Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 3
Sérvizka og hjátrú frægs fólks N ÓBELS VERÐL AUNASKÁLDIÐ Hemingway getur ekki skrifað nema 20 nýyddaðir blýantar Hggi á skrifborðinu hans. Þeir verða að vera nákvæmlega 20, — annars fer allt út um þúfur. MAÐUR er ekkert nema vaninn. 'Vaninn er sannkall- aður harðstjóri. Lítilfjörlegir og hlægilegir hlutir geta orð- ið að svo sterkum vana, að þeir eru eins konar andleg spennitreyja. Allir eru meira og minna háðir vana, sérvizku og tik- túrum. Þetta getur verið með margvíslegu móti. Til eru reykingamenn, sem aldrei kveikja á eldspýtu, án þess að nugga brennisteininum við olnbogann fyrst, sumir mega hvergi sjá bréfsnepla án þess að taka þá og búa til blæ- vængi úr þeim. Það eru til menn í opinberum stöðum, sem aldrei þora að nota lyft- una á vinnustaðnum og aðrir, sem allt þurfa að gera þrisv- ar: hræra þrjá hringi með te- skeiðinni í kaffibollanum, kaupa þrjú dagblöð, skola þrisvar sinnum niður á sal- erninu og svo framvegis. Sálfræð'ngar og aðrir and- ans menn kunna eflaust að nefna fjölmargar orsakir þessa undarlegu vana og tiktura, en við skulum láta slíka fræðimennsku lönd og leið, en snúa okkur að nokkr- um frægum mönnum og venj- um þeirra og skringilegum hugdettum. Listamennirnir eiga í stöð- ugri baráttu við andann og hann kemur ekki yfir þá nema við vissar aðstæður. Frledrich Schiller vann bezt, þegar hann fann angan af rotnandi eplum upp úr einni skrifborðsskúffunni sinni. Meyerbeer gekk bezt að kompónera í æðisgengnu þrumuveðri. Þess vegna lét hann byggja handa sér gler- verönd oa þar sat hann, þegar þrumuveður geysaði og fvllti hvert nótnablaðið á fætur öðrtl á örskömmum tíma. Ef gestir voru hjá honum, begar skyndilega skall á þrumuveð- ur, yfirgaf hann þá þegar í stað og hlióp í hendingskasti inn í verönd'na til þess að missa ekki af þessum dýr- mætu mínútum! Heimspekingurinn Schopen- hauer fékk sér ævinlega lang- ar gönguferðir og á ferðum sínum varð hann alltaf að hafa hundinn sinn með sér. Annars fékk hann engar nýj- ar hugmyndir. Ef Johannes Brahms gekk illa að semja eitthvert tónverk vatt hann sér fram á gang og fór að bursta stígvélin sín. — Þá komu í hug hans hin fegurstu stef, sem hann gat notað í tón smíðar sínar. í hvert skipti sem Brahms lét sauma sér nýjar buxur hjá klæðskera, fannst honum þær 0f stuttar. Það var sama hvað klæðsker- inn stytti. þær, Brahms var ekki ánægður, fyrr en hann hafði sjálfur klippt neðan af þeim. Lúðvík konungur (hinn síðasti) af Bayern var haldinn gagnstæðri áráttu: Honum fannst skálmarnar aldrei nógu síðar. Þess vegna er hann æv- inlega á öllum skopmyndum hafður í harmónikubuxum. Valsakóngurinn Johann Strauss var óskaplega hrædd- ur við járnbrautargöng. Jafn- skjótt sem járnbraut lagði af stað inn í ein slík göng, kast- aðl Strauss sér'á gólfið í klef- anum og stóð ekki á fætur fyrr en dagsljósið skein aftur inn um gluggana. Brezka konungsfjölskyldan hefur alla tíð verið haldin furðulegri hjátrú. Þannig fór Georg V. aldrei í ökuferð, án þess að lítið silfurlíkan af „Britanniu“ væri með í vagn- inum. Hann var sannfærður um, að ef þessi litli hlutur væri ekki með, þá mundi verða hræðilegt slys. María ekkjudrottning hafði aldrei allt sitt langa líf talað í síma. Enginn hafði minnstu hug- mynd um, hvers vegna hún vildi ekki gera það, en heldur hefði hún látið drepa sig, en tala í síma. Ilún gat heldur ekki þolað að sjá bergfléttur. Ef hún sá bergfléttu ein- hvers staðar í garðinum, lét hún tafarlaust fella tréð, sem fléttan hringaði sig utanum. Filippus hertogi af Edinborg hefur þann undarlega vana MARÍA CALLAS stígur aldr- ei fæti inn í hótelherbergi númer 13. Ef hún fær blóm verða það að vera 36 livítar rósir, — annars tekur hún ekki við þeim. að reykja sígaretturnar sínar eins langt og nokkur kostur er á. Brunasár á vísifingri og löngutöng eru ljósustu vitni um þennan undarlega vana. Hér á eftir fara nokkur dæmi um undarlegar flugur, sem gáfaðir menn og nafntog- aðir hafa fengið í höfuðið: Hinn snjalli læknir Carl Ludwig Schleich, sem gerði margar stórmerkilegar upp- götvanir á sviði læknavísinda, vék ekki frá þeirri firru sinni, að leðursólar á skóm einangr- uðu mennina frá hinum töfr- andi læknamætti jarðarinnar! Skáldið Reinhard Goering þjáðist mjög af þunglyndi, KVIKMYNDASTJÓRINN Hitckcock er haldinn þeirri hjátrú, að myndir hans verði ekki vinsælar, nema hann leiki í þeim sjálfur. Þess vegna má ævinlega sjá hann í myndum hans — venjulega í litlu statistahlutverki. sem leiddi til þess, að hann var að lokum sannfærður um, að það væri heilög skylda hvers einasta manns að yfir- gefa þennan heim. Þess vegna fann hann upp „sjálfvirka gröf“ og gerði líkan af henni, sem hann sýndi vinum sínum og kunningjum. Á afskekkt- um stað átti „sjálfvirka gröf- in“ að veita notendum sínum tildurslausa og látlausa brott- för úr okkar ágæta heimi. Hvort sem Goering hefur sjálfur fylgt kenningu sinni eða ekki, þá hvarf hann skyndilega dag nokkurn að- eins 49 ára gamall. Hann stóð þá einmitt á tindi frægðar slnnar. HEIMSPEKINGURINN Scho penhauer fékk sér oft langar gönguferðir og hafði alltaf hundinn sinn með sér, — annars fékk hann engar hug- myndir. Mjög margir frægir menn vilja alls ekki láta taka mynd- ir af sér. Einn af þeim var til dæmis milljónamæringurinn Morgan, en það kann að hafa stafað af því, að hann hafði geysilega stórt og eldrautt nef. Julius Reuter, sá sem stofnaði hina frægu frétta- stofnun, sem við hann er kennd, vddi aldrei láta taka af sér myndir. Þetta er því undarlegra, sem öll starfsemi fyrirtækis hans beindist og beinist enn að því að segja frá mönnum og atburðum rétt og skilmerkilega og einmitt birta af þeim myndir. Það eru sárafáar myndir til af Reuter. Framhald á bls. 8 ÞEGAR CHAPLIN vaknar á morgnana, verður að standa vasi við rúmstokk lians með gulum túlípönum, — annars vinnur hann ekki þann dag- inn. Sunnudagsblaðið 3

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.