Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 2
Hún haföi fengið það, sem hún vildi -
og séð um, að ég varðveitti leyndarmálið...
FYRST hélt ég að vetrar-
stormurinn væri orsök hinna
undarlegu hljóða, sem ég
heyrði í gamla húsinu í há-
skólabænum, þar sem ég bjó.
.Síðan hélt ég að stúdentarn.r
í nágrenninu væru að
skemmta sér við lélega
grammófónplötu. Mér gramd-
ist þetta undarlega, ókenni-
lega hljóð. Það var eins og
. bumbusláttur ásamt bergmáli
af glamrandi málmi. Þetta
var laust eftir miðnætti að
vetri til, og ég stundaði nám
við háskólann. Herbergið mitt
var þakherbergishola. Á dag-
inn merlaði í kirkjuturna og
í fjarska greindi ég nokkur
engi. Þetta var einfalt, lát-
iaust herbergi.. Mér geðjaðist
vel að því þannig.
Þessi ókunnu hljóð gerðu
mér stöðugt ónæði. Eftir
stutta stund stóðst ég ekki
mátið, en gekk að gluggan-
um og dró fornfálegu glugga-
tjöldin til hliðar. Ég gægðist
niður á auða hliðargötu, götu,
sem ekki hafði breytzt mikið
í iðu tímans. Hún var ennþá
lýst með gasljósi, og ljósið
hreyfðist eftir vindáttinni.
Hljóðið kvað við hinum meg-
in götunnar, og allt í einu
gat ég greint hvaðan það kom.
MiIIi gömlu lyfjaverzlunarinn
ar og prentsmiðjunnar var
út'bú frá stórum banka. Það
var í þessum banka, sem ég
geymdi mitt lítilfjörlega
sparifé, í þennan banka lét ég
styrkinn minn, og þangað fór
ég að sækja peninga fyrir
nauðsvnlegum útgjöldum.
Hljóðið barst frá hinum
dimmu gluggum, sem ef til
vill skýldu þrjátíu þúsund
gáðum, lúnum pundsseðlum.
Þetta var kyrrlát gata, úti-
búið virtist tilval’ð til ráns,
og nú vissi ég, að eitthvað var
að ske þar inni. Ef ég hefði
haft síma. myndi ég hafa
> hringt á Iögregluna. Én það
var enginn sími í húsinu.
Næsti símklefi var neðar í
• götunni, geng ð framhjá hinu
daufa gasljósi. Ég var jafnvel
að hugsa um að draga glugga-
■ tjöldin fyrir aftur og halda
áfram að lesa. Bankarnir eru
ríkir og voldugir. Þeir ættu
’ sjálfir að sjá um öryggi sitt.
' — Samt var einhver þörf í
. roér eins og öllum góðum
borgurum, fyrir að vernda
lög og reglu samfélagsins,
þö”f fy.rir að vernda eignir
náungans og hjálpa bezta v:ni
þjóðfélagsins, lögreglunni. Ég
fann að ég gat ekki lesið
meira, ef ég gerði ekki eitt-
; hvað. — Ég fór í gamla frakk-
ann minn og gekk niður stig-
ann. Hinir leigjendurnir
sváfu. Sumir voru stúdentar
eins og ég, aðrir unnu í verk-
sm'ðjunum, sem uxu ört í út-
jaðri bæjarins. Ég gekk í
skugga húsanna í áttina að
símaklefanum. Það lýsti af
hvítum gluggaumgerðunum í
myrkiúnu. í fjarska heyrðist
barn gráta. Skyndilega kvað
við hvell hringing, eins og
einhver hefði brotið bruna-
boða. Ég hélt áfram eftir
gangstéttinni og opnaði dyrn-
ar að símaklefanum. Þá
heyrði ég rödd utan úr myrkr-
inu, lága og niðurbælda:
— Snúðu við!
Ég snerist á hæl og gat
naumast greint veru, sem stóð
á gangstéttinni. Ég ætlaði að
halda áfram inn í símaklef-
ann.
— Snúðu strax við!
Röddin var nú mun hvass-
ari.
Maður gekk fram í ljósið
við símaklefann. Ég sá skugg-
ann af handlegg hans, þegar
hann lyfti honum og beindi
að mér svartri skammbyssu.
Ég er friðsamur maður, sem
þurfti alls ekki að vera próf-
essor í vopnaburði til að skilja
— að ég stóð við dauðans dyr.
Ég gekk til móts við mann-
inn. í ljósglætunni gat ég séð
að hann hafði dregið nylon-
sokk yfir höfuðið. Ég flýtti
mér að segja:
— Hver eruð þér? Er þetta
árás?
Maðurinn hristi höfuðið og
svaraði rólega:
— Nei. ég er aðeins varð-
maður. Ég stóð í dyrum bank-
ans og sá að þér komuð út og
genguð að símaklefanum.
— Bankinn, sagði ég sak-
levsislega. Sögðuð þér bank-
inn?
— Já, bað stemmir. Þér
heyrðuð hlióð fx’á bankanum,
er bað ekki? Éfí sá, að bér
dróguð gluggatiöldin til hlið-
ar og gægðust niður. Svo sá ég
— að bér komuð út augsýni-
lega í leit að síma. Komdu nú
mei’S mér. kæri vinur!
Ég áleit bezt að fetta ekki
fingur út í hetta með vinátt-
una og snurði:
— Hvert förum við?
— Inn í banka.
Ég óskaði nf öllu hiarta —
brátt fvrir lög og rétt, að ég
sæti inni í herberginu mínu
með bækurnar mínar. En stúd
ent með slæma samvizku. en
lifandi, var vissulega betra að
vera. en lát;nn. góður borgari.
— Við fórum sömu leið og ég
kom. Ég gat ennþá heyrt
barnagrátinn og huggunar-
söng móðurinnar. Bíll ók fram
hjá. Það var gott að sjá eitt-
hvað ljós. Maðurinn með grím
una dró mig í flýti inn í and-
dyri húss nokkurs. Síðan héld
um við áfram til bankans. —
Maðurinn opnaði dyrnar með
fætinum og við gengum inn.
Það var dimmt í andyrinu, á
gljáandi borðunum lágu penn
ar og pappír í röð og reglu.
Við gengum inn lítinn gang,
að einkaskrifstofu bankastjór-
ans. Ég vissi að þar var örvgg-
isklefinn. Ég hafði oft tekið
eftir grindunum og dyrunum,
þegar ég var inni hjá banka-
stjóranum að undirskrifa ým-
is skjöl.
Þarna var allt upp ljómað,
en ljósið gat ekki sézt utan
frá. Eini glugginn þarna var
rækilega byrgður með þykk-
um pappír.
Maður og kona bogruðu við
dyrnar á öryggisklefanum. —
Maðurinn var hávaxinn og vel
klæddur. Stúlkan var einnig
hávaxin, ljós yfirlitum. Hár-
ið hafði hún vafið í hnút í
hnakkanum. Hún var í fallegri
dragt, bryddri dýrindis skinn
um. Maðurinn var með hvítan
silkitrefil um hálsinn, sem
hann áreiðanlega notaði sem
grímu úti. En nú notaði hann
trefilinn til að þurrka svitann
af enninu. Stúlkan hafði enga
grímu. Hún hafði fallegt, góð-
legt andlit, blá augu og töfr-
andi fæðingarblett á annarri
kinninni.
— Hvað hefurðu nú náð í
Jimmy, spurði hún.
Maðurinn með nylonsokks-
grímunni svaraði glaðlega:
— Þessi' náungi sá okkur,
en ég var honum viðbragðs-
fljótari.
Stúlkan brosti til mín, og ég
óskaði að hún væri mín meg-
in við lögin. Ég óskaði jafnvel
að ég tiliheyrði hennar heimi.
Að brjótast inn í banka með
slíkri dís hlaut að vera hrein-
asta dásemd!
— Þú hefðir átt að halda þig
við rúmið, sagði hún.
— Halt þú þér að vinnunni,
Betty, sagði' hávaxni maður-
inn óþolinmóður.
Þau voru með óvenju full-
komin verkfæri. Þeim geðjað-
ist augsýnilega ekki að því,
að ég horfði á vinnu þeirra, og
fylgdarmaður minn sagði:
— Seztu þarna út í horn og
hreyfðu þig ekki. Annars lóð-
ar Betty saman á þér hnén.
Er það ekki, Betty?
Betty hækkaði röddina til
að yfirgnæfa borinn:
— Ekki, ef hann verður
þægur.
Þau unnu hratt. Öðru hvoru
gekk Jimmy út í dyr og gætti
að hvort allt væri með kyrr-
um kjörum. Betty og hávaxni
maðurinn héldu áfram að
sýsla við klefann. Ég gat séð,
að þau voru engir viðvaning-
ar. Þau iboruðu langa rifu nið-
ur eftir hurðinni hjá lásnum.
Þetta var svo spennandi
vinna, að jafnvel ég fann til
æsings. Ég horfði á Betty, með
an hún strauk bláum loga eft-
ir hurðinni'. Af og til sló mað-
urinn á hurðina með járn-
karli. Það var þetta hljóð,
sem ég hafði heyrt. — Eftir
rúman klukkutíma sneri Bet-
ty sér að háa manninum og
sagði:
— Við erum komi'n í gegn,
Davíð. Farðu og sæktu vatn
Framhald á bls. 10.
Smásaga eftir
Gledwyn Hughes
£ gSttpnudagsfalaöið^