Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 1
llllÉI&i:: í % FORSÍÐUMYNDIN okkar er að þessu sinni frá Kína og gæti vakið okkur til umhugsunar, áður en við setjumst við matborðið og snæðum ríkulega sunnu- dagsmáltíð. Maðurinn er að seðja hungur sitt á trjá- berki og svipbrigði hans segja okkur meir en orð fá lýst. Þó að mömium kunni að þykja það ótrúlegt, er það staðreynd, að 600 milljónir af 900 milljónum barna í heiminum svelta. Aðeins þriðjungur barn- anna getur borðað sig södd dag hvern. Og þó er sult- urinn ekki eina hörmungin, sem þjáir þessi óham- ingjusömu börn. Þau eiga oft við harðneskjuleg skil- yrði að búa, hafa naumast leppana utan á sig og þjást tíðum af ýmiss konar sjúkdómum. Helmingur mannkynsins býr í Asíu, sem er að- eins 16% af flatarmáli jarðarinnar. Það er einmitt þarna, sem hungrið er mest, enda eru tekjur allra Asíubúa aðeins 10% af heildartekjum mannkynsins. Af þessum sökum verður margur Asíubúi að naga trjábörk til þess að verða ekki hungurvofunni að bráð. • • •-Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur fengið það hlutverk að létta böl sveltndi og þjáðra barna og búa í haginn fyrir þau í framtíðinni. Hún var sett á stofn 1946 til þess fyrst og fremst að hjálpa 40 mill- jónum evrópskra barna, sem stríðið hafði leikið grátt. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur unnið gott verk, en þrátt fyrir alla viðleitni sveltur enn þriðja hvert barn í heiminum. SVERFUR AÐ... HAUSTNÓTT SÖKKÓLFSDAL Fiúsögu'páiiur eítir Jón Helgason á hls. 6 og 7

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.