Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 10
Þau gefa sér ekki tíma til að drekka morgun- kaffið á sunnudagsmorgnana, — fyrr en þau hafa íesið Sunnudagsblaðfö. SUNNUDAGSBLAÐIÐ er ókeypis fylgirit ALÞÝÐUBLAÐSINS. Það er stærsta fylgirit íslenzks dagblaðs. í næsta Sunnudagsblaði hefst ný íslenzk fram- haldssaga úr Reykjavíkurlífinu. Fylgizt með frá byrjun. Af öðru efni mætti nefna: Hver er hinn seki? Spennandi sakamálagetraun. Grein um baráttu við geisladauða, tvö ný ljóð eftir Arn- liða Álfgeir og fleira. ■^T Fjölbreytt — Fróðlegt — Skemmtilegt. Bankaránið Framhald a£ bls. 2. til að kæla hurðina. Nú skildi ég að það var Betty, sem gaf skipanirnar. Hún var heilinn á bak við i’nnbrotið. — David gekk niður ganginn að salern- inu og kom aftur með vatn í fötu. Jimmy kom utan af göt- unni og staðnæmdist við hlið ina á mér. — Gættu þxn, aðvaraði hann mig. — Vatnið mun gefa af sér laglega gufu. Hann hafði rétt fyrir sér. Þegar rifan var orðin köld, .stakk Betty hendinni inn um hana og greip um innra hand fang öryggisklefans. — Betty þekkir muninn á réttu og röngu, sagði Jimmy stoltur. Stúlkan svaraði meðan hún hélt áfram að vinna við dyrn- ar: — Þessi lás er annars auð- veldur vi’ðureignar. Hún gekk nokkur skref aft- ur á bak og veifaði í David. — Togaðu í þetta, svo eigum við aðeins eftir grindurnar og innri dyrnar. Við verðum að fara varlega með innri dyrn- ar, svo að varðbjöllukerfið hitni ekki. Við sluppum naum lega áðan. Jimm.y talaði við mig eins og góðan vin eða jafnvel nem- anda! — Varðbjölluleiðslurnar eru ekki afltaf á sama stað, og þær þola ekki að hitna. En Betty þekkir flest tilfellin. Þau tóku ytri hurðina af, komust auðveldlega gegnum grindurnar og byrjuðu strax að fást við innri hurðina. Brátt voru þau líka komin gegnum hana. Betty sneri sér aðeins einu sinni vi’ð til að tala: — Hér er kveikivöndull á bak við Réttu mér peroxyð, Jimmy. Hún hellti dálitlu af vökv- anum inn um rifuna, beið dá- lítið, en hélt síðan áfram með rafmagnsborinn. Henni tókst að opna dyrnar. Þegar því var iokið, kveikti hún rólega ljósið inni í skápnum og horfði á David, sem sleit í sundur varð bjölluleiðslurnar. Þau gengu inn í öryggisklefann. David fiktaði dálítið við lásinn á peningaskáp þar inni. Hann opnaðist auðveldlega. Inni í skápnum lágu brúnir pappírs- pokar og stórir bögglar með peningaseðlum. Utan á pakk- ana var skrifað með blýanti, 1£, 5£. — Freistandi, sagði’ David. — Mjög, sagði Jimmy. Betty hristi höfuðið. — Nei, drengir, í nótt tök- um við aðei’ns það, sem ég ætlaði að sækja. Hún sneri sér að hvelfing- unni, þar sem öryggishólfin lágu þétt saman á veggjunum. Hún virtist leita að vi'ssu núm eri ... og hún fann það, sem hún leitaði að. — Taktu þetta, David. Þetta er það, sem við erum komin til að sækja. Davi'd andvarp- aði og benti á peningaskápinn. — Það er synd, að við skul- um ekki geta tekið allt þetta með okkur. Hún svaraði mjög hvasst: — Ekki í nótt, Davi’d. Við höfum fengið meira en nóg síðustu 14 dagana. Og við munum fá imiklu meira í fram tíðinni, ef þið aðeins treystið heilanum mínum. — Þú ert snillingur, sagði David. — Áreiðanlega grei'ndasta stúlkan í allri borginni, sagði Jimmy. Þetta var alltof dularfulit. Eg hleypti í mig kjarki og spurði: — Hvers vegna í ósköpun- um brjóti'st þið inn í banka án þess að taka peninga, ekk- ert nema þetta hólf? — Segðu honum það, Jim- my, sagði Betty. — Segðu honum það, af því að hann hef ur verið svo góður og þægur strákur. — Betty er húsbóndinn okk ar, skilurðu, og okkur er ekki hollt að bera fram spurning- ar. Hún greiðir okkur launin, og skiptir gullinu. í nótt erum við að vinna af þvf að Betty vill fá þetta hólf. Maðurinn hennar átti' það. Hann var heldri maður, liðsforingi í hernum, en féll á Kyprus í stríðinu. — Guð varðveiti sáx hans, sagði David alvörugefinn. Betty var þögul, og ég gat séð, að minningarnar báru hana næstum ofurliði. Jimmy hélt áfram. — Eftir að hann dó, með hin lítilfjörlegu eftirlaun sín, leitaði Betty betur launaðra ævintýra. Betty sneri sér við og ég sá, að hún hafði aftur náð vaidi á sjálfri sér. Hún leit á mig og sagði með yndislegu brosi: — Þú skalt bara reyna að segja frá því, sem þú hefur séð f nótt, eða tala um mig við nokkurn lifandi mann, þá munu drengirnir ná í þig. Dauðinn er mun ákjósanlegri en hefnd mín. — Amen, sagði David. Svo gengum við öll inn í hið dimma anddyri. Jimmy bar svarta öryggishólfið og opnaði dyrnar, sem lágu að götunni. — Eitt leikur mér forvitni á að vita. Hvað er í hólfinu? Betty hvíslaði til baka: — Það, sem liggur inni í því, gæti auðveldlega eyðilagt nafn og mannorð mannsins míns sáluga. Nú mun þetta sönnunargagn verða að eilífu útmáð. Síðan hurfu þau, hún og fé- lagar hennar. Ég heyrði bíl- fara í gang, og ég gat mér til að þau ækju út úr borginni'. Ég stóð eftir í anddyrinu og fann ilminn af ilmvatni Bet- tyar. Bettyar, sem var svo falleg, Bettyar, sem rændi banka. Þegar ég fann þennan ilm, þráði ég að sjá hana aft- ur en ég vi'ssi að það myndi mér aldrei auðnazt. Hún og mennirnir tveir voru horfin á braut eftir að hafa varpað ljóma ævintýrsins á mína til- breytingarlausu akademisku tilveru. Eins og í öllum ævin- týrum sýndi hún og mennirn- ir nokkurs konar skapfestu. Hverjar aðrar manneskjur myndu snúa baki við auðæf- um og láta sér nægja líti'ð, svart öryggishólf, sem þau voru komin til að sækja? Þarna inni hlutu að vera heil auðæfi. Ég gekk aftur-til öryggisklefans, gegnum hinn langa gang og uppsprengdar dyrnar. Ég greip stórt bretti og staflaði á það þessum brúnu pappírspokum fullum af snjáðum seðlum. Riðandi, vegna hins mikla þunga, 'gekk ég aftur út á götu. Gasljósið skein ennþá, barnið var hætt að gráta, allt var hljótt. Glaður gekk ég yfir götuna og að húsinu, þar sem ég leigi þakherbergið mitt. Ég lagði brettið frá mér í efsta stiga- þrepið, meðan ég leitaði eftir útidyralyklinum. Síðan gekk ég rólega upp stigann, sem liggur að herberginu mínu. Þegar ég var kominn inn til mín, tróð ég peningunum í ferðakistu, sem ég geymi und- ir rúmi'. Þegar ég vaknaði var há- bjartur dagur. Ég heyrði æst- ar raddir neðan frá götunni. Háværar samræður og bíla, sem komu og fóru. Án þess að líta út um gluggann, vissi ég hvað var að. Með hendur und ir höfði og ferðakistuna fulla af peningum, u. þ. b. 15 þús- und pund, lá ég og hugsaði um hvað manneskjurnar eru undarlegar, græðgi þeirra og allt það. Ég hugsaði einnig um hVersu sérstök Betty var. Hún hafði fengið það, sem hún vildi, og séð um að ég myndi að eilífu varðveita leyndar- mál næturinnar. Sfr/ðið við syndina Framhald af opnunni. af sér og virða nánar fyrir sér hina nýkomnu hermenn. Hið seinna varð útfallið og fljótt varð okkur börnunum ljóst, að öll tortryggni var ónauð- synleg. Það voru þó ekki all- ir sammála okkur, því sumir höfðu þá hugmynd, að hér væri á ferðinni einhver „villu trúarflokkur“. Söngur Hjálp- æðishersins þótti líka of hrað- ur og svo hneykslaði það einn- ig að spilað var á hljóðfæri, „sem sómdu sér bezt í dans- sölum og öðrum þess háttar skemmtistöðum“. En hinn glaði söngur Hjálpræðishers- ins með undirspili alls konar hljóðfæra, hreif hug okkar barnanna. Við lærðum að syngja marga fallega söngva og hlutum kristilega fræðslu á einfaldan og skýran hátt. — Kannski við minnumst í lokin á gistihúsið, sem þið rekið hér. — Við skulum ekki kalla það gistihús. Mér líkar ekki það orð. 'Við köllum það Gesta og sjómannaheimili. Heimilið er mikið notað og það væri þörf fyrir það, þótt það væri helmingi stærra. Það eru margir, sem leita hingað — margir, sem lifa í skugga- hliðum lífsins, — margir, sem gista hér fyrir ekki neitt. í gre'narkorni, sem birtist í ísafold og fjallaði um fyrstu Hjálpræðisherssamkomuna hér á landi, stóð, að „Herinn hefði getið sér ágætan orð- stír víða um lönd fyrir fram- kvæmdasama mannást við bágstadda“. Ég vil undirstrika þessi fjögur síðustu orð. Vitni verjandans Framhald af bls. 9. artak í vafa um, að það sé á- kærði, sem þér sáuð? Nú skildi ég ekki lengur — hvert hann var að fara. — Hann gat ekki búizt við öðru svari en hann fékk: — Nei. Andlit hans er ekki þannig að maður gleymi bví. Verjandinn svipaðist r.ú um í réttarsalnum andartak. Síð- an sagði hann: — Frú Salmon! Vilduð þér vera svo góðar og virða aftur fyrir yður fólkið í réttarsaln- um. Nei, ekki líta á ákærða! Standið á fætur, herra Adams! Og þarna, aftast í réttarsaln um var stór og þrekvaxinn maður með blóðhlaupin og út- stæð augu. Hann var eins og nákvæm eftirlíking af mann- inum í stúku hins ákærða. — Hann var meira að segja líkt klæddur, — í þröngum, blá- um fötum með skræpótt bindi. — Hugsið yður nú vel um, frú Salmon. Getið þér svarið þess e.ð, að það hafi verið á- kærði, sem fleygði hamrinum í garði frú Parkers, en ekki þessi maður, sem er tvíbura- bróðir hans? Það gat hún að sjálfsögðu ekki. Hún leit af öðrum mann inum og á hinn og sagði ekki eitt einasta orð. Þarna sat þr jóturinn í stúku hins ákærða, með krosslagða fætur, og aftast í réttarsaln- um stóð hann einnig. Báðir 10 Sunnudagsblaðfö

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.