræða, sem hún raulaði við, milt og móðurlega. í lokaatriði leikritsins var hún sönn og sterk, heit skapgerð virtist ólga undir kyrru yfirborði. Frú Anna Guðmundsdóttir, — sem leikur Grannkonu, var hvort- tveggja í senn, steinrunnin og yfirleikin. Þjónustustúlka frá Eddu Kvaran var að ýmsu leyti sterk og heil- steypt, en um leið og ég býð leik- konuna velkomna aftur á svið Þjóðleikhússins, eftir of langa fjarveru, óska ég henni betri leik- stjórnar í framtíðinni. Óskiljanleg er mér sú tónteg- und sem frú Herdís Þorvaldsdótt- ir valdi til framsagnar Ijóðum Dauðans — og einnig það að hún rétti aldrei úr bakinu. Baldvin Halldórsson skilur efni og form fagurra ljóða, öðrum leik- urum betur, en hljóðblær raddar- innar, er hann flutti ljóð Mánans, var ekki nægilega bjartur, tign- arlegur. Viðarhöggsmennirnir minntu helzt á grafara í leikritum Shake- speares. Annarlega stemning, — svo sem krafist er, báru þeir ekki. Framsögn þeirra var óskýr, ekki ijóðræn. Hópsenur voru hörmung. Megji ÞjóðltikhúsinU' auðnast að bæta brot sitt gegn skáldinu. Stelngerður Guðmundsdóttir. Framh. af bls. 601. fyrir sig. Algengustu viðfangsefn- in eru þó tvö dýr í bardaga. Þar má sjá rándýr stökkva á bráð sína af mikilli mýkt og lipurð. Oft er þá bráðin elgur eða hafur. Þessar myndir eru ævinlega þrungnar þungum, dramatískum krafti. Skelfing hins minni mátt- ar dýrs skín út úr hverri línu í líkama þess. Allur hinn mikli fjöldi. þessara atburðatjáninga, hefur að mestu leyti prýtt sala- teppi. Þó er slíkar myndir víða annars staðar að finna, og ein- hver hin allra fegursta þeirra er höfð til skrauts á vagnþaki. Eru það tveir hlekkjaðir svanir, gerð- ir úr gulum, svörtum og rauðleit- um flóka. Meðal hins mikla fjölda fund- inna gripa, má og nefna leifar íburðarmikilla skartklæða. Hér efu skyrtur, kuflar, sokkar, skór og höfuðföt. Mikið af fatnaði þess- um er gert af dýrum loðskinnum, mest safalaskinnum en þar næst folalda. Snyrtivörur, svo sem greiður og spegla, hefur heldur ekki verið látið skorta. Af farartæki skal fyrirmann kenna. Það er Ijóst, að hér í fjall- heimi Altaí hefur reiðhesturinn verið algengasta samgöngutækið. Meðal grafarminja þessara eru margir hestar af úrvalskyni. Og svo sem að framan getur, hafa söðlar, áklæði, ólar og beizli ver- ið af fullkomnustu gerð. Ekkert hefur heldur verið sparað til ríku- legra skreytinga. í lifanda lífi hefur þetta ríkisfólk ekkert skort, og því skyldi það ekkert vanta í hinztu förinni. Þess vegna eru jafnvel vagnar lagðir með í gröf- ina. Fundizt hafa frumstæðir, klúr- ir og lágir vagnar, til að flytja farangur á. En hér má einnig sjá léttan og á sinn hátt glæsilegan skrautvagn. Hér inni í háfjöllum meginlandsins mikla, 3000 metra yfir sjávarmál, þar sem varla vottar fyrir vegum enn í dag, hafa menn fyrir meir en tveim þúsund um ára notað fagurbyggða skraut vagna, með háum hjólum, vel smíðuðum húsum og útskornum þökum. Vagninn er eingöngu gerður úr tré, horni, flóka og leðri. Hægt hefur verið að taka hann sundur með fáum og ein- földum handtökum, og flytja hann á reiðing þegar þess þurfti með. Það er ótrúlegur fjöldi gripa, sem dregnir hafa verið fram í dagsljósið úr ísgröfunum í Pasy- rik. Með þessum orðum hefur að- eins verið unnt að gefa lítilfjör- lega hugmynd um þessa miklu fjársjóði vel varðveittra gripa frá iævafornri og mérkiíegri menn- ingu þessara hirðingjaþjóða. Þau ættu þó að nægja til þess að sýna fram á hvílík verðmæti geta verið geymd í skauti jarðar, þar sem aðstæður eru á þann veg, að minjarnar geta varðveitzt ó- skemmdar til vorra daga. SMÆLKI — Nú hefur þú bjargað lífi mínu, en hvernig get ég launað þér það? — Með því að giftast tengda- móður minni og flytjast með hana til Ástralíu. TÖLUBLAÐ LEIÐRÉTT: Lesendur eru beðnir að athuga að tbl. 34 var tvítalið. Tblstalan 36 féll niður.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.