Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 1
For/ð upp á Skaga — BLAÐSÍÐA 5 Eigið Ibér von á barni? — BLAÐSÍÐA 4 Stríðið við syndina — 0 p n a n Smásaga eftir Graham Greene — BLAÐSÍÐA 9 Sérvizka og hjátrú frægs fólks — BLAÐSÍÐA 3 Bankaránið smásaga — BLAÐSÍÐA 2 Klúbburinn og krossgátan Þessi fallega stúlkumynd hefur birzt mjög víða í blöðum á Norðurlöndum að undanförnu. Hún er tekin af hinum kunna sænska ljósmyndara Bo Dahlin og henni fylgir dálítil saga, sem er þannig: Bo Dahlin var staddur á flugvellinum í Kairo og var nýbúinn að stinga myndavélinni sinni niður í tösku. Hann var í þann veginn að stíga upp í vélina, sem var að leggja af stað til Aþenu, þegar dökkhærð og falleg stúlka gekk hratt framhjá honum. Hann stóðst ekki freistinguna, tók í flýti myndavélina úr tösku sinni og bað stúlkuna að stanza. Hann benti á myndavélina og bað hana að bíða andartak, og enda þótt hún skildi ekki orð af því, sem hann sagði, vissi hún hvað hann vildi. Hún lofaði honum að taka myndina og skrifaði síðan nafnið sitt í lófann á Bo Dahlin. Bo Dahlin sté upp í flugvélina og á leiðinni varð hann fyrir þeirri ógæfu að þvo sér um hend- urnar, án þess að muna eftir nafninu! Myndin gleymdist og önnur og stærri viðfangsefni tóku við. En mörgum árum seinna, var Bo Dahlin að fara yfir gamlar filmur og rakst þá á fallegu ind- versku stúlkuna. Hann rifjaði upp tildrög myndarinnar, setti hana á markaðinn, og hér er hún. BLAÐSIÐA 12

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.