Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Side 16
' 608 r*3
SUNNUDAGSBLAÐIÐ-'
Fágætum forngripum
úr sögu Egypta hinna
fornu gerist nú ærið
hætt í söfnum. Mikið
reiðarslag var það í sum-
ar, er veldissproti Tutank
hamens hvarf í Kairo á-
samt nokkrum öðrum
velöisprotum. En nú
frétiist að gullstytta af
guðinum Set hafi verið
stoiið ásamt 29 öðrum
dýrgripum frá fornri
frægðartíð úr safninu í
Tounalgbal í Efra-Egypta
landi.
• •
Kínverj ar hafa byrj að
á tilraunum ' með bíla-
framleiðslu. Þar hafa
aldrei fyrr verið fram-
leiddir bílar. Tilrauna-
bíll þeirra eru 6 sæta
fólksbifreið með 8
strokka vél. Tegundar-
heitið er „Rauði fáninn“.
• •
Oka,sha, menntamála-
ráðherra Egypta hefur
boðið helminginn af öll-
um gömlum minjum í
Efra-Egyptalandi hverj-
um þeim, sem fundið get-
ur ráð. til að bjarga þeim
frá þeirri hættu, sem
bygging Aswanstíflunnar
setur þær í. Hánn heíur
einnig veiít sérstökum
löndum leyfi til að grafa
eftir fornminjum, þar
sem ekki er hætta á ferð-
um vegna stíflugerðar-
innar, upp á þau kjör að
mega eiga helminginn.
• •
Nú er hægt að fá að
raka sig fyrir ekki neitt
í leigubílum í NewYork.
Bílstjórarnir hafa látið
setja rakvél í bílana, og
einnig er þar rakspegill,
sem festur er með sþennu
aftur fyrir hnakkann. —
Þetta er gert fyrir önnum
kafna kaupsýslumenn, —
sem þurfa að mæta með
nýrakaða kjálka á fund-
um víðs vegar um borg-
ina, en hafa nauman
tíma.
• •
MIKLAR hörmungar
dundu yfir í Indlandi í
haust, er flóð eyddu þar
byggðir. Eitt af því, sem
þá gerðist óvanalegt var,
að kona fæddi barn uppi
í trjákrónu. Þangað hafði
hún leitað til þess að
forða lífi sínu, og komst
ekki niður úr trénu vegna
flóðanna.
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
Fylgirit Alþýðublaðsins.
: Hverfisgötu 8—10 — Sími 14900
Prentsmiðja Alþýðublaðsins
ÞAÐ getur stundum verið ærið hættulegt að vinna
við háar byggingar, eins og t. d. þessa, sem sést hér
á mýndinni. Ilún ér 18 hæða skýjakljúfur í London.
Miirg dæmi eru um, að menn hafi við slíka vinnu,
hátt yfir jörð, misst fótanna og hrapað, og ]iá var
ekki að spyrja að endalokunum. Eitt einasta andar-
tak án fyllstu aðgæzlu og voðinn er vís. En nú er
fárið að nota sérstök öryggisbelti, sem mennirnir eru
með. Beltið er tryggilcga spennt um manninn miðj-
an og fest um slár, sem ekki bila. Annar mannanna
á myndinni hefur fjórum sinnum dottið fram af. Og
hann mundi ekki. hafa fallið nema einu sinni, cf
hann hefði verið beltislaus.